Færsluflokkur: Bloggar
Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?
6.2.2019 | 17:34
"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.
Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.
Vill umræðuna um EES á hærra plan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.
6.2.2019 | 15:41
Segir Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB
Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.
Sérstakur staður í helvíti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mat á áhrifum EES samningsins
4.2.2019 | 17:17
EES samningsins hefur verið lofaður sem "besti viðskiptasamningur" sem Ísland hefur gert, og ómetanlegur fyrir sjávarútveginn. ALLT er þetta rangt. Ísland var með tollasamning um iðnaðarvörur og sjávarútvegsafurðir áður en EES -samningurinn kom til. Sá samningur er enn í gildi. Fyrir um ári síðan gerði Hagfræðistofnun úttekt á áhrifum EES á viðskipti milli landanna fyrir utanríkisráðherra (sjá hér að neðan). Þar segir m.a:
"Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki numið allt að 4½ milljarði króna á ári á verðlagi 2015. Um það leyti sem skrifað var undir samninginn var þetta nálægt 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda."
Um lýðræðisþróun samningsins segir í skýrslunni:
"Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi."
ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, AÐ ÞESSARI SKÝRSLU HAFI EKKI VERIÐ HAMPAÐ AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM OG AÐDÁENDUM ESB
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Norskir fossar seldir til Þýskalands
29.1.2019 | 07:24
Ef 3 orkupakkinn verður samþykktur fylgir sæstrengur og eftir nokkur ár verður ástandið hér á landi eins og er að byrja í Noregi. Í framhaldi verður komið á uppboðsmarkaði fyrir raforku eins og forstjóri Landsnets vill.
Innlend orkufyrirtæki verða keypt upp og rafmagninu ráðstafað til þess sem greiðir hæst verð,-í gegnum sæstreng,- og því fylgir stórhækkun á rafmagni eins og er að gerast í Noregi.
- Er þetta framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna fyrir orkuauðlindir íslendinga?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppburðarleysi í stjórnmálum og umkomuleysi í fullveldismálum?
23.1.2019 | 12:05
"Þegar ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafnað, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verður hinn breiði og beini vegur íslensks uppburðarleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í fullveldismálum?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lausn ESB á mengun er reglugerðarstafli.
20.1.2019 | 16:46
Í dag greiðir íslenskur stóriðnaður og íslensk flugfélög háar upphæðir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, Skuldbindingar þ.e. greiða einhverjum aðilum í Evrópu fyrir að fá að vera til. Í Aðgerðaáætlun (stjórnvalda) í loftslagsmálum 2018 2030 segir m.a:
"Hver eru markmið Íslands samkvæmt Parísarsamningnum og öðrum skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig, s.s. Evrópureglum? Ísland hefur lýst yfir því markmiði sínu innan ramma Parísarsamningsins að vera með í sameiginlegu markmiði 30 Evrópuríkja ásamt Noregi og 28 ríkjum Evrópusambandsins um að ná 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Nákvæm útfærsla þessa markmiðs fyrir Ísland og Noreg liggur ekki fyrir, en hún mun felast í innleiðingu Evrópureglna, þar sem annars vegar er gerð krafa til fyrirtækja (einkum í stóriðju og flugi hvað Ísland varðar) og hins vegar beint til stjórnvalda (hvað varðar losun í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, meðferð úrgangs o.fl.) Tölulegt markmið varðandi síðari þáttinn yrði líklega um 30-40% samdráttur í losun til 2030 m.v. 2005 (sjá meðfylgjandi mynd, lóðrétti ásinn sýnir þúsund CO2-eininga)."
Þetta þýðir að eftir 11 ár þegar íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að minnka útblástur bíla og kúa á næstu 10 árum þarf íslenska ríkið að kaupa losunarheimildir af einhverju bröskurum í Mengunarkauphöll Evrópu,-í stað þess að koma sér upp eigin kerfi hér á landi og láta ekki milljarða (og milljarða tugi eftir 10 ár) streyma úr úr landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB að liðast í sundur- Nýtt Euroríki
11.1.2019 | 19:24
Nú eru Þýskaland og Frakkland orðin leið á uppreisn vandræðaríkjanna í ESB og stofna nýtt EUROSTATE, sameiginlegan her, fjármál og utanríkismál og bjóða næstu nágrönnum sem eiga landamæri að þeim til að renna inn í á síðari stigum.
https://www.thetimes.co.uk/article/france-and-germany-join-forces-as-a-single-superpower-fjf3bgv60
Framhaldið verður forvitnilegt. Kannski verðum við að samþykkja lög EUROSTATE í gegnum EES um fjármál ríkisins og utanríkismál. Við hljótum að gera það af hræðslu við að halda í EES samninginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól!
24.12.2018 | 15:54
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Villt þú borga undir rafbílana?
5.12.2018 | 16:01
ESB sendi okkur EES-tilskipun um að auka notkun "endurnýjanlegra orkugjafa" (eins og kunnugt er eru Íslendingar heimsmethafar í því og engar líkur á að ESB nái okkur nokkurn tíma). Alþingi hljóp svo á eftir ESB eins og venjulega og ályktaði um "orkuskipti í samgöngum"
Ekki var reiknað út hvað þetta mundi kosta skattgreiðendur og bílaeigendur en komið hefur í ljós að skattaafslættirnir og niðurgreiðslurnar með rafbílunum eru svo stórar fúlgur að rokhækka þarf álögur á okkur sem keyrum venjulega bíla (Valdimar Jóhannesson, Mbl 5.12.2018). Það er ekki svo að rafbíll sé eitthvað umhverfisvænni en bensín eða díselbílarnir okkar. Þvert á móti. Umhverfisáhrif þeirra eru mikil og ekki sér fyrir endan á þeim ef rafbílum verður áfram prangað inná almenning með skattaafsláttum og styrkjum.
Lítill rafbíll sem vegur eitt og hálft tonn hefur svipaða orku og skellinaðra og kemst ekki langt ef er þungfært og kaldur mótvindur og miðstöðin á. Rafbílar eru hættulegir, þungir og geta rafblossað upp. Og svo þarf að bíða í biðröð eftir að geta hlaðið þá á leiðinni (við niðurgreiðum það líka)og fá kvef á meðan.
Rafbílavæðing er byggð á vanþekkingu og fölsunum og er þung í skauti umhverfisins á jörðinni og venjulegs fólks sem er farið að berjast á götum úti (París) gegn eldsneytissköttunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurgreitt kjöt frá ESB til Íslands
25.11.2018 | 16:27
Styrkjakerfi landbúnaðar í ESB, Common Agricultural Policy (CAP):
Árlega ver ESB um 55 milljörðum Evra (7.200 milljarða ISK) til styrktar landbúnaði í sambandinu, eða um 42% af útgjöldum sambandsins.
Þessir styrkir fara í framleiðslu á: (Tafla til vinstri)
Landbúnaðarsérfræðingurinn Jaques Berthelot hefur tekið saman styrki og niðurgreiðslur landbúnaðarstyrkjakerfisins til útflutnings nauta-,svína, kjúklinga og mjólkurafurða. Útreikningar hans taka til markaðsstuðnings, beingreiðslna, útflutningsendurgreiðslna og niðurgreidds fóðurs.
Á árunum 2006-2008, nam útflutningsverðmæti ESB á þessum afurðum 12.8 milljörðum evra á ári en styrkir til þeirra 4.3 milljarða evra á ári (sjá töflu) Niðurgreiðsla nam því 33.9 % af söluverðmæti þeirra. Beinir útflutningsstyrkir voru litlir á pappírum, þ.e. 14% af heildar styrkjum til þessarar framleiðslu.
Tölur Berthelots sýna mikla offramleiðslu dýraafurða í ESB, rúm 10% fuglakjöts, 15 % mjólkurafurða og 18 % svínaafurða ESB enda á heimsmarkaði sem niðurgreidd vara. ESB bannar hinsvegar viðskiptaþjóðum alla samkeppni og setur ákveðin lámarksverð fyrir þau inn á markaði í ESB, langt umfram sín útflutningsverð til sömu landa.
Innflytjendur og ESB sinnar á Íslandi upplýsa neytendur ekki um þessar niðurgreiðslur þegar þeir lofa ódýra verðið, né upplýsa þeir um innihald sýklalyfja í kjöti frá ESB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)