Þingmenn í gjörningaveðri

Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að aflétta fyrirvara þingsins um að afhenda ESB öll völd á orkuauðlindum landsins.

Ríkisstjórnin reynir að klæða málið í felubúning fyrir þingmenn sína svo þeir geti skammlaust samþykkt gjörninginn.

Ef þeir samþykkja okið af trúmennsku við forystuna, (gleymdur eiður við stjórnarskránna) og í skjóli viðhlæjenda á þinginu, skipta engu ímyndaðir þröskuldar um framhaldið. Hvorki í neðanmáli, né loforði,-enda segir iðnaðarráðherra í Harmagedón vilja sæstreng og ESB sé sælulandið. 

Samkvæmt EES samningnum er samþykkt þingsályktunarinnar orðin bindandi gjörningur gagnvart ESB, næst rekur ESA eftir að tilskipanirnar séu rétt framkvæmdar, þröskuldalausar, enda allar upptaldar í þingsályktuninni.

Allt þetta vita þingmenn, enda vanir, samþykkja um 4-500 tilskipanir frá ESB á ári á Alþingi, - óumbreytanlegar.

Svo sárnar þingmönnum að vera kallaðir kjarnyrtum nöfnum ef þeir ætla að afhenda erfðasilfrið sem þeim er gert að gæta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætli við minnumst ekki orða frelsarans sem bað himnaföðurinn að fyrirgefa þeim,"því þeir vita ekki hvað þeir gera".

Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2019 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband