EFTA Dómstóllinn = Hæstiréttur Íslands

Það er alvörumál hvernig EES samningurinn er að taka hér yfir dómsvald í landinu og er æðsta dómsvald landsins, ekki er hægt að áfrýja dómum hans. Hér fjalla Stefán Már Stefánsson og Eyvindur G. Gunnarsson lagaprófessorar við HÍ um dóma EFTA dómstólsins, m.a. í Kjötmálinu og gagnrýna niðurstöðuna. Þeir benda á hvernig gerðir ESB eru að breyta EES samningnum mótstöðulaust.  

"Grein þessi fjallar um þetta álitaefni. Þrír dómar EFTA-dómstólsins um svipað sakarefni eru hér nefndir til sögunnar þar sem því má halda fram að framsækin lagatúlkun hafi leitt af sér ákveðnar ógöngur. Þeir dómar sem gera má athugasemdir við að þessu leyti eru þó fleiri."

"Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA-dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist. Með þessu er átt við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Í þessu felst að hagsmunum og áherslum sem samningsaðilar gengu út frá sé vikið til hliðar á kostnað annarra hagsmuna eða áherslna, sem aðilar höfðu e.t.v. aldrei færi á að tjá sig um og fengu því aldrei lýðræðislega meðferð."

"Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna."

 https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Ég hef sagt þetta áður en Ísland þarf ekki ESB. Þeir munu bara nota Ísland til eigin góðs - og það er ekki gott fyrir Ísland. Innflytjendur koma hér vegna Schengen-samningsins - en við þurfum ekki ESB að senda fólk hér - við getum leyft fólki að koma hingað - við þurfum ekki ESB að segja okkur hvað við á að gera.

Merry, 16.5.2019 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband