Færsluflokkur: Bloggar

Fór jarðhitinn í hítina?

elli_aarlonmynd5_3.jpgBesta fyrirtæki okkar Reykvíkinga er nú svo illa komið að það getur ekki útvegað okkur nægt heitavatn. Kalt í húsum, kalt í lauginni og pottunum. Og heitavatnið er orðið dýrara en í smábæjunum. Hvað verður eiginlega af peningunum?

EES-tilskipanirnar fóru illa með Orkuveituna, klufu hana í 3 óhagkvæmari fyrirtæki, fjölguðu silkihúfum og komu af stað kostnaðarsamri sýndarsamkeppni í anda ESB/EES. Einni flísinni átti svo að skipta í tvær í fyrra, silkihúfunum fjölgar í takt við orkupakka ESB og þrælslund okkar stjórnvalda.  Dótturfyrirtækin, sem vaxa eins og gorkúlur í kringum greni, gera okkur að sögn orkuveitunnar "umhverfisvæn" eða "sjálfbær" eða "kolefnishlutlaus" eða eitthvað annað meiningarlaust. Þau stunda gæluverkefni og gúlpa í sig peningana okkar: Eitt heitir "Carbfix" sem er barnaleg, gagnslaus og fokdýr (en skemmtileg) háskólatilraun til að taka koltvísýring úr loftinu.https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2250744/

Annað "umhverfisvænt" gæluverkefni er hleðslustöðvar fyrir rafhlöðubíla sem totta til sín almannafé í milljörðum. Innstungunum er holað niður í rigningunni út um hvipp og hvapp og hundar á milli. Þær eru í raun óþarfar og varasamar, menn sem gæta öryggis ferðast ekki á rafhlöðum um landið. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/

"-Eigendur Hitaveitunnar, íbúar höfuðborgarsvæðisins, eiga rétt á að vera upplýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ótrúlega slæmu stöðu að geta ekki í kuldaköstum fullnægt hitaþörf notenda-" (Árni Gunnarsson vekfræðingur, Fréttabl. 15.12.2020) https://www.frettabladid.is/skodun/kuldaboli-enduruppvakinn/

 


Íslensk kolefnisspora-pólitík

Forsætisráðherra birtir grein i Morgunblaðinu í dag um stefnu Íslands í loftlagsmálum, eða öllu heldur um kolefnisspor landsins og hvernig má draga úr því fram til 2040. 

iceland-planet-earth-highlighted-red-d-illustration-detailed-surface-elements-image-furnished-nasa-94668527.jpgAllt eru þetta fögur fyrirheit og búið er að stofna til stofnanna og nefnda til að framkvæma áætlun Íslands. M.a. Loftlagsráð, Loftlagssjóð og í kringum þessa áætlun hafa orðið til ýmis verkefni í skógrækt og "endurheimt votlendis" eins og það er orðað.

Áætlunin um kolefnisjöfnun Íslands 2040 minnir svolítið á áætlun stjórnvalda um "Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000". 

Frjálst land ætlar að kafa svolítið niður í Aðgerðaráætlun Íslands í loftlagsmálum á næstunni.   


Orkubólan stækkar-fjárgammar bíða.

Bændablaðið vekur athygli á þenslu ríkisfyrirtækja á kostnað atvinnufyrirtækja og almennings.

landsvirkjunlandsnet"Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019.

Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna."

"Tær snilld"-segir Bændablaðið um orkuverðlagninguna.

Næsta skref í framkvæmd OP3 verður væntanlega nauðungarsala orkukerfisins að kröfu ESB til fjárfesta. Úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda.- Svar forsætisráðuneytisins.


Er löggjafavald ESB eðlisfræðilögmál?

  Tímaritið Economist líkir löggjafavaldi ESB við eðlisfræðilögmál Newton. Það sem hreyfist verði ekki stöðvað.ESB valtar yfir aðildarríki.

Það sama á við Ísland. Alþingi er stimpilpúði fyrir lagasmíði ESB á öllum sviðum samfélagsins. Það má ekki breyta einum stafkrók í tilskipunum ESB en alþingismenn láta sér það vel lynda. Ef tilskipanir ESB eru ekki teknar upp ríður refsivöndur ESA yfir bak ráðuneytanna og embættismenn. ESB-lög hrannast upp.

  20201128_EUD000_0


Heimastjórnin má ekki

euflageurope-1045334_960_720_1372301.jpgRíkisstjórnin lætur Alþingi samþykkja haug af EES-fyrirmælum á hverju þingi, þriðjungur þingmála hennar getur verið undan skriffinnum ESB, 50 mál á þessu þingi. Alþingi hafnar þeim aldrei.

EES-samningurinn afsalar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til ESB. Lýðræðisleg stjórnsýsla og heimastjórn eru á fallanda fæti.

ESB-lög hrannast upp

 


Erlendir sérfræðingar rugla

burfell1200689.jpgÞegar okkar ráðamenn vilja troða sínum barnaskap ofan í kokið á lýðnum fá þeir oft erlenda "sérfræðinga" til að gefa álit. Slíkir hafa yfirleitt takmarkaða þekkingu á íslenskum aðstæðum og hafa því verk þeirra eða álit oft verið ónothæf.

Eftir Hrun áttu lögfræðiráðgjafar (Bucheit) að semja um fjárkúgunartilraunir Breta og Hollendinga: Gagnslaust, ekkert um að semja. Danskt ráðgjafafyrirtæki (COWI) hefur verið notað í skýrslugerð fyrir opinberar stofnanir, síðast um borgarlínu: Ónothæf skýrsla. Þýskt ráðgjafafyrirtæki (Fraunhoefer) gerði skýrslu um raforkumálin fyrir atvinnuvegaráðuneytið: Ónothæf skýrsla. https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/ThKRG/Report%20Iceland-FINAL.pdf

Vanræksla og glórulaus stefna okkar stjórnvalda í orkumálum, og blind hlýðni við EES-tilskipanir ("orkupakka") hafa skemmt orkukerfið og gert Ísland ósamkeppnishæft. Það þarf að taka orkumálin til gagngerðrar endurskipulagningar sem íslenskir kunnáttumenn en ekki grænir stjórnmálamenn þurfa að sjá um.

https://www.frjalstland.is/2020/02/14/eydilegging-orkukerfisins-tekur-toll/#more-1807


Á "ég" rétt, eða "við"

Er ´"ég" eða "við",samfélag?

Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e.  Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.

Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þettdont let uor idoitsa stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".

Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.

Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.


Blýfast

stock-photo-bureaucracy-172084331_1370100.jpgNýsköpun og atvinnufjárfestingar standa nú blýfastar í reglufargani frá ESB. Uppbyggingin, hvort sem er að nýta kalkþörungasand af sjávarbotni, koma upp virkjunum og iðnaði eða ala fisk, er föst í leyfisveitingakerfum. Ástæðan er aðallega að Ísland hefur tekið upp regluverk frá hinu staðnaða Evrópusambandi. Eftirlitsstofnanir þjóðarinnar hafa þurft að loka landið inni í síbólgnandi skriffinnskureglum ESB/EES. 

Sveitarfélögin eru líka að kikna undan EES. Þau ráða ekki við flækjustigið (sjá til dæmis reglugerð 550/2018 sem er sparðatíningur á 66 blaðsíðum sem á ekki við hérlendis). Sveitarfélögin, Samtök iðnaðarins og fleiri hafa mótmælt reglufarganinu formlega. En allt samráð er hunsað þegar EES-tilskipanir eru annars vegar. Þeim er þröngvað á landið. Stöðnunin sleppir ekki takinu fyrr en Ísland er laust úr EES.


Fjárhagurinn í rusli

sorpaindex.pngBorgarstjórn Reykjavíkur er búin að koma fjárhag borgarinnar í rusl. Á sjötta milljarð króna fór í bragga fyrir ruslið. Safna á óseljanlegu hauglofti og moldarlíki í bragganum.

Borgarbúar verða að bera baggana af "gas- og jarðgerðarstöðinni" um ókomin ár en stjórnendur borgarinnar eru ánægðir með "stórt skref í loftslagsmálum"! Þeir vita ekki (ennþá) að áhrifn á loftslag verða minni en engin.

https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/


Áfram lokað á ekki-ESB-umheiminn

icelandairindex.jpgMiðstjórn ESB telur sig eiga að stjórna ferðum fólks til og frá Íslandi. Íslensk stjórnvöld mega helst ekki. Nú fyrirskipar Brussel að opna megi "ytri landamæri" Schengen 1. júlí. Það þýðir að ferðir milli okkar og nágranna okkar, sem ekki flæktust í Scehngen, Færeyinga, Grænlengdinga, Íra og Breta, auk alls heimsins utan ESB, eru enn ekki Brussel þóknanlegar.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/06/10/opni_fyrir_umferd_utan_schengen_1_juli/

Við verðum að vona að okkar stjórnvöld hætti nú að naga neglurnar og reyni að koma sómasamlegum samgöngum aftur í gang fljótt og vel. Okkar menn, Þórólfur, Alma, Víðir, Kári og félagar munu hafa vökult auga með manna- og veiruferðum. Það dugir okkur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband