Skrípaleikur um EES

clown-portrait-smiling-giving-thumbs-up-isolated-white-49178279.jpgFormaður starfshóps utanríkisráðherra um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina lofgreinina um EES í Morgunblaðið í dag og veifar gömlu rangfærslunum.

 

 

Starfshópur utanríkisráðherra um skoðun á EES hefur dæmt sig úr leik. Það verða að vera hlutlausir aðilar ef á að gera úttekt

Úttektin á EES orðin skrípaleikur


Fáir treysta Alþingi

1508328073_althingishusid_1339945.jpgGallup segir að 18% landsmanna beri mikið traust til Alþingis. Það er lítið traust á löggjafa þjóðarinnar. Skýringanna er að leita í afdrifaríkum mistökum Alþingis síðustu áratugi.

 

Alþingi rúið trausti


Allt fyrir ekkert

landbuna_ur.jpg"-Íslandi má fórna fyrir EES-samninginn, landbúnaður og orkuauðlindir landsmanna er selt í hendur erlendra aðila og stjórnarskrárvörðu löggjafar- og dómsvaldi lýðveldisins fargað.

 

 

Utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar breytir íslenskum embættismönnum í eftirlitsmenn með fljótvirkri innleiðingu á lögum ESB í íslenska stjórnsýslu. Hlutverk ríkisstjórnarinnar verður þvert á niðurstöðu lýðræðislegra kosninga að tryggja hagsmuni og völd Evrópusambandsins á Íslandi. EES-samningurinn er í höndum ríkisstjórnarinnar eins og djásn Smjagalls- "Allt fyrir ekket" -hringurinn-".

Allt fyrir ekkert samningurinn


Orkupakka 3 frestað

riot-police-during-student-strike-450w-623531243_1339811.jpgRíkisstjórnin frestar enn að láta Alþingi samþykkja nýjasta EES-tilskipanahauginn um orkukerfið (orkupakka 3) sem er um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkukerfinu (Mbl 2.3.2019). Mikil andstaða er meðal bestu manna við tilskipununum enda von, það er ekki fýsilegt að láta ESB stjórna orkumálum hér meðan sambandið getur ekki stjórnað sínum eigin orkumálum og eldar mótmæla gegn háu orkuverði loga á götum úti.

Mögulega verður pakkanum komið í gegnum Alþingi í skjóli nætur í sumar þegar þingmenn eru orðnir þreyttir og langar heim. Það tókst í fyrra með eitt þvælulegasta þvolgrið frá ESB, s.k."persónuverndarlög".


Orkustefnan er orðin hættuleg

burfellsvirkjun_1339790.jpgÁ ársfundi Landsvirkjunar kom fram hversu hættuleg orkustefnan er orðin. Ástæðan fyrir rokgróða Landsvirkjunar er óheyrilegt okur á orkunni til notenda, afsakað með þeim misskilningi að orkuverð hafi hækkað svo mikið á alþjóðavísu. "Alþjóða" þýðir hjá stjórnendum Landsvirkjunar ESB, heimur þeirra nær ekki lengra. Orkuverð er ekki að hækka að ráði almennt í heiminum, samkeppnislönd Íslands eru með lægra orkuverð en Landsvirkjun. Í ESB er orkan allt of dýr og atvinnuuppbygging löngu strönduð og orkuóeirðir á götum úti.

Greinilega er meiningin að flæma hesltu iðnfyrirtækin úr landi eða amk. stöðva uppbyggingu þeirra með háu orkuverði til þess að næg orka verði til fyrir sæstreng til ESB. Fyrirtæki flæmd úr landi

Iðnaðarráðherra heldur að EES-orkutilskipanapakki 1 og 2 hafi verið til bóta og að sá 3 verði það líka. Pakkar 1 og 2 gerðu orkugeirann óhagkvæmari, kluvu Landsnet út úr Landsvikjun og RARIK og gerðu að sérstökum fyrirtækjum (en í eigu Landsvirkjunar og RARIK!). Og nú á ríkið að kaupa Landsnet frá sínum eigin fyrirtækjum! Dæmigert ESB-fálm, Landsnet átti með réttu að vera hluti af Landsvirkjun, og viss hluti hjá RARIK, ef hagkvæmni hefði verið gætt.

Besti arður sem Landsvirkjun getur greitt þjóð sinni er að halda orkuverði til heimila og fyrirtækja í landinu eins lágu og hægt er. Lágt orkuverð er grundvöllur lífsgæða. Landsvirkjun á eftir að byggja virkjanir fyrir hundruðir milljarða, mannfjöldinn vex og aftur þarf að hefja iðnaðaruppbyggingu, hæstu almennu laun sem hægt er að borga á Íslandi eru hjá orkuiðnaði. Landsvirkjun þarf að borga nokkur hundruð milljarða skuldir. Landsvirkjun þarf að þróa og byggja upp djúphitanýtinguna sem kostar margfaldan gróða Landsvirkjunar en er framtíðar orka landsins.

Að taka fé Landsvirkjunar í gæluverkefnasjóð með óljós markmið er bruðl og misnotkun fyrirtækis í almannaþágu. Fé Landsvirkjunar á að fara í að efla hagsæld með því að lækka orkuverð og stuðla að nýjum iðnaði og uppbyggingu. Og að greiða upp skuldir sem þjóðin er í ábyrgð fyrir. ("Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð", mbl.is 28.2.2019)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband