Færsluflokkur: Bloggar
Stóru misstök stjórnvalda,-að treysta á ESB
11.1.2021 | 08:39
Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var mjög gagnrýnin á stjórnvöld í útvegun bóluefna fyrir þjóðina í Víglínunni í gær og furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess.Björn Rúnar benti á að Ísland ætti kost á að treysta á lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Bretlands í mati á bóluefnunum.
Kári Stefánsson hefur einnig haft uppi svipaða gagnrýni. Þeir hafa báðir haldið því fram að íslensk stjórnvöld hefðu getað tekið forystu í undirbúningi bóluefnakaupa í júlí þegar ljóst var hvaða aðilar voru komnir með bóluefnið á annað þróunarstigið, þannig hefðum við getað tekið mikilvægt skref til að útvega og bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma,-eins og Ísrael stefnir nú í klára á næstu tveimur mánuðum.
Í þessu máli er aumkunarvert að sjá hvernig Forsætis-og Heilbrigðisráðherra reyna að réttlæta það að Ísland hengi sig við ESB í þessu máli. Sami orðhengilshátturinn er notaður í þessu máli og þegar Ísland er viðhengi við ESB í loftlagsmálum, "mikilvægt að standa saman", "það styrkir Ísland að vera í samráði við löndin í kringum okkur" og annað í þeim dúr. Þau hafa meira að segja sagt að við gætum ekki gengið fram hjá Lyfjastofnun Evrópu,-enn og aftur skín EES samningurinn í gegn,-þó heilbrigðismál á Íslandi séu utan samningsins.
Þessi tvö mál sýna svo ekki verðu um villst, að íslensk stjórnvöld, sama hvaða flokkar stjórna, hafa gefist upp á því að vera fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar. Þau eru farin að tala eins og fulltrúar þjóða í miðstýrðu ESB.
Hvernig stendur á því? Er þetta minnimáttarkennd?
Þessi kynslóð núverandi stjórnmálamanna kemst ekki í fótspor forvera sinna hvað pólitískan stórhug varðar, sama í hvaða flokki þeir voru, - því miður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES andstaðan í Noregi
9.1.2021 | 11:27
Er annað landslag í stjórnmálum í Noregi og á Íslandi? Í Noregi vill Hægri flokkurinn og Verkamannaflokkurinn ganga í ESB, þó veruleg andstaða verkalýðshreyfingarinnar sem er sterk í flokknum, sé því andsnúin.
Andstaða við EES samninginn hefur vaxið undanfarin ár og ekki ólíklegt að hún hafi veruleg áhrif á þingkosningar í haust. Verður það sama upp á teningnum til Alþingiskosninga í haust?
"Andstæðingar aðildar Noregs að EES-samningnum gætu því endað í oddastöðu í kjölfar kosninganna í haust. Eina leiðin fram hjá því væri að Verkamannaflokkurinn og Hægriflokkurinn myndi samstarf, en litlar líkur eru á því."
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/09/telja_brexit_betri_kost_fyrir_noreg_en_ees/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Steingervingar" í stjórnmálum og innflutningsklíkan.
7.1.2021 | 10:06
Einkenni steingervinga eru að hafa steingerst í fortíðinni. Í mannlífinu má sjá slíka "steingervinga", en þeir eru fáir því lífið leyfir ekki stöðnun og neyðir flesta til að þróast áfram. Í stjórnmálin safnast þó hlutfallslega margir "steingervingar" saman til óheilla fyrir samfélagið. Meðal þeirra eru fyrrum formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem vilja ganga í björg ESB og steingerast þar. Trúblinda þeirra er svo mikil á ESB að þeir taka hagsmuni útflutningsatvinnuvega þjóðarinnar fram yfir óskir innflutningsheilsala sem sjá má glögglega í nýrri skýrslu um viðskiptahagsmuni Íslendinga. Horft út fyrir Evrópu
Ef reynt er að greina af hverju f.v. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengu í björg, verður strax fyrir skýr mynd. Heilög hendi heildsalana sem stjórna Samtökum atvinnurekanda lofaði þeim viðreisn með stofnun flokks undir þá. Í flokki þeirra, Viðreisn, er pólitíska áherslan á að loka sig af inn í sovétsku bandalagi sem þorir ekki í fríverslun við heiminn heldur lokar sig af með tollmúrum, enda á fallandi fæti. Önnur pólitísk stefnumið er að leggja af landbúnað á Íslandi, ekki af aðdáun á stefnumálum Samfylkingarinnar, heldur af vilja heildsalanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar frjálsir, Íslendingar ófrjálsir
2.1.2021 | 14:52
Sendiherra Breta segir í viðtali í Morgunblaðinu í morgun m.a;
Nú höfum við tækifæri til að móta hagkerfið okkar sjálf, ekki eftir höfði 27 annarra landa,
Það er hinsvegar staðreynd að þegar þessar 27 þjóðir ESB hafa komið sér saman um einhverja málamiðlun, þurfa Íslendingar að taka það upp í lög og löggjafainn, Alþingi, má ekki breyta stafkrók, heldur ber að samþykkja möglunarlaust. Þetta nákvæmlega voru Bretar að koma sér úr.
Kostnaður Breta við að gera viðskiptasamning við ESB var að fórna fiskveiðilandhelgi sinni til margra ára. - En íslenskir stjórnmálaflokkar sem eru taglhnýtingar ESB vilja hinsvegar færa ESB fiskveiðilandhelgi Íslendinga með inngöngu í ESB, en lita þann vilja sinn með orðskrúði sem þau skilja ekki einu sinni sjálf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fór jarðhitinn í hítina?
15.12.2020 | 12:44
Besta fyrirtæki okkar Reykvíkinga er nú svo illa komið að það getur ekki útvegað okkur nægt heitavatn. Kalt í húsum, kalt í lauginni og pottunum. Og heitavatnið er orðið dýrara en í smábæjunum. Hvað verður eiginlega af peningunum?
EES-tilskipanirnar fóru illa með Orkuveituna, klufu hana í 3 óhagkvæmari fyrirtæki, fjölguðu silkihúfum og komu af stað kostnaðarsamri sýndarsamkeppni í anda ESB/EES. Einni flísinni átti svo að skipta í tvær í fyrra, silkihúfunum fjölgar í takt við orkupakka ESB og þrælslund okkar stjórnvalda. Dótturfyrirtækin, sem vaxa eins og gorkúlur í kringum greni, gera okkur að sögn orkuveitunnar "umhverfisvæn" eða "sjálfbær" eða "kolefnishlutlaus" eða eitthvað annað meiningarlaust. Þau stunda gæluverkefni og gúlpa í sig peningana okkar: Eitt heitir "Carbfix" sem er barnaleg, gagnslaus og fokdýr (en skemmtileg) háskólatilraun til að taka koltvísýring úr loftinu.https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2250744/
Annað "umhverfisvænt" gæluverkefni er hleðslustöðvar fyrir rafhlöðubíla sem totta til sín almannafé í milljörðum. Innstungunum er holað niður í rigningunni út um hvipp og hvapp og hundar á milli. Þær eru í raun óþarfar og varasamar, menn sem gæta öryggis ferðast ekki á rafhlöðum um landið. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/
"-Eigendur Hitaveitunnar, íbúar höfuðborgarsvæðisins, eiga rétt á að vera upplýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ótrúlega slæmu stöðu að geta ekki í kuldaköstum fullnægt hitaþörf notenda-" (Árni Gunnarsson vekfræðingur, Fréttabl. 15.12.2020) https://www.frettabladid.is/skodun/kuldaboli-enduruppvakinn/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslensk kolefnisspora-pólitík
10.12.2020 | 10:57
Forsætisráðherra birtir grein i Morgunblaðinu í dag um stefnu Íslands í loftlagsmálum, eða öllu heldur um kolefnisspor landsins og hvernig má draga úr því fram til 2040.
Allt eru þetta fögur fyrirheit og búið er að stofna til stofnanna og nefnda til að framkvæma áætlun Íslands. M.a. Loftlagsráð, Loftlagssjóð og í kringum þessa áætlun hafa orðið til ýmis verkefni í skógrækt og "endurheimt votlendis" eins og það er orðað.
Áætlunin um kolefnisjöfnun Íslands 2040 minnir svolítið á áætlun stjórnvalda um "Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000".
Frjálst land ætlar að kafa svolítið niður í Aðgerðaráætlun Íslands í loftlagsmálum á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkubólan stækkar-fjárgammar bíða.
7.12.2020 | 08:31
Bændablaðið vekur athygli á þenslu ríkisfyrirtækja á kostnað atvinnufyrirtækja og almennings.
"Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019.
Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna."
"Tær snilld"-segir Bændablaðið um orkuverðlagninguna.
Næsta skref í framkvæmd OP3 verður væntanlega nauðungarsala orkukerfisins að kröfu ESB til fjárfesta. Úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda.- Svar forsætisráðuneytisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er löggjafavald ESB eðlisfræðilögmál?
5.12.2020 | 16:39
Tímaritið Economist líkir löggjafavaldi ESB við eðlisfræðilögmál Newton. Það sem hreyfist verði ekki stöðvað.ESB valtar yfir aðildarríki.
Það sama á við Ísland. Alþingi er stimpilpúði fyrir lagasmíði ESB á öllum sviðum samfélagsins. Það má ekki breyta einum stafkrók í tilskipunum ESB en alþingismenn láta sér það vel lynda. Ef tilskipanir ESB eru ekki teknar upp ríður refsivöndur ESA yfir bak ráðuneytanna og embættismenn. ESB-lög hrannast upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimastjórnin má ekki
18.11.2020 | 17:52
Ríkisstjórnin lætur Alþingi samþykkja haug af EES-fyrirmælum á hverju þingi, þriðjungur þingmála hennar getur verið undan skriffinnum ESB, 50 mál á þessu þingi. Alþingi hafnar þeim aldrei.
EES-samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB. Lýðræðisleg stjórnsýsla og heimastjórn eru á fallanda fæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)