Færsluflokkur: Evrópumál
Átökin um EES samninginn harðna í Noregi
9.1.2020 | 11:10
Í Noregi harðnar umræðan um EES samninginn. Þar eru pantaðar kostaðar hræðsluskýrslur um hve mikið norðmenn tapi á útgöngu úr EES. Þeim skýrslum er svarað, m.a. í þessu andsvari. ABC um EES og inn/útflutningsverslun
Utanríkisráðuneytið hlýtur að vilja kosta þýðingu á þessari skýrslu sem myndi kosta brot af tug millj.kr lofgerðasagnfræðirullu Björn Bjarnason.
Ráðuneytið bað um og fékk skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ fyrir réttum 2 árum "Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf" í janúar 2018. Einhverra hluta vegna hefur sú skýrsla aldrei verið kynnt, kannski af því að hún sýndi ekki þá glansmynd sem búist var við?
Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um raunverulegan hag af viðskiptasamningi sem snúist hefur upp í sjálfvirkt löggjafaverk ESB á Íslandi og gerir Alþingi/þingmenn okkar þarflausa, það leiðir svo til innlimunar í ESB að kjósendum forspurðum.
Fyrir hverja vinnur ríkisstjórnin?
6.1.2020 | 20:32
Áramótaávörp ráðherranna í Morgunblaðinu benda til að ríkisstjórnin sé að vinna fyrir einhverja aðra en Íslendinga. Tískustjórnmál ESB eru ráðherrum VG og Framsóknar hjartfólgin. Hlýnun loftslags er aðaláhyggjuefnið hjá ráðherrum þjóðar sem missti sjálfstæði og efnahag vegna loftslagskólnunar. Fjármálaráðherran telur ennþá að EES sé mikilvægt vegna "innri markaðar" (hjá ESB, sá markaður skreppur saman með hverjum degi)
Ráðherrarnir tala lítið um stóru vandamálin:
Framandi stjórn landsmála veldur ráðaleysi stjórnvalda okkar. Stöðnun er í uppbyggingu atvinnutækja, innviða og auðlindanýtingar (aðallega vegna EES-regluverks). Og vaxandi vandi framleiðslufyrirtækja og erfiðleikar þeirra ungu að fá atvinnu að sinni menntun. Unga fólkið á líka í erfiðleikum með að kaupa húsnæði, of dýrt fjármagn (og íbúðir!)frá fjármálastofnunum sem vinna eftir regluverki EES, og stjórnlaus innflutningur fólks sem spennir upp fasteignaverð og samfélagskostnað og er farinn að valda myndun útlendingahverfa. Uppgjöf og landflótti ungra Íslendinga er afleiðingin.
Ríkisstjórnin lét á árinu sem leið setja ESB-lög og reglur gegn hagsmunum landsmanna og leyfði ESB að hrifsa nýtingu orkuauðlindar landsins til sinna fyrirtækja. En nú eru Bretar að fara úr ESB og er uppsögn EES því orðin óumflýjanleg.
Gleðilegan þrettánda!
Nýtt ár færir okkur nær frelsinu
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Drápsdollur
19.12.2019 | 12:54
ESB fyrirskipar allt að 65% vörugjöld á bíla í hlutfalli við koltvísýringsútblásturinn (og við hlýðum út af EES). -"Eðlilegra væri að leggja áherslu á að lágmarka losun níturoxíðs frekar en að einblína á koltvísýringinn og fylgja bandarískum mengunarstöðlum frekar en evrópskum. Þetta er ekkert annað en gróf neyslustýring (hjá ESB) sem er byggð á svo milklum misskilningi að hún veldur margfalt meiri mengun og stuðlar að innkaupum á óöruggari og óvandaðri bílum en þyrfti að vera.
Evrópska gjaldaumhverfið hampar til dæmis tengiltvinnbílum, með óskiljanlegum koltvísýringsvottorðum, sem komast samt ekki mikið lengra en frá heimreiðinni að fyrstu gatnamótum á rafmagninu einu saman þegar kalt er í veðri. Að ekki sé talað um rafmagnsbílana sem sleppa að öllu eða mestu leyti við að taka þátt í kostnaðinum við að halda samgönguinnviðum í horfinu.
Mundi það síðan eflaust vera þjóðhagslega hagkvæmt, m.t.t. kostnaðar af slysum, ef gjöld væru með eðlilegri hætti svo landsmenn ækju um á nýrri, öruggari og sterkbyggðari bílum frekar en hálfgerðurm druslum sem sumar hverjar væri réttara að kalla drápsdollur-" (Ingimar Baldvinsson í viðtali við Ásgeir Ingvarsson í Morgunblaðinu 17.12.2019).
Sjá einnig:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lamað samfélag flækt í reglugerðadræsur
16.12.2019 | 13:11
Fyrirtæki þjóðarinnar geta ekki lagt raflínur, m.a. vegna ónýtra laga og reglugerða. Sveitastjórnir, landeigendur og afturhaldsseggir hafa heimildir til að þvælast fyrir. Erfitt er orðið að nýta orkulindir vegna laga gegn uppbyggingu ("rammaáætlun"). Íslenskar stjórvaldsstofnanir duga ekki lengur, senda verður ágreiningsmál til útlanda. Óþarfir milliliðir í orkukefinu eru byrjaðir málarekstur gegn orkufyrirtækjum almennings, útlend skrifstofa þarf svo að skera úr. Erfitt er að versla með hlutabréf í landsgagnaveitunni Mílu vegna EES (reyndar á Míla með réttu að vera í eigu ríkisins til framtíðar). Erfitt er að reka banka svo ekki sé talað um að selja þá vegna reglustafla EES. Sýslumenn þurfa að reka erinda umhverfissöfnuða gegn framleiðslufyrirtækjum út af ónýtum reglum.
Litla Ísland er flækt í dræsu regluverks EES og ónýt lög og reglugerðir frá okkar eigin fulltrúum. Við getum ekki breytt EES-regluverkinu meðan við erum í EES og okkar fulltrúar eru orðnir lélegir í að búa til lög og reglur, þeir eru orðnir vanir að fá þær frá Brussel. Eða frá umhverfistrúfélögum og sendlum þeira sem margir eru kostaðir af skattgreiðendum.
(dæmi um "umhverfisreglugerð" sem enginn getur notað)
(dæmi um "umhverfislög" sem hamla uppbyggingu)
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skemmt orkukerfi
13.12.2019 | 20:35
Skemmdin byrjaði 2003 þegar EES-tilskipun splundraði orkufyrirtækjunum í lítil og óburðug fyrirtæki sem ráða ekki við að halda orkukerfinu gangandi. Landsnet var klofið úr Landsvirkjun og á að hafa stóru raflínurnar í lagi en hefur ekki getað það. Bygging orkumannvirkja krefst öflugs fyrirtækis eins og Landsvirkjunar sem ræður við umhverfisreglufarganið og stofnanakraðakið. Landsvirkjun græðir nóg fé til að leggja línur og byggja virkjanir. Og RARIK líka, gróði þessara almannafrirtækja á að fara í uppbyggingu en ekki í hítina hjá ríksisjóði meðan orkukerfið grotnar.
Það þarf að endurreisa öflugu almannaorkufyrirtækin úr reglukviksyndi EES og skilgreina þeirra verksvið betur. Núverandi reglufargan, umhverfisofstæki og leyfisveitingakerfi standa í vegi fyrir uppbyggingu orkukerfisins.
Ísland flækt í loftslagsblekkingar ESB
9.12.2019 | 16:48
Loftslagsmál ESB eru byggð á spádómum, undirmálsvísindum og fölsunum. Ísland er flækt í neti blekkinga og falsana...
Ísland flækt í loftslagsblekkingum
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skítugasta land í heimi?
6.12.2019 | 07:56
Raforkufyrirtæki landsins í almannaeigu SELJA 89% af hreinni orku sinni til ESB á hverju ári sem losunarheimildir (á pappírum), en þurfa að taka sama magn af "skítugri orku" í staðinn.
Þannig telst Ísland LOSA LANDA MEST af gróðurhúsalofttegundum pr. íbúa í heiminum. Græðgi íslenskra raforkuframleiðenda veldur þessu. Það hlálega er að Ísland þarf að KOLEFNISJAFNA þetta með gróðursetningu, moka ofan í skurði, leggja á kolefnisgjöld, borga í Loftlagssjóð Sameinuðu Þjóðanna og væntalega kaupa losunarheimildir á markaði í ESB.
Iðnaðarráðherra finnst þetta í lagi, af því að þetta séu góðar tekjur fyrir fyrirtækin og Forsætis- og Umhverfis-ráðherrar Vinstri GRÆNNA finnst þetta "í góðu lagi".
Þessir ráðamenn eru ómarktækir í umræðu um loftlagsmál í ljósi þessa tvískinnungs.
Allt er þetta í boði umhverfis/loftlagsstefnu ESB/EES, þar á að leysa loftlagsmálin með markaðslausnum og skattlagningu!!
Hamfaralygin
3.12.2019 | 18:14
Trúðasamkunda Sameinuðu þjóðanna um "loftslagsmál" er komin saman í Madrid. Brasilía og Síle ráku hana burt þegar ljóst varð að umhverfistrúðarnir ætluðu að láta venjulegt fólk borga fyrir gagnslausar "loftslagsaðgerðir". Loftslagsráðstefna SÞ
Múgæsingamenn eru byrjaðir að básúna: -"áratugurinn sá heitasti sem mælst hefur" (staðlausir stafir eins og venjulega), skrumarar sænsku stelpunnar eru búnir að afhjúpa sig sem stjórmálahreyfingu: -"uppnámið í loftslagsmálum er ekki bara um umhverfið. Það er uppnám mannréttinda, réttlætis og stjórmálavilja. Kúgun nýlendustefnu, kynþáttahaturs og feðraveldis hafa valdið því. Vð þurfum að rífa það allt niður"- Milliríkjanefndin er búin að skila nýrri skýrslu um loftslagsvána, sú verður vonandi ekki eins arfavitlaus og þær fyrri. Kannske er hægt að framlengja líf okkar smá.
Þessar samkundur valdagráðugra skriffinna Sameinuðu þjóðanna og klappliðs þeirra eru orðnar of margar, of dýrar og of spillandi fyrir umhverfið og velsældina á jörðinni. Þær eru byggðar á vísindafölsunum og eru móðgun við loftslagsvísindi og vandaða vísindamenn. Ísland hefur látið ESB draga sig með í lygavefinn og orðið aðhlátursefni hjá þeim sem vita að Íslandi stendur ógn af kólnun loftslags. Ísland þarf að fara að dæmi Bandaríkjanna og draga sig út úr trúðaspilinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Umhverfisöfgar ríða húsum
29.11.2019 | 20:22
Umhverfisprelátar tröllríða nú fjölmiðlum með yfirlýsingar sem eru hver annarri óraunsærri. Það alvarlega er að einn af valdsmönnum landsins, umhverfisráðherran, er í hópnum, hann berst gegn tilbúinni loftslagsvá ESB og vill sólunda fjármunum skattgreiðenda í það. Han vill m.a. "rafvæðingu flugsamgangna"! (Morgunblaðið 29.11.2019)
Ef reynt yrði að framkvæma það með því að setja rafvélar og bestu rafhlöðurnar í 767-vélarnar okkar, í staðinn fyrir þau 70 tonn af eldsneyti sem þær taka, yrðu þær yfir 4000 tonn að þyngd en eru nú undir 200 tonnum!
Að menn með svona litla þekkingu á náttúrulögmálunum séu settir í ráðherrastól með aðgang að sjóðum landsmanna er mikið áhyggjuefni. Og fólk er farið að spyrja sig hvernig þeir geta stöðugt útvarpað trúarsetningunum í fjölmiðlunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Elsta þjóðþingið niðurlægt
28.11.2019 | 11:25
Elsta löggjafarþing Norðurálfu þarf að láta aðra um lagasmíð og flytja inn lög úr verksmiðju í útlöndum. Það eru skriffinnsku-æfingar frá ESB sem Alþingi setur síðan sem lög á landsmenn í trássi við bestu manna ráð.
Í þingmálaskrá vetrarins eru um 50 EES-mál sem verða stimpluð inn í lagasafnið. Auk þess stimpla ráðuneytin einhver hundruð EES-reglugerða árlega, þær eru ekki búnar til fyrir okkur heldur arftaka Napoleons og Vilhjálms keisara.
Lagasafn Íslands er orðið útatað af innfluttum lögum sem ekki eru hugsuð fyrir Ísland. Enn verra er ástandið í reglugerðafeninu og eftirlitsbákninu sem nærist á því.