Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Leggja til minni sæstreng.
15.6.2018 | 10:45
Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá því í gær og enn í dag er grein þar um að breskt fyrirtæki hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir íslenskum stjórnvöldum um minni sæstreng en talað hefur verið um, þ.e. 600-700 MW í stað 1.000 MW.
Slík hugmynd og skýrsla sem tekur tíma að vinna, er ekki unnin án aðkomu og upplýsinga frá iðnaðarráðuneyti og Landsvirkjun. Ástæðan er einföld. Í fyrri áætlun um 1000 MW, var gert ráð fyrir nýjum virkjunum með vatnsföllum, jarðgufu og vindmyllum að einum þriðja hvert, Það þótti að margra mati of í lagt og hlaut mikla gagnrýni.
Nú bregður svo við að þessi áætlun er mun einfaldari og ódýrari en fyrri áætlun sem er ekki nema ársgömul, ekki þurfi nýjar virkjanir nema fyrir 250 MW, frá jarðvarma og "smávirkjunum". En hvaðan 450MW afl í áætlunni kemur, -"með því að auka við og nýta betur núverandi virkjanir,"- er ekki útskýrt.
Tilgangurinn er efalaust að draga úr gagnrýni á hugmyndina um sæstreng vegna virkjunarkrafna og óljósrar arðsemi.
Hugmyndin um sæstreng og Þriðju orkutilskipun ESB er nátengd eins og margoft hefur verið sýnt fram á. Í því ljósi fáum væntanlega fréttir um hve arðsöm þessi fjárfesting er, -þegar umræðan um þriðju orkutilskipun ESB kemur fram á Alþingi í haust. Í fréttinni í dag er einnig greint frá því að í síðasta mánuði hafi Umhverfisráðuneytið gefið út reglugerð um leyfi til lagningu sæstrengja til og frá Íslandi. Kerfið vinnur saman, hægt og bítandi að því að undirbúa komu sæstrengs og innleiðingu þriðju orkutilskipun ESB þrátt fyrir yfirlýsingar stærstu stjórnmálaflokkanna.
Breskir þingmenn hafna EES
14.6.2018 | 15:11
Þessi afstaða breska þingsins er eðlileg, því breskir kjósendur ákváðu að yfirgefa ESB, - ekki til að ganga ínní það um bakdyr og fá á sig alla miðstýringu ESB og þvingaða lagasetningu sem fylgir EES samningnum.
ESA eftirlitsstofnun EFTA finnur að Hæstaréttardómum á Íslandi.
15.5.2018 | 16:07
ESA hefur sent Utanríkisráðuneytinu formlegt kvörtunarbréf, í fyrsta lagi vegna þriggja dóma Hæstaréttar Íslands sem stofnunin telur að séu ekki réttir samkvæmt EES samningnum. Stofnunin telur lögin hafi ekki verið sett í samræmi við samninginn og gangi gegn "Protocol 35".
"The judgments thus gave rise to doubts about whether Icelands legislation was in accordance with the sole Article of Protocol 35 EEA"
ESA bætir við að þess séu mörg önnur dæmi að dómar Hæstaréttar sem gangi gegn ákvæðum EES samningsins.
"Furthermore, the Icelandic Supreme Court has handed down several judgments, which hold that in the event of a conflict between an EEA rule, implemented into Icelandic law, and another Icelandic provision"
Sem sagt, Eftirlitsstofnun EFTA,-ESA-, sem hefur Ísland undir eftirliti og er m.a. annars stýrt af íslenskum embættismönnum tekur Alþingi á hné sér og rasskellir fyrir að innleiðing tilskipanna ESB í íslensk lög sé ekki rétt í mörgum tilfellum.
Hér sjáum við í hnotskurn hvernig lagasetning á Íslandi er undir eftirliti varðhunda ESB og Alþingi er tuskað til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslendingar hafna orkutilskipunum ESB
14.5.2018 | 10:33
Vilja vald yfir orkumálum áfram á Íslandi
"Tilefni könnunarinnar er umræða á undanförnum mánuðum um fyrirhugaða þátttöku Íslands í svonefndum þriðja orkupakka Evrópusambandsins og Orkustofnun sambandsins í gegnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Samtals eru 80,5% andvíg því að færa vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þar af 57,4% mjög andvíg og 23% frekar andvíg. Hins vegar eru 8,3% hlynnt því. Þar af eru 3,8% mjög hlynnt og 4,5% frekar hlynnt."
Það verður fróðlegt að sjá hvernig stjórnarflokkarnir munu fara með þessar tilskipanir ESB um stjórn orkumála sem þeir voru búnir að boða að yrðu lagðir fyrir Alþingi?
Miðað við umræðuna undanfarið og þessa skoðannakönnun væri hreinlegast að lagafrumvörpin yrðu lögð fram og felld á Alþingi til að takast á við viðbrögð ESB.
Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?
24.4.2018 | 12:27
Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.
"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".
http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf
Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.
Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.
Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.
Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.
Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.
https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf
EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.
-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB löggjöf stjórnar íslensku samfélagi.
30.3.2018 | 12:50
EES samningurinn tekur yfir næstum öll svið samfélags okkar. Upprunalega byggðist hann á samvinnu um hvað af tilskipunum ESB yrðu teknar upp í íslensk lög. Í dag er samvinnan horfin og ESB þvingar EFTA hvaða skuli tekið upp í EES samninginn.
Hér að neðan má sjá hvaða svið falla undir samningsins. Frá upphafi samningsins hafa verið teknar upp um 12.000 tilskipanir ESB í íslensk lög.
Þegar samningurinn var gerður var sett upp mikið nefndarkerfi, 35 nefnda sem átti að yfirfara allar tilskipanir og aðlaga þær aðstæðum og hagsmunum Íslands. Í dag eru þessar nefndir óþarfar, því ekki má breyta efni tilskipana ESB. Þýðingarstofa utanríkisráðuneytisins er í þýðingamesta hlutverkinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ályktun vekur athygli.
20.3.2018 | 11:07
"Iðnaðar- og orkumál. Auður Íslendinga felst m.a. í þeirri orku sem býr í fallvötnum, jarðefnum, iðrum jarðar og sjávar. Íslensk orkufyrirtæki eru í dag leiðandi á sínu sviði og sú þekking sem Íslendingar hafa skapað á þessu sviði á umliðnum áratugum er orðin að mikilvægri og gjaldeyrisskapandi útflutningsvöru. Sjálfbær nýting auðlinda er og á að vera grundvallaratriði í öllum ákvörðunum. Skýra þarf eigendastefnu ríkisins í orkufyrirtækjum. Landsfundur stendur heilshugar á bak við hugmyndir um atvinnuuppbyggingu innanlands í tengslum við hagkvæma nýtingu orkuauðlinda. Íslensk útflutnings- og framleiðslufyrirtæki skulu njóta þess samkeppnisforskots sem felst í notkun á grænni íslenskri orku. Landsfundur leggst gegn því að græn upprunavottorð raforku séu seld úr landi. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins. Uppbygging á raforkuflutningskerfi landsins þarf að vera í takt við framleiðslu og eftirspurn eftir raforku með áherslu á dreifingu þriggja fasa rafmagns. Brýnt er að fara í frekari uppbyggingu flutningskerfisins, ekki síst til að bæta afhendingaröryggi raforku í einstökum landshlutum og auka um leið samkeppnishæfni þeirra. " Ályktun Atvinnumálanefndar http://xd.is/wp-content/uploads/2018/03/atvinnuveganefnd-lokaskjal.pdf
ESB knýr á um að fá að stjórna orkuframleiðslu Íslendinga.
15.3.2018 | 15:13
ACER, stjórnunar og eftirlitsstofnun ESB, gerði áætlun 2010 um framtíðarskipan orkukerfis Evrópu. Undir PAN-EUROPE orkukerfinu þeirra eru Ísland og Noregur undir svokölluðu "Region Nordic". Tilgangurinn er að fá meiri græna orku inn í evrópska orkukerfið.
ESB knýr á um að tilskipunin um ACER skuli innleidd á Íslandi svo orkuframleiðsla á Íslandi falli undir stjórn ACER. Framtíðarsýn ACER gerir ráð fyrir sæstreng frá Íslandi sem tengist inná orkukerfi Evrópu. Gert er ráð fyrir 2700 GWst. í gegnum þann streng(en Landsvirkjun gerir ráð fyrir 5700 GWst). Það þýðir að auka þarf orkuframleiðslu um 30% með nýjum virkjunum.
Ef Alþingi samþykkir 3ju orkutilskipunina frá ESB um ACER (sem er væntanleg núna á vorþinginu), missir þjóðin vald á orkukerfinu og stórfelldar virkjana -og línuframkvæmdir (+30%)munu sjá dagsins ljós. Frelsi markaðsins, framboð og eftirspurn í Evrópu eftir grænni orku mun svo ráða og verð snarhækka, þar með munu fyrirtæki og almenningur hér á landi þurfa að greiða mun hærra orkuverð en nú er. Hafa stjórnmálamenn vald til að setja þessar ákvarðanir (og afleiðingar) í hendur erlendri stofnun og vill þjóðin það?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Regluverk framkvæmdastjórnar ESB um hið Sameinaða Markaðsskipulag (CMO) gerir ráð fyrir að efla fyrirkomulag markaðsstuðnings vegna offramleiðslu og útflutning. Inngrip með kaupum verður áfram til staðar á hveiti, korni, hrísgrjónum, nautaafurðum, smjöri, mjólkurdufti.
Til viðbótar þessum vörutegundum er langur listi afurða sem hægt er að veita geymslustyrki til. Það sem verra er,- kerfið viðheldur einnig möguleikanum á útflutningsstyrkjum á kornvörum, hrísgrjónum, sykri, mjólkurafurðum, nauta og kjúklingaafurðum og unnum vörum þessara afurða.
Í grein 133 í CMO segir til að auðvelda útflutning sem byggir á magni (kvóta) og verðum á heimsmarkaði ( ), getur mismunurinn á á magni og verðum innan sambandsins verða bættur með útflutningsstyrkjum orðalag eins og veita ákveðna styrki og endurgreiðslu þegar þegar þörf er á að koma í veg fyrir truflanir á innri markaði, er algengur texti þar.
Markaðsívilnanir, beingreiðslur og útflutningsstyrkir eru mismiklir eftir vörum í styrkjakerfinu. Mjólk og nautgripa-afurðir njóta mest stuðnings, en kjúklinga og svínarækt njóta minni stuðnings, þeir geirar njóta engra beingreiðslna og lítilla geymslustyrkja, en njóta niðurgreidds fóðurs, (fóður er um 70% framleiðslukostnaðar), útflutnings- og fjárfestingastyrkja. Miklir fjárfestingarstyrkir hafa farið í endurnýjun á stórum verksmiðjubúum í þessum greinum.
Þessum ójöfnu aðstæðum gagnvart innlendri framleiðslu er ekki haldið á lofti. Íslenskir stjórnmálamenn tala gjarnan um að innlend framleiðsla verði að vera "samkeppnishæf"!!
Sýklavandamál ESB í kjöti til Íslands
9.3.2018 | 12:33
Hvernig eru varnir MATÍS við innflutningi á sýklalyfjafullum kjötvörum frá ESB og öðrum löndum?
Ónæmi hjá fólki fyrir bakteríum er að verða vandi vegna fæðuborins smits úr kjöti.
Áhyggjur vegna uppgangs sýklalyfjaónæmra bakteria bb.7.3.2018
Það er löngu vitað að sýklalyfjanotkun í framleiðslu skapar heilsuvandamál hjá neytendum. Íslensk framleiðsla er í sérflokki hvað þetta varðar, samt er hvatt til innflutnings á heilsuspillandi vörum af heildsölum landsins og stjórnvöld bregðast ekki við vandanum.
Í ritstjórnargrein MBL. þann 8.3. 2018 er einnig vakin athygli á þessum vanda.
Yfirvöld þurfa að gera almenningi grein fyrir hættunni ef þau vilja koma í veg fyrir stórkostlegan heilsufarsvanda í framtíðinni hér á landi eins og er að verða víða erlendis vegna sýkjalyfja í matvælum sem mynda síðan óþol hjá neytendum gegn bakteríum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)