Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
3 Orkupakkinn er tilgangslaus -án sæstrengs.
5.11.2018 | 12:25
Allt í 3 orkupakka ESB snýst um viðskipti yfir landamæri;
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/72/EB
.."Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu."
REGLUGERÐ EVRÓPUÞING(EB) nr.713/2009
"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."..............
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS(EB) nr. 714/2009
"Stofna skal Evrópunet raforkuflutningskerfistjóra (e. ENTSO-E) í þeim tilgangi að tryggja sem besta stjórnun netsins og leyfa viðskipti og afhendingu rafmagns yfir landamæri"
Allar gerðirnar snúast um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. Til hvers er verið að taka þær upp í íslensk lög, ef ekki er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs?
Þetta lyktar af því að blekkja eigi almenning í málinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðja orkutilskipunin á íslensku
24.10.2018 | 10:19
Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot)
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".
Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)
Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.
- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?
Viðtal við ráðherra orkumála á Hringbraut
12.10.2018 | 09:42
Í viðtalinu við Þórð Snæ í þættinum 21 fer ráðherra yfir átökin um þriðja Orkupakkann. Afstaða ráðherrans til málsins er sú að andstaðan við málið sé á misskilningi byggð, tilskipunin taki ekki til auðlinda okkar, -og leggur að jöfnu við yfirráð okkar á sjávarauðlindum, sem við ráðum, og málið sé fyrst og fremst neytendamál og snúist um vöru sem falli undir EES samninginn.
Ef að tilvera landsins byggist á fjórfrelsi EES og skilgreining þess sé VARA, er kannski við hæfi á 100 ára fullveldi landsins að taka upp gamalt skjaldamerki Íslands frá tíð Kristjáns III. sem speglar það sama.
Ráðherranum finnst þetta mál ekki snerta stjórnarskránna og þar að auki höfum við samþykkt aðrar tilskipanir eins og um persónuvernd og fjármálaeftirlit sem gangi mun lengra en um Orkumálin. EES samningurinn sé besti utanríkissamningur sem Ísland hafi og hann hafi tekið breytingum í takt við regluverk ESB og við verðum að fylgja því.
Þessi afstaða ráðherrans er í eðli sínu sú sama og þeirra sem vilja ganga í ESB. Það er heiðarlegra að segja það beint út, því afstaðan er sú að taka öllu sem þröngvað er inn á Alþingi af tilskipunum ESB, að sjálfstæði landsins sé í orði en ekki á borði og í raun að leyfa að Ísland sé innlimað í ESB að þjóðinni óspurðri. - En lausnarorðið um að "hafa áhrif á fyrri stigum tilskipanna" er einungis til að slá ryki í augu fólks og halda áfram vegferð auðsveipni og ístöðuleysi Alþingis.
Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada
25.9.2018 | 16:50
https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/
Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.
Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans:
Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:
1. Mynda vöxt og atvinnu
2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá
3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur
4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur
5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu án þess að stytta sér leið
6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada
7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada
8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar
9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna
10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi
11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu
12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi
..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB.
Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála
17.9.2018 | 18:19
"Þriðji orkupakki Evrópusambandsins leggur ekki skyldu á íslensk stjórnvöld um að tengjast innri raforkumarkaði ESB með sæstreng og reglur hans varða ekki á nokkurn hátt eignarrétt á orkuauðlindum á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/
Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.
Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.
Er áætlun ríkisstjórnarinnar raunhæf í loftlagsmálum?
12.9.2018 | 09:23
Ísland er bundið áætlun ESB í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum EES og markmiðið er 40% lækkun kolefnislosunar fram til 2030 (m.v. 2005), áætlunin sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, þ.e. þau verða að tryggja þessa minnkun.
Áætlunin stjórnvalda er er í 33 liðum og sögð ná til allra helstu uppspretta losunar, en tvö helstu áhersluatriði hennar eru orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu.
Einu beinu aðgerðir stjórnvalda er að styðja við rafvæðingu bíla og bann við innflutningi bíla sem brenna jarðeldsneyti 2030, árið sem markmiðinu á að vera náð.
Markmið í öðrum geirum eru óljós og bundnar við framlög til nokkurra aðgerða. Skipting fjárins liggur fyrir. Um 4 milljörðum varið til kolefnisbindingar á næstu fimm árum: Um 1,5 milljarði til króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi. Um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna loftslagsmála í gegnum Loftslagssjóð . Um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, bætt kolefnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu.
Mjög ólíklegt er að Íslandi takist að minnka losun um 1,345 milljónir tonna á 11 árum.
Losun stóriðja á gróðurhúsalofttegundum (GHL) Íslandi samkvæmt skýrslunni hefur vaxið úr 800 þús. CO2 tonna árið 2005 í 2.000 þús. CO2 tonn 2018, eða um 250%
Losun frá stóriðju og flugi fellur hins vegar ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda skv. Evrópureglum, heldur falla þær undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Á næstu árum á heildarlosun í viðskiptakerfinu að minnka um 43% til 2030 miðað við 1990. Á komandi árum þarf stóriðjan að greiða fyrir vaxandi hluta heimilda sinna og á það að þrýsta á aðgerðir til að draga úr losun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2019 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS
5.9.2018 | 10:08
"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila og fyrirtækja. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.
Alþjóðlegur blekkingaleikur og peningaplokk Þegar betur er að gáð er þetta ekkert annað en liður í heljarmiklum alþjóðlegum blekkingarleik sem gerir þjóðum kleift að kaupa sig undan kvöðum um að framleiða orku með vistvænum hætti. Fyrirtæki sem heitir Orka náttúrunnar er afsprengi Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað í kjölfar þess að þetta fyrirkomulag var innleitt hér á landi. Það hefur ásamt Landsvirkjun og fleiri orkuframleiðendum á Íslandi tekið þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir sem seldar hafa verið til raforkusölufyrirtækja í Evrópu. Reglugerðin tekur til sölu á upprunaábyrgðum en heimilar einnig kaup á þeim frá Evrópu."
Þetta hefur komið illilega í bakið á þeim sem framleiða matvæli eins og fisk og kjöt til útflutnings á forsendum hreinleikans. Víða er farið að krefjast vottunar fyrir slíka framleiðslu og ef íslenska ríkið getur ekki lengur ábyrgst að orkan sem hér er seld sé fullkomlega hrein, þá er komin upp skrítin staða. Kjarnorkuhlutfallið í íslensku raforkunni komið í 2324%"
http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/
Hver verður staða Íslands við Brexit?
3.9.2018 | 10:18
Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.
Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:
-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.
-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.
Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).
Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavíkurbréf - "Suma pakka er best að sleppa því að opna"
2.9.2018 | 11:34
Það er ástæða til að taka undir allt efni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.
"Engin skýring hefur hins vegar verið gefin á því af hverju hver ríkisstjórnin af annarri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til drjúgan stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum, birtist í sífellu með þennan ógeðfellda laumufarþega innanborðs."
..."Hér hefur aðeins verið nefndur hróplegur heimildarskortur til innleiðingar Þriðja orkupakkans. En þess má geta að margir þeirra sem tóku þátt í umræðunum bentu á að efnislega væri þessi innleiðing þess utan frámunalega óhagstæð hinni íslensku þjóð og dæmin sem nefnd voru tóku af öll tvímæli í þeim efnum. Það bætist þá við stjórnarskrárbrotin. Erfitt er að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave. Þá yrði þetta spurningin um forsetann. Stæði hann með stjórnarskránni og þjóðinni eða klúbbnum. Svarið er einfalt. En maður veit aldrei."
Öll greinin hér að neðan.
Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum
30.8.2018 | 14:29
Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/
Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.
Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.
https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en
Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.