Færsluflokkur: Bloggar

Erlendir sérfræðingar rugla

burfell1200689.jpgÞegar okkar ráðamenn vilja troða sínum barnaskap ofan í kokið á lýðnum fá þeir oft erlenda "sérfræðinga" til að gefa álit. Slíkir hafa yfirleitt takmarkaða þekkingu á íslenskum aðstæðum og hafa því verk þeirra eða álit oft verið ónothæf.

Eftir Hrun áttu lögfræðiráðgjafar (Bucheit) að semja um fjárkúgunartilraunir Breta og Hollendinga: Gagnslaust, ekkert um að semja. Danskt ráðgjafafyrirtæki (COWI) hefur verið notað í skýrslugerð fyrir opinberar stofnanir, síðast um borgarlínu: Ónothæf skýrsla. Þýskt ráðgjafafyrirtæki (Fraunhoefer) gerði skýrslu um raforkumálin fyrir atvinnuvegaráðuneytið: Ónothæf skýrsla. https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/ANR/ThKRG/Report%20Iceland-FINAL.pdf

Vanræksla og glórulaus stefna okkar stjórnvalda í orkumálum, og blind hlýðni við EES-tilskipanir ("orkupakka") hafa skemmt orkukerfið og gert Ísland ósamkeppnishæft. Það þarf að taka orkumálin til gagngerðrar endurskipulagningar sem íslenskir kunnáttumenn en ekki grænir stjórnmálamenn þurfa að sjá um.

https://www.frjalstland.is/2020/02/14/eydilegging-orkukerfisins-tekur-toll/#more-1807


Á "ég" rétt, eða "við"

Er ´"ég" eða "við",samfélag?

Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e.  Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.

Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þettdont let uor idoitsa stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".

Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.

Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.


Blýfast

stock-photo-bureaucracy-172084331_1370100.jpgNýsköpun og atvinnufjárfestingar standa nú blýfastar í reglufargani frá ESB. Uppbyggingin, hvort sem er að nýta kalkþörungasand af sjávarbotni, koma upp virkjunum og iðnaði eða ala fisk, er föst í leyfisveitingakerfum. Ástæðan er aðallega að Ísland hefur tekið upp regluverk frá hinu staðnaða Evrópusambandi. Eftirlitsstofnanir þjóðarinnar hafa þurft að loka landið inni í síbólgnandi skriffinnskureglum ESB/EES. 

Sveitarfélögin eru líka að kikna undan EES. Þau ráða ekki við flækjustigið (sjá til dæmis reglugerð 550/2018 sem er sparðatíningur á 66 blaðsíðum sem á ekki við hérlendis). Sveitarfélögin, Samtök iðnaðarins og fleiri hafa mótmælt reglufarganinu formlega. En allt samráð er hunsað þegar EES-tilskipanir eru annars vegar. Þeim er þröngvað á landið. Stöðnunin sleppir ekki takinu fyrr en Ísland er laust úr EES.


Fjárhagurinn í rusli

sorpaindex.pngBorgarstjórn Reykjavíkur er búin að koma fjárhag borgarinnar í rusl. Á sjötta milljarð króna fór í bragga fyrir ruslið. Safna á óseljanlegu hauglofti og moldarlíki í bragganum.

Borgarbúar verða að bera baggana af "gas- og jarðgerðarstöðinni" um ókomin ár en stjórnendur borgarinnar eru ánægðir með "stórt skref í loftslagsmálum"! Þeir vita ekki (ennþá) að áhrifn á loftslag verða minni en engin.

https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/


Áfram lokað á ekki-ESB-umheiminn

icelandairindex.jpgMiðstjórn ESB telur sig eiga að stjórna ferðum fólks til og frá Íslandi. Íslensk stjórnvöld mega helst ekki. Nú fyrirskipar Brussel að opna megi "ytri landamæri" Schengen 1. júlí. Það þýðir að ferðir milli okkar og nágranna okkar, sem ekki flæktust í Scehngen, Færeyinga, Grænlengdinga, Íra og Breta, auk alls heimsins utan ESB, eru enn ekki Brussel þóknanlegar.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/06/10/opni_fyrir_umferd_utan_schengen_1_juli/

Við verðum að vona að okkar stjórnvöld hætti nú að naga neglurnar og reyni að koma sómasamlegum samgöngum aftur í gang fljótt og vel. Okkar menn, Þórólfur, Alma, Víðir, Kári og félagar munu hafa vökult auga með manna- og veiruferðum. Það dugir okkur.


Vindmyllur fá 1,6 milljarða fyrir að loka!

vindmyllur_telegraphtelemmglpict000070202577_trans_nvbqzqnjv4bqbbjl5r1mdojaw4t7xsphtshkdfsqwnxma9jgzm2jpvi.jpgEin mest umhverfisspillandi og óhagkvæmasta aðferð sem til er við að framleiða rafmagn er með vindmyllum. https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2248875/

"Í Bretlandi er staðan orðin þannig að of mikið er af óstjórnanlegum vindmyllum og sólpanelum sem hafa gert orkukerfið brothætt og ósveigjanlegt og ófært um að mæta óvæntum aðstæðum á ásættanlegum kostnaði fyrir neytendur. Kostnaður við stjórn orkukerfisins er þegar orðinn skelfilegur og við sumarlok verður hann orðinn geigvænlegur" (Dr. John Constable) https://www.telegraph.co.uk/news/2020/05/23/wind-farms-paid-record-93m-switch-turbines/


EFTA-dómstóllinn í ljósi lýðræðishalla

Hörð gagnrýni helstu lögspekinga á þróun EES samningsins. Þingmenn standa ekki undir ábyrgð sinni.

Eftir Eyvind G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Stefán Má Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

"Eftir fyrrgreinda dóma EFTA-dómstólsins ríkir ójafnvægi milli samningsaðila EES-samningsins, Íslandi og öðrum EFTA/EES ríkjum í óhag, sem ekki hefur verið veitt nægileg athygli. Ójafnvægið veldur m.a. því að aðildarríki ESB standa betur að vígi heldur en EFTA/EES ríkin hvað varðar viðskipti með landbúnaðarvörur og möguleikum til að halda uppi ríkum kröfum um verndun á heilsu manna og dýra.

Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna. Síðari dómar í málum E-2/17 og E-3/17 hafa ekki bætt úr því. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að EES-samningnum verður ekki breytt nema með þeim hætti sem samningurinn áskilur í þeim efnum."

https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/


Ósjálfstæði Íslendinga- ESA þarf að samþykkja neyðarlán.

„Á þess­um erfiðu tím­um er það for­gangs­atriði okk­ar að tak­ast á við ráðstaf­an­ir sem tengj­ast heims­far­aldri kór­ónu­veiru. Okk­ur hef­ur tek­ist að samþykkja um­rædda ráðstöf­un skjótt, þökk sé góðu sam­starfi okk­ar við ís­lensk stjórn­völd og fram­kvæmda­stjórn ESB,“ seg­ir Bente Ang­ell-Han­sen, for­seti ESA, í frétta­til­kynn­ingu. ESA Samþykkir lán.

Þvílíka orðaþvælu er erfitt að finna stað í raunveruleikanum. ESA getur ekki veitt undanþágu frá ákvæðum ESB tilskipanna um ríkisaðstoð. "Þökk sé framkvæmdastjórn ESB" er lykilinn.

Framkvæmdastjórn ESB var ekki spurð af eigin aðildarríkjum þegar þau hvert fyrir sig brutu næstum öll grundvallarákvæði sambandsins í neyðaraðgerðum fyrir eigin þjóðir.

Ekki þarf skýrari dæmi um ósjálfstæði íslenskra stjórnvalda gagnvart ESB vegna EES samningsins, jafnvel á neyðartímum.

Íslendingar ganga með bænaskjal fyrir umboðsmann (ESA) ESB til að samþykkja neyðarráðstafanir í eigin landi. Minnir mjög á bænaskjölin til danskra konunga í gegnum aldirnar.

Til að breiða yfir skömmina fer utanríkisráðuneytið í skoðanakönnun í miðjum heimsfaraldri til að sýna velvilja Íslendinga til alþjóðasamstarfs. Hins vegar hlýtur ráðuneytið að vera vonsvikið af því að tæpur helmingur þátttakanda er á móti EES samningnum. Þeim samningi sem veldur ósjálfstæði Íslendinga í alþjóðasamstarfi.


Loftlagsstefna ESB dregur Ísland í orkusvaðið.

Loftlagsáætlanir ESB stoppa ekki í Kórónafárinu.

Í sl. mánuði birti sambandið flaggskip sitt í loftlagsmálum til 2050 European Climate Law.

Kadri Simson, framkvæmdastjóri orkumála í Evrópu sagði að því tilefni: „Green Deal snýst ekki bara um orkustefnu, heldur líka iðnaðarstefnu. Við verðum að vinna náið með atvinnugreinum okkar. En það snýst jafn mikið um húsnæði, samgöngur og aðrar lausnir sem munu hjálpa okkur að ná losuninni.“

Svenja Schulze, umhverfisráðherra Þýskalands segir að þessu tilefni: „Við viljum vera kolefnishlutlaus árið 2050 og þess vegna verðum við að gera meira [árið 2030] en það sem við vorum sammála um. Minnkun um 40 prósent eru ekki nóg, við þurfum mínus 50, 55 til að ná markmiðinu. “

Ísland hefur gerst áhangandi að þessari stefnu með alla sína hreinu orku til iðnaðar, hvernig ætlar Ísland að fylgja þessari kolefnisskítugu iðnaðarstefnu Evrópu?

Með tveimur sæstrengjum og byggingu vindmilligarða sem þekja allar sveitir og afréttir landsins til að hjálpa Evrópu (Þýskalandi) um "Græna orku"?

wind-farm-palm-springs


Er EES samningurinn bara gluggaskraut?

Hvar er nú myndugleiki ráðherranna íslensku, þora þeir að mótmæla brotum ESB á EES samningnum, eða er samningurinn bara gluggaskraut?

"Í morg­un hafði Dynj­andi sam­band bæði við ut­an­rík­is­ráðuneytið og at­vinnu­málaráðuneytið og greindi þeim frá stöðunni. Þor­steinn seg­ir að þá hafi eng­inn vitað hver ætti að taka bolt­ann. „En ég trúi ekki öðru en ís­lensk stjórn­völd geri allt sem þau geta til að ýta ein­hverju í gang,“ seg­ir Þor­steinn. Staðan kom þeim í opna skjöldu, að sögn Þor­steins."

esb


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband