Elsta þjóðþingið niðurlægt

faefibandroller-conveyor-boxes-regular-system-transporting-cardboard-isolated-white-studio-background-61878747_1355903.jpgElsta löggjafarþing Norðurálfu þarf að láta aðra um lagasmíð og flytja inn lög úr verksmiðju í útlöndum. Það eru skriffinnsku-æfingar frá ESB sem Alþingi setur síðan sem lög á landsmenn í trássi við bestu manna ráð.

 

Í þingmálaskrá vetrarins eru um 50 EES-mál sem verða stimpluð inn í lagasafnið. Auk þess stimpla ráðuneytin einhver hundruð EES-reglugerða árlega, þær eru ekki búnar til fyrir okkur heldur arftaka Napoleons og Vilhjálms keisara.

Lagasafn Íslands er orðið útatað af innfluttum lögum sem ekki eru hugsuð fyrir Ísland. Enn verra er ástandið í reglugerðafeninu og eftirlitsbákninu sem nærist á því.

Áþján ESB þyngist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þess vegna þarf Ísland að hætta að haga sér eins og óvirkur móttakandi og byrja að haga sér sem virkur þátttakandi í samstarfi um mótun á þessum reglum.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2019 kl. 14:08

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

.....Þarf Ísland,? EES er samkomulag ríkis og "sambands" og Ísland samþykkir ekki einhliða viðbót á viðbbætur ofan frá sambandinu ,sem kýs ekki einu sinni yfirmenn sína; þeir danka og janka þarna og stefna í stækkun og yfirráð.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2019 kl. 20:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já Íslendingar þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að halda áfram að vera óvirkir áhrifalausir þiggjendur eða virkir þátttakendur í að móta þær reglur sem eru settar á grundvelli Evrópusamstarfsins og teknar upp í EES samninginn.

Viljum við hafa eitthvað um þessar reglur að segja eða ætlum við að halda áfram að taka þeim þegjandi? Það er stóra spurningin.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.11.2019 kl. 20:48

4 Smámynd: Hörður Þormar

Ef Íslendingar slysast einhvern tímann til þess að ganga í ESB þá munu þeir hafa þar svipuð áhrif og þeir hafa á loftslagið á jörðinni. (Mér skilst reyndar að þeir ætli sér að hafa forystu um að stjórna þvíyell.)

Það er rómantísk hugmynd frá fyrri hluta 19. aldar að halda því fram að Alþingi Íslendinga sé elsta þjóðþing Evrópu, það á ekkert sameiginlegt með Alþingi hinu forna nema nafnið.

Breska þingið er elsta þjóðþingið.  

Hörður Þormar, 28.11.2019 kl. 21:40

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ber að skilja þig svo, Guðmundur minn Ásgeirsson, að þú viljir troða okkur í Evrópusambandið? Aldrei gæti ég samþykkt það.

Rétta leiðin, sem æ fleiri eru farnir að gera sér grein fyrir, er að segja upp EES-samningnum. Við það eru bæði plúsar og mínusar, ekki bara mínusar eins og Björn Bjarnason hefur reynt að ljúga að þjóðinni og tók fé fyrir af ráðherra svonefnds Sjálfstæðisflokks! Þessi áþján vegna EES-"samstarfsins" er orðin óþolandi.

Minn flokkur, Íslenska þjóðfylkingin, vill uppsögn bæði EES- samningsins og Schenge-samkomulagsins. Söm er afstaða Frelsisflokksins, en þingflokkarnir allir á Alþingi eru óttalegar lufsur í þessu efni, nema einna helzt Miðflokkurinn, sem vill láta endurskooða EES-samninginn.

Jón Valur Jensson, 29.11.2019 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband