Færsluflokkur: Bloggar
Ráðuneytið viðurkennir skráningu sæstrengs hjá ESB
12.11.2018 | 22:31
Frjálst land sendi Iðnaðarráðherra fyrirspurn fyrir helgi:
"Var sæstrengsverkefnið sett á PCI-lista ESB og í framhaldinu á Union lista ESB með samþykki og/eða vitneskju ráðuneytis yðar? Hvenær var það gert?"
Svar ráðuneytisins kom síðdegis í dag.
Í svari ráðuneytisins segir:
"Ríkisstjórn Íslands samþykkti þann 13. janúar 2015 tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra um að stjórnvöld heimiluðu að hugsanlegt verkefni um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands yrði tekið til skoðunar sem verkefni sem fallið gæti undir PCI lista yfir verkefni um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki, en að tekið yrði fram að sú heimild stjórnvalda væri með þeim skýra fyrirvara að í henni fælist hvorki á neinn hátt stuðningur stjórnvalda við viðkomandi verkefni né önnur efnisleg afstaða. Tilefni þessarar umfjöllunar í ríkisstjórn var fyrirspurn sem ráðuneytinu hafði borist í tengslum við umsókn Landsnets til ENTSO-E, samtaka evrópskra raforkuflutningsfyrirtækja, frá 14. nóvember 2014 (þ.e.a.s. umsóknin var dagsett þá), um skráningu hugsanlegs sæstrengsverkefnis á milli Íslands og Bretlands á framangreindan lista. Í framhaldi af samþykkt ríkisstjórnar veitti ráðuneytið umrædda heimild með þeim fyrirvörum sem lýst er hér að framan."
Ráðuneytið hafði áður sagt; -Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda-.
Í fyrirspurn Frjáls lands var bent á að Landsvirkjun og Landsnet væru skráð sem "Promoters" fyrir verkefninu í dag, sem er nú með forgangsstöðu hjá ESB (Union list, sjá skjal). Ljóst er að Landsvirkjun og Landsnet hafa fylgt þessu máli eftir innan orkunets ESB með samþykki ráðuneytisins.
3 orkupakki ESB er regluverk "um uppbyggingu innviða í Evrópu fyrir raforkumannvirki" ásamt orkuáætlun ESB til ársins 2030. Sæstrengsverkefnið er því hluti áætlunarinnar, sem AtlanticSuperConnection ætlar að framkvæma.
Almenningur er því að sjá djúpt hugsaða áætlun um að nýta orkuauðlindir þjóðarinnar til annars, en til atvinnusköpunar í landinu.
Bloggar | Breytt 13.11.2018 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sæstrengur frá ATLANTICSUPERCONNECTION
9.11.2018 | 19:44
Fyrirtæki sem heitir ATLANTICSUPERCONNECTION hefur lengi unnið að undirbúningi sæstrengs frá Íslandi. Heimasíða þeirra veitir miklar upplýsingar um framgang verkefnisins.
Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi góð pólitísk samskipti, sérstaklega við ráðherra í nýrri ríkisstjórn og einnig þvert á flokklínur "
"Through the recent changing political landscape in Iceland, Atlantic SuperConnection has maintained and built strong relationships with Icelandic Ministers. Cross-party support for The SuperConnection in Iceland is growing."
Þar er fullyrt að verkefnið "Task Force" hafi verið endurvakið 2017 og viðræður séu á milli ríkisstjórna: "The Task Force issued its Joint Statement in July 2016, which was supportive of The SuperConnection. The Task Force was reconstituted in 2017 and discussions are continuing between the UK and Icelandic Government."
Fyrirtækið segir tækni og fjármögnun sé tryggð, fyrirtækið mun sjá um framleiðslu sæstrengsins, lagningu og tengingu hans. Landsnet sjái um flutningslínu á Íslandi. Fjármögnun verður hjá bönkum, og sjóðum, m.a. lífeyrissjóðum. Eina sem vanti sé pólitískar ákvarðanir á Íslandi og stuðningur frá ríkisstjórn Bretland.
Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi er tengslafyrirtækið KOM.
Stofnandi fyrirtækisins er Edmund Truell, sem er orðaður við kaup á hlutum í HS Orku.
Af öllu þessu, er erfitt fyrir ráðherra að neita því að þau vinni markvisst að því að tryggja framgang málsins með því að samþykkja 3 orkupakkann og tryggja ICE LINK sem forgang í orkukerfi ESB.
Þrátt fyrir að ráðherrar reyni að telja almenningi trú um að samþykkt 3 orkupakka ESB sé ótengt sæstreng, er hér upplýst að svo er ekki, -og þar er sérstakt hve hljótt hefur verið um þetta mál,-hver er ástæðan?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Formaður Miðflokksins vill ekki afhenda ESB orkuforræði
8.11.2018 | 18:24
Sigmundur Davíð segir í grein í Morgunblaðinu í dag að suma pakka sé betra að afþakka.
"-Það er grátlegt að stjórnvöld telji það ekkert tiltökumál að framselja sneið af sjálfstæði landsins á sama tíma og haldið er upp á að 100 ár eru liðin frá því Ísland endurheimti fullveldi sitt. Um leið fara svo fram umræður um hvort eigi að afnema svo kallað fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar til að auðvelda slíkt framsal í framtíðinni-" (Mbl 8.11.2018)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ríkisstjórn Noregs fær á sig málsókn vegna 3. orkupakkans
8.11.2018 | 15:44
Hin öflugu norsku samtök, Nei til EU, hafa nú hafið málsókn á hendur forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg, um að stöðva framkvæmd 3. orkupakka ESB þar eð samþykkt Stórþingsins um aðild Noregs að ACER, orkuskrifstofu ESB, sé ólögleg.
Bréf frá lögfræðistofunni sem fer með málið hefur þegar verið sent Ernu Solberg en þar segir að áhrif pakkans geti talist meiri en "lítið inngrip" í fullveldi norskra stjórnvalda. Það þýðir að samþykkt þingsins er í andstöðu við stjórnarskrá Noregs.
Ljóst er orðið að baráttan gegn 3. orkupakkanum í Noregi heldur áfram og er mkill stuðningur við að koma í veg fyrir yfirtöku ACER á orkumálefnum í Noregs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæstrengur á verkefnalista stjórnvalda
7.11.2018 | 13:43
Ýmis samskipti hafa átt sér stað milli íslenskra og breskra stjórnvalda um lagningu sæstrengs. Eftir heimsókn David Cameron til Íslands í okt 2015 var sett á fót vinnuhópur, "Task Force", sem átti að skila skýrslu innan 6 mánaða, sem var skilað í mai 2016. Niðurstaða vinnuhópsins var að frekari ákvarðanir yrðu að að vera á milli stjórnvalda um útfærslu reglugerða, og sameiginlegra kostnaðargreiningu á sæstrengsverkefninu.
Svo virðist sem að Brexit niðurstaðan hafi truflað framhald viðræðnanna, því í viðtali við The Guardian sumarið 2016, segir Hörður Arnarsson forstjóri Landsvirkjunar þá vanta tryggingu fyrir föstu verð til langs tíma, og hefur áhyggjur yfir því að BREXIT muni trufla ferlið.
Önnur frétt í bresku blaði, The Telegraph,(sjá skrá BB í Telegraph) frá því í sumar segir að íslenski fjármálaráðherrann hafi verið að leita eftir því við bresk stjórnvöld að fá fast verð svo hægt sé að halda áfram með sæstrengsverkefnið.
Þetta sýnir svart á hvítu að sæstrengur er á verkefnalista íslenskra stjórnvalda, þó þau láti sem svo sé ekki. Það vekur upp margar spurningar um heilindi stjórnvalda og upptöku 3 orkupakka ESB sem fyrst og fremst snýr að samtengingu orkukerfa yfir landamæri.
Greining ESB á Icelink
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ráðuneytið staðfestir sæstreng
6.11.2018 | 09:11
Iðnaðarráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna viðtals Bændablaðsins við formann garðyrkjumanna, í yfirlýsingunni segir:
"Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum."
Nýjasti PCI listi Framkvæmdarstjórnar ESB (Projects of Common Interest)var gefin er út í apríl 2018, um hann segir:
"Every two years since 2013, the European Commission draw up a new list of PCIs. On 24 November 2017 the Commission published, as part of the third state of the energy union report, its third list of PCIs,"https://ec.europa.eu/energy/en/topics/infrastructure/projects-common-interest
Á þessum lista er Icelink, sæstrengur til Íslands, sem eitt forgangsverkefni í endurnýjanlegum orkugjöfum.Í tæknilegri lýsingu segir um verkefnið:
"1.13 214-1082 1.13 Interconnection between Iceland and United Kingdom [currently known as "Ice Link"]*
1.13 Iceland to UK 1.13 National Grid Interconnector Holdings Limited (UK) Landsnet hf (IC) Landsvirkjun (IC)
1.13 A new HVDC subsea cable of approximately 1000 km and with a capacity of approximately 800-1200 MW between the UK and Iceland (onshore and offshore), Further details of technology and voltage to be fixed at a later stage.
1.13 Under consideration 1.13 2027"
ÞESSI STAÐFESTING Á AÐ "ICELINK" ER Á PCI LISTA ESB, ER ÞVÍ MEÐ SAMÞYKKI VIÐKOMANDI ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA.-RÁÐUNEYTIÐ STAÐFESTIR ÞAÐ MEÐ YFIRLÝSINGUNNI SEM VITNAÐ ER Í HÉR AÐ OFAN.
ÞAÐ ER ÞVÍ STEFNA STJÓRNVALDA AÐ VINNA AÐ AÐ LAGNINGU SÆSTRENGS, ENDA HEFUR LANDSVIRKJUN UNNIÐ SLEITULAUST AÐ VERKEFNINU Í UM ÁRATUG OG RÁÐUNEYTIÐ KOSTAÐ MARGAR ÚTTEKTARSKÝRSLUR UM MÁLIÐ. ENGU AÐ SÍÐUR AFNEITAR RÁÐUNEYTIÐ VERKEFNINU,-EINS OG EINHVER SILFURPENINGUNUM. HEFUR HANINN GALAÐ ÞRISVAR?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3 Orkupakkinn er tilgangslaus -án sæstrengs.
5.11.2018 | 12:25
Allt í 3 orkupakka ESB snýst um viðskipti yfir landamæri;
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/72/EB
.."Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu."
REGLUGERÐ EVRÓPUÞING(EB) nr.713/2009
"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."..............
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS(EB) nr. 714/2009
"Stofna skal Evrópunet raforkuflutningskerfistjóra (e. ENTSO-E) í þeim tilgangi að tryggja sem besta stjórnun netsins og leyfa viðskipti og afhendingu rafmagns yfir landamæri"
Allar gerðirnar snúast um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. Til hvers er verið að taka þær upp í íslensk lög, ef ekki er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs?
Þetta lyktar af því að blekkja eigi almenning í málinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þarf gjaldeyrishöft
31.10.2018 | 22:57
Ein versta kredda EES er "frjálst flæði fjármagns" sem við vitum hvernig endar (Hrun). Nú fellur krónan m.a. vegna mikils útflæðis fjármagns. Þá þarf að setja gjaldeyrishöft, stjórn á útflæðið (eða sóa gjaldeyrisforðanum í krónukaup ella). Það getum við gert af því að EES-kreddan var tekin úr sambandi með neyðarlögunum sem eru enn í gildi.
Okkar stjórnvöld eru svo þrælslunduð gagnvart EES að þau státa sig af að vera búin að afnema útflæðishöftin. En það er hægt að setja þau á eftir þörfum. Og hunsa EES-kreddurnar
Bloggar | Breytt 1.11.2018 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sýklainnflutningurinn stöðvaður
31.10.2018 | 16:55
"Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur-. -Það skiptir máli hvernig vara er framleidd og hvað þú býður þér og börnunum þínum að borða-" (Heilsunni og atvinnunnu fórnað)
"-Við búum við þá sérstöðu umfram önnur lönd að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna-"
(Sigurður Ingi Jóhansson, sveitastjórna- og samgönguráherra í Mbl 31.10.2018)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðja orkutilskipunin á íslensku
24.10.2018 | 10:19
Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot)
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".
Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)
Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.
- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)