Færsluflokkur: Bloggar
Loftlagsáætlun Íslands er fyrirskipuð af ESB.
3.9.2019 | 18:50
Fyrir tæpu ári, 11 desember 2018, birti ESB reglugerð 2018/1999 Governance of the Energy Union and Climate Action sem er dæmi um hvernig ESB fyrirskipar að Ísland skuli taka upp stefnu/markmið ESB í loftlagsmálum. Nú hælast íslenskir ráðherrar um eins og það sé þeirra uppfinning og kalla hana "Stefnu Íslands í loftlagsmálum". Ef Ísland nær ekki markmiðinu fyrir 2030, verður Ísland að kaupa losunarheimildir í Viðskiptakerfi(ETS)ESB.
Í lið 1. segir: "Reglugerð þessi setur fram nauðsynlega lagastoð fyrir áreiðanlegri, hagkvæmri, gegnsærri og fyrirsjáanlegri stjórnun Orkusambandsins og Loftslags Aðgerðum (stjórnarhættir) sem tryggja langtímamarkmið og markmið Orkusambandsins fyrir 2030 í samræmi við Parísarsamkomulagið 2015 um loftslagsbreytingar í kjölfar 21. ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Parísarsamkomulagið) með viðbótar, heildstæðum og metnaðarfullum aðgerðum sambandsins og aðildarríkja þess, en takmarka stjórnunarflækjustig."
Bloggar | Breytt 25.9.2019 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES verður að víkja
2.9.2019 | 13:36
Alþingi er orðið leiksoppur Evrópusambandsins, það samþykkir allt sem þaðan kemur og afsakar sig með EES-samningnum sem ESB þenur stöðugt út. Eftir að Alþingi hefur nú samþykkt að afsala stjórnvaldi yfir orkukerfi landsins til ESB er ljóst að það er aðeins einn vegur fær úr þeim vanda sem yfirvald ESB veldur hérlendis: Það verður að ráðast að rótum vandans.
EES-samningurinn verður að víkja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hagnsmunatengsl.
30.8.2019 | 15:17
Það er sama hvar borið er niður í bæli. Hagsmunatengslin skaða þetta litla samfélag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað kom í veg fyrir að Ísland nýtti undanþágu frá Orkutilskipunum ESB?
17.8.2019 | 02:02
Ísland með innan við 100.000 tengda viðskiptavini eða einangrað raforkukerfi hefði sjálfkrafa fengið undanþágu frá Orkutilskipunum ESB. Kýpur með rúma milljón íbúa og Malta með 430 þúsund íbúa eru undanþegin þessum tilskipunum á þeim forsendum. Stjórnvöld á Íslandi ákváðu hins vegar að taka upp Orkutilskipanir ESB. Hvers vegna? Var það vegna hugsanlegra möguleika á sölu raforku um sæstreng?
Nú eiga stjórnvöld að snúa til baka og tilkynna EES nefndinni að Ísland falli undir þessar undanþágur á þessum ofangreindu forsendum.
https://skemman.is/bitstream/1946/3442/1/Olafia_Dogg_Asgeirsdottir_fixed.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæstrengur undirbúinn í Iðnaðarráðuneytinu.
16.8.2019 | 14:47
Í skýrslu Orkustofnunar (sjá hér að neðan) til Iðnaðarráðherra 2016 kemur sæstrengur fyrir 26 sinnum, enda skýrslan um mögulegar virkjanir til að selja í gegnum sæstreng. Hér má sjá nokkrar tilvitnanir:
"Sú orka sem raforkumarkaður um sæstreng sér mest verðmæti í er því vatnsafl með möguleika á miðlun. Mögulega er íslensk vindorka einnig nýtanleg því ekki er víst að vindar blási kröftuglega í Evrópu á sama tíma og vindur er öflugur á Íslandi. Öll endurnýjanleg orka sem Ísland hefur upp á að bjóða er líkleg söluvara um sæstreng."
"Orkufyrirtækin eru best til þess fallin að meta hvort og þá hversu miklu betri nýtingu þau fá út úr sínum orkuverum ef til strengvæðingar kæmi. Þar sem Landsvirkjun á og rekur megnið af vatnsaflsvirkjunum landsins er það orkusölufyrirtæki líklegast til að hafa hagræðingu að slíkri tengingu."
"Ef ferli rammaáætlunar veldur töfum á að nýjar virkjanir stærri en 10 MW komi til framkvæmda í tæka tíð fyrir lagningu sæstrengs,."
"Að mati Landsvirkjunar liggja um 1,8 TWh/ári í kerfi Landsvirkjunar, sem leysast úr læðingi við það að Ísland tengist stærra kerfi um sæstreng. Eins þarf rekstur raforkukerfisins að miðast við það að geta fullnægt raforkuþörfinni í versta vatnsári. Eftir tengingu með sæstreng er hægt að miða rekstur kerfisins við meðalvatnsár. Munurinn þar á milli er undirstaðan að betri nýtingu."
"Að mati Landsvirkjunar þarf að stækka núverandi vatnsaflsvirkjanir um tæplega 520 MW og byggja nýjar sem nemur a.m.k. 30 MW. Þessar vatnsaflsvirkjanir þurfa að hafa miðlunargetu til að mæta auknum sveiflum í eftirspurn af völdum sæstrengs, og er þeirri spurningu ósvarað af hálfu Landsvirkjunar hvort núverandi miðlunarlón hafi slíka getu. Sé svo, þá mun fyrirhugaður sæstrengur væntanlega hafa þau áhrif að vatnsborðssveiflur verði miklu meiri og tíðari en áður í þessum lónum. Athuga þarf hvort skilmálar í virkjunarleyfum og umfjöllun í umhverfismati fyrir viðkomandi lón og virkjanir leyfa slíkar sveiflur. Að öðrum kosti eða samhliða þarf að byggja nýjar virkjanir, sem ekki geta aðeins verið rennslisvirkjanir, heldur þurfa þær að styðjast við verulegar miðlanir."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Utanríkisráðuneytið rökþrota
13.8.2019 | 11:51
Utanríkisráðherra fór með falsfréttir um virt norsk samtök og samskipti þeirra við íslensk félagasamtök í sjónvarpsfréttum RÚV í gær til þess að gera andstæðinga 3. orkupakkans tortryggilega. Þar með er orðið ljóst að rökþrot utanríkisráðuneytisins er komið á alvarlegt stig.
Utanríkisráðuneytið dreifir falsfréttum um 3. orkupakkann á RÚV
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Ísland í skammarkróki EES?
12.8.2019 | 13:00
Getur verið að hræðsla við Norðmenn og ESB í EES samstarfinu sé ástæðan fyrir einbeittum vilja stjórnarliða að innleiða 3OP?
Af hverju heldur Utanríkisráðherra því fram að ef við innleiðum ekki 3OP, lendum við í ESB?
Af hverju hafa þingmenn lýst áhyggjur af refsiaðgerðum ESB ef við höfnum 3OP, þrátt fyrir ákvæði um deilulausn í samningnum?
Eru orð utanríkisráðherra vegna þess að búið sé að gefa í skyn að með niðurfellingu EES samningsins fái Ísland enga samninga (Brexit style) og hann sjái þá enga aðra leið fyrir Ísland, en að ganga í ESB?
Telja íslenskir ráðamenn að þetta megi ekki koma fram fyrir þjóðina? Séu ráðalausir?
Skýrir þrýstingur þessi sérkennilegu viðbrögð og málflutning stjórnarliða um 3OP?
Munum heimsókn utanríkisráðherra Noregs í fyrra til að ræða 3OP, sérstakan fund Katrínar og Solberg í vetur um 3OP, núna heimsóknir æðstu manna Þýskalands.
Munum einnig orð fv. forseta EFTA dómstólsins um þreytu Norðmanna að halda uppi EFTA/ EES kerfinu.
Það eru engar tilviljanir í svona málum.
Viðsnúningur forystumanna og þingmanna ríkisstjórnar-flokkanna eftir sameiginlegan fund í ráðherrabústaðnum er óeðlilegur, allar efasemdarraddir þögnuðu, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem höfðu haft uppi efasamdir og gagnrýni nokkrum mánuðum fyrir fundinn snéri við blaðinu ganga gegn flokkssamþykktum og andstöðu grasróta flokkanna. Forysta VG þegir þunnu hljóði í stórmáli sem markaðsvæðir orkugeirann og hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif í kapphlaupi virkjunarframkvæmdum.
Kannski var eitthvað að baki því þegar í upphafi var helsti hræðsluáróðurinn um að EES samningurinn væri í hættu?
ER BETRA AÐ FÆRA ESB STJÓRN ORKUMÁLA Á ÍSLANDI OG BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNNA, TIL AÐ HALDA Í ÓNÝTAN SAMNING?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einfaldara Ísland
24.7.2019 | 16:11
Í grein Héðins Unnsteinssonar í Morgunblaðinu í dag, Einfaldara ísland, er kjarninn þessi.
" Á hverju ári deilir ríkið rúmlega 932 milljörðum króna af almannafé út til almannaþjónustu og sveitarfélögin samtals rúmlega 310 milljörðum króna sem opinberir starfsmenn í 38.000 stöðugildum sinna."
Fjöldi Íslendinga er um 357 þús. um 190 þús. eru starfandi á vinnumarkaði, samkvæmt því er um 20% vinnuaflsins starfandi hjá ríki og sveitarfélögum.
Það er nauðsynlegt fyrir sjálfbærni Íslands að fjölga þeim og koma til starfa í fyrirtækjum sem skapa tekjur. Við höfum ekki efni á því að fjölga ríkisstarfsmönnum.
ESB skriffinnska/eftirlit hjá hinu opinbera kostar fyrirtækin í landinu um 160 milljarða á ári. Það kemur fram í vöruverði.
EES samningurinn og stjórnkerfið er orðið baggi á samfélaginu.
Bloggar | Breytt 25.7.2019 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ríkisstjórnin heldur að hún ráði einhverju um sæstreng
21.7.2019 | 17:12
Talsmenn og stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar segja að til greina komi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aflsæstreng til ESB. Það er barnsleg bjartsýni, 3. orkupakki ESB tekur af öll tvímæli um hvaða regluverk og hver ræður því hvernig og hvenær sæstrengur verður lagður.
Með samþykkt 3. orkupakkans afsala íslensk stjórnvöld völdum og stjórnsýslu yfir orkukerfinu til ESB. Til þess að halda stjórn orkukerfisins heima veður að hafna 3. orkupakkanum eða segja EES-samningnum upp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)