Drápsdollur

cartoon-man-businessman-pushing-broken-out-gas-expensive-luxurious-sport-car-stick-drawing-conceptual-illustration-_1356415.jpg

 

 

 

 

 

 

ESB fyrirskipar allt að 65% vörugjöld á bíla í hlutfalli við koltvísýringsútblásturinn (og við hlýðum  út af EES). -"Eðlilegra væri að leggja áherslu á að lágmarka losun níturoxíðs frekar en að einblína á koltvísýringinn og fylgja bandarískum mengunarstöðlum frekar en evrópskum. Þetta er ekkert annað en gróf neyslustýring (hjá ESB) sem er byggð á svo milklum misskilningi að hún veldur margfalt meiri mengun og stuðlar að innkaupum á óöruggari og óvandaðri bílum en þyrfti að vera.

Evrópska gjaldaumhverfið hampar til dæmis tengiltvinnbílum, með óskiljanlegum koltvísýringsvottorðum, sem komast samt ekki mikið lengra en frá heimreiðinni að fyrstu gatnamótum á rafmagninu einu saman þegar kalt er í veðri. Að ekki sé talað um rafmagnsbílana sem sleppa að öllu eða mestu leyti við að taka þátt í kostnaðinum við að halda samgönguinnviðum í horfinu. 

Mundi það síðan eflaust vera þjóðhagslega hagkvæmt, m.t.t. kostnaðar af slysum, ef gjöld væru með eðlilegri hætti svo landsmenn ækju um á nýrri, öruggari og sterkbyggðari bílum frekar en hálfgerðurm druslum sem sumar hverjar væri réttara að kalla drápsdollur-" (Ingimar Baldvinsson í viðtali við Ásgeir Ingvarsson í Morgunblaðinu 17.12.2019).

Sjá einnig:

Rafbílavæðingin vanhugsuð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Vegna skatta hafa Íslendingar alltaf ekið um á afar misheppnuðum bílum.  Sjaldan ef nokkurntíma það sem við þurfum, alltaf það sem hentar miðað við efni.

Eins og hér um árið þegar menn fóru að flytja inn F150/250 í stórum stíl því þá vantaði stóran fjölskildubíl, og ökutæki eins og Crown Vic eða Chrysler Voyager voru bara í of háum tollflokki.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2019 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband