Sæstrengur Alþingismanna

Sjálfbær orkuframtíð2Í nýrri skýrslu Orkumálaráðherra til Alþingis, sem allir þingflokkar stóðu að, birtist Orkustefna Íslands fram til 2050. Í aðgerðarkafla skýrslunnar sendur á bls. 6: 

C.4. Millilandatenging

• Aðgerð: Greina áhættu vegna einangrunar íslenska orkukerfisins. Viðhalda möguleika á lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi.

• Staða: Viðvarandi verkefni.

• Texti í Orkustefnu: „Með framþróun háspennustrengja er orðið tæknilega gerlegt að leggja rafstreng frá Íslandi til annarra landa. Ítarlegar opinberar greiningar hafa átt sér stað undanfarin ár þar sem metin hafa verið samfélags-, efnahags- og umhverfisleg áhrif slíkrar framkvæmdar, og ljóst að hún hefur bæði kosti og galla í för með sér. Í samræmi við gildandi lög verður ekki ráðist í slíka tengingu nema það þjóni heildarhagsmunum þjóðarinnar og þá að undangengnu samþykki Alþingis.“

Það er því ljóst að sæstrengur er viðvarandi verkefni stjórnvalda og allir þingflokkar samþykkir því.

Af lestri skýrslunnar má sjá að hún er samsuða innihalds OP3, loftlagsstefnu ESB og óskhyggju um innlenda eldsneytisframleiðslu. Skýrsla er yfirfull af, "stefnt er að" og "greina möguleika", t.d.„Ísland verður óháð jarðefnaeldsneyti.“ sem minnir á gamalt slagaorð stjórnmálamanna "Ísland verði eiturlyfjalaust árið 2000" og aðgerðaráætlun skýrslunnar er öll eftir því.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það stefnir í að það standist allt sem ég varaði við þegar Orkupakki 3 var til umræðu.

https://viljinn.is/adsendar-greinar/orkupakki-3-og-saestrengur/

kristinnsig (IP-tala skráð) 26.2.2021 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband