Færsluflokkur: Bloggar
Viðskiptaárás- Niðurgreiðslur ESB
3.10.2019 | 09:43
BEINIR STYRKIR- Útflutningur matvæla frá ESB:
ESB reyndi að fela framleiðslustyrki í formi markaðs og fjárfestingarstyrkja, sem gerði það að verkum að niðurgreiðslur framleiðsluvara verða ekki eins sýnilegar í samkeppninni og áður.
Vefsíðan farmsubsidy.org tók saman hvað 10 stærstu styrkþegar kerfisins fengu á nokkurra ára tímabili í formi beinna greiðslustyrkja, markaðs- og fjárfestingastyrkja fram til 2009:
Framleiðandi Styrkir samtals Tímabil
1 Friesland Holllandi 1,605,926,904 Frá 1997
2 Arla Foods Danmörk 951,731,484 Frá 2000
3 Tate & Lyle Bretland 827,979,239 Frá 1999
4 Avebe Hollland 589.534,206 Frá 1997
5 Danisco Danmörk 484,863,255 Frá 2000
6 Hoogwegt Hollland 356,925,537 Frá 1997
7 Danish Crown Danmörk 292,629,690 Frá 2000
8 Eridania Sadam Ítalíu 225,357,110 Frá 2002
9 Nestlé Bretland 196,777,997 Frá 1999
10 Saint L Sucre Frakkland 196,464,108 Frá 2004
Þessir styrkir eru taldir vera um 35-60% af útflutningsverði varanna, sama gildir um allar aðrar landbúnaðarafurðir í ESB (Viskí líka).
Allt er reynt til að fela þessa styrki í gögnum ESB og þeir halda áfram, en nú hefur USA áttað sig á þessu, þó Ísland láti sveigja sig og beygja í innflutningi frá ESB.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kolefniskerfi ESB-II. hluti
2.10.2019 | 09:43
Climet Action- Sameiginlegt átak ESB-landanna (Effort Sharing) :
Losunarmarkmið aðildarríkjanna.
Með lögunum um sameiginlega hlutdeild er gerð bindandi árleg markmið um losun CO2 fyrir aðildarríkin fyrir tímabilin 20132020 og 20212030. Þessi markmið varða losun frá flestum atvinnugreinum(utan ETS), þ.e. allra flutninga, bygginga, landbúnaðar og úrgangsvinnslu, þessi svið nema um 55 % af losun ESB.
Effort Sharing Regulation (EU) 2018/842, https://ec.europa.eu/energy/sites/ener/files/technical_note_on_the_euco3232_final_14062019.pdf
Löggjöfin um hlutdeild, er hluti af stefnumörkun og aðgerðum vegna loftslagsbreytingar og orku. Landsmarkmiðin munu sameiginlega skila minnkun um 10% af heildarlosun ESB frá þeim geirum sem fjallað er um til árisins 2020 og um 30% til ársins 2030, samanborið við 2005. Saman með 21% lækkun á losun sem fellur undir ETS fyrir árið 2020 og 43% til 2030 mun þetta gera ESB kleift að ná loftslagsmarkmiðum fyrir 2020 og 2030. https://ec.europa.eu/clima/policies/effort_en
Losunarminnkun árið 2020: 10%
Landsmarkmiðin eru byggð á hlutfallslegum auði aðildarríkjanna, mæld með vergri landsframleiðslu á mann. Fátækari löndin hafa minni markmið. Markmiðið til ársins 2020 eru frá 20% minnkun (frá 2005) fyrir ríkustu aðildarríkin í 20% heildaraukningu hjá þeim fátækustu. Króatía, sem gekk í ESB 1. júlí 2013, hefur leyfi til að auka losun um 11%.
Losunarlækkun árið 2030: -30%
Reglugerðin um bindandi árlega skerðingu á losun aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 (reglugerð um sameiginlega hlutdeild) sem samþykkt var árið 2018 er hluti af stefnu Orkusambandsins og framkvæmd ESB á Parísarsamkomulaginu. Það setur innlend markmið um að draga úr losun fyrir 2030 fyrir öll aðildarríkin, á bilinu 0% til -40% frá 2005.
Þörf á landsvísu.
Öfugt við atvinnugreinar innan ESB, sem eru skipulagðar á vettvangi ETS, eru aðildarríkin ábyrg fyrir landsstefnu og ráðstöfunum til að takmarka losun frá þeim geirum sem falla undir lög um sameiginlega hlutdeild. Dæmi um mögulega stefnu og ráðstafanir eru:
-Að draga úr flutningaþörf.
-Að efla almenningssamgöngur og tilfærsla frá flutningum sem byggjast á jarðefnaeldsneyti.
-Að endurbyggja byggingar skilvirkari hita- og kælikerfa, auka endurnýjanlega orku til hitunar og kælingar.
- Loftslagsvænni búskaparhætti, umbreytingu búfjáráburðar í lífgas.
Ákvörðunar um hlutdeild. (Emission Shared Desicion) Ákvörðun um hlutdeild (ESD) setur markmið fyrir aðildarríkin á þeim sviðum hagkerfisins sem falla ekki undir viðskiptakerfi EST með losun. Til að tryggja að farið sé að þessum markmiðum á trúverðugan, stöðugan, gegnsæjan og tímabæran hátt, fer fram endurskoðun ESB á áætlun aðildarríkjanna ár hvert. Endurskoðunin er framkvæmd af endurskoðunarteymi tæknilegra sérfræðinga sem framkvæmdastjórnin hefur samið um og samræmd af skrifstofu Umhverfisstofnunar Evrópu.
Endanleg losun hvers aðildarríkis er háð samþykki ESB. Eftir birtingu þessarar ákvörðunar í Stjórnartíðindum hafa aðildarríkin fjóra mánuði til að beita sveigjanleika skv. 3. og 5. gr. ESD (lántöku eða kaupa úthlutanir / alþjóðleg verkefnainneign) til að tryggja árlega samræmi við markmið ESD.
https://ec.europa.eu/clima/policies/effort/framework_
Hins vegar, ef losun aðildarríkis á tilteknu ári fer yfir árleg takmörk, jafnvel þegar reiknað er með sveigjanleika, mun það sæta refsingu og verður að grípa til úrbóta skv. 7. gr. ESD: Aðildarríkið verður að ná fram því sem ekki náðist á tilteknu ári, á næsta ári á eftir margfaldað með stuðlinum 1,08 sem refsingu.
Aðildarríkið verður einnig að leggja fram áætlun til úrbóta fyrir framkvæmdastjórnina þar sem ítarlega er lýst áformum þeirra um að komast aftur á réttan kjöl til að ná markmiði sínu. Að auki mun aðildarríkið, sem ekki uppfyllir kröfur, missa tímabundið réttinn til að flytja allar úthlutanir til annarra aðildarríkja.
Reglugerð um Sameiginlegt átak (ESB) 2018/842, sem nær yfir árin 2021-30, nær einnig til refsingu um losun 2020. Til viðbótar við ákvæði ESD/ESR getur framkvæmdastjórnin hafið formlega málsmeðferð gegn broti gegn aðildarríkinu skv. 258. gr. Sáttmálans um starfssemi Evrópusambandsins.
Allar tilskipanir og reglugerði um loftlagsmál ESB verður Alþingi að samþykkja þegjandi og hljóðalaust, þó vísað sé til aðildarríkjanna og stofnsáttmála sambandsins. Ósjálfstæði Alþingis og stjórnarskrábrot gagnvart löggjöf ESB verður að taka enda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kolefniskerfi ESB - 1 Hluti.
29.9.2019 | 20:40
ESB ætlar að leysa kolefnisvandann í álfunni með eftirfarandi hætti:
1. Láta markaðinn ráða minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og raforkuframleiðslu. Hlutur þeirra er um 45% af heildarlosun sambandsins.
2. Að aðildarlöndin beri ábyrgð á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, hitun híbýla, sorpúrgangi og landbúnaði og öllu öðru í 55% heildarlosun sambandsins.
Allt magn sem iðnaður og rafmagnsframleiðsla losar, um 45% af CO2 í álfunni, verður markaðsvara. Kerfið er þannig byggt upp að magn gróðurhúsaloftegunda sem þessi geiri losar er umreiknaður í CO2 tonn og meðallosun allra ESB/EES landanna 2005 er sett sem heildarþak (kvóti) losunarheimilda.
Í upphafi kerfisins fengu fyrirtækin heimildirnar (sem var útblástur þeirra á viðmiðunarárunum á undan) endurgjaldlaust. Samhliða var sett á stofn viðskiptakerfi og uppboðsmarkaður ETS (Emission Trading System) 2005 fyrir losunarheimildir frá þessum geira, þar sem kaup og sala áttu/eiga sér stað.
Framkvæmdastjórn ESB stjórnar úthlutun heimilda. Frá árinu 2005 hefur síaukið magn verið selt/keypt á markaðnum. Stefnt er að því að fram til ársins 2030 fari sífellt stærri hluti heimilda á markað og 80% heimilda verði á uppboðsmarkaði 2030 (flug meðtalið).
ESB hyggst setja á stofn varasjóð heimilda, Stöðugleikavarasjóð ('MSR' (Market Stability Reserve)) til að stýra flæðinu inn á markaðinn. Áætlun ESB og EES er 40% minnkun losunar 2030 frá árinu 1990. Losunin á að nást með endurnýjanlegum orkugjöfum, orkuskiptum og betri nýtingu orkunnar (4OP).
Til að einfalda myndina, þá er framkvæmdin þessi:
1. Heimildirnar settar á markað og fyrirtæki kaupa það sem þau þurfa, framboð og eftirspurn ræður verðmyndun. Með stýringu ESB á framboði er ætlunin að mynda skortverð og hækka verðið frá því sem var að meðaltali rúmar 5 evrur/CO2tonn 2013-2016, á um 4% af heildarúthlutuðum heimildum.
2. Áætlað er að verð hækki í 10 og svo í 15 evrur/tonnið á næsta áratug með minni fríum úthlutunum. Þetta háa verð á að knýja fyrirtæki til að fjárfesta í vistvænni lausnum og þannig náist minnkunin (40%). Uppboðsféð sem fæst fyrir heimildir ESB rennur síðan til aðildarlandanna. Skýrar reglur eru um að það fé sé úthlutað sem fjarfestingastyrkir til minnkunar CO2.
Fyrirtækin þurfa því að kaup losunarheimildir til framleiðslu sinnar og auka fjárfestingar til sömu framleiðslu í framtíðinni. Þetta mun leiða til hækkunar á vörum, raforku, flutningum og fasteignakostnaði fyrir neytendur.
Þetta hefur þegar valdið kolefnisleka í ESB. Kolefnisleki vísar til hugsanlegrar aukningar á losun um heim allan sem tengist flutningi iðnaðar, vegna kostnaðar við loftslagsstefnu ESB, til landa þar sem engin eða takmörkuð loftslagsstefna er til staðar. Um er að ræða bæði innflutning á heimildum frá löndum utan ESB í gegnum kerfi Kýótó samningsins, svo og að fyrirtæki munu velja að starfa utan ESB, séu takmarkanir of miklar. - Það eru takmörk hversu langt er hægt að ganga í Evrópu ef restin af heiminum fylgir ekki," er sagt og áður en eitthvað gerist í Bandaríkjunum og þróunarlöndunum verður erfitt að gera Evrópska kerfið strangara og skilvirkara.-
Framkvæmdastjórnin hyggst mæta þessu með því að meta hvaða iðnaður (Kolefnislekalisti) fái, a.m.k. hluta heimilda sinna fríar, og eru því um leið að mismuna aðilum.
https://www.frjalstland.is/ets-vidskipakerfi-esb-med-losunarheimildir-grodurhusalofttegunda/
ALLT ÞETTA HEFUR ÍSLAND SAMÞYKKT AÐ GANGAST UNDIR EINS OG ÍSLAND SÉ FULLGILT AÐILDARRÍKI ESB. VÆNTANLEGA FELLUR ÞÁ CO2 TONNIÐ UNDIR FJÓRHELSIÐ AÐ MATI ESB, EN HEFUR ALÞINGI VERIÐ SPURT RÁÐA?
Bloggar | Breytt 30.9.2019 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loftslagsmál - Ekki er hlustað á gagnrýni sérfræðinga.
25.9.2019 | 16:28
Loftslagsmál:
Umræðan um loftslagsmál á Íslandi minnir mjög á umræðuna um orkupakka ESB. Öll gagnrýnin sjónarmið er kaffærð með engum rökum af stjórnvöldum, kolagrænum VG og öðrum fylgifiskum sem fylgja í blindni trúboði SÞ og ESB og nýta sér loftslagsmál sem skattstofn fyrir hið opinbera, hækka kostnað framleiðslu og neytenda, þó þau segi annað í orði.
ESB leiðir þessa umræðu í Evrópa og tengir hana stefnu sinni í orkumálum þar sem næstum ímyndaðar lofttegundir er umbreytt í markaðsvöru til verslunar. Bráðnun jökla og íss í Norðurhöfum, sem lengi hafa sveiflast með hitastigi samkvæmt borkjörnum úr Grænlandsjökli, er orðin tákn um loftslagsógnina og réttlæting allrar lagasetningar ESB á þessum sviðum hjá Kolefniskórnum á Íslandi.
SÞ segja manngerðan kolefnisbruna ástæðu hitnunar andrúmsloftsins og aukningu kolefnis í andrúmsloftinu að áliti 1.000 vísindamanna (ekki allir sérfræðingar) og spáð er ragnarökum svo ungt fólk sér enga framtíð fyrir sér, slík er umræðan í boði þessa hóps, þar á meðal forsætisráðherra Íslands sem hefur predikað trúna.
Andstæð sjónarmið mun fleiri sérfræðinga í Evrópu, USA og víðar hafa ekki átt upp á pallborðið í umræðunni.
500 Sérfræðingar senda SÞ beiðni um umræður um loftslagsmál.(Sjá meðf. skjal í íslenskri þýðingu)
https://clintel.nl/prominent-scientists-warn-un-secretary-general-guterres/
31.487 Sérfræðingar sendu frá sér svipaða ítarlega samantekt með gögnum fyrir 12 árum.
http://www.petitionproject.org/gw_article/Review_Article_HTML.php
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eftirlitsbáknið veldur stöðnun
18.9.2019 | 13:58
Landsmenn eru búnir að fá nóg af of stóru eftirlitsbákni, það er miklu stærra að hlutfalli en i viðskiptalöndunum. Nú hefur Viðskiptaráð vakið athygli á hve samkeppnislögin (ESB/EES-lög) eru gölluð og hvað athafnir Semkeppniseftirlitsins eru skaðlegar samkeppnishæfni fyrirtækja hér. Og Sjálfstæðisflokkurinn vill í nýjustu samþykkt sinni minnka eftirlits- og leyfisveitingakerfin og auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Þetta eru raunhæfar umbótatillögur sem margir taka undir, OECD bendir hæversklega á þetta líka.
En stjórnmálaflokkar og áhrifamenn hafa komið með þessar yfirlýsingar áður. Ekkert gerist, ástandið bara versnar. Ástæðan er að það sem skiptir máli er ekki tekið með í reikninginn: Yfirstærð eftirlitsbáknsins og versnandi samkeppnishæfni stafar af því að Ísland þarf að taka upp allt EES-regluverkið frá ESB. Það er því vonlaust verk fyrir Viðskiptaráð, Sjálfstæðisflokkinn og líka sjálft Alþingi að gera nokkuð raunhæft í eftirlitsbákninu fyrr en EES-samningnum hefur verið sagt upp og ólög ESB hafa verið afnumin.
Samkeppnislög standa í vegi fyrir þróun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loftlagsáætlun Íslands er fyrirskipuð af ESB.
3.9.2019 | 18:50
Fyrir tæpu ári, 11 desember 2018, birti ESB reglugerð 2018/1999 Governance of the Energy Union and Climate Action sem er dæmi um hvernig ESB fyrirskipar að Ísland skuli taka upp stefnu/markmið ESB í loftlagsmálum. Nú hælast íslenskir ráðherrar um eins og það sé þeirra uppfinning og kalla hana "Stefnu Íslands í loftlagsmálum". Ef Ísland nær ekki markmiðinu fyrir 2030, verður Ísland að kaupa losunarheimildir í Viðskiptakerfi(ETS)ESB.
Í lið 1. segir: "Reglugerð þessi setur fram nauðsynlega lagastoð fyrir áreiðanlegri, hagkvæmri, gegnsærri og fyrirsjáanlegri stjórnun Orkusambandsins og Loftslags Aðgerðum (stjórnarhættir) sem tryggja langtímamarkmið og markmið Orkusambandsins fyrir 2030 í samræmi við Parísarsamkomulagið 2015 um loftslagsbreytingar í kjölfar 21. ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Parísarsamkomulagið) með viðbótar, heildstæðum og metnaðarfullum aðgerðum sambandsins og aðildarríkja þess, en takmarka stjórnunarflækjustig."
Bloggar | Breytt 25.9.2019 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES verður að víkja
2.9.2019 | 13:36
Alþingi er orðið leiksoppur Evrópusambandsins, það samþykkir allt sem þaðan kemur og afsakar sig með EES-samningnum sem ESB þenur stöðugt út. Eftir að Alþingi hefur nú samþykkt að afsala stjórnvaldi yfir orkukerfi landsins til ESB er ljóst að það er aðeins einn vegur fær úr þeim vanda sem yfirvald ESB veldur hérlendis: Það verður að ráðast að rótum vandans.
EES-samningurinn verður að víkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagnsmunatengsl.
30.8.2019 | 15:17
Það er sama hvar borið er niður í bæli. Hagsmunatengslin skaða þetta litla samfélag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað kom í veg fyrir að Ísland nýtti undanþágu frá Orkutilskipunum ESB?
17.8.2019 | 02:02
Ísland með innan við 100.000 tengda viðskiptavini eða einangrað raforkukerfi hefði sjálfkrafa fengið undanþágu frá Orkutilskipunum ESB. Kýpur með rúma milljón íbúa og Malta með 430 þúsund íbúa eru undanþegin þessum tilskipunum á þeim forsendum. Stjórnvöld á Íslandi ákváðu hins vegar að taka upp Orkutilskipanir ESB. Hvers vegna? Var það vegna hugsanlegra möguleika á sölu raforku um sæstreng?
Nú eiga stjórnvöld að snúa til baka og tilkynna EES nefndinni að Ísland falli undir þessar undanþágur á þessum ofangreindu forsendum.
https://skemman.is/bitstream/1946/3442/1/Olafia_Dogg_Asgeirsdottir_fixed.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæstrengur undirbúinn í Iðnaðarráðuneytinu.
16.8.2019 | 14:47
Í skýrslu Orkustofnunar (sjá hér að neðan) til Iðnaðarráðherra 2016 kemur sæstrengur fyrir 26 sinnum, enda skýrslan um mögulegar virkjanir til að selja í gegnum sæstreng. Hér má sjá nokkrar tilvitnanir:
"Sú orka sem raforkumarkaður um sæstreng sér mest verðmæti í er því vatnsafl með möguleika á miðlun. Mögulega er íslensk vindorka einnig nýtanleg því ekki er víst að vindar blási kröftuglega í Evrópu á sama tíma og vindur er öflugur á Íslandi. Öll endurnýjanleg orka sem Ísland hefur upp á að bjóða er líkleg söluvara um sæstreng."
"Orkufyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvort og þá hversu miklu betri nýtingu þau fá út úr sínum orkuverum ef til strengvæðingar kæmi. Þar sem Landsvirkjun á og rekur megnið af vatnsaflsvirkjunum landsins er það orkusölufyrirtæki líklegast til að hafa hagræðingu að slíkri tengingu."
"Ef ferli rammaáætlunar veldur töfum á að nýjar virkjanir stærri en 10 MW komi til framkvæmda í tæka tíð fyrir lagningu sæstrengs,."
"Að mati Landsvirkjunar liggja um 1,8 TWh/ári í kerfi Landsvirkjunar, sem leysast úr læðingi við það að Ísland tengist stærra kerfi um sæstreng. Eins þarf rekstur raforkukerfisins að miðast við það að geta fullnægt raforkuþörfinni í versta vatnsári. Eftir tengingu með sæstreng er hægt að miða rekstur kerfisins við meðalvatnsár. Munurinn þar á milli er undirstaðan að betri nýtingu."
"Að mati Landsvirkjunar þarf að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir um tæplega 520 MW og byggja nýjar sem nemur a.m.k. 30 MW. Þessar vatnsaflsvirkjanir þurfa að hafa miðlunargetu til að mæta auknum sveiflum í eftirspurn af völdum sæstrengs, og er þeirri spurningu ósvarað af hálfu Landsvirkjunar hvort núverandi miðlunarlón hafi slíka getu. Sé svo, þá mun fyrirhugaður sæstrengur væntanlega hafa þau áhrif að vatnsborðssveiflur verði miklu meiri og tíðari en áður í þessum lónum. Athuga þarf hvort skilmálar í virkjunarleyfum og umfjöllun í umhverfismati fyrir viðkomandi lón og virkjanir leyfa slíkar sveiflur. Að öðrum kosti eða samhliða þarf að byggja nýjar virkjanir, sem ekki geta aðeins verið rennslisvirkjanir, heldur þurfa þær að styðjast við verulegar miðlanir."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)