Færsluflokkur: Evrópumál
Ofbeldissamband við ESB?
3.11.2019 | 18:46
Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.
Stjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).
Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.
Um hvað snérist málið?
Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.
Hvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?
Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert?
Villt þú borga fyrir rafbílana?
1.11.2019 | 12:21
Nú er hægt að fá rafbíl, sem er mjög dýrt að framleiða, fyrir gott verð af því að þú borgar virðisaukaskattinn og vörugjaldið fyrir rafbílskaupandann. Hann fær líka orkuna á slikk meðan þú borgar meir en tvöfalt kostnaðarverð fyrir bensín eða díselolíu.
Þetta er vegna þess að við þurfum, vegna EES, að hlýða ESB og fara í "orkuskipti í samgöngum", barnslegt sefnumál frá ESB. Skriffinnar í Brussel kunna ekki eða vilja ekki reikna raunveruleg umhverfisáhrif, þeir vilja að rafbílar (ekki síst þeir sem framleiddir eru í ESB) séu umhverfisvænni en venjulegir bílar. Eigendur venjulegra bíla og skattgreiðendur borga brúsann
En þér er kannske alveg sama þó þú borgir undir rafbílana þó það geri umhverfi Jarðarinnar ekker gagn?
https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loftslagsóeirðir í Síle
31.10.2019 | 00:24
Almenningur í Síle er búinn að uppgötva að honum er ætlað að borga fyrir "loftslagsmál" ríkisstjórnarinnar. Það sama uppgötvuðu mótmælendur (Gulu vestin) í París í sumar og komu af stað óeirðum vegna verðhækkana á orku.
Götubardagarnir í Santíagó í Síle eru vegna stórhækkana á fargjöldum í lestarkerfi borgarinnar. Í nafni "loftslagsmála" voru lestarnar látnar fara að nota orku frá vindmyllum og sólhlöðum sem er fokdýr og óörugg. Ástandið er vandræðalegt fyrir Sílestjórn sem átti að halda næstu "loftslagsráðstefnu" Sameinuðu þjóðanna nú í desember en hefur nú aflýst henni vegna reiði almennings.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/10/20/thrir_letust_i_eldsvoda_i_motmaelunum/
Loftlagsklúður Íslands
29.10.2019 | 09:29
ESB hengdi loftlagsstefnu sína við orkustefnu sína og þar með á Ísland í gegnum EES samninginn. Með því þarf Ísland að uppfylla sömu markmið og ESB um losun CO2 fram til 2030.
Hallelújakórinn(m.a. Ráðherrar og Borgarstjóri m.a.)sem fór á Parísarráðstefnuna 2015 hefði því geta sparað nokkur kolefnisspor með því að sleppa fluginu þangað, því ESB ákvað stefnu Íslands þar.
Dæmalaust klúður stjórnvalda kemur m.a. fram í grein Einars Sveinbjörnssonar, Úlfakreppa Parísarsamkomulagsins,(skrá hér að neðan) í Morgunblaðinu í dag.
Einar minnir á að ef Ísland nær ekki þessu markmiði ESB (sem er mjög líklegt), er ríkið (skattþegar) ábyrgt fyrir hundruð milljarða króna kostnaði vegna kaupa á losunarheimildum á uppboðsmarkaði ESB.
Ísland getur ekki haft sjálfstæða stefnu í loftlagsmálum, þó það vildi, vegna EES samningsins, þar ákveður ESB hvað Íslandi er fyrir bestu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stelpurnar óöruggar
27.10.2019 | 13:51
Virðulegar stofnanir hafa komist að því að Ísland er ekki eins öruggt fyrir konur og verið hefur lengi. Stelpurnar eru orðnar hræddari við að vera einar á ferli. Sumir sjálfskipaðir spekingar halda að ástæðan sé "samfélagsumræðan"! En breytingin á íslensku samfélagi sem hefur verið að vaxa fram er að ofbeldisglæpum og ekki síst nauðgunum hefur verið að fjölga. Ein ástæðan er að EES- og meðfylgjandi Schengensamningur hafa komið af stað stjórnlausum fólksinnflutningi þar sem leynast menn með vafasama eða óþekkta sögu, meðal annars frá svæðum þar sem ofbeldi gegn konum er landlægt. Erlendar konur eru góðir ferðamenn á Íslandi, þær fylgjast með ástandinu, það fer ekki framhjá þeim ef misjafnir menn eru á ferli hér.
https://www.frjalstland.is/2019/01/18/stjornlaus-folksfjolgun/#more-1169
50% hafa áhyggjur af 3OP,- villandi framsetning MMR
24.10.2019 | 12:24
Skoðanakönnun MMR var birt í gær undir fyrirsögninni Litlar áhyggjur af þriðja orkupakkanum
Þessi staðhæfing MMR er ekki í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar sem sýnir að 50% hafa áhyggjur af innleiðingu 3 OP.
Spyrja má hvort MMR sé viljandi að setja fram og kynna könnunina á villandi hátt?
ESB tilskipanir - íslenskar náttúruauðlindir skulu markaðssettar.
20.10.2019 | 14:06
Úrsögn úr EES á dagskrá í Noregi
17.10.2019 | 09:45
Á landsfundi samtaka málmiðnaðarmanna í Noregi sem eru fulltrúar um 150.000 félaga í samtökunum var tillaga að álykta um uppsögn EES felld naumlega. En tillaga um að segja sig úr ACER samþykkt.
Uppsögn EES samningsins er komin sterklega á dagskrá í Noregi.
https://neitileu.no/aktuelt/-intensiverer-eos-debatten
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kviksyndið í orkumálum
16.10.2019 | 13:21
Þegar fyrstu EES-orkupakkarnir riðu yfir var settur í gang mikill ruglingur í raforkumálum landsins með heimskulegum afsökunum eins og venjan er með ESB-tilskipanir. Það átti að koma af stað "virkri samkeppni á orkumarkaði" sem hafði um áratuga skeið virkað betur með almannafyrirtækjum en "samkeppnismarkaðir" hjá ESB. Öflugu íslensku orkufyrirtækin í almannaeigu (Landsvirkjun, RARIK, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja) voru rifin í sundur og tætlurnar gerðar að mörgum óþörfum fyrirtækjum (s.s. Landsnet, Orkusalan, Orka náttúrunnar, Veitur, HS-veitur) og fjöldi óþarfra stjórnenda, skriffinna, stýrikerfa og reikningskerfa bættist á herðar neytenda. Niðurstaðan: Dýrt og flókið orkukerfi.
Nú er svo komið að ekkert ræðst við EES-reglukviksyndið og sandkassann með fyrirtækjum í samkeppnisleik. Neytendur blæða, iðnað landsins er farið að langa til að flytja úr landi. Til þess að koma einhverju skikki á raforkukerfið þarf að hreinsa upp óreiðuna, sameina Landsnet sinni móður, Landsvikjun, Orkusöluna RARIK og hinar tætlurnar sínum mæðrum svo hægt sé að bjóða íslenskum raforkukaupendum samkeppnishæft orkuverð og halda iðnaðinum í landinu.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/10/16/thorf_a_virkri_samkeppni/
Lærdómurinn af 3. orkupakkanum
9.10.2019 | 13:07
Regluverk og yfirstjórn ESB á orkukerfi aðildarlanda er ætlað til þess að búa til Orkusamband ESB með miklum fjölda orkufyrirtækja í einkaeigu sem keppa um orkukaupendur á samtengdum "samkeppnismarkaði" meir en 400 milljóna manna. Það er óraunhæfur draumur eins og flestar "sameiningaraðgerðir" ESB og getur aldrei hentað Íslandi en hefur valdið hnignun í iðnaði ESB.
3. orkupakkinn sýndi landsmönnum að Alþingi getur ekki staðið vörð um hagsmuni Íslands. Þróun orkumála hérlendis er þegar farin að hreyfast í átt að samskonar neyðarástandi og hefur verið að skapast í orkumálum ESB. Orkukerfi Íslands var eitt af þeim bestu meðan Íslendingar stjórnuðu því sjálfir.
Það er engin lausn til á vandanum önnur en að Alþingi segi EES-samningnum upp og taki sér aftur óskert löggjafarvald og hreinsi til í laga- og reglugerðakviksyndinu frá ESB/EES.