Orkustefnan er orðin hættuleg

burfellsvirkjun_1339790.jpgÁ ársfundi Landsvirkjunar kom fram hversu hættuleg orkustefnan er orðin. Ástæðan fyrir rokgróða Landsvirkjunar er óheyrilegt okur á orkunni til notenda, afsakað með þeim misskilningi að orkuverð hafi hækkað svo mikið á alþjóðavísu. "Alþjóða" þýðir hjá stjórnendum Landsvirkjunar ESB, heimur þeirra nær ekki lengra. Orkuverð er ekki að hækka að ráði almennt í heiminum, samkeppnislönd Íslands eru með lægra orkuverð en Landsvirkjun. Í ESB er orkan allt of dýr og atvinnuuppbygging löngu strönduð og orkuóeirðir á götum úti.

Greinilega er meiningin að flæma hesltu iðnfyrirtækin úr landi eða amk. stöðva uppbyggingu þeirra með háu orkuverði til þess að næg orka verði til fyrir sæstreng til ESB. Fyrirtæki flæmd úr landi

Iðnaðarráðherra heldur að EES-orkutilskipanapakki 1 og 2 hafi verið til bóta og að sá 3 verði það líka. Pakkar 1 og 2 gerðu orkugeirann óhagkvæmari, kluvu Landsnet út úr Landsvikjun og RARIK og gerðu að sérstökum fyrirtækjum (en í eigu Landsvirkjunar og RARIK!). Og nú á ríkið að kaupa Landsnet frá sínum eigin fyrirtækjum! Dæmigert ESB-fálm, Landsnet átti með réttu að vera hluti af Landsvirkjun, og viss hluti hjá RARIK, ef hagkvæmni hefði verið gætt.

Besti arður sem Landsvirkjun getur greitt þjóð sinni er að halda orkuverði til heimila og fyrirtækja í landinu eins lágu og hægt er. Lágt orkuverð er grundvöllur lífsgæða. Landsvirkjun á eftir að byggja virkjanir fyrir hundruðir milljarða, mannfjöldinn vex og aftur þarf að hefja iðnaðaruppbyggingu, hæstu almennu laun sem hægt er að borga á Íslandi eru hjá orkuiðnaði. Landsvirkjun þarf að borga nokkur hundruð milljarða skuldir. Landsvirkjun þarf að þróa og byggja upp djúphitanýtinguna sem kostar margfaldan gróða Landsvirkjunar en er framtíðar orka landsins.

Að taka fé Landsvirkjunar í gæluverkefnasjóð með óljós markmið er bruðl og misnotkun fyrirtækis í almannaþágu. Fé Landsvirkjunar á að fara í að efla hagsæld með því að lækka orkuverð og stuðla að nýjum iðnaði og uppbyggingu. Og að greiða upp skuldir sem þjóðin er í ábyrgð fyrir. ("Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð", mbl.is 28.2.2019)


Bloggfærslur 1. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband