Færsluflokkur: Bloggar

Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS

thingvellir-kjarnorka"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna     Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila og fyrirtækja. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.

Alþjóðlegur blekkingaleikur og peningaplokk       Þegar betur er að gáð er þetta ekkert annað en liður í heljarmiklum alþjóðlegum blekkingarleik sem gerir þjóðum kleift að kaupa sig undan kvöðum um að framleiða orku með vistvænum hætti. Fyrirtæki sem heitir Orka náttúrunnar er afsprengi Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað í kjölfar þess að þetta fyrirkomulag var innleitt hér á landi. Það hefur ásamt Landsvirkjun og fleiri orkuframleiðendum á Íslandi tekið þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir sem seldar hafa verið til raforkusölufyrirtækja í Evrópu. Reglugerðin tekur til sölu á upprunaábyrgðum en heimilar einnig kaup á þeim frá Evrópu." 

Þetta hefur komið illilega í bakið á þeim sem framleiða matvæli eins og fisk og kjöt til útflutnings á forsendum hreinleikans. Víða er farið að krefjast vottunar fyrir slíka framleiðslu og ef íslenska ríkið getur ekki lengur ábyrgst að orkan sem hér er seld sé fullkomlega hrein, þá er komin upp skrítin staða. Kjarnorkuhlutfallið í íslensku raforkunni komið í 23–24%"

http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/


Hver verður staða Íslands við Brexit?

Rétt rúmir sex mánuðir eru þar til Bretar ganga formlega úr ESB. Frá þeim tíma til ársloka 2020 er búið að semja um fyrirkomulag til bráðarbirgða, þar sem EES samningurinn gildir við Bretland. Frá mars 2019 til ársloka 2020 mun Bretland undirbúa viðskiptasamninga við önnur lönd sem taka gildi að þessum tíma loknum.

Stefna íslenskra stjórnvalda (skýrsla utanríkisráðherra) hvað viðskiptasamning varðar fellst í að:

-EFTA ríkin fjögur (Ísland, Noregur, Liechtenstein og Sviss) eða EFTA-ríkin þrjú innan EES (EFTA-ríkin utan Sviss) semji í sameiningu við Bretland.

-Að samningur Íslands við Bretland taki mið af samningum ESB og Bretlands um fyrirkomulag milliríkjaviðskipta.

Í ljósi þess að hagsmunir EFTA ríkjanna eru að mörgu leyti ólíkir gagnvart Bretlandi, getur komið til þess að EFTA löndin verði ekki samstíga í þeirri vegferð (eins og nú hefur gerst í sameiginlegu EES nefndinni gagnvart ESB).

Ef sú verður þróunin er víst að sólarlag er komið í EES samningurinn og Ísland semji beint við Bretland og sækist eftir samskonar samningi og Bretland mun hafa við ESB í framtíðinni.


Reykjavíkurbréf - "Suma pakka er best að sleppa því að opna"

Það er ástæða til að taka undir allt efni Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.

Ísland

"Eng­in skýr­ing hef­ur hins veg­ar verið gef­in á því af hverju hver rík­is­stjórn­in af ann­arri, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur til drjúg­an stuðning, þótt hann sé enn fjarri því að hafa náð vopn­um sín­um, birt­ist í sí­fellu með þenn­an ógeðfellda laumuf­arþega inn­an­borðs." 

..."Hér hef­ur aðeins verið nefnd­ur hróp­leg­ur heim­ild­ar­skort­ur til inn­leiðing­ar Þriðja orkupakk­ans. En þess má geta að marg­ir þeirra sem tóku þátt í umræðunum bentu á að efn­is­lega væri þessi inn­leiðing þess utan frá­muna­lega óhag­stæð hinni ís­lensku þjóð og dæm­in sem nefnd voru tóku af öll tví­mæli í þeim efn­um. Það bæt­ist þá við stjórn­ar­skrár­brot­in. Erfitt er að ímynda sér að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins muni standa að þessu máli, að minnsta kosti ekki þeir fáu sem hlup­ust ekki und­an merkj­um í Ices­a­ve. Þá yrði þetta spurn­ing­in um for­set­ann. Stæði hann með stjórn­ar­skránni og þjóðinni eða klúbbn­um. Svarið er ein­falt. En maður veit aldrei."

Öll greinin hér að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB

Mikilsverðar spurningar voru lagðar fram á Alþingi 29. mai sl. til utanríkisráðherra af formanni Atvinnumálanefndar Alþingis(sjá að neðan). Vonandi verða svör ráðherra greinargóð, en mikilvægt er að Atvinnumálanefnd sem fær frumvarpið til umfjöllunar láti rannsaka huganlegt fullveldisafsal sem gæti falist í samþykkt þess og fyrirhugaða fjórðu orkutilskipun ESB. 

 

148. löggjafarþing 2017–2018. Þingskjal 1022 — 615. mál.

"Fyrirspurn til utanríkisráðherra um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn. Frá Óla Birni Kárasyni.

1. Hvaða rök lágu að baki því að íslensk stjórnvöld ákváðu að innleiða fyrsta orkupakka ESB hér á landi? Hvaða rök voru fyrir því að ákveða að orkumarkaður á Íslandi skyldi verða hluti af innri markaðnum?

2. Hverjar eru helstu breytingar sem gerðar hafa verið í þriðja orkupakkanum og hvaða áhrif hafa þær á Íslandi?

3. Hefur þriðji orkupakki ESB aðeins áhrif hér á landi ef Ísland tengist evrópskum orkumarkaði beint með lagningu sæstrengs? Ef svo er, hvaða áhrif?

4. Er tryggt að Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði, sem er stofnun á vegum ESB (e. Agency for the Cooperation of Energy Regulators, ACER), geti aldrei gefið út bindandi tilmæli fyrir íslensk stjórnvöld? Er tryggt að aldrei komi til beins eða óbeins valdaframsals til ACER vegna málefna innlends orkuflutningsmarkaðar?

5. Er hugsanlegt að íslensk stjórnvöld undirgangist skuldbindingar um að styðja við kerfisþróunaráætlun fyrir raforkukerfi EES, sem virðist gera ráð fyrir sæstreng frá Íslandi, ef þriðji orkupakkinn verður samþykktur?

6. Hvaða lögum þarf að breyta hér á landi ef stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans verður aflétt?

7. Hvað gerist ef Alþingi hafnar því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans?

8. Hvernig verður 102. gr. EES-samningsins virkjuð ef stjórnskipulegum fyrirvara verður ekki aflétt?

9. Hvaða svigrúm hefur sameiginlega EES-nefndin til að semja um breytingar eða undanþágur fyrir einstök EFTA-ríki í EES?

10. Hvað þarf að gerast til að hægt verði að hefja viðræður um að Ísland falli að mestu eða öllu leyti utan við orkuviðauka EES-samningsins? Eru viðaukar við EES-samninginn órjúfanlegur hluti hans og því ekki hægt að breyta viðaukum eða fella þá niður gagnvart tilteknu ríki?

11. Liggur fyrir úttekt á því hvernig tveggja stoða kerfi EES-samningsins hefur reynst með tilliti til fullveldisréttar Íslands?

12. Hafa eftirlitsstofnanir ESB gefið út tilmæli eða tilskipanir sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur talið sér skylt og rétt að taka upp?

13. Hefur ESA neitað að samþykkja tilmæli eða tilskipanir eftirlitsstofnana ESB? Ef svo er, í hvaða málum og hvers vegna?

14. Hafa EFTA-löndin komið að undirbúningi fjórða orkupakka ESB sem nú er unnið að? Hvaða sjónarmiðum hafa íslensk stjórnvöld komið þar á framfæri? Hvaða meginbreytingar kunna að verða á regluverki orkumarkaðarins þegar og ef fjórði orkupakkinn verður innleiddur? 

Skriflegt svar óskast." (svar hefur ekki borist)


Mengunarkvótar ESB ganga kaupum og sölum

Verð los­un­ar­heim­ilda í sögu­legu há­marki.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/08/29/verd_losunarheimilda_i_sogulegu_hamarki/

Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir er all sérstakt. Tilskipun 2003/87/ESB kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda, hún var tekin inn í EES-samninginn árið 2007 (Lög nr. 65 28. mars 2007). Þetta kerfi á að stuðla að minnkun losun mengandi lofttegunda.

156729_582x327

Viðskiptakerfið byggist á því að að tiltekin starfsemi er gerð háð losunarheimildum.Fyrirtækjum er óheimilt að starfa án losunarheimilda og verða að upplýsa um árlega losun sína á lofttegundum. Ef ekki, eru fyrirtækin sektuð. Ákveðinn er heildarpottur losunarheimilda fyrir ESB allt, þeim losunarheimildum er að hluta úthlutað endurgjaldslaust til fyrirtækja með vaxandi skerðingu og að hluta til eru þær boðnar upp. Árið 2013 var um 80% losunarheimilda úthlutað til fyrirtækja án kostnaðar en 2020 er áætlað að það verði komið niður í 30%. Mismunurinn er settur á uppboðsmarkaði Árið 2016 voru seldar losunarheimildir fyrir 15.800.000.000 € (15,8 billjónir)á uppboði. Þessum fjármunum er skilað til ESB og aftur úthlutað til ríkjanna eftir ákveðnum reglum.

https://ec.europa.eu/clima/policies/ets/auctioning_en

Sem sagt, ESB selur fyrirtækjum leyfi til mengunar án þess að gera kröfu um minni mengun. Ætlar að láta hækkandi losunarheimildir neyða fyrirtækin til aðgerða. Engin ríki utan ESB/EES beita fyrirtækjum sínum slíkum þvingunaraðgerðum.


Tvískinnungur ESB í verndartollum.

Óháðar CAP-wordlerannsóknir sýna að útflutningsverð svína-, fugla- og nautgripakjöts framleitt í ESB er niðurgreitt um 33-45%, sem hefur leitt til erfiðleika í búgreinum þeirra landa sem þeir selja þessar afurðir til.

Á sama tíma setur ESB mun hærra lágmarksverð og magntakmarkanir á landbúnaðarafurðir til ESB, til að koma í veg fyrir samkeppni við framleiðendur í ESB sem njóta niðurgreiðslanna. 

Sjá meira. https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi ESB.pdf

 


Ísland og verndartollar ESB

5137

 Einkennilegt hvernig talað er um verndartolla ESB í þessu máli,-eins og við höfum notið sérstakrar velvildar ESB.

Staðreyndin er sú að iðnaðarvörur voru tollfrjálsar til EB samkvæmt viðskiptasamningi áður en EES kom til. ESB hefði í raun verið að brjóta EES samninginn.

Ísland undanþegið verndartollum ESB: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/07/18/Island-undanthegid-verndartollum-ESB/

"EFTA-ríkin innan EES, þar með talið Ísland, eru undanþegin tímabundnum verndartollum ESB á stálvörum sem tilkynnt var um í dag. Undanþágan, sem veitt er á grundvelli EES-samningsins, skapar fordæmi og mun einnig gilda um mögulega verndartolla á innflutning á áli til ESB sem nú eru til skoðunar. „Slíkir verndartollar myndu hafa mikil áhrif hér á landi þar sem ESB er okkar helsti útflutningsmarkaður fyrir ál. EES-samningurinn mun því tryggja íslenskum álframleiðendum áframhaldandi aðgang að markaðnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra."


Norskur ráðherra rekur ESB-áróður hér

Norska ríkisstjórnin, sem skirrðist ekki við að koma völdum ESB yfir norsktstortingsbygningen_sommer_840x450_foto_stortinget.jpg orkukerfi í mars s.l, í trássi við þjóðarvilja Norðmanna, sendi utanríkisráðherra sinn til Íslands til að reyna að hafa áhrif á alþingismenn.

(Mbl.17.8.2018)

 

Samherjar okkar í Noregi, Nei til EU, vöruðu okkur við að þetta mundi gerast. Það á svo eftir að koma í ljós í haust hvort norskir ráðherrar geta líka stjórnað Íslandi með hræðsluáróðri


Gagnslaus fundur í HR um orkumál og EES-samninginn

businesswoman-paper-sheet-anywhere-buried-bureaucracy-concept-office-95952473.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklar vonir eru bundnar við að háskólarnir fari að leggja til agaða umfjöllun um mikilvægustu mál landsins og voru menn því spenntir fyrir fundinum í Háskólanum í Reykjavík um orkumálin og valdatökutilraunir ESB. Í ljós kom að 5 embættismenn og lögfræðingar, sem greinilega höfðu aldrei fengið alvöru stuð hvað þá raflost, þuldu langlokur um efni sem ekki kom vandamálinu með EES og orkumálin við. Engin svör fegnust við afgerandi spurningum.


Verslunarhöft EES á snyrtivörur

Verslunarhöftin sem við fáum með EES-samningnum eru ekki tollar heldur kvaðir um skráningu eða leyfi hjá ESB. Þau gera það að verkum að valkostir neytenda verða færri og oft verri og dýrari. Nú hafa fundist á markaðnum hér snyrtivörur sem ekki uppfylla skilyrði í EES-reglugerðum (Mbl.14.8.2018). Ekki þannig að eitthvað eitrað eða bannað efni sé í snyrtivörunum. Innihaldsefnin geta verið í góðu lagi og vel rannsökuð. En það dugir ekki, efnin skulu vera frá þeim sem ESB hefur velþóknun á. Og við hlýðum. https://www.frjalstland.is/2018/01/23/afnam-verslunarhafta/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband