Færsluflokkur: Bloggar
"Báknið burt"
17.4.2021 | 12:25
"Báknið burt" - Allir vita að svona auglýsing er jafn útslitin og innihaldið. ER virkilega ekki hægt að hafa sannari og vitrænni málefni fyrir það sem stjórnmálamenn standa?
Eða líta þeir svo á að kjósendur séu kjánar sem hægt er að selja hvað sem er og það sé gleymt eftir kosningar?
"Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%."
https://www.dv.is/eyjan/2020/01/24/baknid-blaes-ut-mikil-fjolgun-starfsmanna-nefnda-rada-og-stjorna-hja-rikinu/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
63 þingmenn geta ekki sett lög án þess að þau mígleki.
6.4.2021 | 13:32
Nú eru sóttvarnaaðgerðir sem áttu að tryggja betri vörn á landamærum, svo þjóðin gæti strokið sæmilega um höfuðið, fyrir bí.
Ný sóttvarnalög voru sett af hinu háa Alþingi eftir talsverða umræðu og að venju var lítil samstaða um lögin þó í húfi væru varnir lands og þjóðar.
Nú var reglugerð sem byggð var á þessum lögum skotin í kaf af héraðsdómara, VEGNA vankanta á lögunum.
Slík vinnubrögð Alþingis eru að koma upp trekk í trekk á undanförnum árum, þrátt fyrir gífurlega aukningu á aðstoðarmönnum þingmanna og ráðherra, sem áttu að bæta álag og vinnubrögð og þar að auki hafa þingmenn hækkað við sig launin þannig að nú ættu þau að laða til sín hæfara fólk. -EN HVAÐ? Sífellt verri vinnubrögð er niðurstaðan.
Spurningin er, er þetta leti eða almenn vanhæfni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Við viljum, segir Katrín, en megum ekki semja við Rússa vegna ESB.
25.3.2021 | 13:15
Forsætisráðherrann segir að verið sé að kanna möguleika á að kaupa bóluefni frá Rússum, EN hún segir það sé ekki hægt nema með samþykki Lyfjastofnunar Evrópu. Þó aðildarríki ESB séu þegar farin að nota það, t.d Ungverjaland. - Sem sagt viljum, en megum ekki semja við Rússa án leyfis ESB.
kanna_moguleikann_a_ad_semja_beint_vid_russa/
En þegar nánar er skoðað, þá er sjálfstæði Íslands í lyfjamálum í höndum ESB eins og sjá má hér:
Lyfjalög1) 2020 nr. 100 9. júlí 1)56. gr. laganna var breytt með l. 132/2020, 50. gr.; breytingin tekur gildi 26. maí 2021 skv. 49. gr. s.l. Ferill málsins á Alþingi. Frumvarp til laga. Tóku gildi 1. janúar 2021 nema 5. mgr. 53. gr. og 79. gr. sem tóku gildi 23. júlí 2020. EES-samningurinn: tilskipun 1989/105/EBE, reglugerð 297/95, II. viðauki reglugerð 141/2000, tilskipun 2001/82/EB, 2001/83/EB, 2002/98/EB, 2003/63/EB, 2004/23/EB, II. viðauki og bókun 37 tilskipun 2004/24/EB, 2004/27/EB, II. viðauki reglugerð 273/2004, 726/2004, II. og XVII. viðauki reglugerð 1901/2006, 1902/2006, II. viðauki reglugerð 1394/2007, tilskipun 2009/35/EB, 2009/53/EB, 2009/120/EB, 2010/84/ESB, reglugerð 1235/2010, tilskipun 2011/62/ESB, 2012/26/ESB, reglugerð 1027/2012, 1258/2013, 536/2014, 658/2014, tilskipun 2012/26/ESB. Breytt með: L. 132/2020 (taka gildi 26. maí 2021; EES-samningurinn: I. og II. viðauki reglugerð 2017/745, II. viðauki reglugerð 2017/746, 2020/561).
Það er aumkunarvert af Forsætisráðherra að sýnast vera fulltrúi sjálfstæðar þjóðar, sem er það ekki nema í orði, en ekki á borði, eins og svo skýrt hefur komið fram í umræðunni um bóluefnamál þjóðarinnar.
Ráðherrann fer eins og köttur í kringum heitan graut til að forðast að nefna vald ESB í þessum málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB bannar útflutning bóluefna til íslands
24.3.2021 | 20:26
Alveg sérstaklega illa kemur þessi ákvörðun ESB við ríkisstjórn Íslands sem hefur hagað sér eins og aðildarríki ESB í útvegun bóluefna fyrir landsmenn.
Heilbrigðisráðherra, sérlegur talsmaður samvinnu við ESB þarf líklega að fara á hnén núna.
Núna hringir Katrín væntanlega í Pútín og Kínaforseta og biður um bóluefni. Eða hvernig ætlar hún að ná í bóluefni fyrir þjóðina þegar ESB slítur "samvinnuna" sem hún hefur svo margoft lofað ESB fyrir.
Það er enginn vinur í þessum leik.
esb_bannar_flutning_boluefna_til_islands/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flokkarnir í hlekkjum ESB hugarfarsins
26.2.2021 | 12:58
Stjórnmálaflokkarnir hafa í aldarfjórðung horft aðgerðalausir á hvernig ESB-tilskipanavaldið hefur vaðið yfir Alþingi og gert usla í þjóðlífinu í krafti EES. Nú eru svo komið að aðeins 1 af hverjum 5 landsmanna treysta Alþingi. Flokkarnir eru búnir að missa frumkvæði og sjálfstraust. Í komandi Alþingiskosningum virðast þeir hafa lítið nýtt og mikilvægt fram að færa. Stærstu málin eru ekki á stefnuskránni.
Hver eru þau?
Reynslan hefur sýnt að Alþingi, með þeim stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, ræður ekki við stærstu málin. Alþingi ræður ekki við valdahrifs ESB og EES-samninginn, það réði ekki við bankaútrásina sem regluverk EES kom af stað og gat ekki gripið inn nema með neyðarlögum. Alþingi réð ekki við Icesave.
Tískustjórnmál frá útlöndum sem er oft kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur án þess að þau skapi ávinning fyrir landsmenn, orkuumskipti, kolefnishlutleysi, hringrásarhagkerfið, græn fjárfesting, slagorð sem breiða oft út vanþekkingu og kreddur í þessu landi hreinnar orku og sjálfbærni auðlinda umfram flestar þjóðir.
Stefnan í landbúnaðarmálum og fæðuöryggi þjóðarinnar er "frelsi" niðurgreiddrar ESB-matvöru, stefna í orkumálum er niðurgreiddir rafhlöðubílar og að rjúfa "einangrun" Íslands með sæstreng, skattaokur á eldsneyti, sala ríkisfyrirtækja í orkuiðnaði á dagskrá.
Flokkana skortir vitræna stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, í orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, loftslagsmálum, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) og nú síðast innkaupum á bóluefnum.
Til að fela ESB litinn og stefnuleysi stjórnmálamanna er almenningur blekktur, ráðherrar stofna óteljandi nefndir og gefa út miklar framtíðarskýrslur með bólgnu orðalagi sem að innihaldi eru tilskipanir ESB í málaflokkunum. Framtíðarsýn þeirra er ekki önnur en ESB og risið á stjórnmálamönnum er ekki hærra en það að segja "við verðum að eiga í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar".
Engin er með framtíðarsýn um atvinnumál á Íslandi eftir einn mannsaldur. Einungis þrástaglað um nýsköpun, eins og tilviljanir eigi að ráða hvað bíður nýrri kynslóð. Engin stór hugsun eða hugsjónir um framtíð Íslands. Enginn flokkur er með stærsta málið á stefnuskránni. Flokkarnir sem stóðu að stofnun lýðveldisins, stækkun landhelginnar, orkuverunum og uppbyggingu sterkra atvinnuvega, eru orðnir máttlitlir málfundahópar. Til þess að hægt sé að reka uppbyggjandi stefnu í málefnum landsins þurfa þeir að taka á sig rögg og fá völdin yfir landinu aftur heim.
ESB flokkarnir bíða þess að komast að og taka upp viðræðurnar við ESB um inngöngu frá því sem horfið var frá, enda lítið eftir annað en að afhenda fiskimiðin. Svo ömurleg er framtíðarsýnin.
https://www.frjalstland.is/2021/02/11/stjornmalaflokkarnir-lata-esb-vada-yfir-althingi/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sæstrengur Alþingismanna
23.2.2021 | 14:48
Í nýrri skýrslu Orkumálaráðherra til Alþingis, sem allir þingflokkar stóðu að, birtist Orkustefna Íslands fram til 2050. Í aðgerðarkafla skýrslunnar sendur á bls. 6:
C.4. Millilandatenging
Aðgerð: Greina áhættu vegna einangrunar íslenska orkukerfisins. Viðhalda möguleika á lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi.
Staða: Viðvarandi verkefni.
Texti í Orkustefnu: Með framþróun háspennustrengja er orðið tæknilega gerlegt að leggja rafstreng frá Íslandi til annarra landa. Ítarlegar opinberar greiningar hafa átt sér stað undanfarin ár þar sem metin hafa verið samfélags-, efnahags- og umhverfisleg áhrif slíkrar framkvæmdar, og ljóst að hún hefur bæði kosti og galla í för með sér. Í samræmi við gildandi lög verður ekki ráðist í slíka tengingu nema það þjóni heildarhagsmunum þjóðarinnar og þá að undangengnu samþykki Alþingis.
Það er því ljóst að sæstrengur er viðvarandi verkefni stjórnvalda og allir þingflokkar samþykkir því.
Af lestri skýrslunnar má sjá að hún er samsuða innihalds OP3, loftlagsstefnu ESB og óskhyggju um innlenda eldsneytisframleiðslu. Skýrsla er yfirfull af, "stefnt er að" og "greina möguleika", t.d.Ísland verður óháð jarðefnaeldsneyti. sem minnir á gamalt slagaorð stjórnmálamanna "Ísland verði eiturlyfjalaust árið 2000" og aðgerðaráætlun skýrslunnar er öll eftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Markaðurinn býr til 500 milljónir nýja fíkla.
21.2.2021 | 15:15
Markaðsöflin eru sjálfsörugg í sínum verkum, það skiptir ekki máli hvort selja á fíkniefni eða frambjóðendur til þings eða forseta.
"Á næstu þremur árum væntir fyrirtækið (Bresk-ameríska tóbaksfyrirtækið BAT) þess að herja á um 500 milljónir nikótínfíkla sem koma til með að eyða um 100 milljörðum punda í neysluna. Aðrar vörur en sígarettur eiga að drífa þann vöxt."
Stefnt að nýjum 500 milljónum neytenda
Kannski sjáum við í næstu herferð auglýsingu um ópíumefni í slíkum vörum. Markaðsöflin sem hampað er af stjórnmálum og elítum (m.a. af ESB)* eru verkfæri djöfullegrar græðgi í mannlífinu og er hampað þó varan sem auglýst er gangi gegn lýðheilsu.
Slagorðin eru "lýðurinn er heimskur". Auglýsingaflóðið lokka hann og leiðir í eyðsluóhóf, og ekkert er auðveldara en að kaupa ráðandi öfl til að setja löggjöf að hæfi markaðsaflanna.
* https://journals.plos.org/plosmedicine/article?id=10.1371/journal.pmed.1000202
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að moka ofan í skurði er aðalmálið.
2.2.2021 | 12:08
Í tilefni þess að nú hellist yfir landsmenn auglýsingar frá Votlendissjóði skreyttar þekktum listamönnum er rétt að benda fólki á að hér er áróður sem byggist ekki á óyggjandi vísindum.
Í loftlagsáætlun Íslands er samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar 2017 um Ísland og loftslagsmál er áætlað að um 16 millj. tonna CO2 sé heildarlosun Íslands og um 11,7 milljónir tonn af því komi frá framræstu votlendi eða 73% af heildarlosunar Íslands. Í nýjasta svari Umhverfisráðuneytisins er sé tala komin niður í 8,6 millj. tonna Co2 ígilda.
Síðan þá hafa ýmsar tölur um umfang skurða, lengd og flatarmál verið gagnrýndar af sérfræðingum, m.a. að flatarmál þeirra sé í mesta lagi 40% af opinberum tölum og mikið ofmat sé frá losun þess svæðis sem þurrkað var með skurðunum. Einnig hefur verið gagnrýnt að losunartölur pr. flatarmál eru mjög óáreiðanlegar.
"Í meistararitgerð Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands frá 2017 var reynt að meta losun kolefnis í þurrkuðum mýrum. Niðurstöður hennar benda til að losun sé mest fyrstu árin en sé síðan hlutlaus að 50 árum liðnum. Það er ekki í samræmi við þær viðmiðunartölur sem yfirvöld á Íslandi styðjast við í sínum aðgerðaráætlunum. Það þýðir væntanlega að losunartölur geti verið stórlega ýktar og mokstur í stærstan hluta skurða á Íslandi kunni því að þjóna litlum sem engum tilgangi. Jarðraskið sem af því hlýst gæti hins vegar allt eins leitt til aukinnar losunar."
"Þá hafa bæði dr. Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, bent á í Bændablaðinu mikla óvissu varðandi fullyrðingar um stærð mýra og losun."
Þetta þýðir að það sem hefur verið kynnt sem CO2 útblástur Íslands er kolrangur og alltof mikill og furðulegt að stjórnvöld skuli hafa sett þau fram án tillits til þessarar gagnrýni. Þetta leiðir af sér kostnaðarsamar aðgerðir ríkisins til að ná niður ímynduðum útblæstri Íslands.
Allt þetta mál virðist vera byggt á æðibunugangi sem ekki má gagnrýna því annars rísa um tilfinningaræður en ekki vísindaleg rök.
https://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/hugleidingar-um-losun-og-bindingu-kolefnis-i-votlendi
https://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/meira-um-losun-grodurhusalofttegunda-ur-votlendi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tollalaust Brexit en tollar í EES.
27.1.2021 | 12:18
Brexit samningurinn er tollalaus Fríverslunarsamningur auk þess var samið um viðbótarþætti eins og flutninga, orku, fiskveiða og gagnkvæm réttindi þegna.
EES samningurinn veitir ekki fullt tollfrelsi, þar eru tollar samkvæmt bókun 9 í samningnum:
"Þær vörur sem njóta allt að 70% tollalækkunar (tafla III í 2. viðbæti við bókun 9) eru lifandi fiskur, fiskflök, krabbadýr og lindýr að undanskildum þeim fiskafurðum sem eru alfarið undanþegnar innflutningstollum og þeim sjávarafurðum sem njóta engra tollfríðinda (fylgiskjal með töflu III í bókun 9).
Fiskafurðir sem fluttar eru til ESB og bera fullan toll eru lax, síld (nema síldarsamflök), makríll, hörpudiskur og leturhumar."
Þar að auki verður Ísland að taka á sig alla löggjöf ESB sem Bretar voru að losa sig við.
Samningur Kanada/ESB og nú Brexit eru báðir betra en EES fyrir Ísland.
Þarf ekki að segja upp EES samningnum og semja betur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EES samningnum þarf að segja upp og breytast í Brexit samning.
13.1.2021 | 10:14
Ef íslensk og norsk stjórnvöld ætla að sinna hagsmunum sínum gagnvart ESB þurfa þau að bregðast við nú þegar Bretar hafa náð góðum viðskiptasamningi án þess að þurfa að lúta lagavaldi Brussel á flestum sviðum.
Rifta verður EES samningnum, því hann er ekki lengur besti fríverslunarsamningurinn, jafnvel samningur ESB við Kanada er betri að þessu leyti.
"Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Marit Arnstad, fyrrum samgönguráðherra í ríkisstjórn Miðflokksins fyrr á áratugnum, segir að með samkomulaginu sjáist að hægt sé að viðhalda verslun við ESB á annan hátt en felst í EES samkomulaginu."
Þeir fá aðgang að innri markaðnum og sameiginlegri verslun, sem er eftirsóknarvert, en þeir þurfa ekki að vera með í samræmdu reglugerðarumhverfi sem setur einstökum löndum þröngar skorður í eigin stefnumótun, sagði Arndstad. Heming Olaussen, sem stýrir EES nefnd Sósíalíska vinstriflokksins tók í sama streng, ásamt því að benda á þá niðurstöðu í samkomulaginu að Bretar losna undan valdi Evrópudómstólsins. Brexit samkomulagið tryggir sjálfstjórn þjóða á betri hátt en EES samkomulagið gerir fyrir okkur, segir Olaussen að því er fram kemur í frétt Express í Bretlandi.
Samkomulag Breta við ESB betra en EES
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)