Færsluflokkur: Bloggar

Rökleysur ráðamanna um 3OP og EES.

Formaður utanríkisnefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil í Mogganum í gær og endurtekur sömu tugguna og iðnaðar- og utanríkisráðherra, sem snýst um að tengja 3OP við gagnrýni á EES samninginn, eins og það sé megin vörn þeirra í 3OP umræðunni.

Hún segir m.a. um EES samninginn.."Mögulega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta undir fertugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífsgæða sem EES-samningurinn færir okkur. Þau þekkja tækifærin til að mennta sig erlendis, búa þar og starfa, lífsgæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálfsagðan hlut."

Hér er annað hvort lítil þekking á ferðinni, eða blekking með ómerkilegum hætti; - Staðreyndin er að mögulegt að mennta sig í öðrum löndum,t.d. Ameríku, og að stunda frjáls viðskipti við allan heiminn, og starfa og lifa annarsstaðar en í ESB.

Hins vegar er ESB með einna mestu innflutningshindranir í viðskiptum í heiminum og það flýtur að hluta inn í EES samningurinn sem tæknihindranir á Íslandi í viðskiptum við lönd utan ESB.

Það eru engin rök hjá ráðamönnum að blanda saman því að troða inn á þjóðina markaðsvæðingu á orkukerfi þjóðarinnar sem hún á að 90%, af ótta við ESB, og framtíðarumræðu um kosti og galla EES samningsins, sem 3OP kallar auðsjáanlega á.


Eru hótanir Norðmanna að baki taugaveiklun stjórnvalda í 3OP?

Fundur Katrínar og Ernu Solberg í október 2018 afhjúpaði vel þrýstinginn á samþykkt Íslands á 3OP

-RÚV 29.10.2018: ..... EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES settu þann fyrirvara að samþykki þjóðþinga ríkjanna þriggja yrði að liggja til grundvallar. Norðmenn hafa þegar samþykkt pakkann, sem og Liechtenstein, en hann tekur ekki gildi nema Ísland samþykki hann líka.

Við erum á einum markaði og það er snúið að standa utan stofnana sem taka ákvarðanirnar og við vonum því að það finnist lausn hvað Ísland snertir svo að við getum fullnægt þessum þáttum samninganna,“ segir norski forsætisráðherrann.

Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og eru auðvitað í annarri stöðu en Ísland þar sem þau eru auðvitað með sæstrengi til að mynda til annarra landa og EES-samstarfið líka. Þetta er hluti af EES-samstarfinu sem skiptir öll þessi lönd miklu máli,“ segir Katrín.

Katrín segir að málið verði tekið fyrir á Alþingi í febrúar. Solberg segir þær ekki hafa rætt hvaða staða komi upp hafni Alþingi þriðja orkupakkanum. „Við erum ekki með varaáætlun. Ég vona að Íslendingar sjái að til að þessu verði fylgt eftir og samþykkt,“ segir Solberg.  

„Við höfum ekki þrýst á en bent á það að það eru fleiri sem standa að EES-samningnum. Málið er mikilvægt fyrir Noreg en svo er Miðflokkurinn á móti EES-samningnum og flokkurinn hefur mikið látið til sín taka á Íslandi svo að Íslendingar verði á móti og þá gegn norskum hagsmunum.

" Viðtal í RÚV 29.10.2018 http://www.ruv.is/frett/hafnar-thrystingi-vegna-thridja-orkupakkans

Um mitt sumarið 2018 kom utanríkisráðherra Noregs til Ísland til að skoða heyrúllur, en meginmálið var að ræða 3 OP sem sýnir vel áherslu Noregs á málið.

Þegar forsætisráðherra Noregs notar orðalag eins og "..við höfum bent á að það eru fleiri sem standi að EES samningnum" og Katrín lætur hafa eftir sér "Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál   ..og EES samstarfið líka"

- Er augljóst að norsk stjórnvöld hafa hótað íslenskum stjórnvöldum í málinu, sem er ekki nýtt, má rifja upp yfirgang norðmanna í Smugumálinu, Makríl og Kolmunamálum. Ætla stjórnvöld að keyra 3OP í gegn vegna hótanna norðmanna?


Hylming tókst ekki

3op


Af hverju fyrirvarar 3OP duga ekki.

Sameiginlega EES-nefndarinnar ákvað í maí 2017 að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn. Það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Ef Alþingi afléttir honum verða tilskipanirnar leiddar í íslensk lög.

Í þingsályktun Utanríkisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að að Tilskipanir 713/2009 og 714/2009 taki ekki gildi á þeirri forsendu að ekki sé fyrir hendi tengivirki yfir landamæri

Í 2 Kafla EES samningsins eru ákvæði um tilhögun ákvarðanatöku í sameiginlegu EES nefndinni:

“97.gr. Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:

ef sameiginlega EES-nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins, eða

ef skilyrði 98 gr. hefur verið fullnægt.

98 gr. Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1-7,9-11, 19-27, 30-32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. 2)

Tveir annmarkar eru því á þingsályktuninni:

1. Í ljósi ákvæða 97. gr. EES samningsins, hefur fyrirvarinn í þingsályktuninni ekkert gildi, nema hann uppfylli skilyrði 97. gr. EES samningsins, þ.e að hann sé sé borinn undir sameiginlegu EES nefndina og samþykktur þar.

2. Af því leiðir að ef Alþingi heimilar ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku 3OP í EES-samninginn, felur það í sér að allar tilskipanir 3OP taka gildi og þar með meira valdaafsal (framkvæmda/dómsvald) til erlendra stofnanna yfir íslenskum hagsmunum á orkusviði en stjórnarskráin heimilar að áliti bestu lögmanna. 


Þingmenn í gjörningaveðri

Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að aflétta fyrirvara þingsins um að afhenda ESB öll völd á orkuauðlindum landsins.

Ríkisstjórnin reynir að klæða málið í felubúning fyrir þingmenn sína svo þeir geti skammlaust samþykkt gjörninginn.

Ef þeir samþykkja okið af trúmennsku við forystuna, (gleymdur eiður við stjórnarskránna) og í skjóli viðhlæjenda á þinginu, skipta engu ímyndaðir þröskuldar um framhaldið. Hvorki í neðanmáli, né loforði,-enda segir iðnaðarráðherra í Harmagedón vilja sæstreng og ESB sé sælulandið. 

Samkvæmt EES samningnum er samþykkt þingsályktunarinnar orðin bindandi gjörningur gagnvart ESB, næst rekur ESA eftir að tilskipanirnar séu rétt framkvæmdar, þröskuldalausar, enda allar upptaldar í þingsályktuninni.

Allt þetta vita þingmenn, enda vanir, samþykkja um 4-500 tilskipanir frá ESB á ári á Alþingi, - óumbreytanlegar.

Svo sárnar þingmönnum að vera kallaðir kjarnyrtum nöfnum ef þeir ætla að afhenda erfðasilfrið sem þeim er gert að gæta. 


Virkjanir, landeigendur og Alþingi

Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022

Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir: 

"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."

Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri. 

Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.

http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf


ESB takmarkar tjáningafrelsið

smari945241.jpg

 

 

 

 

 

Stimpilblekið er varla þornað á "persónuverndarlögum" ESB, sem voru sett til þess að setja höft á þjónustu Netfyrirtækjanna, þegar ESB samþykkir ný höft á tjáningafrelsið á Netinu. Þau heita "höfundarréttartilskipun" og takmarka frelsi íbúa ESB og EES til að tjá sig.

"Þessi tilskipun kemur verr út fyrir lítil ríki en stór og verr út fyrir smærri og meðalstór en stór fyrirtæki. Það mælir allt gegn því að þetta verði tekið upp í EES-samninginn - tilskipunin er til þess fallin að hamla nýsköpun og þróun og ekki síður netfrelsi einstaklinga"

(Smári McCarthy í mbl 26.3.2019)


Vilja Noreg úr EES fyrir 2025

morten21319img_20190321_190926.jpgÍ fyrirlestri Morten Harper rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU í gær kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES fyrir 2025. Stjórnmálaflokkar, verkalýsðfélög og fagfélög eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn.

 

 

Morten sagði að úrsögn hefði hverfandi áhrif á útflutning til ESB. Hann úskýrði að höfnun Íslands á 3. orkupakkanum gæti ekki leitt af sér þvingunaraðgerðir af hálfu ESB.

Morten Harper fjallaði um EES.


Erindi um deilurnar um EES í Noregi

songnenorway-483185_960_720_1340693.jpgRannsóknastjóri hinna stóru og virtu norsku samtaka Nei til EU segir frá deilunum um EES-samninginn í Noregi í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30. Að margra ósk verður erindið flutt á ensku.

Allir velkomnir!

(best að ganga inn í gegnum anddyrið við kaffistofuna við Bóksölu stúdenta og niður)

Er Noregur að snúa baki við EES?


Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Er Noregur að snúa baki við EES?

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB (Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland. Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í ESB Heimssýn, Frjálst land, Herjan, Ísafold.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband