Færsluflokkur: Evrópumál

Hætta á að við smitumst af orkukreppunni í ESB

windfarmpexels-photo-414905.jpgDraumórakennd stefnumál hafa kallað orkukreppu yfir ESB. Þar er orkuskortur vaxandi og orkuverð of hátt.  Hætta er á að Ísland dragist niður í ESB-ástandið vegna tilskipanapakkanna sem stöðugt eru leiddir í lög hér vegna EES.

"-Þriðji orkupakkinn mun veita ESB raunyfirráð yfir auðlindum okkar til frambúðar. - Stefna framkvæmdastjórnar ESB virðist vera sú að hafa náð undir sig allri stjórn orkumála á innri markaðnum upp úr 2030 og réttlætir það með baráttunni gegn hnattrænni hlýnun.

Þó er önnur enn þyngri ógn á bak við sem er þurrð orkulinda heimsins og hana þurfum við líka að varast. Fyrir ESB eru þessar ógnir alvarlegri en svo að sjálfbærni lítils þjóðfélags á afskekktri eyju - hafi nokkurt sambærilegt vægi. Þess vegna þurfum við að tryggja okkur full yfirráð yfir auðlindum okkar til frambúðar.-" (Elías Elíasson, sérfræðingur í orkumálum, í Mbl 25.1.2019)


Uppburðarleysi í stjórnmálum og umkomuleysi í fullveldismálum?

"Þegar ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafnað, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verður hinn breiði og beini vegur íslensks uppburðarleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í fullveldismálum?"

Olrich


Lausn ESB á mengun er reglugerðarstafli.

Í dag greiðir íslenskur stóriðnaður og íslensk flugfélög háar upphæðir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, Skuldbindingar þ.e. greiða einhverjum aðilum í Evrópu fyrir að fá að vera til. Í Aðgerðaáætlun (stjórnvalda) í loftslagsmálum 2018 – 2030 segir m.a:

"Hver eru markmið Íslands samkvæmt Parísarsamningnum og öðrum skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig, s.s. Evrópureglum? Ísland hefur lýst yfir því markmiði sínu innan ramma Parísarsamningsins að vera með í sameiginlegu markmiði 30 Evrópuríkja – ásamt Noregi og 28 ríkjum Evrópusambandsins – um að ná 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Nákvæm útfærsla þessa markmiðs fyrir Ísland og Noreg liggur ekki fyrir, en hún mun felast í innleiðingu Evrópureglna, þar sem annars vegar er gerð krafa til fyrirtækja (einkum í stóriðju og flugi hvað Ísland varðar) og hins vegar beint til stjórnvalda (hvað varðar losun í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, meðferð úrgangs o.fl.) Tölulegt markmið varðandi síðari þáttinn yrði líklega um 30-40% samdráttur í losun til 2030 m.v. 2005 (sjá meðfylgjandi mynd, lóðrétti ásinn sýnir þúsund CO2-eininga)."

Þetta þýðir að eftir 11 ár þegar íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að minnka útblástur bíla og kúa á næstu 10 árum þarf íslenska ríkið að kaupa losunarheimildir af einhverju bröskurum í Mengunarkauphöll Evrópu,-í stað þess að koma sér upp eigin kerfi hér á landi og láta ekki milljarða (og milljarða tugi eftir 10 ár) streyma úr úr landinu. 

climbing_in_bureaucracy_alfredo_martirena_1337346.jpg


ESB að liðast í sundur- Nýtt Euroríki

SuperstateNú eru Þýskaland og Frakkland orðin leið á uppreisn vandræðaríkjanna í ESB og stofna nýtt EUROSTATE, sameiginlegan her, fjármál og utanríkismál og bjóða næstu nágrönnum sem eiga landamæri að þeim til að renna inn í á síðari stigum.

https://www.thetimes.co.uk/article/france-and-germany-join-forces-as-a-single-superpower-fjf3bgv60

Framhaldið verður forvitnilegt. Kannski verðum við að samþykkja lög EUROSTATE í gegnum EES um fjármál ríkisins og utanríkismál. Við hljótum að gera það af hræðslu við að halda í EES samninginn!   


Stjórnvöld okkar eru á leiðinni að sökkva okkur í skuldbindingar

under-pressure-difficulties-attractive-businesswoman-carrying-big-heavy-stone-67591934.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú hafa okkar  hagsmunagæslumenn, ríkisstjórnin, verið að makka við ESB um að steypa landinu í enn meiri óþarfar skuldbindingar. Það er hluti af útþenslu EES-samningsins. Setja á mest alla starfsemi undir kvótakerfi ESB (ESR) um losun "gróðurhúsalofttegunda". Flugið og iðjuverin eru þegar komin í kvótabraskkerfi ESB, ETS. Nú á að bæta framleiðslu, skipum, útgerð og landbúnaði inn og setja sérstakt ESB-fargan á landbúnað (LULUCF). Kvótakerfi hafa sýnt sig að vera gagnslaus við að draga úr losuninninni. Þau eru aðeins notuð í fáum löndum.

Fjárausturinn í kvótakerfi ESB stefnir í að verða glórulaus sóun fjármuna, spár sýna nálægt 300 milljarða á næstu tíu árum, við höfum enga stjórn á braskinu svo skuldbindingarnar gætu orðið margfaldar og sett starfsemi í landinu í þrot. Öll "loforðin" sem okkar hagsmunagæslumenn hafa verið að gefa í útlöndum í umboði þjóðarinnar um "gróðurhúsaloftegundir" stefna í að valda tröllvöxnum og ófyrirsjáanlegum kostnaði. Peningarnir sem sóa á í kvótabraskið eða "loforð" eiga auðvitað að fara í að rækta upp landið en ekki í braskara í ESB.

Ríkisstjórnin er að samþykkja þungar skuldbindingar


Kostnaður við EES samninginn 35x hærri en ábatinn fyrir Ísland

Ein goðsögn sem lengi hefur verið haldið fram um EES samninginn af stjórnmálamönnum, er sú að hann sé svo hagkvæmur.

EN það er fjarri sanni. Mál er að kveða þessa bábilju niður. 

Hagfræðistofnun HÍ gerði úttekt á ábata samningsins að ósk utanríkisráðherra fyrir ári síðan. Þessari úttekt hefur aldrei verið hampað, ástæðan er einföld; niðurstaðan var sú að mjög lítil viðskiptahagur, 4,5 milljarðar á ári á verðlagi 2015, var af samningnum umfram þann fríverslunarsamning sem fyrir var og er enn í gildi.

Hagfræðistofnun gerði úttekt vegna kostnaðar fyrirtækja í landinu af regluverki stofnanna(að mest vegna tilskipanna ESB), beinn kostnaður var áætlaður 20 milljarðar á ári á verðlagi 2015, en óbeinn kostnaður 143 milljarðar, eða alls 163 milljarðar. Þessum kostnaði er velt yfir á þetta fámenna neytendasamfélag á Íslandi, en ekki tugmilljarða manna markað í Evrópu, allt tal um að regluverk ESB sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur er blekking bæði ESB aðdáenda og flestra stjórnmálamanna.Þetta er ástæðan fyrir háu vöruverði hér á landi og ekkert annað.

Hér er ótalinn kostnaður við starfsfólk ráðuneyta og stofnanna sem eru uppteknir allt árið að vinna að innleiðingu tilskipanna ESB inn í EES samninginn, varlega áætlað er það um 4 milljarðar. Beinir styrki til ýmissa aðila frá ESB, eru brotabrot af þessum heildarkostnaði við EES samninginn.

Ábati og kostnaður við EES samninginn

Eftirlitskostnaður

 

 

 


Fullveldið, NATO, EFTA, ESB,- framsal valds

Í grein í aukablaði Morgunblaðsins í dag, 1.des. eftir Ásgerði Ragnarsdóttur dómara, segir hún m.a:

"..Frá því að EES-samn­ing­ur­inn tók gildi árið 1994 hafa skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins auk­ist veru­lega og hef­ur sam­starfið kraf­ist þess að vald­heim­il­ir séu fram­seld­ar í vax­andi mæli til stofn­ana EES. Al­mennt er viður­kennt að lög­fest­ing samn­ings­ins hafi á sín­um tíma reynt veru­lega á mörk stjórn­ar­skrár­inn­ar og því fór fjarri að sam­hug­ur væri um hvort þörf væri á stjórn­ar­skrár­breyt­ingu..."

"Sé litið til stöðunn­ar í dag, um ald­ar­fjórðungi síðar, má ljóst vera að ís­lenska ríkið hef­ur fram­selt vald­heim­ild­ir í tals­verðum mæli til stofn­ana EES og hef­ur þeim jafn­framt verið eft­ir­látið vald til að taka íþyngj­andi ákv­arðanir gagn­vart fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um hér á landi, svo sem með álagn­ingu sekta og bein­um af­skipt­um af rekstri fyr­ir­tækja.."

"Telja verður lík­legt að álita­efni um mörk heim­ils framsals muni aukast í framtíðinn og væri það í takt við þróun í reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sjálf­stæðum eft­ir­lits­stofn­un­um eru í aukn­um mæli veitt­ar vald­heim­ild­ir gagn­vart ein­stak­ling­um og lögaðilum. Skýrt dæmi um þetta er þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins sem hef­ur upp á síðkastið verið til­efni umræðu um mörk heim­ils framsals vald­heim­ilda hér á landi."

Utanríkisráðherra hélt hádegisverðarfund í Valhöll í vikunni, í umræðum kom fram að hann styddi innleiðingu 3 orkupakkans. Rök hans fyrir því að standa gegn vilja almennings voru þau að stundum þyrftu stjórnmálamenn að fara gegn almenningsálitinu og nefndi ákveðni formanns Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar (hin fyrri) við inngöngu í NATO og í EFTA.

Langt er til seilst hjá utanríkisráðherra að bera saman afsal valds yfir íslenskum hagsmunum til erlends stjórnvald, við samning um varnir landsins og inngöngu í fríverslunarsamtök. Í NATO og EFTA er Ísland fullgildur og virkur aðili án nokkurs valdframsals á innlendum hagsmunum, öfugt við hálfgerða innlimun í ESB gegnum EES samninginn. Þessi samanburður ráðherrans er rangur, svo ekki sé fastar að orði kveðið.


Niðurgreitt kjöt frá ESB til Íslands

Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB, Common Agricultural Policy (CAP):

Árlega ver ESB um 55 milljörðum Evra (7.200 milljarða ISK) til styrktar landbúnaði í sambandinu, eða um 42% af útgjöldum sambandsins.

Styrkir af heildarútgjöldum ESB

 


Magn CAP 2008

     

 

 

 

 

Þessir styrkir fara í framleiðslu á: (Tafla til vinstri)                 

Landbúnaðarsérfræðingurinn Jaques Berthelot hefur tekið saman styrki og niðurgreiðslur landbúnaðarstyrkjakerfisins til útflutnings nauta-,svína, kjúklinga og mjólkurafurða. Útreikningar hans taka til markaðsstuðnings, beingreiðslna, útflutningsendurgreiðslna og niðurgreidds fóðurs.

CAP tafla

Á árunum 2006-2008, nam útflutningsverðmæti ESB á þessum afurðum 12.8 milljörðum evra á ári en styrkir til þeirra 4.3 milljarða evra á ári (sjá töflu) Niðurgreiðsla nam því 33.9 % af söluverðmæti þeirra. Beinir útflutningsstyrkir voru litlir á pappírum, þ.e. 14% af heildar styrkjum til þessarar framleiðslu.

Tölur Berthelots sýna mikla offramleiðslu dýraafurða í ESB, rúm 10% fuglakjöts, 15 % mjólkurafurða og 18 % svínaafurða ESB enda á heimsmarkaði sem niðurgreidd vara. ESB bannar hinsvegar viðskiptaþjóðum alla samkeppni og setur ákveðin lámarksverð fyrir þau inn á markaði í ESB, langt umfram sín útflutningsverð til sömu landa.

Innflytjendur og ESB sinnar á Íslandi upplýsa neytendur ekki um þessar niðurgreiðslur þegar þeir lofa ódýra verðið, né upplýsa þeir um innihald sýklalyfja í kjöti frá ESB.

 

 

 

 

 

 


EES orðið goðsagnakennt

shaman-staff-glass-ball-outdoor-cute-pretty-girl-ethnic-dress-wild-sunset-103206548.jpgNú er mikið talað um EES-tilskipanir um orku (3. pakkann) og áframhaldandi eyðileggingu orkukerfisins. Skoðanir og skröksögur ganga á milli, þær sömu og síðasta aldarfjórðunginn.

Ráðherra segir "-við byggjum lífskjör okkar á EES-" og skoðanaskrifari segir "-EES það besta sem komið hefur fyrir-". Skröksögurnar um EES eru orðnar svo gamlar að þær eru orðnar að goðsögnum.


Getur ráðherra afneitað verkum ráðuneytisins?

Iðnaðarráðherra segir enga tengingu milli regluverks 3 orkupakkans og lagningu sæstrengs. En í ljósi þess að Landsvirkjun hefur unnið í mörg ár, fyrir hönd Iðnaðarráðuneytisins, af fullum krafti að undirbúning lagningu sæstrengs (Ice Link)samkvæmt áætlun raforkustofnunar ESB, eru ummæli hennar ekki mjög trúverðug.

Landsvirkjun hefur unnið með fyrirtækinu AtlanticSuperConnection (ASC)og setið marga fundi með forráðamönnum þess ásamt ráðuneytinu og sem ráðherra staðfestir í Morgunblaðinu.MBL

Á heimasíðu fyrirtækisins er fullyrt að það hafi sterk sambönd við ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar er einnig tenging á Ice Link (á heimasíðu Landsvirkjunar)og gefið í skyn að sæstrengur þeirra falli inn í þá áætlun, enda tímaáætlun ASC og ICE LINK sú sama.

Á heimasíðu Landsvirkjunar má finna m.a..."And if an exciting project between the National Power Company of Iceland (Landsvirkjun), the country’s largest producer of electricity, and the UK’s National Grid goes ahead, we could also be benefitting from Iceland’s incredible supply of natural energy – not just its volcanic resources but also the electricity it generates from the falling water in its hydroelectric power stations, its geothermal plants and wind farms. Known as IceLink, the project would connect Iceland and northern Scotland with 1000km of undersea cabling. This Atlantic super connector would be the largest of its kind in the world and would go a long way to help the UK satisfy its increasing demand for renewable energy"...

Það er ekki trúverðugt að sæstrengur sé ekki á döfinni, þegar ráðuneytið hefur unnið skipulega að undirbúningi þess í gegnum Landsvirkjun í mörg ár að koma ICE Link inn í orkuáætlun ESB, kostað margar úttektarskýrslur, og átt marga fundi með framkvæmdaaðilum. -Eina sem vantar er regluverkið.   

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband