Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum

Verð los­un­ar­heim­ilda í sögu­legu há­marki.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.

156729_582x327

Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 € (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.

https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en

Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Hvernig kemur þetta heim og saman við, að Ísland er ekki skráð með nema 13% hreina orku ? Hvernig er búið að semja um hlutina, og hver græðir á því ? Voru þessi 87% seld einhverjum ?

Haukur Árnason, 30.8.2018 kl. 22:49

2 Smámynd: Frjálst land

Tvö kerfi í gangi.

Annað er viðskipti með upprunavottorð. Það er fáránlegur sýndarveruleiki. Íslensk orkufyrirtæki geta selt á pappír upprunavottorð til fyrirtkja í Evrópu (sér markaður) sem vilja veifa grænum upprunavottorðum orku, en verða að taka sama orkumagn frá þeim sem framleitt með öðrum orkugjöfum og fá í milligjöf einhverja smáaura. Þetta hefur leitt til þess að m.a. ísl. sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki fengið vottun vegna þess að afurðir þeirra er framleiddar með orku frá olíu, kolum og kjarnorku samkvæmt pappírum. Þessi leikur íslensku orkufyrirtækjanna hefur stórskaðað Ísland.

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2213536 https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/05/07/island_haettir_ad_vera_graent/

Hitt viðskiptakerfið um losunarheimildir vegna losunar á menguðum lofttegundum og er að margra mati jafn vitlaust. Þessi kerfi hafa verið lögfest á Íslandi vegna tilskipanna frá ESB.

Frjálst land, 31.8.2018 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband