Færsluflokkur: Bloggar
Utanríkisráðuneytið rökþrota
13.8.2019 | 11:51
Utanríkisráðherra fór með falsfréttir um virt norsk samtök og samskipti þeirra við íslensk félagasamtök í sjónvarpsfréttum RÚV í gær til þess að gera andstæðinga 3. orkupakkans tortryggilega. Þar með er orðið ljóst að rökþrot utanríkisráðuneytisins er komið á alvarlegt stig.
Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Ísland í skammarkróki EES?
12.8.2019 | 13:00
Getur verið að hræðsla við Norðmenn og ESB í EES samstarfinu sé ástæðan fyrir einbeittum vilja stjórnarliða að innleiða 3OP?
Af hverju heldur Utanríkisráðherra því fram að ef við innleiðum ekki 3OP, lendum við í ESB?
Af hverju hafa þingmenn lýst áhyggjur af refsiaðgerðum ESB ef við höfnum 3OP, þrátt fyrir ákvæði um deilulausn í samningnum?
Eru orð utanríkisráðherra vegna þess að búið sé að gefa í skyn að með niðurfellingu EES samningsins fái Ísland enga samninga (Brexit style) og hann sjái þá enga aðra leið fyrir Ísland, en að ganga í ESB?
Telja íslenskir ráðamenn að þetta megi ekki koma fram fyrir þjóðina? Séu ráðalausir?
Skýrir þrýstingur þessi sérkennilegu viðbrögð og málflutning stjórnarliða um 3OP?
Munum heimsókn utanríkisráðherra Noregs í fyrra til að ræða 3OP, sérstakan fund Katrínar og Solberg í vetur um 3OP, núna heimsóknir æðstu manna Þýskalands.
Munum einnig orð fv. forseta EFTA dómstólsins um þreytu Norðmanna að halda uppi EFTA/ EES kerfinu.
Það eru engar tilviljanir í svona málum.
Viðsnúningur forystumanna og þingmanna ríkisstjórnar-flokkanna eftir sameiginlegan fund í ráðherrabústaðnum er óeðlilegur, allar efasemdarraddir þögnuðu, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem höfðu haft uppi efasamdir og gagnrýni nokkrum mánuðum fyrir fundinn snéri við blaðinu ganga gegn flokkssamþykktum og andstöðu grasróta flokkanna. Forysta VG þegir þunnu hljóði í stórmáli sem markaðsvæðir orkugeirann og hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif í kapphlaupi virkjunarframkvæmdum.
Kannski var eitthvað að baki því þegar í upphafi var helsti hræðsluáróðurinn um að EES samningurinn væri í hættu?
ER BETRA AÐ FÆRA ESB STJÓRN ORKUMÁLA Á ÍSLANDI OG BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNNA, TIL AÐ HALDA Í ÓNÝTAN SAMNING?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einfaldara Ísland
24.7.2019 | 16:11
Í grein Héðins Unnsteinssonar í Morgunblaðinu í dag, Einfaldara ísland, er kjarninn þessi.
" Á hverju ári deilir ríkið rúmlega 932 milljörðum króna af almannafé út til almannaþjónustu og sveitarfélögin samtals rúmlega 310 milljörðum króna sem opinberir starfsmenn í 38.000 stöðugildum sinna."
Fjöldi Íslendinga er um 357 þús. um 190 þús. eru starfandi á vinnumarkaði, samkvæmt því er um 20% vinnuaflsins starfandi hjá ríki og sveitarfélögum.
Það er nauðsynlegt fyrir sjálfbærni Íslands að fjölga þeim og koma til starfa í fyrirtækjum sem skapa tekjur. Við höfum ekki efni á því að fjölga ríkisstarfsmönnum.
ESB skriffinnska/eftirlit hjá hinu opinbera kostar fyrirtækin í landinu um 160 milljarða á ári. Það kemur fram í vöruverði.
EES samningurinn og stjórnkerfið er orðið baggi á samfélaginu.
Bloggar | Breytt 25.7.2019 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin heldur að hún ráði einhverju um sæstreng
21.7.2019 | 17:12
Talsmenn og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar segja að til greina komi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aflsæstreng til ESB. Það er barnsleg bjartsýni, 3. orkupakki ESB tekur af öll tvímæli um hvaða regluverk og hver ræður því hvernig og hvenær sæstrengur verður lagður.
Með samþykkt 3. orkupakkans afsala íslensk stjórnvöld völdum og stjórnsýslu yfir orkukerfinu til ESB. Til þess að halda stjórn orkukerfisins heima veður að hafna 3. orkupakkanum eða segja EES-samningnum upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB er að eignast Ísland
19.7.2019 | 13:26
Millar í ESB mega samkvæmt EES kaupa land á Íslandi eftir vild, með kostum og gæðum https://www.althingi.is/altext/stjt/1993.133.html (Jón Björn Hákonarson, Mbl 18.7.2019). Þeir sækjast eftir virkjanaréttindum og fleiri nýtingarmöguleikum (Mbl 19.7.2019). Fyrirtæki í ESB mega eiga virkjanir hér samkvæmt EES. Virkjanaleyfin verða samkvæmt 3. orkupakkanum boðin út í ESB og auglýst í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins svo "jafnræði" sé milli íslenskra aðila og ESB-aðila!
Við verðum fyrir meiri og meiri lífskjaraskerðingu og einangrun undir valdi ESB (Sveinn Guðjónsson, Mbl 18.7.2019). Við fengum öfgafullar orkuverðshækkanir með 1. og 2. orkupakka ESB/EES. En nú þurfum við að búa okkur undir að borga vindmylluverð ESB fyrir orkuna hér heima í orkulandinu sjálfu.
https://www.frjalstland.is/2019/05/12/dypkandi-orkukreppa-i-esb/#more-1397
Bloggar | Breytt 20.7.2019 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tilgangur 3 OP- Fullkomin markaðsvæðing og stjórn ESB á auðlindum.
17.7.2019 | 20:30
Það er alveg ljóst að með stofnun ACER ætlaði Framkvæmdastjórn ESB að taka stjórn á orkumálum Evrópu af landsyfirvöldum. Enda segir í inngangi Tilskipanna 3OP :
Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina Stefna í orkumálum fyrir Evrópu er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og að skapa jöfn samkeppnisskilyrði allra raforkufyrirtækja í Bandalaginu. Orðsendingar framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem bera yfirskriftirnar Horfur á innri gas-og raforkumarkaðinum og Fyrirspurn skv. 17. gr. reglugerðar (EB) nr. 1/2003 um gas-og raforkugeirana í Evrópu (lokaskýrsla) sýndu að núverandi reglur og aðgerðir veita hvorki nauðsynlegan ramma né skapa flutningsgetu samtengileiðslna til að markmiðinu um vel starfhæfan, skilvirkan og opinn innri markað verði náð.
Innleiðing 3 OP og tilskipanir á orkusviði sem munu fylgja á næstu árum, tryggja fulla stjórn framkvæmdarstjórnar ESB á orkumálum á EES svæðinu og tengingu um allt svæðið. Aðgerðir ESA og ESB gegn ríkjunum nú um gjald á auðlindir eru til að jafna samkeppnisskilyrði á svæðinu og skref í átt að fullri markaðsvæðingu fyrirtækjanna og rafmagnsins, -vörunnar.
Með markaðsvæðingunni hverfa áhrif yfirvalda einstakra landa, en reglukerfið stjórnar flæði orkuauðlindanna. Á ÞETTA ERU ÞINGMENN EKKI LÆSIR, Í FLOKKSHEIMI SÍNUM SJÁ ÞEIR EKKI FRAMTÍÐINA, ÞÓ BÚIÐ SÉ AÐ SEGJA FYRIR UM HANA AF ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB
15.7.2019 | 12:47
ÚTBOÐ Á NÝJUM VIRKJUNARMÖGULEIKUM.
Í 8 gr. Tilskipunar 72/2009(3OP)er kveðið skýrt á um að ný framleiðslugeta eða flutningsgeta rafmagns fari fram með opnu gagnsæu útboði, án allrar mismunar. Samkvæmt því verða öll ný virkjunarleyfi og flutningslínur og þá um leið vatns-og landréttindi, að vera boðin út á EES svæðinu.
Þetta þýðir að frumkvæði á nýjum virkjunarkostum verða hjá yfirvöldum, enda segir í 1. lið. 8 gr. Aðildarríkin skulu tryggja að sá möguleiki sé fyrir hendi, vegna afhendingaröryggis, að kveða á um nýja framleiðslugetu..
Slíkar virkjanir yrðu þá í eigu þeirra sem bjóða best í virkjunarleyfi og auðlind. Hugsanlega má rekja mikinn ákafa í virkjunarleyfi í dag til þessa ákvæðis og tal orkufyrirtækja um yfirvofandi orkuskort, til að ýta á stærri fallvatnsvirkjanir.
Þessi þróun mun leiða til þess að eigendur nýrra virkjanna í samkeppni við þær sem fyrir eru, munu krefjast þess að:
-Fyrirtæki sem notið hafa gjaldlausan aðgang að náttúruauðlindum greiði aukagjald vegna fjárhagslegra yfirburða til að jafna samkeppnisstöðu.
-Að markaðsráðandi fyrirtækjum verði skipt upp til að jafna samkeppnisstöðu á markaðnum.
ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Furðuskrif Björns Bjarnasonar
12.7.2019 | 11:41
Björn Bjarnason formaður nefndar um endurskoðun EES samningsins og fær til þess tugi milljóna króna, er fúll ef einhver gagnrýnir EES samninginn, vill ritskoðun á Moggann og sakar ritstjórn blaðsins um að breyta fyrirsögnum greina og leyfa slíka gagnrýni.
Formanninum er ekki sjálfrátt í þessu hlutverki sínu.
-Hann hefur m.a lagt fram tillögu um að setja ákvæði inn í Stjórnarskránna sem greiðir einungis ESB tilskipunum leið í íslensk lög, það hefði verið heiðarlega að gera tillögu um inngöngu í ESB en að fara þá bakaleið.
-Á fundum með þessari endurskoðunarnefnd hafa gagnrýnendur á EES samninginn þurft að sitja undir háðsglósum hans og skömmum. Meðal annars kom hann (með fríðu föruneyti) á fund NEI TIL EU í Noregi, þar sakaði hann þau um að vera með afskipta af innanríkismálum Íslands.
-Hann fer með rangt mál æ ofan í æ þegar hann fullyrðir að Frjálst land sé einhverskonar útibú NEI til EU á Íslandi og sé málspípa þeirra. Það væri eins og að segja að Björn væri málpípa ESB á Íslandi af því að hann væri að verja innleiðingu tilskipanna Sambandsins.
-Hann skammast yfir því að neikvæð áhrif EES samningsins á viðskiptalíf þessa smáa samfélags okkar, sem þarf að bera allt báknið og speglast í vöruverði, séu upplýst. Viðskiptaráð Íslands hefur margoft kvartað yfir reglugerðarfarganinu, í þessari skýrslu; Skýrsla Viðskiptaráðs 2015 þarf ekki mikla greind til að átta sig á að samanburðurinn er við Evrópulönd Þar er beinn og óbeinn kostnaður fyrirtækja í landinu metin á 163 milljarða á ári.
Núna í síðasta mánuði birti Viðskiptaráð einnig skýrslu um sama efni, um enn íþyngjandi og vaxandi reglugerðarskóginn https://frjalstland.blog.is/admin/blog/?entry_id=2236726, þar segir m.a.:
"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"
"Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."
Ekkert annað en 25 ára innleiðing tilskipanna ESB er ástæða þessa og Björn Bjarnason vill breiða yfir það með ómerkilegum upphrópunum. Með þessum fölsku fullyrðingum dæmir Björn Bjarnason sig ómarktækan og niðurstaða endurskoðunarskýrslunnar hans um EES samninginn væntanlega líka.
Bloggar | Breytt 13.7.2019 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB heftir alþjóðaviðskipti Íslands
10.7.2019 | 20:17
Áróðursmenn veifa stöðugt blekkingum um EES: Bætir lífskjör, viðskipti og sitthvað fleira! Raunin er sú að Ísland er að lokast meir og meir inni í múravirki ESB. Viðskiptahöft og tilskipanafargan eru að draga Ísland niður á stöðnunarstig ESB.
EES-samningurinn er að einangra Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)