Færsluflokkur: Bloggar
Við dönsum eftir pípu ESB
29.5.2019 | 14:49
Þegnar ESB-landa kjósa andstæðinga Brusselvaldsins, Bretar eru að fara út. En við dönsum eftir pípu ESB: Við ráðum ekki við glæpahópana frá ESB (sem hafa frjálsan aðgang hér vegna EES og Schengen). ESB-regluverkið um samkeppni stendur í vegi fyrir hagræðingu í íslenskum fyrirtækjarekstri. Innflutningur á sýklamenguðum vörum frá ESB er hótun við heilbrigði dýra og manna. Gagnslaus taglhnýting við draumóra ESB um kolefnishlutleysi er að verða dýrkeypt.
Alþingi virðist ekki ráða við ásælni ESB í völd yfir landinu. Nú ætlar ESB að taka til sín yfirstjórn og stjórnsýslu yfir stærstu auðlind landsmanna með nýrri tilskipanahrúgu (orkupakka 3). Stór hluti þingmanna telja sig ekki þurfa að hlusta á rök heldur sofa heima. Það verða afkomendur þeirra sem fá okurháa orkureikningana þegar ESB-fyrirtæki fara að hirða arðinn af orkulindunum.
Bloggar | Breytt 1.6.2019 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25 ára heilaþvotti þarf að ljúka.
20.5.2019 | 09:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB Umsóknin enn gild!!!!
18.5.2019 | 19:47
Mjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var umsóknin dregin til baka?
Niðurlag greinarinnar er:
"Miðað við það sem hér hefur verið rakið er ljóst að um samdóma álit Evrópusambandsins og utanríkisráðuneytis Íslands er að ræða þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið, sem send var til forystumanna þess af þáverandi ríkisstjórn vinstriflokkanna sumarið 2009, hafi ekki verið dregin formlega til baka heldur hafi einungis verið gert hlé á umsóknarferlinu. Ennfremur að það er staðföst og margítrekuð afstaða Evrópusambandsins að umsóknin sé enn til staðar."
Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.
Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EFTA Dómstóllinn = Hæstiréttur Íslands
16.5.2019 | 13:18
Það er alvörumál hvernig EES samningurinn er að taka hér yfir dómsvald í landinu og er æðsta dómsvald landsins, ekki er hægt að áfrýja dómum hans. Hér fjalla Stefán Már Stefánsson og Eyvindur G. Gunnarsson lagaprófessorar við HÍ um dóma EFTA dómstólsins, m.a. í Kjötmálinu og gagnrýna niðurstöðuna. Þeir benda á hvernig gerðir ESB eru að breyta EES samningnum mótstöðulaust.
"Grein þessi fjallar um þetta álitaefni. Þrír dómar EFTA-dómstólsins um svipað sakarefni eru hér nefndir til sögunnar þar sem því má halda fram að framsækin lagatúlkun hafi leitt af sér ákveðnar ógöngur. Þeir dómar sem gera má athugasemdir við að þessu leyti eru þó fleiri."
"Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA-dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist. Með þessu er átt við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Í þessu felst að hagsmunum og áherslum sem samningsaðilar gengu út frá sé vikið til hliðar á kostnað annarra hagsmuna eða áherslna, sem aðilar höfðu e.t.v. aldrei færi á að tjá sig um og fengu því aldrei lýðræðislega meðferð."
"Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna."
https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Formenn samtaka fyrirtækja þurfa að læra
8.5.2019 | 17:02
Í Moggagrein í dag segja nokkrir þeirra: "EES-samningurinn er eitt stærsta hagsmunamál íslensks atvinnulífs og hornsteinn að bættum lífskjörum almennings. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar byggist á viðskiptafrelsi sem er grundvallað á EES-samningnum".
Þetta eru rangfærslur. Einn höfundanna tjáir sig í Fréttablaðinu í dag um EES/ESB og hefði verið gott fyrir hina höfundana að spyrja hann betur áður en Moggagreinin var birt. Hann segir:
"-áliðnaðurinn í ESB hefur dregist saman um þriðjung síðan 2007 - verð á losunarheimildum í ETS-kerfi ESB hefur margfaldast á tæpum tveim árum - álframleiðendur utan EES þurfa ekki að standa undir sambærilegum kostnaði - Orkuverð og flutningur raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði-" (Magnús Þór Ásmundsson, Fréttablaðið 8.5.2019)
Ísland dróst inn í ETS kerfið að óþörfu, það er orðið dýrkeypt fyrir iðnaðinn og flugið. Orkuverðið hækkaði í kjölfar 1. og 2. orkupakka ESB/EES.
Það lítur út fyrir að formenn sumra samtaka fyrirtækja þurfi að læra meira um hagsmuni íslensks atvinnulifs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rökleysur ráðamanna um 3OP og EES.
1.5.2019 | 16:53
Formaður utanríkisnefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil í Mogganum í gær og endurtekur sömu tugguna og iðnaðar- og utanríkisráðherra, sem snýst um að tengja 3OP við gagnrýni á EES samninginn, eins og það sé megin vörn þeirra í 3OP umræðunni.
Hún segir m.a. um EES samninginn.."Mögulega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta undir fertugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífsgæða sem EES-samningurinn færir okkur. Þau þekkja tækifærin til að mennta sig erlendis, búa þar og starfa, lífsgæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálfsagðan hlut."
Hér er annað hvort lítil þekking á ferðinni, eða blekking með ómerkilegum hætti; - Staðreyndin er að mögulegt að mennta sig í öðrum löndum,t.d. Ameríku, og að stunda frjáls viðskipti við allan heiminn, og starfa og lifa annarsstaðar en í ESB.
Hins vegar er ESB með einna mestu innflutningshindranir í viðskiptum í heiminum og það flýtur að hluta inn í EES samningurinn sem tæknihindranir á Íslandi í viðskiptum við lönd utan ESB.
Það eru engin rök hjá ráðamönnum að blanda saman því að troða inn á þjóðina markaðsvæðingu á orkukerfi þjóðarinnar sem hún á að 90%, af ótta við ESB, og framtíðarumræðu um kosti og galla EES samningsins, sem 3OP kallar auðsjáanlega á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eru hótanir Norðmanna að baki taugaveiklun stjórnvalda í 3OP?
26.4.2019 | 10:25
Fundur Katrínar og Ernu Solberg í október 2018 afhjúpaði vel þrýstinginn á samþykkt Íslands á 3OP
-RÚV 29.10.2018: ..... EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES settu þann fyrirvara að samþykki þjóðþinga ríkjanna þriggja yrði að liggja til grundvallar. Norðmenn hafa þegar samþykkt pakkann, sem og Liechtenstein, en hann tekur ekki gildi nema Ísland samþykki hann líka.
Við erum á einum markaði og það er snúið að standa utan stofnana sem taka ákvarðanirnar og við vonum því að það finnist lausn hvað Ísland snertir svo að við getum fullnægt þessum þáttum samninganna, segir norski forsætisráðherrann.
Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og eru auðvitað í annarri stöðu en Ísland þar sem þau eru auðvitað með sæstrengi til að mynda til annarra landa og EES-samstarfið líka. Þetta er hluti af EES-samstarfinu sem skiptir öll þessi lönd miklu máli, segir Katrín.
Katrín segir að málið verði tekið fyrir á Alþingi í febrúar. Solberg segir þær ekki hafa rætt hvaða staða komi upp hafni Alþingi þriðja orkupakkanum. Við erum ekki með varaáætlun. Ég vona að Íslendingar sjái að til að þessu verði fylgt eftir og samþykkt, segir Solberg.
Við höfum ekki þrýst á en bent á það að það eru fleiri sem standa að EES-samningnum. Málið er mikilvægt fyrir Noreg en svo er Miðflokkurinn á móti EES-samningnum og flokkurinn hefur mikið látið til sín taka á Íslandi svo að Íslendingar verði á móti og þá gegn norskum hagsmunum.
" Viðtal í RÚV 29.10.2018 http://www.ruv.is/frett/hafnar-thrystingi-vegna-thridja-orkupakkans
Um mitt sumarið 2018 kom utanríkisráðherra Noregs til Ísland til að skoða heyrúllur, en meginmálið var að ræða 3 OP sem sýnir vel áherslu Noregs á málið.
Þegar forsætisráðherra Noregs notar orðalag eins og "..við höfum bent á að það eru fleiri sem standi að EES samningnum" og Katrín lætur hafa eftir sér "Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál ..og EES samstarfið líka"
- Er augljóst að norsk stjórnvöld hafa hótað íslenskum stjórnvöldum í málinu, sem er ekki nýtt, má rifja upp yfirgang norðmanna í Smugumálinu, Makríl og Kolmunamálum. Ætla stjórnvöld að keyra 3OP í gegn vegna hótanna norðmanna?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju fyrirvarar 3OP duga ekki.
22.4.2019 | 10:57
Sameiginlega EES-nefndarinnar ákvað í maí 2017 að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn. Það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Ef Alþingi afléttir honum verða tilskipanirnar leiddar í íslensk lög.
Í þingsályktun Utanríkisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að að Tilskipanir 713/2009 og 714/2009 taki ekki gildi á þeirri forsendu að ekki sé fyrir hendi tengivirki yfir landamæri.
Í 2 Kafla EES samningsins eru ákvæði um tilhögun ákvarðanatöku í sameiginlegu EES nefndinni:
97.gr. Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:
ef sameiginlega EES-nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins, eða
ef skilyrði 98 gr. hefur verið fullnægt.
98 gr. Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1-7,9-11, 19-27, 30-32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. 2)
Tveir annmarkar eru því á þingsályktuninni:
1. Í ljósi ákvæða 97. gr. EES samningsins, hefur fyrirvarinn í þingsályktuninni ekkert gildi, nema hann uppfylli skilyrði 97. gr. EES samningsins, þ.e að hann sé sé borinn undir sameiginlegu EES nefndina og samþykktur þar.
2. Af því leiðir að ef Alþingi heimilar ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku 3OP í EES-samninginn, felur það í sér að allar tilskipanir 3OP taka gildi og þar með meira valdaafsal (framkvæmda/dómsvald) til erlendra stofnanna yfir íslenskum hagsmunum á orkusviði en stjórnarskráin heimilar að áliti bestu lögmanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn í gjörningaveðri
17.4.2019 | 10:53
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að aflétta fyrirvara þingsins um að afhenda ESB öll völd á orkuauðlindum landsins.
Ríkisstjórnin reynir að klæða málið í felubúning fyrir þingmenn sína svo þeir geti skammlaust samþykkt gjörninginn.
Ef þeir samþykkja okið af trúmennsku við forystuna, (gleymdur eiður við stjórnarskránna) og í skjóli viðhlæjenda á þinginu, skipta engu ímyndaðir þröskuldar um framhaldið. Hvorki í neðanmáli, né loforði,-enda segir iðnaðarráðherra í Harmagedón vilja sæstreng og ESB sé sælulandið.
Samkvæmt EES samningnum er samþykkt þingsályktunarinnar orðin bindandi gjörningur gagnvart ESB, næst rekur ESA eftir að tilskipanirnar séu rétt framkvæmdar, þröskuldalausar, enda allar upptaldar í þingsályktuninni.
Allt þetta vita þingmenn, enda vanir, samþykkja um 4-500 tilskipanir frá ESB á ári á Alþingi, - óumbreytanlegar.
Svo sárnar þingmönnum að vera kallaðir kjarnyrtum nöfnum ef þeir ætla að afhenda erfðasilfrið sem þeim er gert að gæta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)