Færsluflokkur: Evrópumál
Rússar vondir við Gulla
26.11.2019 | 14:50
Í fréttum RÚV segir að utanríkisráðherra okkar hafi rætt viðskiptabann Rússa á Ísland við utanríkisráherra þeirra.
Það hefði verið góð blaðamennska hjá RÚV að segja áheyrendum sínum ástæðu þess að Rússar eru með viðskiptabann á Ísland: Ísland tekur þátt í "refsiaðgerðum" ESB gegn Rússum vegna "innlimunar" Krím sem var rússsneskt landsvæði þar til Úkraína innlimaði það 1991.
ESB ákveður utanríkisstefnu Íslands
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frjálsar hendur bjarga
21.11.2019 | 12:31
Það getur verið dýru verði keypt fyrir smáríki að gera bindandi samninga við stærri ríki eða alþjóðastofnanir sem eiga að veita því skjól. Reynsla Eystrasaltslandanna er víti til varnaðar en ríkin guldu dýru verði að hafa ekki sjálfstæði í peningamálum og ríkisfjármálum í fjármálakreppunni 2008.
-"Eystrasaltsríkin kusu ekki um evruna - það er ljóst að hagsmunir þjóðanna voru fyrir borð bornir. Almenningur var ekki spurður álits. Afleiðingin var skelfileg. Þegar löndin þrjú urðu sjálfstæð voru íbúarnir alls um 8 milljónir - nú búa aðeins um 6 milljónir manna í ríkjunum þremur - þetta er dæmi um hvað skjól getur verið dýru verði keypt fyrir smáþjóðir-"
-"Það skiptir miklu máli fyrir Ísland að eiga góð samskipti við öll stórveldin - en ég tel óskynsamlegt að gera til dæmis bindandi samninga í efnahagsmálum. Það geta orðið hagsmunaárekstrar en við sáum í Icesave-málinu hvernig Bretar og Hollendingar höguðu sér gagnvart okkur. Það er heppilegt fyrir smáþjóðir að geta leitað til mismunandi aðila eftir því hvernig ástandið er hverju sinni. Ísland var ekki í neinu skjóli 2008 en það reyndist okkur vel. Við höfðum frjálsar hendur og meiri sveigjanleika. Neyðalögin voru t.d. samþykkt án samráðs við nokkurt ríki. Það getur verið betra að hafa frjálsar hendur en að vera bundinn-" (Hilmar þór Hilmarsson).
Mbl 21.11.2019 Baldur Arnarson
Huldumenn eignast landið
15.11.2019 | 23:53
Það eru ekki þjóðhollir menn sem gæta eigna landsmanna. Eigur þjóðarinnar fara ein af annarri í súginn, undir útlendinga og huldufjárfesta sem leggja undir sig land með virkjana-, vatns-, jarðhita- og veiðiréttindum. Jafnvel heilu orkufyrirtækin.
Ráðherrar okkar belgja sig út og segja að sett verði lög gegn kaupum útlendinga á landi. Það er haldlaust loforð vegna þess að lög um landakaup munu eiga jafnt við Íslendinga og EES-aðila, því er fyrst hægt að breyta eftir að EES hefur verið sagt upp og ESB-regluverkið afnumið. Þangað til færist landið og auðlindir þess í bitum undir útlendinga og braskara.
(Sjá ennfremur: Er eignarhaldið á Íslandi að tapast í hendur útlendinga? Guðni Ágústsson, Morgunblaðinu 14.11.2019)
Orkuokur fyrir þjófasjóð
14.11.2019 | 13:47
Orkan, bæði varminn og rafmagnið, er að verða of dýr eftir alla glórulausu "orkupakka" EES. Fyrirtæki landsins eru farin að fjárfesta í samkeppnislöndum til að fá eðlilegt orkuverð.
Atvinnuuppbygging landfastrar atvinnustarfsemi, sem getur borgað góð laun, er að staðna og snúast upp í hrörnun vegna skemmda ESB á orkumálum landsins. En samt ætlar ríkisstjórnin að láta orkufyrirtæki landsmanna okra á orkunni til þess að borga fyrir nýjan þjófasjóð (eða var það þjóðarsjóður) til að berjst við heimsendi falsspámanna. Sá sjóður verður líklega nýttur í óþarfa af spillingaröflum og klíkum stjórnmálaflokkanna.
https://www.frjalstland.is/2019/11/14/atvinnuuppbyggingin-komin-i-uppnam/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESA- Eftirlitshundur ESB- 1.hluti.
12.11.2019 | 08:41
ESA (The EFTA Surveillance Authorirt) Eftirlitsstofnun EFTA á að hafa eftirlit með að allar tilskipanir ESB séu "rétt" framkvæmdar á Íslandi. Íslensk stjórnvöld, stofnanir, félög og einstaklingar verða að verða við túlkunum ESA í smáu sem stóru, annars verða þau kærð til EFTA dómstólsins og þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja.
EFTA dómstóllinn er því orðin Hæstiréttur Íslands í öllum gerðum ESB, sem ná í dag yfir stærstan hluta samfélagsreglna á Íslandi. - Allt fellur orðið undir "Evrópurétt"
Dæmi um úrskurðir ESA í smáu og stóru:
Hvað mega margir erlendir körfuboltaleikmenn vera í íslenskum liðum?
Flæði reglugerða - Reka á eftir stjórnvöldum.
Stundum má ríkisstyrkja (sæstrengi) ef það hentar ESB
Stundum eru ríkisstyrkir búnir til,-að koma ríkiseigum á markað
EES lögleiðir lygar
10.11.2019 | 13:20
Það kemur engum á óvart að lygar séu hafðar í frammi þegar talað er um EES-samninginn. En að heimila EES-lygar og falsanir með íslenskum lögum er nýr undirlægjuháttur. Og viðurkenning á eðli EES. Nú ætlar Alþingi að stimpla ESB-reglugerð (nr 2017/2394) sem veitir ýmsum misþörfum eftirlitsstofnunum leyfi til að ljúga og falsa. Þetta er gert til að hægt verði að hneppa Íslendinga í sama ánauð og er í ESB. Alþingi ætlar sýnilega að brjóta lög sem Alþingi sjálft hefur sett.
Það er hlutverk lögreglu að fylgjast með lögbrotum. Ef gagnslitlar eftirlitsstofnanir, sem aðallega ganga erinda ESB og hafa eftirlit með að EES-tilskipunum sé hlýtt, fá heimildir til að starfa sem leynilögregla er réttaröryggið að leysast upp, eftirlitsstofnanir sem stjórnað er með tilskipunum frá ESB teknar við löggæslu og harðstjórn ESB að þróast í kúgun.
Alþingi ætlar að leyfa EES-falsanir
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
EES er að eyðileggja gróðurhúsin
7.11.2019 | 15:11
Orkan er að verða of dýr fyrir gróðurhúsin, markaðshlutdeild þeirra á grænmeti hefur rýrnað úr 75 í 50% á áratug, niðurgreidd og misjöfn matvæli frá ESB taka markaðinn. Meginástæðan er að EES-tilskipanirnar (s.s. orkupakkar 1,2,3) hafa leitt til að orkufyrirtækin hafa verið bituð í sundur í óhagkvæmari einingar og fyrirskipað að leggja áherslu á gæluverkefni eins og "samkeppnisrekstur", "kolefnisjöfnun", eða vindmylludrauma. Það hefur stóraukið kostnað, silkihúfum hefur fjölgað og óþarfa eyðsla aukist.
Orkufyrirtækin, sem flest eru í almannaeigu og eiga að heyra udnir yfirstjórn stjórnmálamanna, komast nú fram með að hækka orkuverð úr öllu hófi í nafni "markaðsvæðingar" EES. Það er ekki aðeins raforkan sem hækkar, verðið á heita vatninu er líka að stökkva í hæstu hæðir. Ef tilskipanakviksyndi ESB verður ekki hreinsað upp mun verða áframhaldandi alvarleg lífskjararýrnun hjá stórum hluta almennings af völdum EES-samningsins.
Íhugar að loka gróðurhúsinu í Lambhaga
Evrópumál | Breytt 9.11.2019 kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkeppnislögin eru ónýt
6.11.2019 | 14:56
Ríkisstjórnin og talsmenn einhverra fyrirtækja belgja sig út og segja að nú eigi að hreinsa til í reglufarganinu og stofnanabákninu: Samkeppnismál skulu verða skilvirkari og einfaldari! Í sjálfu sér góð viðleitni en í raun hrein sýndarmennska. Samkeppnislögin eru ESB-lög, eitt af fyrstu (1993) stjórnarskrárbrotum EES-samningsins og hafa valdið ómældum skaða. Stofnanirnar sem hafa úrslitavald um framkvæmd laganna eru EES- og ESB-stofnanir.
ESB-sinnar segja að við þurfum sambærilegan regluramma og er í ESB. Þeir virðast ekki átta sig á að í ESB hefur ríkt stöðnun í atvinnulífinu í áratugi, m.a. vegna hamlandi samkeppnisregluverks. Ísland þarf að losna undan valdi ESB og EES-samningsins og setja eigin lög sem stuðla að þróun og eru gerð fyrir íslenskar aðstæður.
Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun
Spillt landbúnaðarkerfi ESB afhjúpað einu sinni enn.
5.11.2019 | 12:06
Þessi rannsókn New Your Times,"The Money Farmers: How Oligarchs and Populists Milk the E.U. for Millions" á landbúnaðarstyrkjum ESB sem mbl.is fjallar um í dag, kastar enn og aftur ljósi á spillingu sem hefur einkennt styrkjakerfi ESB í gegnum tíðina og um 60 % fjárlögum sambandsins á hverju ári.
Fóðra vasana á landbunadarstyrkjum ESB
Frjálst land hefur nokkrum sinnum fjallað um hluta þessa kerfis sem veitir matvælafyrirtækjum í ESB mikla útflutningsstyrki á sýklasýktum afurðum sínum m.a. til Íslands.
Íslenskir innflytjendur hafa fengið 3000 milljónir frá íslenska ríkinu í skaðabætur fyrir að geta ekki flutt inn sýklakjöt. ESA passar upp á hagsmuni ESB á Íslandi.
Inn í þetta kerfi vilja ESB sinnar ganga til að njóta góðs af.
https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi-landbunadar-i-esb/
https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/?offset=15
Ofbeldissamband við ESB?
3.11.2019 | 18:46
Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.
Stjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).
Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.
Um hvað snérist málið?
Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.
Hvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?
Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert?