Færsluflokkur: Bloggar
3 orkupakkinn er ekki "markaðspakki"
15.3.2019 | 19:14
Í maí 2017 ákvað sameiginlega EES nefndinni (með atkvæði ísl. stjórnvalda), breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila fyrir brot á þessum reglum og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að mati helstu lögspekinga landsins stjórnarskrárbrot)
Þessar tilskipanir snúa einungis að tengingu raforkukerfa í Evrópu og þessar reglur eru enginn markaðspakki eins og iðnaðarráðherra heldur fram, heldur er um reglur og stjórn innri orkukerfa Evrópu. Ráðherrann blekkir almenning vísvitandi.
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB":
"Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, og uppskiptingu ráðandi aðila.- Þess vegna er ríkisstjórnin að kaupa Landsnet, því ekki er heimilt að framleiðendur eigi í dreifikerfinu samkvæmt þessari tilskipun.
-Líklega mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna. Það er ljóst af þróun EES samningsins að almenningur þarf að geta kært Alþingi og stjórnvöld fyrir stjórnarskrárbrot og samkvæmt stjórnarskránni ætti kæran að vera send Forseta Íslands.
Bloggar | Breytt 16.3.2019 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaup ríkisins á Landsneti, - forsenda 3 orkupakkans
14.3.2019 | 19:04
Kannski hafa ekki allir áttað sig á því hvers vegna utanríkisráðherra er að fresta 3 orkupakkanum,- þ.e. að fresta að leggja fram þingsályktunartillögu um að aflétta fyrirvara Alþingis um 3 orkupakkann sem búið er að samþykkja í EES nefndinni af hálfu stjórnvalda. Í framhaldi af því leggur iðnaðarráðherra fram frumvarp um 3 orkupakkann.
Við skulum ekki ímynda okkur að stjórnvöld séu að hætta við að geðjast ESB í þessum óþarfa.
Ástæðan fyrir frestunni eru ákvæði um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku (sjá meðf. skjal), þær reglur gera ráð fyrir algjörum eignaraðskilnaði framleiðslu og dreifingu raforku,því hefur iðnaðarráðherra boðað að ríkið kaupi eignahluta raforkufyrirtækjanna til að uppfylla þessi skilyrði 3 orkupakkans.
Allt tal utanríkisráðherra um að verið sé að skoða málið er aðeins til að slá ryki í augu andstæðinga málsins.
Bloggar | Breytt 15.3.2019 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnartíðindi ESB - (fjór)helsi íslenska samfélagsins.
27.2.2019 | 16:02
Vefsíðuhluti EFTA heitir: EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins og geymir allar íslenskar þýðingar á gerðarflóðinu frá ESB.
Það sem af er árinu er búið að þýða um 2oo gerðir (nokkur þúsund blaðsíður) sem kallast á stofnannamáli EES; Tilskipanir, Reglugerðir, Tilkynningar, Ákvarðanir og eitthvað meira. Allt þetta flóð rennur athugasemdarlaust gegnum Alþingi, í ráðuneytin og svo til stofnanna ríkisins. Afleiðingin er enn aukin kostnaður fyrir atvinnulífið og almenning, sem var metinn 150 milljarðar á ári 2014- og ríkisútgjöld halda áfram að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa.
Í þessu gerða flóði er megnið hlutir sem okkur kemur lítið við, en allt sagt falla undir fjór-Helsið. Okkar litla samfélag er gert skylt að taka þetta flóð á sig eins og milljónaþjóðir. Hvenær á að bregðst við þessum ósköpum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Schengen er löngu hrunið
19.2.2019 | 15:19
Einn barnslegasti draumur ESB er um Bandaríki Evrópu og afnám landamæra. Það var sett í verkið með s.k. Schengensamningi sem afnam vegabréfakvaðir og fól jaðarlöndum ESB að vera "framvarðalönd" gegn umheiminum. Ísland ánetjaðist Schengen að óþörfu.
Nú hefur komið í ljós að "framvarðalöndin" ráða ekki við flóttamannaflóðið úr suðri. Og aðildarlönd Schengen eru farin að byggja múra á landmærum sínum, í trássi við Schengen, til að hafa hemil á flóðinu. Það veit enginn hvað margir flóttamenn eru komnir til Norður-Evrópu. Schengen er hrunið til grunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrælahald í boði EES samningsins.
8.2.2019 | 13:11
Þetta er ekki einsdæmi og því miður berast örugglega ekki öll svona mál til okkar því margir fara til síns heima aftur eftir að hafa verið beittir atvinnuofbeldi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar til margra ára gegn félagslegum undirboðum og glæpastarfsemi á vinnumarkaði er ekki úr lausu lofti gripin og það er hreint hörmulegt að ekki sé enn komin aðgerðaráætlun í mansalsmálum og skipulagt samræmt eftirlit með öflugri eftirfylgni sem hefur að markmiði að uppræta þessa brotastarfsemi með öllum tiltækum ráðum, segir Drífa.
"Frelsi" EES samningsins býður upp á gervifyrirtæki, svokallaðar vinnumiðlanir sem flytja inn lálaunað fólk, aðallega frá Rúmeníu, fara með það eins og skepnur í boði íslenskra fyrirtækja sem vilja græða á þessu fólki, og vegna "atvinnusamkeppnisfrelsi" EES samningsins standa stjórnvöld hjá og setja þessu þrælahaldi engin mörk.
![]() |
Drífa kallar eftir aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?
6.2.2019 | 17:34
"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.
Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.
![]() |
Vill umræðuna um EES á hærra plan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.
6.2.2019 | 15:41
Segir Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB
Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.
![]() |
Sérstakur staður í helvíti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mat á áhrifum EES samningsins
4.2.2019 | 17:17
EES samningsins hefur verið lofaður sem "besti viðskiptasamningur" sem Ísland hefur gert, og ómetanlegur fyrir sjávarútveginn. ALLT er þetta rangt. Ísland var með tollasamning um iðnaðarvörur og sjávarútvegsafurðir áður en EES -samningurinn kom til. Sá samningur er enn í gildi. Fyrir um ári síðan gerði Hagfræðistofnun úttekt á áhrifum EES á viðskipti milli landanna fyrir utanríkisráðherra (sjá hér að neðan). Þar segir m.a:
"Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki numið allt að 4½ milljarði króna á ári á verðlagi 2015. Um það leyti sem skrifað var undir samninginn var þetta nálægt 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda."
Um lýðræðisþróun samningsins segir í skýrslunni:
"Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi."
ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, AÐ ÞESSARI SKÝRSLU HAFI EKKI VERIÐ HAMPAÐ AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM OG AÐDÁENDUM ESB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norskir fossar seldir til Þýskalands
29.1.2019 | 07:24
Ef 3 orkupakkinn verður samþykktur fylgir sæstrengur og eftir nokkur ár verður ástandið hér á landi eins og er að byrja í Noregi. Í framhaldi verður komið á uppboðsmarkaði fyrir raforku eins og forstjóri Landsnets vill.
Innlend orkufyrirtæki verða keypt upp og rafmagninu ráðstafað til þess sem greiðir hæst verð,-í gegnum sæstreng,- og því fylgir stórhækkun á rafmagni eins og er að gerast í Noregi.
- Er þetta framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna fyrir orkuauðlindir íslendinga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppburðarleysi í stjórnmálum og umkomuleysi í fullveldismálum?
23.1.2019 | 12:05
"Þegar ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafnað, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verður hinn breiði og beini vegur íslensks uppburðarleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í fullveldismálum?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)