Fór jarðhitinn í hítina?

elli_aarlonmynd5_3.jpgBesta fyrirtæki okkar Reykvíkinga er nú svo illa komið að það getur ekki útvegað okkur nægt heitavatn. Kalt í húsum, kalt í lauginni og pottunum. Og heitavatnið er orðið dýrara en í smábæjunum. Hvað verður eiginlega af peningunum?

EES-tilskipanirnar fóru illa með Orkuveituna, klufu hana í 3 óhagkvæmari fyrirtæki, fjölguðu silkihúfum og komu af stað kostnaðarsamri sýndarsamkeppni í anda ESB/EES. Einni flísinni átti svo að skipta í tvær í fyrra, silkihúfunum fjölgar í takt við orkupakka ESB og þrælslund okkar stjórnvalda.  Dótturfyrirtækin, sem vaxa eins og gorkúlur í kringum greni, gera okkur að sögn orkuveitunnar "umhverfisvæn" eða "sjálfbær" eða "kolefnishlutlaus" eða eitthvað annað meiningarlaust. Þau stunda gæluverkefni og gúlpa í sig peningana okkar: Eitt heitir "Carbfix" sem er barnaleg, gagnslaus og fokdýr (en skemmtileg) háskólatilraun til að taka koltvísýring úr loftinu.https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2250744/

Annað "umhverfisvænt" gæluverkefni er hleðslustöðvar fyrir rafhlöðubíla sem totta til sín almannafé í milljörðum. Innstungunum er holað niður í rigningunni út um hvipp og hvapp og hundar á milli. Þær eru í raun óþarfar og varasamar, menn sem gæta öryggis ferðast ekki á rafhlöðum um landið. https://www.frjalstland.is/2019/10/29/rafbilavaedingin-vanhugsud/

"-Eigendur Hitaveitunnar, íbúar höfuðborgarsvæðisins, eiga rétt á að vera upplýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ótrúlega slæmu stöðu að geta ekki í kuldaköstum fullnægt hitaþörf notenda-" (Árni Gunnarsson vekfræðingur, Fréttabl. 15.12.2020) https://www.frettabladid.is/skodun/kuldaboli-enduruppvakinn/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo geta þeir ekki skaffað heitt vatn ef það gerir tveggja til þriggja daga kuldakast og kenna um að þetta sé algerlega óvænt samkvæmt ruglumbullu vísindunum um hlýnun jarðar af "mannavöldu.

Hvað gera þeir ef kuldakastið varið í tvær til þrjár vikur sem getur auðveldlega gerst?

El lado positivo (IP-tala skráð) 15.12.2020 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband