Færsluflokkur: Bloggar
Lausn ESB á mengun er reglugerðarstafli.
20.1.2019 | 16:46
Í dag greiðir íslenskur stóriðnaður og íslensk flugfélög háar upphæðir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, Skuldbindingar þ.e. greiða einhverjum aðilum í Evrópu fyrir að fá að vera til. Í Aðgerðaáætlun (stjórnvalda) í loftslagsmálum 2018 2030 segir m.a:
"Hver eru markmið Íslands samkvæmt Parísarsamningnum og öðrum skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig, s.s. Evrópureglum? Ísland hefur lýst yfir því markmiði sínu innan ramma Parísarsamningsins að vera með í sameiginlegu markmiði 30 Evrópuríkja ásamt Noregi og 28 ríkjum Evrópusambandsins um að ná 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Nákvæm útfærsla þessa markmiðs fyrir Ísland og Noreg liggur ekki fyrir, en hún mun felast í innleiðingu Evrópureglna, þar sem annars vegar er gerð krafa til fyrirtækja (einkum í stóriðju og flugi hvað Ísland varðar) og hins vegar beint til stjórnvalda (hvað varðar losun í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, meðferð úrgangs o.fl.) Tölulegt markmið varðandi síðari þáttinn yrði líklega um 30-40% samdráttur í losun til 2030 m.v. 2005 (sjá meðfylgjandi mynd, lóðrétti ásinn sýnir þúsund CO2-eininga)."
Þetta þýðir að eftir 11 ár þegar íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að minnka útblástur bíla og kúa á næstu 10 árum þarf íslenska ríkið að kaupa losunarheimildir af einhverju bröskurum í Mengunarkauphöll Evrópu,-í stað þess að koma sér upp eigin kerfi hér á landi og láta ekki milljarða (og milljarða tugi eftir 10 ár) streyma úr úr landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB að liðast í sundur- Nýtt Euroríki
11.1.2019 | 19:24
Nú eru Þýskaland og Frakkland orðin leið á uppreisn vandræðaríkjanna í ESB og stofna nýtt EUROSTATE, sameiginlegan her, fjármál og utanríkismál og bjóða næstu nágrönnum sem eiga landamæri að þeim til að renna inn í á síðari stigum.
https://www.thetimes.co.uk/article/france-and-germany-join-forces-as-a-single-superpower-fjf3bgv60
Framhaldið verður forvitnilegt. Kannski verðum við að samþykkja lög EUROSTATE í gegnum EES um fjármál ríkisins og utanríkismál. Við hljótum að gera það af hræðslu við að halda í EES samninginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól!
24.12.2018 | 15:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Villt þú borga undir rafbílana?
5.12.2018 | 16:01
ESB sendi okkur EES-tilskipun um að auka notkun "endurnýjanlegra orkugjafa" (eins og kunnugt er eru Íslendingar heimsmethafar í því og engar líkur á að ESB nái okkur nokkurn tíma). Alþingi hljóp svo á eftir ESB eins og venjulega og ályktaði um "orkuskipti í samgöngum"
Ekki var reiknað út hvað þetta mundi kosta skattgreiðendur og bílaeigendur en komið hefur í ljós að skattaafslættirnir og niðurgreiðslurnar með rafbílunum eru svo stórar fúlgur að rokhækka þarf álögur á okkur sem keyrum venjulega bíla (Valdimar Jóhannesson, Mbl 5.12.2018). Það er ekki svo að rafbíll sé eitthvað umhverfisvænni en bensín eða díselbílarnir okkar. Þvert á móti. Umhverfisáhrif þeirra eru mikil og ekki sér fyrir endan á þeim ef rafbílum verður áfram prangað inná almenning með skattaafsláttum og styrkjum.
Lítill rafbíll sem vegur eitt og hálft tonn hefur svipaða orku og skellinaðra og kemst ekki langt ef er þungfært og kaldur mótvindur og miðstöðin á. Rafbílar eru hættulegir, þungir og geta rafblossað upp. Og svo þarf að bíða í biðröð eftir að geta hlaðið þá á leiðinni (við niðurgreiðum það líka)og fá kvef á meðan.
Rafbílavæðing er byggð á vanþekkingu og fölsunum og er þung í skauti umhverfisins á jörðinni og venjulegs fólks sem er farið að berjast á götum úti (París) gegn eldsneytissköttunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurgreitt kjöt frá ESB til Íslands
25.11.2018 | 16:27
Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB, Common Agricultural Policy (CAP):
Árlega ver ESB um 55 milljörðum Evra (7.200 milljarða ISK) til styrktar landbúnaði í sambandinu, eða um 42% af útgjöldum sambandsins.
Þessir styrkir fara í framleiðslu á: (Tafla til vinstri)
Landbúnaðarsérfræðingurinn Jaques Berthelot hefur tekið saman styrki og niðurgreiðslur landbúnaðarstyrkjakerfisins til útflutnings nauta-,svína, kjúklinga og mjólkurafurða. Útreikningar hans taka til markaðsstuðnings, beingreiðslna, útflutningsendurgreiðslna og niðurgreidds fóðurs.
Á árunum 2006-2008, nam útflutningsverðmæti ESB á þessum afurðum 12.8 milljörðum evra á ári en styrkir til þeirra 4.3 milljarða evra á ári (sjá töflu) Niðurgreiðsla nam því 33.9 % af söluverðmæti þeirra. Beinir útflutningsstyrkir voru litlir á pappírum, þ.e. 14% af heildar styrkjum til þessarar framleiðslu.
Tölur Berthelots sýna mikla offramleiðslu dýraafurða í ESB, rúm 10% fuglakjöts, 15 % mjólkurafurða og 18 % svínaafurða ESB enda á heimsmarkaði sem niðurgreidd vara. ESB bannar hinsvegar viðskiptaþjóðum alla samkeppni og setur ákveðin lámarksverð fyrir þau inn á markaði í ESB, langt umfram sín útflutningsverð til sömu landa.
Innflytjendur og ESB sinnar á Íslandi upplýsa neytendur ekki um þessar niðurgreiðslur þegar þeir lofa ódýra verðið, né upplýsa þeir um innihald sýklalyfja í kjöti frá ESB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Græða neytendur á markaðsvæðingu orkugeirans? Spurning ráðuneytis.
23.11.2018 | 00:17
Græða neytendur á markaðsvæðingu orkugeirans?
Þetta er ein af 18 spurningum (og svörum) "Atvinnuvega og Nýsköpunarráðuneytisins" og er ætlað að svara einhverju um 3 orkupakka ESB sem ráðuneytið vill samþykkja. Í svari þeirra sjálfra kemur fram:
"...Raforkuverð (söluhlutinn) lækkaði þegar ákvæði raforkulaga frá 2003 um samkeppni og frjálst val neytenda tóku að fullu gildi..."
Þetta er ein fullyrðing ráðuneytisins sem borin er á borð fyrir almenning, en hverjar eru staðreyndir málsins?
Það má tiltaka margar aðrar tilvitnanir en eru hér að neðan um hækkanir langt um fram verðlag í landinu frá því að "orkupakkar 1 og 2 tóku gildi. Ráðuneytið er með hreinan áróður sem sæmir ekki stjórnvaldi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Getur ráðherra afneitað verkum ráðuneytisins?
19.11.2018 | 18:17
Iðnaðarráðherra segir enga tengingu milli regluverks 3 orkupakkans og lagningu sæstrengs. En í ljósi þess að Landsvirkjun hefur unnið í mörg ár, fyrir hönd Iðnaðarráðuneytisins, af fullum krafti að undirbúning lagningu sæstrengs (Ice Link)samkvæmt áætlun raforkustofnunar ESB, eru ummæli hennar ekki mjög trúverðug.
Landsvirkjun hefur unnið með fyrirtækinu AtlanticSuperConnection (ASC)og setið marga fundi með forráðamönnum þess ásamt ráðuneytinu og sem ráðherra staðfestir í Morgunblaðinu.
Á heimasíðu fyrirtækisins er fullyrt að það hafi sterk sambönd við ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar er einnig tenging á Ice Link (á heimasíðu Landsvirkjunar)og gefið í skyn að sæstrengur þeirra falli inn í þá áætlun, enda tímaáætlun ASC og ICE LINK sú sama.
Á heimasíðu Landsvirkjunar má finna m.a..."And if an exciting project between the National Power Company of Iceland (Landsvirkjun), the countrys largest producer of electricity, and the UKs National Grid goes ahead, we could also be benefitting from Icelands incredible supply of natural energy not just its volcanic resources but also the electricity it generates from the falling water in its hydroelectric power stations, its geothermal plants and wind farms. Known as IceLink, the project would connect Iceland and northern Scotland with 1000km of undersea cabling. This Atlantic super connector would be the largest of its kind in the world and would go a long way to help the UK satisfy its increasing demand for renewable energy"...
Það er ekki trúverðugt að sæstrengur sé ekki á döfinni, þegar ráðuneytið hefur unnið skipulega að undirbúningi þess í gegnum Landsvirkjun í mörg ár að koma ICE Link inn í orkuáætlun ESB, kostað margar úttektarskýrslur, og átt marga fundi með framkvæmdaaðilum. -Eina sem vantar er regluverkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lyfjaþolnir sýklar drápu 33.000 manns
17.11.2018 | 15:04
Ísland er langt frá gerlabælum heimsins og því hægt að verjast sjúkdómum. Gerlar sem þola sýklalyf koma aðallega með fólki frá t.d. Indlandi, Kína, Suðausturasíu, Miðausturlöndum og Norðurafríku og svo með kjöti og jafnvel jurtum frá Evrópu til Íslands. Árið 2015 dóu 33 þúsund manns í ESB af völdum sýklalyfjaónæmra gerla. Ísland er enn í algerum sérflokki, hér er um eitt dauðsfall á ári af þessum sökum. Í ESB eru sýklalyfjaþolnir gerlar orðnir útbreiddir og ræðst illa við þá og dauðsföllum fjölgar. (Sjá nánar grein Karls G. Kristinssonar í Morgunblaðinu 17.11.2018)
EES-samningurinn leyfir flutning hrárra sláturdýrahluta milli landa ESB/EES. Stofnanir EES hafa fyrirskipað íslenskum stjórnvöldum að opna á innflutninginn sem hefur verið stjórnað vegna sýklavarna. Okkar stjórnvöld hafa legið flöt fyrir valdsboðunum þó líf og heilsa séu í húfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mótmæli í Noregi gegn valdaásælni ESB
15.11.2018 | 20:06
Landsfundur samtakanna Nei til EU í Noregi mótmælir vaxandi völdum yfir norskum málum sem ESB hefur hrifsað til sín í skjóli EES-samningsins
Samtökin Nei til EU krefjast þess að ríkisstjórn og þing Noregs stöðvi frekari valdatöku stofnana ESB og virði stjórnarskrá Noregs.
Norðmenn búnir að fá nóg af EES
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samtenging við "einangruðu löndin"
15.11.2018 | 09:25
Ráðherrar halda því fram að 3 orkupakkinn skapi enga hættu meðan við erum ekki tengd orkukerfi Evrópu með sæstreng og að það sé á okkar valdi að heimila slíka tengingu. Með því viðurkenna þeir að innihald tilskipunarinnar fjalli um samtengingu orkukerfa yfir landamæri.
Kjarni 3ja orkupakkans kemur fram í 4.5. og 6 inngangsliðum TILSKIPUNAR EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS2009/72/EB frá 13. júlí 2009 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku og um niðurfellingu tilskipunar 2003/54/EB ,(Samþykkt í EES nefndinni 18.maí 2017,- í tíð Guðlaugs Þórs ),er grunnurinn að öðrum gerðum sem útfæra regluverkið.
4. Þó eru sem stendur hömlur á raforkusölu á jafnréttisgrundvelli og án mismununar eða óhagræðis í Bandalaginu. Einkum er ekki enn fyrir hendi netaðgangur án mismununar og jafnskilvirkt opinbert eftirlit í hverju aðildarríki fyrir sig.
5) Örugg afhending raforku hefur afgerandi þýðingu fyrir þróun evrópsks samfélags, að koma á fót sjálfbærri loftslagsbreytingastefnu og stuðla að samkeppnishæfni innan innri markaðarins. Í því skyni skal þróa samtengingar yfir landamæri frekar, til þess að tryggja framboð allra orkugjafa á sem samkeppnishæfustu verði til neytenda og iðnaðar innan Bandalagsins.
6) Vel starfhæfur innri raforkumarkaður skal veita framleiðendum viðeigandi hvatningu til fjárfestingar í nýrri orkuframleiðslu, þ.m.t. rafmagni frá endurnýjanlegum orkugjöfum, með sérstaka áherslu á einangruðustu löndin og svæðin á orkumarkaði Bandalagsins. Vel starfhæfur markaður skal einnig tryggja neytendum nægilegar ráðstafanir til að stuðla að skilvirkari orkunotkun, og forsenda þess er örugg orkuafhending.
Í þessu fellst hvati til að þróa samtengingar yfir landamæri og fjárfestinga í endurnýjanlegum orkugjöfum, sérstaklega við "einangruðu löndin". Erfitt er að sjá að Ísland falli ekki undir þessi markmið, ef innleiðingu pakkans verður samþykkt á Alþingi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)