Mat á áhrifum EES samningsins

EES samningsins hefur verið lofaður sem "besti viðskiptasamningur" sem Ísland hefur gert, og ómetanlegur fyrir sjávarútveginn. ALLT er þetta rangt. Ísland var með tollasamning um iðnaðarvörur og sjávarútvegsafurðir áður en EES -samningurinn kom til. Sá samningur er enn í gildi. Fyrir um ári síðan gerði Hagfræðistofnun úttekt á áhrifum EES á viðskipti milli landanna fyrir utanríkisráðherra (sjá hér að neðan). Þar segir m.a:

"Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki numið allt að 4½ milljarði króna á ári á verðlagi 2015. Um það leyti sem skrifað var undir samninginn var þetta nálægt 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda."

Um lýðræðisþróun samningsins segir í skýrslunni:

"Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi."

ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, AРÞESSARI SKÝRSLU HAFI EKKI VERIÐ HAMPAÐ AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM OG AÐDÁENDUM ESB


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband