Aukadómstóll EES

DómarMeð EES-samningnum fengum við EFTA-dómstólinn sem fékk það hlutverk að gefa álit eða úrskurði í málum vegna samningsins til þess að Ísland, Noregur og Liechtnestein hlýði reglu- og lagaverki ESB/EES.

Fyrrverandi forseti dómstólsins segir, með óvenjulegu orðalagi í Mogga í dag, að vægi dómstólsins hafi minnkað og virðist helst rekja það til að núverandi forseti dómstólsins, sem er virtur íslenskur dómari, hafi "-glatað sjálfstæði sínu" (ath. að sjálfstæðir menn á tungumali ESB eru þeir sem hlýða eingöngu regluverki ESB í blindni)

EFTA-dómstóllinn er ekki til vegna EFTA heldur EES, hann ætti því að heita EES-álitsnefndin. Því minna vægi sem hann hefur hér, þeim mun minni verða óþörf afskipti hans af íslenskum málum. Spurning vaknar hvað vakir fyrir fyrrum dómurum þegar þeir koma með ásakanir á sína eftirmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband