Færsluflokkur: Bloggar

Sparkað í fallinn mann

wow1072243.jpgEitt óþarfasta og dýrkeyptasta kjánastrikið sem íslensk stjórnvöld létu ESB leiða sig út í vegna EES var að lögleiða hér braskkerfi ESB með heimildir til að losa koltvísýring frá flugi og iðnaði, s.k. ETS. Ísland hafði engar alþjóðlegar skuldbindingar gert sem kröfðust þess. Engar þjóðir sem verja sína þegna gegn erlendri fjárplógsstarfsemi og valdníðslu eru með slíka bagga á flug og iðnað, það eru helst ESB og leppar þess sem leggja þá á. Enda löngu ljóst að kerfin hafa engin jákvæð áhrif á losun koltvísýrings. En við ræflarnir borgum á endanum. EES-kostnaðurinn kominn í flugmiðaverðið

Nú hefur umboðsskrifstofa ESB, Umhverfisstofnun, sektað þrotabú WOW um nærri fjóra milljarða fyrir að standa ekki skil á losunarheimildum. Slík tröllvaxin sekt vegna óþarfa sýnir að okkar stjórnkerfi er orðið ónýtt. Stjórnmálamenn okkar geta ekki stjórnað landinu og varið okkur fyrir glórulausum kvöðum sem stafa frá valdabákninu í Brussel. (Morgunblaðið 5.7.2019)


Okkur er hótað með ESB

clown-portrait-smiling-giving-thumbs-up-isolated-white-49178279_1348297.jpgFormaður starfshóps utanríkisráðuneytisins um úttekt á EES er greinilega hræddur um að ESB reki Ísland úr EES ef orkuyfirráðum, hrákjöts innflutningi og annarri áþján kóngsins í Brussel verður ekki hlýtt. Formaðurinn kemur frumlegri hótun á framfæri í Mogga í dag (28.6.2019):

"Sé aðild að EES hafnað yrði annaðhvort horfið aftur til fortíðar og tvíhliða viðskiptasamninga eða að nýju stefnt að ESB-aðild"

Maður verður hræddur, líklega best að hlýða kónginum.

Úttektin á EES skrípaleikur


Íþyngjandi innleiðing EES-reglna,- segir Viðskipraráð

Viðskiptaráð Íslands: Íþyngjandi reglufargan

"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"

  "Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."

"Innleiðing regluverks Evrópusambandsins gefur einnig ákveðna mynd af byrði regluverks og hvort stjórnvöld séu að nýta möguleika á einföldun þess." 

Reglugerðum fjölgar

Fyrir 10 árum lét Viðskiptaráð Hagfræðideild HÍ gera athugun á kostnaði við regluverkið fyrir fyrirtækin í landinu.

Þá var kostnaðurinn metin á 163 MILLJARÐA Á HVERJU ÁRI, og enn hækkar hann samkvæmt þessari nýju úttekt.

Þessi kostnaður speglast í háu vöruverði á Íslandi 

Auk þessa þenst stofnanna- og ráðuneytabáknið út sem krefst hærri skatta af einstaklingum og fyrirtækjum.


Landsmenn vilja ekki orkulög og sýklakjöt ESB

eyjfjor_urstadarbyggdin_addrattur_mjo.jpgNý skoðanakönnun sýnir að 3/5 landsmanna vilja ekki að ESB setji okkur lög um orku og innflutning á sýklamenguðu kjöti. Alþingi frestar samþykkt tilskipananna og hefur nú tíma til að skoða málin.

Landsmenn vilja ekki löggjöf ESB


ESA sækir að eignarhaldi vatnsorkuvirkjanna í NOREGI.

ESA sendi norska orkuráðuneytinu bréf 30 apríl. sl. um ýmsar spurningar um eignarhald á norskum vatnsorkuvirkjunum í eigu opinberra aðila.Bréf ESA

Norska Orkumálaráðuneytið svarar fullum hálsi og segir Þjónustutilskipun ESB geti ekki tengst eignaraðild orkufyrirtækja við rafmagn sem vöru.Bréf Norðmanna

Ljóst er af þessu að eftir samþykkt 3OP í Noregi fór þetta frumkvæði ESA af stað, þó ESA hafi áður fallist á dóm EFTA dómstólsins um að þetta opinbera eignarhald á vatnsorkuvirkjunum gengi ekki gegn EES samningnum.

Fullyrðingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um að 3OP snerti ekki eignarhald virkjanna, er hér afhjúpaðar. Kannski voru þeir fávísir um kænsku ESA að fara í gegnum Þjónustutilskipun gr.9-13 2003/123 Þjónustutilskipunin 


Við dönsum eftir pípu ESB

india-man-playing-flute-snake-450w-553541932.jpgÞegnar ESB-landa kjósa andstæðinga Brusselvaldsins, Bretar eru að fara út. En við dönsum eftir pípu ESB: Við ráðum ekki við glæpahópana frá ESB (sem hafa frjálsan aðgang hér vegna EES og Schengen). ESB-regluverkið um samkeppni stendur í vegi fyrir hagræðingu í íslenskum fyrirtækjarekstri.  Innflutningur á sýklamenguðum vörum frá ESB er hótun við heilbrigði dýra og manna. Gagnslaus taglhnýting við draumóra ESB um kolefnishlutleysi er að verða dýrkeypt.

Alþingi virðist ekki ráða við ásælni ESB í völd yfir landinu. Nú ætlar ESB að taka til sín yfirstjórn og stjórnsýslu yfir stærstu auðlind landsmanna með nýrri tilskipanahrúgu (orkupakka 3). Stór hluti þingmanna telja sig ekki þurfa að hlusta á rök heldur sofa heima. Það verða afkomendur þeirra sem fá okurháa orkureikningana þegar ESB-fyrirtæki fara að hirða arðinn af orkulindunum.

Orkukerfi landsins undir ESB


25 ára heilaþvotti þarf að ljúka.

25 ára heilaþvotti þarf að ljúka. Að glopra niður sjálfstæði sínu með opin augu eru sorgleg örlög.

Auglýsing EESAuglýsing EES

 


ESB Umsóknin enn gild!!!!

esbMjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var um­sókn­in dreg­in til baka?

Niðurlag greinarinnar er: 

"Miðað við það sem hér hef­ur verið rakið er ljóst að um sam­dóma álit Evr­ópu­sam­bands­ins og ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Íslands er að ræða þess efn­is að um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið, sem send var til for­ystu­manna þess af þáver­andi rík­is­stjórn vinstri­flokk­anna sum­arið 2009, hafi ekki verið dreg­in form­lega til baka held­ur hafi ein­ung­is verið gert hlé á um­sókn­ar­ferl­inu. Enn­frem­ur að það er staðföst og margít­rekuð afstaða Evr­ópu­sam­bands­ins að um­sókn­in sé enn til staðar."

Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.

Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.   


EFTA Dómstóllinn = Hæstiréttur Íslands

Það er alvörumál hvernig EES samningurinn er að taka hér yfir dómsvald í landinu og er æðsta dómsvald landsins, ekki er hægt að áfrýja dómum hans. Hér fjalla Stefán Már Stefánsson og Eyvindur G. Gunnarsson lagaprófessorar við HÍ um dóma EFTA dómstólsins, m.a. í Kjötmálinu og gagnrýna niðurstöðuna. Þeir benda á hvernig gerðir ESB eru að breyta EES samningnum mótstöðulaust.  

"Grein þessi fjallar um þetta álitaefni. Þrír dómar EFTA-dómstólsins um svipað sakarefni eru hér nefndir til sögunnar þar sem því má halda fram að framsækin lagatúlkun hafi leitt af sér ákveðnar ógöngur. Þeir dómar sem gera má athugasemdir við að þessu leyti eru þó fleiri."

"Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA-dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist. Með þessu er átt við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Í þessu felst að hagsmunum og áherslum sem samningsaðilar gengu út frá sé vikið til hliðar á kostnað annarra hagsmuna eða áherslna, sem aðilar höfðu e.t.v. aldrei færi á að tjá sig um og fengu því aldrei lýðræðislega meðferð."

"Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna."

 https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/


Formenn samtaka fyrirtækja þurfa að læra

laxarvirkjun85e8839033fcbe77_1343425.jpgÍ Moggagrein í dag segja nokkrir þeirra: "EES-samningurinn er eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs og hornsteinn að bættum lífskjörum almennings. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar byggist á viðskiptafrelsi sem er grundvallað á EES-samningnum".

Þetta eru rangfærslur. Einn höfundanna tjáir sig í Fréttablaðinu í dag um EES/ESB og hefði verið gott fyrir hina höfundana að spyrja hann betur áður en Moggagreinin var birt. Hann segir:

"-áliðnaðurinn í ESB hefur dregist saman um þriðjung síðan 2007 - verð á losunarheimildum í ETS-kerfi ESB hefur margfaldast á tæpum tveim árum - álframleiðendur utan EES þurfa ekki að standa undir sambærilegum kostnaði - Orkuverð og flutningur raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði-" (Magnús Þór Ásmundsson, Fréttablaðið 8.5.2019)

Ísland dróst inn í ETS kerfið að óþörfu, það er orðið dýrkeypt fyrir iðnaðinn og flugið. Orkuverðið hækkaði í kjölfar 1. og 2. orkupakka ESB/EES.

Það lítur út fyrir að formenn sumra samtaka fyrirtækja þurfi að læra meira um hagsmuni íslensks atvinnulifs.

Að flæma fyrirtækin úr landi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband