Virkjanir, landeigendur og Alþingi

Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022

Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir: 

"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."

Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri. 

Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.

http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband