Af hverju fyrirvarar 3OP duga ekki.

Sameiginlega EES-nefndarinnar ákvað í maí 2017 að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn. Það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Ef Alþingi afléttir honum verða tilskipanirnar leiddar í íslensk lög.

Í þingsályktun Utanríkisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að að Tilskipanir 713/2009 og 714/2009 taki ekki gildi á þeirri forsendu að ekki sé fyrir hendi tengivirki yfir landamæri

Í 2 Kafla EES samningsins eru ákvæði um tilhögun ákvarðanatöku í sameiginlegu EES nefndinni:

“97.gr. Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:

ef sameiginlega EES-nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins, eða

ef skilyrði 98 gr. hefur verið fullnægt.

98 gr. Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1-7,9-11, 19-27, 30-32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. 2)

Tveir annmarkar eru því á þingsályktuninni:

1. Í ljósi ákvæða 97. gr. EES samningsins, hefur fyrirvarinn í þingsályktuninni ekkert gildi, nema hann uppfylli skilyrði 97. gr. EES samningsins, þ.e að hann sé sé borinn undir sameiginlegu EES nefndina og samþykktur þar.

2. Af því leiðir að ef Alþingi heimilar ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku 3OP í EES-samninginn, felur það í sér að allar tilskipanir 3OP taka gildi og þar með meira valdaafsal (framkvæmda/dómsvald) til erlendra stofnanna yfir íslenskum hagsmunum á orkusviði en stjórnarskráin heimilar að áliti bestu lögmanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband