Færsluflokkur: Bloggar
Virkjanir, landeigendur og Alþingi
15.4.2019 | 10:33
Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022
Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir:
"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."
Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri.
Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.
http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB takmarkar tjáningafrelsið
27.3.2019 | 16:47
Stimpilblekið er varla þornað á "persónuverndarlögum" ESB, sem voru sett til þess að setja höft á þjónustu Netfyrirtækjanna, þegar ESB samþykkir ný höft á tjáningafrelsið á Netinu. Þau heita "höfundarréttartilskipun" og takmarka frelsi íbúa ESB og EES til að tjá sig.
"Þessi tilskipun kemur verr út fyrir lítil ríki en stór og verr út fyrir smærri og meðalstór en stór fyrirtæki. Það mælir allt gegn því að þetta verði tekið upp í EES-samninginn - tilskipunin er til þess fallin að hamla nýsköpun og þróun og ekki síður netfrelsi einstaklinga"
(Smári McCarthy í mbl 26.3.2019)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vilja Noreg úr EES fyrir 2025
22.3.2019 | 12:59
Í fyrirlestri Morten Harper rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU í gær kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES fyrir 2025. Stjórnmálaflokkar, verkalýsðfélög og fagfélög eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn.
Morten sagði að úrsögn hefði hverfandi áhrif á útflutning til ESB. Hann úskýrði að höfnun Íslands á 3. orkupakkanum gæti ekki leitt af sér þvingunaraðgerðir af hálfu ESB.
Morten Harper fjallaði um EES.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erindi um deilurnar um EES í Noregi
20.3.2019 | 12:47
Rannsóknastjóri hinna stóru og virtu norsku samtaka Nei til EU segir frá deilunum um EES-samninginn í Noregi í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30. Að margra ósk verður erindið flutt á ensku.
Allir velkomnir!
(best að ganga inn í gegnum anddyrið við kaffistofuna við Bóksölu stúdenta og niður)
Er Noregur að snúa baki við EES?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Noregur að snúa baki við EES?
17.3.2019 | 18:29
Fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30
Er Noregur að snúa baki við EES?
Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB (Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland. Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í ESB Heimssýn, Frjálst land, Herjan, Ísafold.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3 orkupakkinn er ekki "markaðspakki"
15.3.2019 | 19:14
Í maí 2017 ákvað sameiginlega EES nefndinni (með atkvæði ísl. stjórnvalda), breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.
Verulegar breytingar eru gerðar á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila fyrir brot á þessum reglum og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að mati helstu lögspekinga landsins stjórnarskrárbrot)
Þessar tilskipanir snúa einungis að tengingu raforkukerfa í Evrópu og þessar reglur eru enginn markaðspakki eins og iðnaðarráðherra heldur fram, heldur er um reglur og stjórn innri orkukerfa Evrópu. Ráðherrann blekkir almenning vísvitandi.
Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB":
"Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-.
Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri-
Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, og uppskiptingu ráðandi aðila.- Þess vegna er ríkisstjórnin að kaupa Landsnet, því ekki er heimilt að framleiðendur eigi í dreifikerfinu samkvæmt þessari tilskipun.
-Líklega mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna. Það er ljóst af þróun EES samningsins að almenningur þarf að geta kært Alþingi og stjórnvöld fyrir stjórnarskrárbrot og samkvæmt stjórnarskránni ætti kæran að vera send Forseta Íslands.
Bloggar | Breytt 16.3.2019 kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kaup ríkisins á Landsneti, - forsenda 3 orkupakkans
14.3.2019 | 19:04
Kannski hafa ekki allir áttað sig á því hvers vegna utanríkisráðherra er að fresta 3 orkupakkanum,- þ.e. að fresta að leggja fram þingsályktunartillögu um að aflétta fyrirvara Alþingis um 3 orkupakkann sem búið er að samþykkja í EES nefndinni af hálfu stjórnvalda. Í framhaldi af því leggur iðnaðarráðherra fram frumvarp um 3 orkupakkann.
Við skulum ekki ímynda okkur að stjórnvöld séu að hætta við að geðjast ESB í þessum óþarfa.
Ástæðan fyrir frestunni eru ákvæði um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku (sjá meðf. skjal), þær reglur gera ráð fyrir algjörum eignaraðskilnaði framleiðslu og dreifingu raforku,því hefur iðnaðarráðherra boðað að ríkið kaupi eignahluta raforkufyrirtækjanna til að uppfylla þessi skilyrði 3 orkupakkans.
Allt tal utanríkisráðherra um að verið sé að skoða málið er aðeins til að slá ryki í augu andstæðinga málsins.
Bloggar | Breytt 15.3.2019 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnartíðindi ESB - (fjór)helsi íslenska samfélagsins.
27.2.2019 | 16:02
Vefsíðuhluti EFTA heitir: EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins og geymir allar íslenskar þýðingar á gerðarflóðinu frá ESB.
Það sem af er árinu er búið að þýða um 2oo gerðir (nokkur þúsund blaðsíður) sem kallast á stofnannamáli EES; Tilskipanir, Reglugerðir, Tilkynningar, Ákvarðanir og eitthvað meira. Allt þetta flóð rennur athugasemdarlaust gegnum Alþingi, í ráðuneytin og svo til stofnanna ríkisins. Afleiðingin er enn aukin kostnaður fyrir atvinnulífið og almenning, sem var metinn 150 milljarðar á ári 2014- og ríkisútgjöld halda áfram að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa.
Í þessu gerða flóði er megnið hlutir sem okkur kemur lítið við, en allt sagt falla undir fjór-Helsið. Okkar litla samfélag er gert skylt að taka þetta flóð á sig eins og milljónaþjóðir. Hvenær á að bregðst við þessum ósköpum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Schengen er löngu hrunið
19.2.2019 | 15:19
Einn barnslegasti draumur ESB er um Bandaríki Evrópu og afnám landamæra. Það var sett í verkið með s.k. Schengensamningi sem afnam vegabréfakvaðir og fól jaðarlöndum ESB að vera "framvarðalönd" gegn umheiminum. Ísland ánetjaðist Schengen að óþörfu.
Nú hefur komið í ljós að "framvarðalöndin" ráða ekki við flóttamannaflóðið úr suðri. Og aðildarlönd Schengen eru farin að byggja múra á landmærum sínum, í trássi við Schengen, til að hafa hemil á flóðinu. Það veit enginn hvað margir flóttamenn eru komnir til Norður-Evrópu. Schengen er hrunið til grunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrælahald í boði EES samningsins.
8.2.2019 | 13:11
Þetta er ekki einsdæmi og því miður berast örugglega ekki öll svona mál til okkar því margir fara til síns heima aftur eftir að hafa verið beittir atvinnuofbeldi. Barátta verkalýðshreyfingarinnar til margra ára gegn félagslegum undirboðum og glæpastarfsemi á vinnumarkaði er ekki úr lausu lofti gripin og það er hreint hörmulegt að ekki sé enn komin aðgerðaráætlun í mansalsmálum og skipulagt samræmt eftirlit með öflugri eftirfylgni sem hefur að markmiði að uppræta þessa brotastarfsemi með öllum tiltækum ráðum, segir Drífa.
"Frelsi" EES samningsins býður upp á gervifyrirtæki, svokallaðar vinnumiðlanir sem flytja inn lálaunað fólk, aðallega frá Rúmeníu, fara með það eins og skepnur í boði íslenskra fyrirtækja sem vilja græða á þessu fólki, og vegna "atvinnusamkeppnisfrelsi" EES samningsins standa stjórnvöld hjá og setja þessu þrælahaldi engin mörk.
Drífa kallar eftir aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)