Færsluflokkur: Bloggar
Ráðuneytið staðfestir sæstreng
6.11.2018 | 09:11
Iðnaðarráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu vegna viðtals Bændablaðsins við formann garðyrkjumanna, í yfirlýsingunni segir:
"Vegna þessa vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árétta að þriðji orkupakkinn leggur engar skyldur á herðar Íslandi að samþykkja hugsanlegan sæstreng. Enginn vafi leikur á því að leyfisveitingarvaldið yrði eftir sem áður hjá íslenskum stjórnvöldum. Engar millilandatengingar fara á verkefnalista ESB (PCI-lista) nema með samþykki viðkomandi stjórnvalda og reglugerðin um verkefnalistann hefur raunar ekki verið innleidd í EES-samninginn og er ekki hluti af þriðja orkupakkanum."
Nýjasti PCI listi Framkvæmdarstjórnar ESB (Projects of Common Interest)var gefin er út í apríl 2018, um hann segir:
"Every two years since 2013, the European Commission draw up a new list of PCIs. On 24 November 2017 the Commission published, as part of the third state of the energy union report, its third list of PCIs,"https://ec.europa.eu/energy/en/topics/infrastructure/projects-common-interest
Á þessum lista er Icelink, sæstrengur til Íslands, sem eitt forgangsverkefni í endurnýjanlegum orkugjöfum.Í tæknilegri lýsingu segir um verkefnið:
"1.13 214-1082 1.13 Interconnection between Iceland and United Kingdom [currently known as "Ice Link"]*
1.13 Iceland to UK 1.13 National Grid Interconnector Holdings Limited (UK) Landsnet hf (IC) Landsvirkjun (IC)
1.13 A new HVDC subsea cable of approximately 1000 km and with a capacity of approximately 800-1200 MW between the UK and Iceland (onshore and offshore), Further details of technology and voltage to be fixed at a later stage.
1.13 Under consideration 1.13 2027"
ÞESSI STAÐFESTING Á AÐ "ICELINK" ER Á PCI LISTA ESB, ER ÞVÍ MEÐ SAMÞYKKI VIÐKOMANDI ÍSLENSKRA STJÓRNVALDA.-RÁÐUNEYTIÐ STAÐFESTIR ÞAÐ MEÐ YFIRLÝSINGUNNI SEM VITNAÐ ER Í HÉR AÐ OFAN.
ÞAÐ ER ÞVÍ STEFNA STJÓRNVALDA AÐ VINNA AÐ AÐ LAGNINGU SÆSTRENGS, ENDA HEFUR LANDSVIRKJUN UNNIÐ SLEITULAUST AÐ VERKEFNINU Í UM ÁRATUG OG RÁÐUNEYTIÐ KOSTAÐ MARGAR ÚTTEKTARSKÝRSLUR UM MÁLIÐ. ENGU AÐ SÍÐUR AFNEITAR RÁÐUNEYTIÐ VERKEFNINU,-EINS OG EINHVER SILFURPENINGUNUM. HEFUR HANINN GALAÐ ÞRISVAR?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3 Orkupakkinn er tilgangslaus -án sæstrengs.
5.11.2018 | 12:25
Allt í 3 orkupakka ESB snýst um viðskipti yfir landamæri;
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/72/EB
.."Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu."
REGLUGERÐ EVRÓPUÞING(EB) nr.713/2009
"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."..............
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS(EB) nr. 714/2009
"Stofna skal Evrópunet raforkuflutningskerfistjóra (e. ENTSO-E) í þeim tilgangi að tryggja sem besta stjórnun netsins og leyfa viðskipti og afhendingu rafmagns yfir landamæri"
Allar gerðirnar snúast um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. Til hvers er verið að taka þær upp í íslensk lög, ef ekki er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs?
Þetta lyktar af því að blekkja eigi almenning í málinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þarf gjaldeyrishöft
31.10.2018 | 22:57
Ein versta kredda EES er "frjálst flæði fjármagns" sem við vitum hvernig endar (Hrun). Nú fellur krónan m.a. vegna mikils útflæðis fjármagns. Þá þarf að setja gjaldeyrishöft, stjórn á útflæðið (eða sóa gjaldeyrisforðanum í krónukaup ella). Það getum við gert af því að EES-kreddan var tekin úr sambandi með neyðarlögunum sem eru enn í gildi.
Okkar stjórnvöld eru svo þrælslunduð gagnvart EES að þau státa sig af að vera búin að afnema útflæðishöftin. En það er hægt að setja þau á eftir þörfum. Og hunsa EES-kreddurnar
Bloggar | Breytt 1.11.2018 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sýklainnflutningurinn stöðvaður
31.10.2018 | 16:55
"Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur-. -Það skiptir máli hvernig vara er framleidd og hvað þú býður þér og börnunum þínum að borða-" (Heilsunni og atvinnunnu fórnað)
"-Við búum við þá sérstöðu umfram önnur lönd að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna-"
(Sigurður Ingi Jóhansson, sveitastjórna- og samgönguráherra í Mbl 31.10.2018)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðja orkutilskipunin á íslensku
24.10.2018 | 10:19
Í maí 2017 voru samþykktar í sameiginlegu EES nefndinni, breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að flestra mati stjórnarskrárbrot)
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB".
Það má öllum vera ljóst, að þessar tilskipanir hanga allar saman í framkvæmd, tilgangur "Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, uppskiptingu ráðandi aðila ofl.(samkeppnisreglur)
Samkvæmt EES samningnum hafa íslensk stjórnvöld aðeins 1 ár (sem er liðið) frá samþykkt sameiginlegu EES nefndarinnar til að innleiða þessar tilskipanir í lög.
- Mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæstrengsauðkýfingur vill komast yfir HS-Orku
16.10.2018 | 18:50
Nú hafa erlendir fjárfestar áttað sig á að það sé betra að beita áhrifum sínum sem eigendur innlends orkufyrirtækis (HS-ORKU), til að þrýsta á ICELINK sæstrenginn, en utan frá. Það er einnig ljóst að samningur HS-Orku og Norðurál gefur "bersýnilega tækifæri í því að hækka raforkuverð HS Orku til álvers Norðuráls, en orkuverðið þar kemur einmitt til endurskoðunar eftir einungis nokkur ár. " https://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/hreyfiafl/2223917/
Hægt og bítandi er þessi aðili að koma sér í stöðu til að fá að leggja sæstreng til Bretlands 2025, hann hefur hafið byggingu verksmiðju í Skotlandi til að framleiða 1200 GWst streng sem krefst um 6000 GWst framleiðslu rafmagns á ári, eða um 30% aukningar virkjanna á Íslandi. Landsvirkjun er búin að reikna þetta út, en það skrítna við þá útreikninga er að stórhluti þess á að framleiða með vindorku sem síðan á að flytja út,-en það getur aldrei orðið samkeppnishæf orka við vindmyllur á Skotlandsströnd.
https://www.bbc.com/news/business-45873785
ÞAÐ ER MARGT SKRÍTIÐ VIÐ ÞETTA MÁL
https://askjaenergy.com/2018/04/17/icelink-in-operation-by-2025/
Bloggar | Breytt 17.10.2018 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í lagi að setja vernd heilsunnar í uppnám?
14.10.2018 | 11:27
Eftir fundahöld stjórnmálaflokka og fjölmiðlaviðtöl við forsprakka virðist sem þeir hafi lítið lært. Heilsufar landsmanna er þeim sumum frekar léttvægt. Formaður Vinstri grænna virðist hrædd við að EES-samningurinn komist í uppnám ef við flytjum ekki inn gerla- og sýklalyfjamengaða hluta af dauðum dýrum frá ESB. Þar ræðst lítið við lyfjaþolna gerla og eiturefnanotkun er 10 eða 100 sinnum meiri en hjá okkar bændum og hollusta kjötsins eftir því.
EES-samningurinn fer ekki í uppnám þó við verndum lýðheilsuna, ef hann gerði það er hann ónýtur og má fara í uppnám.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Viðtal við ráðherra orkumála á Hringbraut
12.10.2018 | 09:42
Í viðtalinu við Þórð Snæ í þættinum 21 fer ráðherra yfir átökin um þriðja Orkupakkann. Afstaða ráðherrans til málsins er sú að andstaðan við málið sé á misskilningi byggð, tilskipunin taki ekki til auðlinda okkar, -og leggur að jöfnu við yfirráð okkar á sjávarauðlindum, sem við ráðum, og málið sé fyrst og fremst neytendamál og snúist um vöru sem falli undir EES samninginn.
Ef að tilvera landsins byggist á fjórfrelsi EES og skilgreining þess sé VARA, er kannski við hæfi á 100 ára fullveldi landsins að taka upp gamalt skjaldamerki Íslands frá tíð Kristjáns III. sem speglar það sama.
Ráðherranum finnst þetta mál ekki snerta stjórnarskránna og þar að auki höfum við samþykkt aðrar tilskipanir eins og um persónuvernd og fjármálaeftirlit sem gangi mun lengra en um Orkumálin. EES samningurinn sé besti utanríkissamningur sem Ísland hafi og hann hafi tekið breytingum í takt við regluverk ESB og við verðum að fylgja því.
Þessi afstaða ráðherrans er í eðli sínu sú sama og þeirra sem vilja ganga í ESB. Það er heiðarlegra að segja það beint út, því afstaðan er sú að taka öllu sem þröngvað er inn á Alþingi af tilskipunum ESB, að sjálfstæði landsins sé í orði en ekki á borði og í raun að leyfa að Ísland sé innlimað í ESB að þjóðinni óspurðri. - En lausnarorðið um að "hafa áhrif á fyrri stigum tilskipanna" er einungis til að slá ryki í augu fólks og halda áfram vegferð auðsveipni og ístöðuleysi Alþingis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi í reddingum
10.10.2018 | 12:15
Alþingi þarf nú að "redda" Vestfjörðum eftir að nefndarúrskurður stöðvaði atvinnuuppbygginguna með afnámi starfsleyfis. Ástæða uppákomunnar er að Alþingi sjálft og ráðuneytin eru búin að setja svo vont regluverk og stofnanakerfi um umhverfismat og starfsleyfi að ekki er hægt að nota það hérlendis, það er of flókið, of margir hafa hlutverk og hver sem er getur haldið uppbyggingu í gíslingu í langan tíma. Vald til að afnema atvinnurekstur á að vera lýðkjörið eða þá dómsvald ef ásteiting um lagabókstaf er til úrskurðar.
Regluverkið og stofnanaumgjörðin um umhverfismat og starfsleyfi er að mestu komin hingað með EES-tilskipunum. Sérfræðingar, samtök sveitarfélaga og fyrirtækja hafa mótmælt en það hefur verið hundsað. Nú er orðið brýnt að hreinsa og einfalda regluverkið og stofnanakerfið sem kemur að umhverfismálum og starfsleyfum þannig að uppbygging geti haldið áfram án þess að Alþingi þurfi að eyða dýrmætum tíma í reddingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á ESB að stjórna fjármögnun virkjana?
29.9.2018 | 19:55
Ein óþarfasta "stofnun" EES-samningsins, ESA, hefur heimildir til þess að hafa afskipti af og stjórna ákvörðunum um fjármögnun fyrirtækja hér. Og auk þess má hún ganga að íslenskum fyrirtækjum. Stofnunin hafði í mörg ár í hyggju að stöðva ábyrgðir frá ríkinu til Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, en hætti við það eftir langar vangaveltur.
Að ESA hafi heimildir í EES-samningnum til að skipta sér af hvernig þjóðarfyrirtæki fjármagna virkjanir sýnir hversu glórulaus EES-samningurinn er.
Á ESB að stjórna fjárfestingum hér?
Bloggar | Breytt 30.9.2018 kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)