Að meiða fugla og spilla umhverfi

birdskilledbywindmills11-dscn0086_1359821.jpgEinhverjir skýjaglópar á EES (frá ESB, Íslandi eða Noregi með íslenska sendla á mála) ætla að reisa vindmyllur hér. Nú hafa 34 vindorkuver verið tilkynnt Orkustofnun en eitt helsta hlutverk hennar er að sjá um að landsmenn hlýði EES-tilskipununum. Mörg vindmylluverkefnin er búið að undirbúa með miklum kostnaði. Sveitastjórnir, sem eru undir stjórn EES/ESB-reglubáknsins í ýmsum umhverfismálum og hafa oft lítið vit á þeim, halda að vindmyllur séu "umhverfisvænar" og hagkvæmar. Sveitarfélögin hafa látið véla sig í að undirbúa vindmyllugarða og jafnvel að útvega lyngmóa og útsýnishæðir undir finngálknin. (Mbl. 18.4.2020).

Það er nóg af virkjanakostum á Íslandi þó umhverfið og fuglarnir séu látin í friði. Vindmyllur eru og verða einn óhagkvæmasti og mest umhverfisspillandi virkjanamáti sem til er. Þær valda miklum hættum, þær meiða og drepa fugla í stórum stíl og hafa slæm áhrif á lífríki svæðanna. Meira að segja umhverfistrúboðarnir eru farnir að vara við þeim.

https://www.bbc.com/future/article/20200302-how-do-wind-farms-affect-bats-birds-and-other-wildlife

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir koma þeim aldrei alveg upp reyna að byrja en það verður stoppað.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2020 kl. 01:49

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Enn eitt og nýtt neikvætt atriði varðandi vindmyllurnar er að ónýtir viftuspaðar eru eru ekki endurvinnanlegir. Þá verður að brenna.
Semsagt allt frá upphafi til enda eru spaðarnir til óþurftar.

Kolbrún Hilmars, 20.4.2020 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband