Færsluflokkur: Bloggar
Þriðja orkutilskipunin á íslensku
24.10.2018 | 10:19
Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot)
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".
Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)
Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.
- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæstrengsauðkýfingur vill komast yfir HS-Orku
16.10.2018 | 18:50
Nú hafa erlendir fjárfestar áttað sig á að það sé betra að beita áhrifum sínum sem eigendur innlends orkufyrirtækis (HS-ORKU), til að þrýsta á ICELINK sæstrenginn, en utan frá. Það er einnig ljóst að samningur HS-Orku og Norðurál gefur "bersýnilega tækifæri í því að hækka raforkuverð HS Orku til álvers Norðuráls, en orkuverðið þar kemur einmitt til endurskoðunar eftir einungis nokkur ár. " https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/hreyfiafl/2223917/
Hægt og bítandi er þessi aðili að koma sér í stöðu til að fá að leggja sæstreng til Bretlands 2025, hann hefur hafið byggingu verksmiðju í Skotlandi til að framleiða 1200 GWst streng sem krefst um 6000 GWst framleiðslu rafmagns á ári, eða um 30% aukningar virkjanna á Íslandi. Landsvirkjun er búin að reikna þetta út, en það skrítna við þá útreikninga er að stórhluti þess á að framleiða með vindorku sem síðan á að flytja út,-en það getur aldrei orðið samkeppnishæf orka við vindmyllur á Skotlandsströnd.
https://www.bbc.com/news/business-45873785
ÞAÐ ER MARGT SKRÍTIÐ VIÐ ÞETTA MÁL
https://askjaenergy.com/2018/04/17/icelink-in-operation-by-2025/
Bloggar | Breytt 17.10.2018 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í lagi að setja vernd heilsunnar í uppnám?
14.10.2018 | 11:27
Eftir fundahöld stjórnmálaflokka og fjölmiðlaviðtöl við forsprakka virðist sem þeir hafi lítið lært. Heilsufar landsmanna er þeim sumum frekar léttvægt. Formaður Vinstri grænna virðist hrædd við að EES-samningurinn komist í uppnám ef við flytjum ekki inn gerla- og sýklalyfjamengaða hluta af dauðum dýrum frá ESB. Þar ræðst lítið við lyfjaþolna gerla og eiturefnanotkun er 10 eða 100 sinnum meiri en hjá okkar bændum og hollusta kjötsins eftir því.
EES-samningurinn fer ekki í uppnám þó við verndum lýðheilsuna, ef hann gerði það er hann ónýtur og má fara í uppnám.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðtal við ráðherra orkumála á Hringbraut
12.10.2018 | 09:42
Í viðtalinu við Þórð Snæ í þættinum 21 fer ráðherra yfir átökin um þriðja Orkupakkann. Afstaða ráðherrans til málsins er sú að andstaðan við málið sé á misskilningi byggð, tilskipunin taki ekki til auðlinda okkar, -og leggur að jöfnu við yfirráð okkar á sjávarauðlindum, sem við ráðum, og málið sé fyrst og fremst neytendamál og snúist um vöru sem falli undir EES samninginn.
Ef að tilvera landsins byggist á fjórfrelsi EES og skilgreining þess sé VARA, er kannski við hæfi á 100 ára fullveldi landsins að taka upp gamalt skjaldamerki Íslands frá tíð Kristjáns III. sem speglar það sama.
Ráðherranum finnst þetta mál ekki snerta stjórnarskránna og þar að auki höfum við samþykkt aðrar tilskipanir eins og um persónuvernd og fjármálaeftirlit sem gangi mun lengra en um Orkumálin. EES samningurinn sé besti utanríkissamningur sem Ísland hafi og hann hafi tekið breytingum í takt við regluverk ESB og við verðum að fylgja því.
Þessi afstaða ráðherrans er í eðli sínu sú sama og þeirra sem vilja ganga í ESB. Það er heiðarlegra að segja það beint út, því afstaðan er sú að taka öllu sem þröngvað er inn á Alþingi af tilskipunum ESB, að sjálfstæði landsins sé í orði en ekki á borði og í raun að leyfa að Ísland sé innlimað í ESB að þjóðinni óspurðri. - En lausnarorðið um að "hafa áhrif á fyrri stigum tilskipanna" er einungis til að slá ryki í augu fólks og halda áfram vegferð auðsveipni og ístöðuleysi Alþingis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi í reddingum
10.10.2018 | 12:15
Alþingi þarf nú að "redda" Vestfjörðum eftir að nefndarúrskurður stöðvaði atvinnuuppbygginguna með afnámi starfsleyfis. Ástæða uppákomunnar er að Alþingi sjálft og ráðuneytin eru búin að setja svo vont regluverk og stofnanakerfi um umhverfismat og starfsleyfi að ekki er hægt að nota það hérlendis, það er of flókið, of margir hafa hlutverk og hver sem er getur haldið uppbyggingu í gíslingu í langan tíma. Vald til að afnema atvinnurekstur á að vera lýðkjörið eða þá dómsvald ef ásteiting um lagabókstaf er til úrskurðar.
Regluverkið og stofnanaumgjörðin um umhverfismat og starfsleyfi er að mestu komin hingað með EES-tilskipunum. Sérfræðingar, samtök sveitarfélaga og fyrirtækja hafa mótmælt en það hefur verið hundsað. Nú er orðið brýnt að hreinsa og einfalda regluverkið og stofnanakerfið sem kemur að umhverfismálum og starfsleyfum þannig að uppbygging geti haldið áfram án þess að Alþingi þurfi að eyða dýrmætum tíma í reddingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á ESB að stjórna fjármögnun virkjana?
29.9.2018 | 19:55
Ein óþarfasta "stofnun" EES-samningsins, ESA, hefur heimildir til þess að hafa afskipti af og stjórna ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækja hér. Og auk þess má hún ganga að íslenskum fyrirtækjum. Stofnunin hafði í mörg ár í hyggju að stöðva ábyrgðir frá ríkinu til Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, en hætti við það eftir langar vangaveltur.
Að ESA hafi heimildir í EES-samningnum til að skipta sér af hvernig þjóðarfyrirtæki fjármagna virkjanir sýnir hversu glórulaus EES-samningurinn er.
Á ESB að stjórna fjárfestingum hér?
Bloggar | Breytt 30.9.2018 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada
25.9.2018 | 16:50
https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/
Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.
Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans:
Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:
1. Mynda vöxt og atvinnu
2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá
3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur
4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur
5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu án þess að stytta sér leið
6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada
7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada
8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar
9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna
10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi
11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu
12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi
..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blekkingin um "innri markaðinn"
23.9.2018 | 11:06
Sanntrúaðir landsölumenn galdra stundum góð spil upp úr hattinum þegar á að rökræða EES-samninginn. Besta spilið segir "EES-samningurinn tryggir okkur aðgang að innri markaði ESB"
Eins og svo margt annað hjá ESB er "innri markaðurinn" að miklu leyti sjónhverfing og skýjaborg sem lifir í huga ESB-sinna en er ekki til í raunveruleikanum. Ekki þarf annað en skoða tollskrá ESB til að komast að því að mikilvægustu útflutningsvörur okkar er best að tolla í ESB samkvæmt allt öðrum samningi en EES!
Hið rétta er að EES-samningurinn má fara án þess að það eyðileggi aðgang okkar að mörkuðum ESB. En EES er farið að hamla sókn fyrirtækja okkar á alþjóðamarkaði.
Alvarlegasta rangfærslan um EES
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESA hrærir í dómstólum landsins
22.9.2018 | 13:04
"Athugasemdir ESA varða hvenær beita eigi samkeppnisreglum EES-réttar (þ.e. þegar aðgerðir geta haft áhrif á viðskipti) og um varnaðaráhrif sekta í samkeppnismálum. Samkeppnisyfirvöldum og dómstólum aðildarríkjanna er skylt að beita samkeppnisreglum EES-réttar þegar málsatvik falla innan gildissviðs EES-samningsins og athugasemdir ESA eru ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla."
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2018/09/22/send_ir_landsretti_at_huga_semd_ir_vegna_byko_mals_/
ESA taldi einnig dóma Hæstaréttar ranga og kvartaði til utanríkisráðuneytisins:
https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/entry/2216621
ESA virðist telja að "leiðbeina" þurfi íslenskum dómstólum í störfum þeirra, þó þeir eigi að vera sjálfstæðir og óháðir framkvæmdavaldinu, sem ESA er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagbækur Ólafs Ragnars varpa ljósi á Icesave
20.9.2018 | 22:13
"Eftir einn slíkan fund hafi Dominique Strauss-Khan, þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá honum. Það væri stórt vandamál í stjórn sjóðsins að Evrópuríkin væru á móti því að hjálpa Íslandi þó starfsfólk sjóðsins vildi það."
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/20/dagbaekur_olafs_varpa_ljosi_a_icesave/
Það verður aldrei of oft sagt að Ólafur hafi bjargað þjóðinni undan oki sem Evrópa vildi leggja á Ísland alveg eins og þeir lögðu á Grikkland. Á sama tíma lögðust vinstri menn flatir fyrir ESB og sóttu um aðild,- í anda máltækisins "þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur", svo ekki sé fastara að orði kveðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)