Færsluflokkur: Bloggar

Utanríkisráðherra utan við sig.

Utanríkisráðherra var í klukkustundar löngu viðtali í Útvarpi Sögu í gær. Slík löng viðtöl eru miklu betri en 10 mín. Kastljós RÚV sem aldrei nær niðurstöðu um nokkurt mál. Það verður að viðurkennast að erfitt er að hlusta og halda þræði svona lengi í öllum útúrsnúningum í svörum ráðherrans við einföldum spurningum fyrirspyrjanda. Líklegt er að ráðherrann fengi hausverk ef hann þyrfti að hlusta á sjálfan sig. 

Í þessu viðtali kom svo vel fram ruglingsleg og afbökuð svör ráðherrans þegar hann var spurður um gang í samningum við Breta vegna BREXIT. Hann hefur hingað til haldið því fram að Ísland sé í sjálfstæðum viðræðum við Breta, en er í vandræðum að útskýra að það fari í gegnum EFTA, EN Í SAMVINNU VIÐ ESB, vegna EES samningsins, SEM SAGT, Ísland getur ekki gert samning við Breta, slíkur samningur verður aðeins AFRIT af samningi ESB við UK, vegna innri markaðar EES.

Þegar Utanríkisráðherra var spurður um innflutningsbann Rússa á íslenskan fisk vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerða ESB á Rússland, sagði hann það Rússum að kenna, þeir hefðu sett innflutningsbann á Ísland! SEM SAGT, öll vitleysan sem við tökum þátt í með ESB og kemur niður á hagsmunum Íslands er öðrum að kenna.

Utanríkiráðherra hélt því fram að ef EES samningnum yrði sagt upp væri engin önnur lausn en að ganga í ESB! Sagði gagnrýnendur EES samningsins þurfa að benda á aðrar lausnir en að ganga í ESB, ef EES samningnum yrði sagt upp!

En spyrja má ráðherrann hvort almenningur í Bretlandi hafi lagt fram lausnir um framtíðina áður en hann fékk að kjósa um BREXIT. Breskur almenningur var búinn að fá sig fullsaddann af miðstýringunni frá Brussel og kaus að fara úr ESB, þrátt fyrir að stjórnvöld, stjórnkerfið, fjármálakerfið og Seðlabanki Bretlands væru á móti því. Hann var ekki hræddur við framtíðina, né ESB eins og Utanríkisráðherra Íslands.

Bretar ráða sér sjálfir

Dómar   

 


Miðstýring ESB og máttlausa Ísland

Innrás ESB löggjafarmaskínunnar malar og malar. Hér má sjá stöðu ESBgerða sem EES-Íslandi er gert að taka upp:  

Staða tillögu/gerðar Tillaga sem gæti verið EES-tæk: Fjöldi 192 

Gerð í skoðun hjá EES EFTA-ríkjunum: Fjöldi 427 

Drög að ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar í skoðun: Fjöldi 112 

Ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar samþykkt en hefur ekki öðlast gildi: Fjöldi 175

SAMTALS 906 Tilskipanir/reglugerðir/fyrirmæli/reglur eru í farvatninu inn í íslenskt lagasafn, og viðbætur í hverri viku.

Púkinn fitnar; ráðuneyti og stofnanir uppteknar fyrir ESB, sífelld ferðalög starfsmanna til Brussel. Enn vantar fleiri hendur hjá hinu opinbera til að koma þessu í gegn.

Stjórnmálamenn og opinber stjórnsýsla á Íslandi verða bráðum í fullri vinnu hjá ESBSovét. Hvað verðum um vinnandi fólk? Nær það að halda þessu kerfi uppi í okkar litla samfélagi? 

sovét


EES- Gagnslaust Alþingi og stjórnvöld

Af þessum tilvitnunum hér að neðan úr: Snýst um kjarna Icesave deilunnar , sést glögglega hvernig EES samningurinn stýrir öllu á Íslandi án þess að nokkur geti rönd við reist. Er ekki kominn tími til að segja EES samninginum upp?

Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands mun aldrei standa að því að Ísland samþykki í sam­eig­in­legu EES-nefnd­inni eða á vett­vangi EES-sam­starfs­ins upp­töku og inn­leiðingu þess­ar­ar lög­gjaf­ar með þeim hætti að hún feli í sér rík­is­ábyrgð á bankainn­stæðum. Aldrei,“ sagði ráðherr­ann enn frem­ur.- Guðlaugur Þór.

Spurð (ráðuneytið) hvort stjórn­völd telji lík­legt að slík und­anþága verði veitt seg­ir: „Að teknu til­liti til til­gangs til­skip­un­ar­inn­ar og fyr­ir­liggj­andi aðlag­ana á IX. viðauka við EES-samn­ing­inn [um fjár­málaþjón­ustu] verður að telja það ólík­legt.“

1183986

 

 

 

 

 

Mynd.Ómar Óskarsson


Forgöngumaðurinn

Jón Valur Jensson var rödd vits og uppbyggingar gegn öflum vanþekkingar og upplausnar. Hann barðist gegn erlendri áþján og vondum stjórnmálum. EES og Icesave. Hann var oft fyrstur og stóð jafnvel einn við að afhjúpa niðurrifsöflin. Hann hafði kjark til að segja það sem aðrir aðeins hugsuðu. Hans rödd var skýr. Það er mikill missir að forgöngumanninum Jóni Val Jenssyni.


Átökin um EES samninginn harðna í Noregi

ValkostirÍ Noregi harðnar umræðan um EES samninginn. Þar eru pantaðar kostaðar hræðsluskýrslur um hve mikið norðmenn tapi á útgöngu úr EES. Þeim skýrslum er svarað, m.a. í þessu andsvari. ABC um EES og inn/útflutningsverslun

Utanríkisráðuneytið hlýtur að vilja kosta þýðingu á þessari skýrslu sem myndi kosta brot af tug millj.kr lofgerðasagnfræðirullu Björn Bjarnason.

Ráðuneytið bað um og fékk skýrslu frá Hagfræðistofnun HÍ fyrir réttum 2 árum "Áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á íslenskt efnahagslíf" í janúar 2018. Einhverra hluta vegna hefur sú skýrsla aldrei verið kynnt, kannski af því að hún sýndi ekki þá glansmynd sem búist var við? 

Það er kominn tími til að stjórnmál fari að snúast um raunverulegan hag af viðskiptasamningi sem snúist hefur upp í sjálfvirkt löggjafaverk ESB á Íslandi og gerir Alþingi/þingmenn okkar þarflausa, það leiðir svo til innlimunar í ESB að kjósendum forspurðum.

 

 


Gleðileg jól!

celebration-christmas-christmas-balls-christmas-decoration-364668.jpgJól eru eins og hjól sem snýst þegar sólin fer aftur að hækka á lofti eftir vetrarsólstöðurnar, þá höldum við jól til heiðurs henni.

Austurlandatrúin (sem Ólafur Noregskóngur kom á landið og Eðalráður Englandskonungur fjármagnaði) er líka sóldýrkun. Ljós heimsins (sólin) reis upp á þriðja degi efir sólstöður, 25. des. (sem varð svo að afmælisdegi), og hélt 12 lærissveina (mánuðina).

Hátíð ljóssins er komin aftur!


Skítugasta land í heimi?

Raforkufyrirtæki landsins í almannaeigu SELJA 89% af hreinni orku sinni til ESB á hverju ári sem losunarheimildir (á pappírum), en þurfa að taka sama magn af "skítugri orku" í staðinn.

Þannig telst Ísland LOSA LANDA MEST af gróðurhúsalofttegundum pr. íbúa í heiminum. Græðgi íslenskra raforkuframleiðenda veldur þessu. Það hlálega er að Ísland þarf að KOLEFNISJAFNA þetta með gróðursetningu, moka ofan í skurði, leggja á kolefnisgjöld, borga í Loftlagssjóð Sameinuðu Þjóðanna og væntalega kaupa losunarheimildir á markaði í ESB.

Iðnaðarráðherra finnst þetta í lagi, af því að þetta séu góðar tekjur fyrir fyrirtækin og Forsætis- og Umhverfis-ráðherrar Vinstri GRÆNNA finnst þetta "í góðu lagi".

Þessir ráðamenn eru ómarktækir í umræðu um loftlagsmál í ljósi þessa tvískinnungs.

Allt er þetta í boði umhverfis/loftlagsstefnu ESB/EES, þar á að leysa loftlagsmálin með markaðslausnum og skattlagningu!!

 orkusala-2018

 

 

 

 

 

 

 

 

http://www.bbl.is/frettir/frettir/losum”-19-tonn-af-geislavirkum-urgangi-og-88-milljon-tonn-af-co2-vegna-raforkuframleidslu/

 


ESA- Eftirlitshundur ESB- 1.hluti.

ESA (The EFTA Surveillance Authorirt) Eftirlitsstofnun EFTA á að hafa eftirlit með að allar tilskipanir ESB séu "rétt" framkvæmdar á Íslandi. Íslensk stjórnvöld, stofnanir, félög og einstaklingar verða að verða við túlkunum ESA í smáu sem stóru, annars verða þau kærð til EFTA dómstólsins og þeim úrskurði er ekki hægt að áfrýja. 

EFTA dómstóllinn er því orðin Hæstiréttur Íslands í öllum gerðum ESB, sem ná í dag yfir stærstan hluta samfélagsreglna á Íslandi. - Allt fellur orðið undir "Evrópurétt"

Dómar

 

 

 

 

Dæmi um úrskurðir ESA í smáu og stóru:

Hvað mega margir erlendir körfuboltaleikmenn vera í íslenskum liðum?

Flæði reglugerða - Reka á eftir stjórnvöldum.

Stundum má ríkisstyrkja (sæstrengi) ef það hentar ESB

Stundum eru ríkisstyrkir búnir til,-að koma ríkiseigum á markað

 

 


Spillt landbúnaðarkerfi ESB afhjúpað einu sinni enn.

Þessi rannsókn New Your Times,"The Money Farmers: How Oligarchs and Populists Milk the E.U. for Millions" á landbúnaðarstyrkjum ESB sem mbl.is fjallar um í dag, kastar enn og aftur ljósi á spillingu sem hefur einkennt styrkjakerfi ESB í gegnum tíðina og um 60 % fjárlögum sambandsins á hverju ári.

Fóðra vasana á landbunadarstyrkjum ESB 

collapse-currency-market-investment-risks-f-58475808.jpg

Frjálst land hefur nokkrum sinnum fjallað um hluta þessa kerfis sem veitir matvælafyrirtækjum í ESB mikla útflutningsstyrki á sýklasýktum afurðum sínum m.a. til Íslands.

Íslenskir innflytjendur hafa fengið 3000 milljónir frá íslenska ríkinu í skaðabætur fyrir að geta ekki flutt inn sýklakjöt. ESA passar upp á hagsmuni ESB á Íslandi. 

Inn í þetta kerfi vilja ESB sinnar ganga til að njóta góðs af.

https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi-landbunadar-i-esb/

https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/?offset=15

 

 

 


Ofbeldissamband við ESB?

Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.

naughty-boy-reward-vector-stock_k17406214.jpgStjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).

Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.

Um hvað snérist málið?

Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.

3opHvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?

Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert? 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband