Færsluflokkur: Evrópumál

Misskilningur um EES á hærra plani

scaffoldmoon-2077332_960_720.jpgHaldinn var halelújafundur um EES í gær og gömlu lummurnar á borðum, Aðalatriðin (kostnaður, verslunarhöft, erlend áþján osfrv) hafa líklega ekki verið áhugaverð. Ráðherra utanríkismála spurði -"hvort einhverjum dytti í hug að Ísland gæti náð tvíhliða samningi við ESB-" (Mbl 7.2.2019 segir frá)

Í þessu felst misskilningur á háu plani: Ísland er með fríverslunarsamning við EB, gekk í gildi 1973 og er enn í fullu gildi og notkun og uppfærður. Hann nær yfir helstu útflutningsvörur Íslands og mun gilda eftir að EES fellur úr gildi. Ísland er auk þess aðili að WTO og GATS samningunum sem trygggja lága tolla. En helstu hindranir í viðskiptum nú til dags eru ekki tollar heldur "tæknileg" viðskiptahöft sem hrannast upp hjá ESB/EES. Þau losnum við ekki við fyrr en EES hefur verið felldur úr gildi. Og við getum þá sjálf ákveðið hvort við viljum niðurgreitt sýkla- og lyfjamengað kjöt frá ESB.

Goðsagnir um EES


Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?

"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.

Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.


mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.

Segir Tusktusk, forseti leiðtogaráðs ESB

 

 

 

 

Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland má ekki semja við Breta

new_statesmanindex.pngÍsland og Noregur eru nú að reyna að semja bið Bretland um viðskipti eftir að Bretland fer út fyrir múra ESB. Að mestu er verið að semja um aukaatriði og barnaskapur að halda að við getum samið um meginatriðin í viðskiptunum. Ísland er fast innan viðskiptahaftamúra ESB meðan EES er í gildi.

"Hvað varðar matvælaöryggisreglur er Ísland bundið af regluverki EES-samningsins og því ekki unnt að semja um það við Breta - Hvað varðar innflutning frá Bretlandi mun Ísland - þurfa að beita þeim EES-reglum sem gilda um afurðir sem koma utan EES"- (úr svari Utanríkisráðherra til Mbl. 6.2.2019)

Það er ESB en ekki Utanríkisráðuneyti Íslands sem hefur vald til að semja við Bretland um viðskipti Íslands meðan EES hefur ekki verið aflétt. Við getum ekki lengur samið um viðskipti við eina helstu viðskiptaþjóð okkar.

EES þvælist fyrir samningum


Mat á áhrifum EES samningsins

EES samningsins hefur verið lofaður sem "besti viðskiptasamningur" sem Ísland hefur gert, og ómetanlegur fyrir sjávarútveginn. ALLT er þetta rangt. Ísland var með tollasamning um iðnaðarvörur og sjávarútvegsafurðir áður en EES -samningurinn kom til. Sá samningur er enn í gildi. Fyrir um ári síðan gerði Hagfræðistofnun úttekt á áhrifum EES á viðskipti milli landanna fyrir utanríkisráðherra (sjá hér að neðan). Þar segir m.a:

"Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki numið allt að 4½ milljarði króna á ári á verðlagi 2015. Um það leyti sem skrifað var undir samninginn var þetta nálægt 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda."

Um lýðræðisþróun samningsins segir í skýrslunni:

"Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi."

ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, AРÞESSARI SKÝRSLU HAFI EKKI VERIÐ HAMPAÐ AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM OG AÐDÁENDUM ESB


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Noregur er að smitast af orkukreppu ESB

rjukan1200041365_1000x667.jpgOrkuverðið í Noregi hefur tvöfaldast á einu ári. Og það er bara byrjunin. Fjárfestar og vinstri stjórnmálamenn, sem eru sjaldan sammála, spá enn meiri hækkunum: "Við fáum ESB-orkuverð! Og það var bara Björnar Moxnes hjá Rauða flokknum sem áttaði sig á þessu með ACER" segir fjárfestirinn Öystein Spetalen.

"Þeim mun fleiri sæstrengi fyrir rafmagn sem sem við leggjum til ESB, þeim mun dýrara verður rafmagnið- þetta er ný ránsferð gegn miðstéttinni".

Spetalen og Moxnes voru spurðir hvort Noregur gæti misst iðnaðinn úr landi. "Já, þetta eru söguleg mistök sem koma niður á framtíð norsks iðnaðar - ESB er til þess að verja franskan og þýskan iðnað"-

Spetalen varar við uppreisn: "-proletariatet kan reise seg"-.

Við fáum ESB raforkuverð!

 


ESB setur okkur fleiri lög

althingi_-framan.jpgAlþingi er búið að fá haug af EES-tilskipunum sem því er uppálagt að setja í okkar lagasafn. Eina aðkoman sem Alþingi hefur að löggjöfinni er að stimpla tilskipanirnar ("Samþykkt"!), það hefur Alþingi gert af skyldurækinni og hræðslu við ESB síðan EES komst á.

Löggjafinn okkar gefur okkur ekki þessi lög, hann hefur ekkert um innihald þeirra að segja, þau eru frá ESB.  Nú þarf þingið að stimpla um 75 lög og ályktanir fyrir sumarið sem færa enn meira vald yfir Íslandi til fjarlægs valdabákns framhjá íslensku lýðræði. Framkvæmd EES-samningsins hefur gert ESB að löggjafa á Íslandi.

Stimpla þarf 75 tilskipanir frá ESB


Niðurgreidd matvæli frá ESB til Íslands

Útflutningur matvæla frá ESB:

Stefnan að hverfa frá framleiðslustyrkjum til framleiðandastyrkja í formi beingreiðslna markaðs og fjárfestingarstyrkja gerir það að verkum að niðurgreiðslur framleiðsluvara verða ekki eins sýnilegar í samkeppninni og áður.

Vefsíðan „farmsubsidy.org“ tók saman hvað 10 stærstu styrkþegar kerfisins fengu á nokkurra ára tímabili í formi beinna greiðslustyrkja, markaðs- og fjárfestingastyrkja fram til 2009:

Framleiðandi           Styrkir samtals     Tímabil

1 Friesland Holllandi  € 1,605,926,904   Frá 1997

2 Arla Foods Danmörk   € 951,731,484     Frá 2000

3 Tate & Lyle Bretland € 827,979,239     Frá 1999

4 Avebe Hollland       € 589.534,206     Frá 1997

5 Danisco Danmörk      € 484,863,255     Frá 2000

6 Hoogwegt Hollland    € 356,925,537     Frá 1997

7 Danish Crown Danmörk € 292,629,690     Frá 2000

8 Eridania Sadam Ítalíu€ 225,357,110     Frá 2002

9 Nestlé Bretland      € 196,777,997     Frá 1999

10 Saint L Sucre Frakkland € 196,464,108 Frá 2004

Þessir styrkir eru taldir vera um 35-60% af útflutningsverði varanna.

Allt er reynt til að fela þessa styrki í gögnum ESB og þeir halda áfram.

Skoðið hver er framleiðandi sýklalyfjafullu matvælanna sem innflytjendur segja vera svo "ódýr" sem komi frá ESB


Norskir fossar seldir til Þýskalands

Ef 3 orkupakkinn verður samþykktur fylgir sæstrengur og eftir nokkur ár verður ástandið hér á landi eins og er að byrja í Noregi. Í framhaldi verður komið á uppboðsmarkaði fyrir raforku eins og forstjóri Landsnets vill.

Innlend orkufyrirtæki verða keypt upp og rafmagninu ráðstafað til þess sem greiðir hæst verð,-í gegnum sæstreng,- og því fylgir stórhækkun á rafmagni eins og er að gerast í Noregi.

- Er þetta framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna fyrir orkuauðlindir íslendinga?

Norskir fossar seldir

Norskir smáfossar


ESB er hrætt um lýðræðið

gagresistance-ripping-away-tape-mouth-gag-102145480.jpgLýðræðið á erfitt með að festa rætur í ESB, í Þýskalandi er nú 4 ríkið, í Frakklandi 5. lýðveldið. Ef menn kjósa ekki rétt er kosið aftur þar til menn kjósa rétt. ESB er nú að missa stjórn á skoðanamynduninni og setti þess vegna "persónuverndarlög" gegn bandarískum upplýsingafyrirtækjum, þau geta nefnilega veitt óritskoðaðar upplýsingar frá frjálsum mönnum. Einn af erindrekum ESB hér á landi, "Persónuvernd",  sem heyrir beint undir ESB, dreifir nú hræðsluáróðri og órum hér heima:

"- Persónuvernd hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem þau vara við þeim hættum sem nú steðja að lýðræðislegum kosningum vegna samfélagsmiðla.-Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og Brexit hafa vakið fólk til vitundar-nýlega bættist Bolsonaro, forseti Brasilíu, í hóp þeirra-" http://www.ruv.is/frett/lydraedislegar-kosningar-i-haettu (RÚV þarf að velja af meiri kostgæfni það sem það ber á borð fyrir okkur)

Eins og kunnugt er er upplýsingafrelsið og upplýsingamagnið í helstu lýðræðisríkjunum (m.a. Bandaríkjunum og Bretlandi) nærri ótakmarkað. Frambjóðendur eru í beinni og allir mega velja og hafna. Það er því auðvelt fyrir fólk að afla sér þekkingar úr mörgum áttum. Það er illmögulegt í þessum opnu lýðræðisríkjum að halda uppi blekkingavef eins og ESB gerir í megingfjölmiðlun ESB landa. ESB virðist nú ætla að reyna að hrifsa til sín opinbera yfirstjórn á sannleikanum til að geta haft áhrif á kosningar í lýðræðisríkjum. Þetta er nú að smitast út til Íslands vegna EES sem kom með "persónuverndarlögin".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband