Færsluflokkur: Evrópumál

Óþarfur EFTA-dómstóll

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaEin af blekkingunum um EES-samninginn er að Fríverslunarsamtökin EFTA hafi einhvers konar dómsvald um EES með svokölluðum EFTA-dómstól. Sannleikurinn er sá að dómstóllinnn hefur ekkert með EFTA að gera, hann er aðallega úrskurðar- og álitsnefnd um klögumál frá eftirlitsstofnuninni ESA, annarri dulbúinni EES-skrifstofu. Viðbótarhártogun er að dómstóllinn sé "alþjóðlegur"! Aðild að honum eiga eingöngu Noregur, Ísland og Liechtenstein þrátt fyrir að hann dæmi að lögum ESB. Fulltrúar þjóðanna þriggja eru "sjálfstæðir" sem þýðir á máli ESB að þeir mega ekki taka tillit til laga landsins sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Gamall dómsforseti EFTA-dómstólsins fer nú með ásakanir gegn eftirmanni sínum og vænir hann um að hafa "glatað sjálfstæðinu" af því að hann gaf ríkisstjórn Íslands ráð í neyðarástandi Covid 19 sem orsaki að dómstóllin hafi nú minna vægi en áður. Greinilega hefur fortíðarþrá gripið gamla forsetann eftir þeim dögum þegar menn héldu að EFTA-dómstóllinn væri merkilegur. Dómar hans eru ekki aðfararhæfir, íslenskir dómstórlar geta sinnt verkefnum sem hann fær. Ásakanir gamla dómsforsetans gegn eftirmanni sínum eru ekki stórmannlegar en hafa blæ persónuárása gegn virtum íslenskum dómara og áróðurs fyrir EES-samningnum sem er orðinn jafn úreltur og "EFTA-dómstóllinn"


Aukadómstóll EES

DómarMeð EES-samningnum fengum við EFTA-dómstólinn sem fékk það hlutverk að gefa álit eða úrskurði í málum vegna samningsins til þess að Ísland, Noregur og Liechtnestein hlýði reglu- og lagaverki ESB/EES.

Fyrrverandi forseti dómstólsins segir, með óvenjulegu orðalagi í Mogga í dag, að vægi dómstólsins hafi minnkað og virðist helst rekja það til að núverandi forseti dómstólsins, sem er virtur íslenskur dómari, hafi "-glatað sjálfstæði sínu" (ath. að sjálfstæðir menn á tungumali ESB eru þeir sem hlýða eingöngu regluverki ESB í blindni)

EFTA-dómstóllinn er ekki til vegna EFTA heldur EES, hann ætti því að heita EES-álitsnefndin. Því minna vægi sem hann hefur hér, þeim mun minni verða óþörf afskipti hans af íslenskum málum. Spurning vaknar hvað vakir fyrir fyrrum dómurum þegar þeir koma með ásakanir á sína eftirmenn.


Nátttröll Kalda stríðsins

nátttröllpexels-photo-7797151Enn stíga fram nátttröll Kalda stríðsins með stríðsæsingar gegn Rússum, þeir virðast ekki hafa tekið eftir að kommúnisminn var rekinn frá Rússlandi fyrir 30 árum. Íslensk nátttröll eru algeng en í dag kemur sænskur hagfræðingur með æsingar. Sjúkleg Rússahræðsla er landlæg í Svíþjóð þó Rússar hafi aldrei gert Svíum neitt. Þessi er með stríðsæsingar gegn Rússum vegna þess að Rússar leyfa ekki heimsvaldasinnum að innlima Úkraínu í ESB og NATO. Hann ásakar Pútín um "að leggja á ráðin um stríð" (Mbl 26.7.2021)

Rússar hafa alltaf þurft að verja Úkraínu fyrir stríðsherraþjóðum, síðast Þjóðverjum (1939-1945) og þar áður Frökkum (1812). Kaldastríðströllin verða að fara að gera sér grein fyrir að Rússar munu ekki heldur núna leyfa landvinningabáknum eins og ESB eða kaldastríðssamtökum eins og NATO að innlima lönd Rússa. Rússaveldi var stofnað í Úkraínu rétt áður en Skalla-Grímur lagði af stað til Íslands og hefur síðan, með góðu og illu, haldið innrásarmönnum frá löndum Rússa.

Nátttröll Kalda stríðsins eru hættuleg. Íslendingar þurfa að draga þau fram í dagsljósið þar sem þau gægjast fram.

https://www.frjalstland.is/2018/06/30/esb-akvedur-utanrikisstefnu-islands/#more-776

 


Láttu mig í friði!

skálpexels-photo-5638748Ég vil sjálfur ákveða hvort ég læt viðmælendur mína úða munnvatni framan í mig eða lulla á mig svita! Ég vil fara í laugina, klórið drepur sýklana. Ég veit hvernig smitið berst, ég get varið mig sjálfur og það geta hinir líka, við þurfum ekki endalausar "aðgerðir" stjórnvalda!

Hræðsluáróðurinn um Kínakóvið heldur áfram. Fyrir rúmu ári sagði einhver háskólaprófessorinn að Kóvið væri drepsótt! Nú má varla maður smitast svo stjórnvöld fari ekki í "aðgerðir" https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/07/25/88_smit_innanlands_hlutfall_jakvaedra_syna_haekkar/

Kóvið er flensa, venjulegum Íslendingum batnar yfirleitt flensur. Á einu og hálfu ári dóu 30 úr Kóvíð, flestir af því að þeir voru með aðra kvilla fyrir. Álíka margir hafa dáið af bóluefnum sem virka illa. En flestir hafa dáið úr ráðaleysi. "Aðgerðirnar" svipta fólk ráðum og viðurværi.

Covid19 verður meðal vor næstu áratugina. Síjaplaður hræðsluáróður bætir ekki stöðuna, fræðsluáróður gerir það.

https://www.frjalstland.is/2020/05/20/vidjar-erlends-valds-i-plagunni/#more-1950


Stjórnmálaflokkar spurðir

Althingi,-framanVegna alþingiskosninganna 25.9 hafa samtökin Orkan okkar, Heimssýn og Frjálst land sent stjórnmálaflokkunum og framboðum spurningar sem varða afstöðu til fullveldis, lýðræðis og sjálfstæðis. M.a. er spurt um ESB og Orkusamband ESB, EES og fríverslun. Birtar verða niðurstöður úr svörum flokkanna fyrir kosningar. Spurningar til stjórnmálaflokka og framboða


EES þyngist, áþjánin útfærð

climbing_in_bureaucracy__alfredo_martirenaESA, eftirlitsskrifstofan með að Ísland og Noregur hlýði ESB, hefur nú samþykkt hvernig á að úthluta losunarheimildum fyrir "gróðurhúsalofttegundir" til Íslendinga sem ekki eru þegar mjólkaðir af kerfum ESB. ESA samþykkir_losunarúthlutanir

Ósjálfstæð stjórnvöld Íslands álpuðust til að sleppa "loftslagsmálum" ESB, sem eru byggð á misnotkun vísinda, inn í EES-samninginn að óþörfu. Áþján EES þyngist nú með hverju ári, höft og peningasóun vaxa. Nú verður iðnaður, landbúnaður, flutningur og ýmiss önnur starfsemi njörvuð í flókin en gagnslaus kerfi hins hrörnandi ESB vegna ímyndaðra loftslagsáhrifa.

Óraunsæar tilskipanir um loftslagsmál


Mogginn afhjúpar EES

europiean-union-brexit-eu-blue-flag-yellow-stars-bl-blu-sky-sopy-space-close-up-129222587Samkvæmt Mogganum í dag voru 26 af 131 stjórnarfrumvarpi síðasta þings með tengsl við EES-samninginn en þingmálaskráin gerði ráð fyrir um 200 málum þar af um 50 vegna fyrirmæla frá ESB eða bein afleiðing EES-samningsins. Þingmálaskra 2020-2021, EES-mál.

Það tókst því ekki að láta Alþingi stimpla öll valdboðin sem ríkisstjórnin vildi, kannske von, púðrið fór í Kóvið.

Mogginn er enn sá meginfjölmiðill sem líklegastur er til að skýra frá veigamiklum þjóðmálum. Oft getur verið erfitt að sjá hvernig breytingar á lögum og reglugerðum hafa tengsl við EES. Íslenska laga- og reglugerðasafnið er orðið útatað af tilskipunum ESB og tengslin mörg og ná langt aftur í tímann.

 


Batteríisdollur

fire-orange-emergency-burningÞað er verið að reyna að véla okkur til að kaupa batteríisdollur (rafbíla) með því að niðurgreiða þær á kostnað eigenda venjulegra bíla og skattgreiðenda. Þær eru þungar, mynda svifryk, slíta vegum og eru varasamar ef eitthvað er að veðri. Og það versta er að þær eru hættulegar, ef kviknar í þeim þurfa meira að segja slökkviliðsmenn að halda sig í fjarlægð https://insideevs.com/news/452410/watch-opel-ampera-e-fire-germany-video/


Erindrekar ESB

kemlpexels-photo-5765467Íslenskir stjórnmálamenn ganga nú erinda ESB og vinna í að gera stjórnvöld Rússlands, Hvítarússlands og Úkraínu tortryggileg. Stjórnarandstæðingi frá Hvítarússlandi er veitt upphefð og lögmæti með fundum og myndatökum með íslenskum utanríkisráðherra.

Íslenskur þingmaður, "pírati" (þýðir sjóræningi á íslensku), skrifar níð um Rússa á Krím. Og Rússar sæta viðskiptaþvingunum vegna innlandsóeirða í Úkraínu. Okkar grænjaxlar í stjórnmálum vita ekki að Rússar og þeirra lönd hafa verið staðfastir stuðningsmenn Íslands frá lýðveldisstofnun. https://www.frjalstland.is/2021/07/02/island-i-erindrekstri-fyrir-esb/


Græn nýsköpun

sitelogoSamtök iðnaðarins ætla að ganga í lið með stjórnvöldum við að koma á "kolefnishlutleysi" árið 2040 (tilskipanir ESB: https://www.althingi.is/altext/151/s/1190.html og https://www.althingi.is/lagas/151a/2012070.html)

Lykillinn er "græn nýsköpun" (Mbl 1.7.2021)sem hljómar eins og trúarjátning og hefur hingað til gengið út á umhverfisspillandi orkuver (s.s. vindmyllur og sólarpanela), dýra, mengandi og hættulega orkumiðla (s.s. rafhlöður og tilbúið eldsneyti) og umhverfisspillandi eða lélegt smíðaefni (s.s. gler og pappír). Semsagt afturhvarf til löngu aflagðra vinnubragða sem er andstæða nýsköpunar.

En varla er þörf að örvænta, "græna hagkerfið" er bara barnslega spennandi glærusýning fyrir hrekklausa grænjaxla.

https://www.frjalstland.is/2021/04/28/oraunsaear-tilskipanir-um-loftslagsmal/#more-2322


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband