Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?

"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.

Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.


mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Grautarlegur og þvoglukenndur málflutninur að vanda frá þessum manni.  Norðmenn segja: "dunkelt tenkt, dunkelt sagt".  Hann hefur aldrei lyft neinni umræðu upp á hærra plan, eða gerði hann það kannski fyrrum í REI-máli Orkuveitunnar alræmda ?

Bjarni Jónsson, 6.2.2019 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband