Færsluflokkur: Bloggar

Hamfarahlýnunin hlaupin í sjóinn?

pack-ice-26552.jpg"Hamfarahlýnun" Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna er líklega hlaupin í sjóinn við Ísland, hann hefur verið að kólna síðasta eina og hálfa áratuginn og stefnir í að verða eins og 1968 þegar hafísinn kom og síldin komst ekki yfir álinn frá Noregi fyrir kulda.

Ath.: Staðhæfingar Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðastofnana og umhverfisráðherra geta verið öfugmæli eða falsanir þó að síðasta falsfréttin, um hitamet á Suðurskautslandinu, hafi líklega verið búin til á fréttastofu og dreift áfram af falsfréttafjölmiðlum.

Hitinn í sjónum og loftinu fylgjast að. Hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi var árið 1939. Hæsti meðalárshiti á Stórhöfða frá upphafi mælinga, 6,26°C, var árið 1941. Þá var líka heitt í sjónum en hvorki Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar né Umhverfisráðuneytið höfðu verið stofnuð og enginn til að vara við hamfarahlýnuninni.


Uppboðsmarkaður ESB og loftlagsáætlun Íslands dæmd til að mistakast.

ESB ákvað að aðildarríkin (og Ísland fylgir) beri ábyrgð á minni CO2 losun á öðrum þáttum í samfélaginu en iðnaði og flugi árin 2018-2020 og á losunaráætlun ESB 2020- 2030. Ef ríkjum tekst það ekki, verður þeim skylt að kaupa heimildir á uppboðsmarkaði (ETS, sem ESB kom á fót) til að jafna þá losun sem ríkin ná ekki samkvæmt þeirri áætlun(-30%, sjá súlurit).

Þetta varð til að verð á losunarheimildum hefur 5faldast, kauphéðnar kaupa upp allar heimildir sem þeir ná í, því þeir sjá verðið hækka mikið þegar ríkin þurfa að fara að kaupa heimildir á næstu árum.

Þessar heimildir eru svipaðar og í íslenska kvótakerfinu að hluta, því þeim fylgir árlegar fríar úthlutanir á næstu árum af liðinni reynslu.    Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir

Nú er verðið á ETS uppboðsmarkaðnum um 25 Evrur/tonnið (sjá línurit) og sérfræðingar gera ráð fyrir að verðið verði um +40 Evrum/tonnið 2030. Ísland hefur ábyrgst að minnka Co2 losun um 1. millj. tonna á ári fyrir 2030, sem skiptist gróft í 0,5 millj. tonna minnkun frá vegaumferð (sem gengur út á að 100.000 rafbílar verði hér 2030)! Losunarminnkun fiskiskipa verði ca. 0,3 millj. og annað 0,2 millj. tonna.

Vegna óraunhæfrar áætlunar er mjög líklegt að Ísland þurfi að kaupa á bilinu +500 þús. tonn á uppboðsmarkaði. Þar að auki hefur Ísland lofað að greiða í Loftlagssjóð SÞ óræðar upphæðir til að aðstoða fátækari ríki í loftlagsmálum.

Þetta hefur ríkisstjórnin ákveðið að leysa með kolefnisgjaldi á fyrirtæki og almenning sem nemi um 5.500 milljónum á ári, auk olíugjalds 11.000 milljónum kr. á ári.

Í dag kaupir stóriðjan á Íslandi heimildir á uppboðsmarkaðnum (ETS) fyrir 2 millj. tonna co2 losun  á ári, eða fyrir um 6.500 milljónir kr. sem að öllum líkindum mun tvöfaldast fram að 2030. Síðan greiðir flugið einnig fyrir losun á þessum markaði.

Allt er þetta uppfinning ESB til að leysa loftlagsmál sín. Allar vísbendingar eru um að Evrópa hafi ekki lausnir í orkumálum, þ.e. nýjar grænar orkulindir til að mæta niðurskurði að þessu markmiði, enda hvaðan ættu þær að koma er spurt? Stærsti hluti losunar ESB kemur frá iðnaði sem væntanlega dregst ekki saman um 30% nema að fyrirtækin flytji framleiðslu sína til þróunarlanda, meira en gert hefur verið fram að þessu.

Þessi leið, að láta uppboðsmarkað um lausnina er að mati margra sérfræðinga dæmd til að mistakast, en Ísland fylgir ESB í blindni.         

https://sandbag.org.uk/carbon-price-viewer/

Kolefnisverð ETS

 

 

Losun landa ESB 2

 


Lokum iðnaðinum!

isal_riolki_8005_small.jpgOkkar ríkisstjórn vill ekki "mengandi stóriðju". Lokun eins helsta vinnustaðar landsins blasir við. Nú þegar allt er komið í óefni, eftir langa óstjórn og EES-rugl, skipar ríkisstjórnin einhverjar nefndir!

ESB/EES-reglukviksyndið mun verða áfram í gildi. Stjórnvöld okkar ætla ekki að senda orkufyrirtækjunum erindisbréf um ástæðu þess að þau fá að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar. Þau munu því áfram leika sér í græðgisvæðingu ESB/EES-regluverksins og setja atvinnufyrirtæki landsins á hausinn.

Eyðilegging orkukerfisins tekur toll


Fólk á móti innflutningi á niðurgreiddu hráu kjöti.

Stjórnvöld hafa ekki haldið upp vörnum að neinu ráði og fyrir klaufaskap voru dæmd af EFTA til að greiða heildsölum 3 milljarða fyrir að neita þeim um að flytja inn niðurgreitt kjöt frá ESB, þrátt fyrir skýr ákvæði í EES samningnum um bann við ríkisstyrkjum til einkaaðila.

Þetta er bara eitt dæmi um hve illa stjórnvöld halda á hagsmunum Íslands gagnvart ESB og almenningi líkar það ekki, þar að auki skapar þessi innflutningur á hráu kjöti hættu fyrir innlenda bústofna.

Áróður ESB-sinna um að ein dásemd við EES/ESB sé lægri matarkostnaður (niðurgreiddur á öllum sviðum) er með öllu ósannur.  

Sýkt kjöt

Landbúnaðarstefna ESB


Erlend löggjöf á Íslandi.

Til að sjá áhrif gerða ESB sem innleiddar eru í EES samninginn er ekki úr vegi að skoða hvaða svið þjóðfélagsins falla undir þessar gerðir.

Í samningaviðræðum við ESB um inngöngu Íslands var umfangi samningsins skipt í 33 kafla, þá taldi ESB Ísland hafa tekið að fullu upp 10 kafla og að mestu 11 kafla, þ.e. 21 kafla af 33.

Í skýrslu Utanríkisráðherra í apríl 2018 er sama skipting sett upp um löggjafarkafla ESB og EES til samanburðar.

Kaflar um löggjöf

Samkvæmt þessu eru því búið að taka upp 2/3 hluta löggjafar ESB í gegnum EES samninginn og þær gerðir ná einnig inn í landbúnaðarmál, dómsmál, byggðarstefnu og stofnanir gegn um aðrar gerðir.

Þessar gerðir snerta öll svið daglegs lífs almennings. Hvernig gerist þetta? „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1992 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB sem íslenskir stjórnmálamenn fá engu ráðið um og Alþingi og ráðherrar andlitslausir stimpilpúðar fyrir löggjöf ESB.

Í umræðunni um 3 OP kom þetta mjög skýrt fram hjá stjórnvöldum að neitun á upptöku gerða frá ESB hefði aldrei átt sér stað og ef það yrði gert þá myndi það stofna EES samningnum í hættu.

Staðreyndin er því þessi: ï‚·

  • Almenningur hefur aldrei gefið neinum umboð til þessara ákvarðanna.
  • Alþingi hefur ekki komið að nema litlum hluta þessara ákvarðanna.
  • Stjórnarskrá Íslands er teygð og toguð í lagatækniflækjum.
  • Stofnanir ESB hafa öðlast ákvarðanavald um íslensk málefni.
  • Eftirlitsstofnun EFTA orðin verkfæri ESB í eftirfylgni og æðsta úrskurðavaldið um íslensk málefni.
  • EFTA dómstólinn orðin æðsti dómstóll Íslands á öllum þessum sviðum.

Ólýðræðislegri ákvarðanir um íslenska hagsmuni er ekki hægt að hugsa sér og því er eðlilegt að almenningur fái að kjósa um hvort hann vill halda þessari vegferð áfram og fá lýðræðið aftur í sínar hendur?

Af þessu fékk breska þjóðin sig fullsadda.

https://www.frjalstland.is/


Utanríkisráðherra utan við sig.

Utanríkisráðherra var í klukkustundar löngu viðtali í Útvarpi Sögu í gær. Slík löng viðtöl eru miklu betri en 10 mín. Kastljós RÚV sem aldrei nær niðurstöðu um nokkurt mál. Það verður að viðurkennast að erfitt er að hlusta og halda þræði svona lengi í öllum útúrsnúningum í svörum ráðherrans við einföldum spurningum fyrirspyrjanda. Líklegt er að ráðherrann fengi hausverk ef hann þyrfti að hlusta á sjálfan sig. 

Í þessu viðtali kom svo vel fram ruglingsleg og afbökuð svör ráðherrans þegar hann var spurður um gang í samningum við Breta vegna BREXIT. Hann hefur hingað til haldið því fram að Ísland sé í sjálfstæðum viðræðum við Breta, en er í vandræðum að útskýra að það fari í gegnum EFTA, EN Í SAMVINNU VIÐ ESB, vegna EES samningsins, SEM SAGT, Ísland getur ekki gert samning við Breta, slíkur samningur verður aðeins AFRIT af samningi ESB við UK, vegna innri markaðar EES.

Þegar Utanríkisráðherra var spurður um innflutningsbann Rússa á íslenskan fisk vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerða ESB á Rússland, sagði hann það Rússum að kenna, þeir hefðu sett innflutningsbann á Ísland! SEM SAGT, öll vitleysan sem við tökum þátt í með ESB og kemur niður á hagsmunum Íslands er öðrum að kenna.

Utanríkiráðherra hélt því fram að ef EES samningnum yrði sagt upp væri engin önnur lausn en að ganga í ESB! Sagði gagnrýnendur EES samningsins þurfa að benda á aðrar lausnir en að ganga í ESB, ef EES samningnum yrði sagt upp!

En spyrja má ráðherrann hvort almenningur í Bretlandi hafi lagt fram lausnir um framtíðina áður en hann fékk að kjósa um BREXIT. Breskur almenningur var búinn að fá sig fullsaddann af miðstýringunni frá Brussel og kaus að fara úr ESB, þrátt fyrir að stjórnvöld, stjórnkerfið, fjármálakerfið og Seðlabanki Bretlands væru á móti því. Hann var ekki hræddur við framtíðina, né ESB eins og Utanríkisráðherra Íslands.

Bretar ráða sér sjálfir

Dómar   

 


Miðstýring ESB og máttlausa Ísland

Innrás ESB löggjafarmaskínunnar malar og malar. Hér má sjá stöðu ESBgerða sem EES-Íslandi er gert að taka upp:  

Staða tillögu/gerðar Tillaga sem gæti verið EES-tæk: Fjöldi 192 

Gerð í skoðun hjá EES EFTA-ríkjunum: Fjöldi 427 

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun: Fjöldi 112 

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi: Fjöldi 175

SAMTALS 906 Tilskipanir/reglugerðir/fyrirmæli/reglur eru í farvatninu inn í íslenskt lagasafn, og viðbætur í hverri viku.

Púkinn fitnar; ráðuneyti og stofnanir uppteknar fyrir ESB, sífelld ferðalög starfsmanna til Brussel. Enn vantar fleiri hendur hjá hinu opinbera til að koma þessu í gegn.

Stjórnmálamenn og opinber stjórnsýsla á Íslandi verða bráðum í fullri vinnu hjá ESBSovét. Hvað verðum um vinnandi fólk? Nær það að halda þessu kerfi uppi í okkar litla samfélagi? 

sovét


EES- Gagnslaust Alþingi og stjórnvöld

Af þessum tilvitnunum hér að neðan úr: Snýst um kjarna Icesave deilunnar , sést glögglega hvernig EES samningurinn stýrir öllu á Íslandi án þess að nokkur geti rönd við reist. Er ekki kominn tími til að segja EES samninginum upp?

Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands mun aldrei standa að því að Ísland samþykki í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni eða á vett­vangi EES-sam­starfs­ins upp­töku og inn­leiðingu þess­ar­ar lög­gjaf­ar með þeim hætti að hún feli í sér rík­is­ábyrgð á bankainn­stæðum. Aldrei,“ sagði ráðherr­ann enn frem­ur.- Guðlaugur Þór.

Spurð (ráðuneytið) hvort stjórn­völd telji lík­legt að slík und­anþága verði veitt seg­ir: „Að teknu til­liti til til­gangs til­skip­un­ar­inn­ar og fyr­ir­liggj­andi aðlag­ana á IX. viðauka við EES-samn­ing­inn [um fjár­málaþjón­ustu] verður að telja það ólík­legt.“

1183986

 

 

 

 

 

Mynd.Ómar Óskarsson


Forgöngumaðurinn

Jón Valur Jensson var rödd vits og uppbyggingar gegn öflum vanþekkingar og upplausnar. Hann barðist gegn erlendri áþján og vondum stjórnmálum. EES og Icesave. Hann var oft fyrstur og stóð jafnvel einn við að afhjúpa niðurrifsöflin. Hann hafði kjark til að segja það sem aðrir aðeins hugsuðu. Hans rödd var skýr. Það er mikill missir að forgöngumanninum Jóni Val Jenssyni.


Átökin um EES samninginn harðna í Noregi

ValkostirÍ Noregi harðnar umræðan um EES samninginn. Þar eru pantaðar kostaðar hræðsluskýrslur um hve mikið norðmenn tapi á útgöngu úr EES. Þeim skýrslum er svarað, m.a. í þessu andsvari. ABC um EES og inn/útflutningsverslun

Utanríkisráðuneytið hlýtur að vilja kosta þýðingu á þessari skýrslu sem myndi kosta brot af tug millj.kr lofgerðasagnfræðirullu Björn Bjarnason.

Ráðuneytið bað um og fékk skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ fyrir réttum 2 árum "Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf" í janúar 2018. Einhverra hluta vegna hefur sú skýrsla aldrei verið kynnt, kannski af því að hún sýndi ekki þá glansmynd sem búist var við? 

Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um raunverulegan hag af viðskiptasamningi sem snúist hefur upp í sjálfvirkt löggjafaverk ESB á Íslandi og gerir Alþingi/þingmenn okkar þarflausa, það leiðir svo til innlimunar í ESB að kjósendum forspurðum.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband