Færsluflokkur: Bloggar
ESB ákveður hverjir mega eiga fyrirtæki hér
16.9.2018 | 10:49
Norsk Hydro ætlaði að kaupa ISAL. En samkeppnisyfirvöld ESB svara ekki hvort þau leyfi það. Að ESB geti ákveðið hverjir eiga fyrirtæki á Íslandi sýnir hversu ósjálfstæð íslenska þjóðin er orðin í heljartaki EES-samningsins. Ísland framleiðir meir ál en nokkurt ESB-land. Það er kjánalegt að láta ESB hafa vald til þess að skipta sér af álfyrirtækjum á Íslandi.
Norsk Hydro er í hópi öflugustu fyrirtækja Norðurlanda, stofnað þegar Einar Ben ætlaði að hefja íslenskan iðnað. Það er enn eftir 113 ár að miklum hluta (40%) í almannaeigu enda nýtir það erfðasilfur Norðmanna: Fallvatnsorku Noregs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er hægt að gera fyrirvara við EES-tilskipanir?
14.9.2018 | 10:58
Alþingi á að stimpla EES-tilskipanir um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkumálum Íslands í vetur: "3. orkupakkinn", sá nr. 2 hefur þegar gert mikinn usla. ESB ræður ekki við að hafa sín raforkumál í lagi heima hjá sér og ekki líkur til að betur takist til hér. Orkuverð í ESB er miklu hærra en á Íslandi. Meining ESB er að nota íslenska orku til hagsbóta fyrir allt ESB. Við erum því að lenda kylliflöt í höndunum á klaufum í orkumálastjórn. Alþingismenn sem leitað hafa þekkingar á málunum hafa áttað sig á að ESB stefnir að því að ná undir sig stjórnvaldinu yfir þjóðarauð Íslendinga. Þingmönnum hefur dottið í hug að gera fyrirvara við stimplunina (þ.e. samþykkt Alþingis) eins og Norðmenn reyndu. En fyrirvarar undirsáta ESB við tilskipunum frá ESB hafa ekki borið árangur.
Aftur á móti getur Alþingi hafnað EES-tilskipunum ef að er gáð og kjarkur safnast.
Er hægt að setja fyrirvara við 3. orkutilskipanapakka EES?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er áætlun ríkisstjórnarinnar raunhæf í loftlagsmálum?
12.9.2018 | 09:23
Ísland er bundið áætlun ESB í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum EES og markmiðið er 40% lækkun kolefnislosunar fram til 2030 (m.v. 2005), áætlunin sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, þ.e. þau verða að tryggja þessa minnkun.
Áætlunin stjórnvalda er er í 33 liðum og sögð ná til allra helstu uppspretta losunar, en tvö helstu áhersluatriði hennar eru orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu.
Einu beinu aðgerðir stjórnvalda er að styðja við rafvæðingu bíla og bann við innflutningi bíla sem brenna jarðeldsneyti 2030, árið sem markmiðinu á að vera náð.
Markmið í öðrum geirum eru óljós og bundnar við framlög til nokkurra aðgerða. Skipting fjárins liggur fyrir. Um 4 milljörðum varið til kolefnisbindingar á næstu fimm árum: Um 1,5 milljarði til króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi. Um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna loftslagsmála í gegnum Loftslagssjóð . Um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, bætt kolefnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu.
Mjög ólíklegt er að Íslandi takist að minnka losun um 1,345 milljónir tonna á 11 árum.
Losun stóriðja á gróðurhúsalofttegundum (GHL) Íslandi samkvæmt skýrslunni hefur vaxið úr 800 þús. CO2 tonna árið 2005 í 2.000 þús. CO2 tonn 2018, eða um 250%
Losun frá stóriðju og flugi fellur hins vegar ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda skv. Evrópureglum, heldur falla þær undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Á næstu árum á heildarlosun í viðskiptakerfinu að minnka um 43% til 2030 miðað við 1990. Á komandi árum þarf stóriðjan að greiða fyrir vaxandi hluta heimilda sinna og á það að þrýsta á aðgerðir til að draga úr losun.
Bloggar | Breytt 20.10.2019 kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður vald ESB yfir orkumálum allt í plati?
11.9.2018 | 10:44
Erindrekar EES á Íslandi, ráðuneyti og opinberar stofnanir, halda því fram að 3. orkutilskipanahaugur ESB um raforkumál hafi enga virkni hér af því að ekki sé kominn rafstrengur til Skotlands. Þeir sem nenna að lesa tilskipanirnar komast strax að því að meiningin er að ESB taki við valdi yfir raforkukerfinu hér strax og við samþykkjum tilskipanahauginn. Haugur númer 2 var samþykktur að óþörfu 2003 og hefur valdið miklu tjóni, þessi 3. mun valda enn meira tjóni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Utanríkismál undanþegin þátttöku í EES?
8.9.2018 | 09:53
Stutt er í að Ísland verði ómarktækt í utanríkismálum, fylgispekt við pólitískar yfirlýsingar ESB gengur svo langt, að hún skaðar útflutningsgreinar landsins eins og sást best í stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Þáttaka í þeirri yfirlýsing sleit 70 ára góðu viðskiptasambandi Íslands og Rússlands.
Afsökun stjórnmálamanna fyrir þessum skaðlegu pólitísku mistökum var sú, að sýna varð alþjóðasamstöðu gegn yfirgangi Rússa á Krímskaga! En þessi kynslóð íslenskra stjórnmálamanna gefur lítið fyrir viðskiptastuðning Rússlands við Ísland gegnum áratugina, þegar Evrópuríki setti á okkur viðskiptabann vegna útfærslu landhelginnar oftar en einu sinni. Þetta er rifjað upp vegna viðtals við Baldur Þórhallsson í Morgunblaðinu 7 sep., þar sem fram kemur hvernig Ísland er að reyna að klóra yfir mistökin.
Sjá meðf. skjal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS
5.9.2018 | 10:08
"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila og fyrirtækja. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.
Alþjóðlegur blekkingaleikur og peningaplokk Þegar betur er að gáð er þetta ekkert annað en liður í heljarmiklum alþjóðlegum blekkingarleik sem gerir þjóðum kleift að kaupa sig undan kvöðum um að framleiða orku með vistvænum hætti. Fyrirtæki sem heitir Orka náttúrunnar er afsprengi Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað í kjölfar þess að þetta fyrirkomulag var innleitt hér á landi. Það hefur ásamt Landsvirkjun og fleiri orkuframleiðendum á Íslandi tekið þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir sem seldar hafa verið til raforkusölufyrirtækja í Evrópu. Reglugerðin tekur til sölu á upprunaábyrgðum en heimilar einnig kaup á þeim frá Evrópu."
Þetta hefur komið illilega í bakið á þeim sem framleiða matvæli eins og fisk og kjöt til útflutnings á forsendum hreinleikans. Víða er farið að krefjast vottunar fyrir slíka framleiðslu og ef íslenska ríkið getur ekki lengur ábyrgst að orkan sem hér er seld sé fullkomlega hrein, þá er komin upp skrítin staða. Kjarnorkuhlutfallið í íslensku raforkunni komið í 2324%"
http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver verður staða Íslands við Brexit?
3.9.2018 | 10:18
Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.
Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:
-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.
-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.
Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).
Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Reykjavíkurbréf - "Suma pakka er best að sleppa því að opna"
2.9.2018 | 11:34
Það er ástæða til að taka undir allt efni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.
"Engin skýring hefur hins vegar verið gefin á því af hverju hver ríkisstjórnin af annarri, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til drjúgan stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopnum sínum, birtist í sífellu með þennan ógeðfellda laumufarþega innanborðs."
..."Hér hefur aðeins verið nefndur hróplegur heimildarskortur til innleiðingar Þriðja orkupakkans. En þess má geta að margir þeirra sem tóku þátt í umræðunum bentu á að efnislega væri þessi innleiðing þess utan frámunalega óhagstæð hinni íslensku þjóð og dæmin sem nefnd voru tóku af öll tvímæli í þeim efnum. Það bætist þá við stjórnarskrárbrotin. Erfitt er að ímynda sér að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlupust ekki undan merkjum í Icesave. Þá yrði þetta spurningin um forsetann. Stæði hann með stjórnarskránni og þjóðinni eða klúbbnum. Svarið er einfalt. En maður veit aldrei."
Öll greinin hér að neðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB
31.8.2018 | 13:41
Mikilsverðar spurningar voru lagðar fram á Alþingi 29. mai sl. til utanríkisráðherra af formanni Atvinnumálanefndar Alþingis(sjá að neðan). Vonandi verða svör ráðherra greinargóð, en mikilvægt er að Atvinnumálanefnd sem fær frumvarpið til umfjöllunar láti rannsaka huganlegt fullveldisafsal sem gæti falist í samþykkt þess og fyrirhugaða fjórðu orkutilskipun ESB.
148. löggjafarþing 20172018. Þingskjal 1022 615. mál.
"Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn. Frá Óla Birni Kárasyni.
1. Hvaða rök lágu að baki því að íslensk stjórnvöld ákváðu að innleiða fyrsta orkupakka ESB hér á landi? Hvaða rök voru fyrir því að ákveða að orkumarkaður á Íslandi skyldi verða hluti af innri markaðnum?
2. Hverjar eru helstu breytingar sem gerðar hafa verið í þriðja orkupakkanum og hvaða áhrif hafa þær á Íslandi?
3. Hefur þriðji orkupakki ESB aðeins áhrif hér á landi ef Ísland tengist evrópskum orkumarkaði beint með lagningu sæstrengs? Ef svo er, hvaða áhrif?
4. Er tryggt að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, sem er stofnun á vegum ESB (e. Agency for the Cooperation of Energy Regulators, ACER), geti aldrei gefið út bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld? Er tryggt að aldrei komi til beins eða óbeins valdaframsals til ACER vegna málefna innlends orkuflutningsmarkaðar?
5. Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld undirgangist skuldbindingar um að styðja við kerfisþróunaráætlun fyrir raforkukerfi EES, sem virðist gera ráð fyrir sæstreng frá Íslandi, ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur?
6. Hvaða lögum þarf að breyta hér á landi ef stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans verður aflétt?
7. Hvað gerist ef Alþingi hafnar því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans?
8. Hvernig verður 102. gr. EES-samningsins virkjuð ef stjórnskipulegum fyrirvara verður ekki aflétt?
9. Hvaða svigrúm hefur sameiginlega EES-nefndin til að semja um breytingar eða undanþágur fyrir einstök EFTA-ríki í EES?
10. Hvað þarf að gerast til að hægt verði að hefja viðræður um að Ísland falli að mestu eða öllu leyti utan við orkuviðauka EES-samningsins? Eru viðaukar við EES-samninginn órjúfanlegur hluti hans og því ekki hægt að breyta viðaukum eða fella þá niður gagnvart tilteknu ríki?
11. Liggur fyrir úttekt á því hvernig tveggja stoða kerfi EES-samningsins hefur reynst með tilliti til fullveldisréttar Íslands?
12. Hafa eftirlitsstofnanir ESB gefið út tilmæli eða tilskipanir sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur talið sér skylt og rétt að taka upp?
13. Hefur ESA neitað að samþykkja tilmæli eða tilskipanir eftirlitsstofnana ESB? Ef svo er, í hvaða málum og hvers vegna?
14. Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónarmiðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orkumarkaðarins þegar og ef fjórði orkupakkinn verður innleiddur?
Skriflegt svar óskast." (svar hefur ekki borist)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum
30.8.2018 | 14:29
Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/
Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.
Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.
https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en
Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)