Alþingi afhendi erfðasilfrið

burfellsvirkjun_1340733.jpgRíkisstjórnin ætlar að láta Alþingi samþykkja 3. tilskipanahaug ESB um orkukerfi landsins (Mbl 22.3.2019). Það þýddi að ESB fengi umfangsmikið stjórnvald yfir íslenska orkukerfinu og eigin stjórnvaldsstofnun sem yrði staðsett hér og kostuð af Íslendingum en Íslendingar hefðu engin völd yfir en lyti stjórn og valdakerfi ESB alfarið. Og þar með framtíðar lögum og reglum ESB.

Þetta þýddi áframhaldandi eyðileggingu orkugeirans með flóknu og óhentugu regluverki ESB, sundurlimun og sýndarsamkeppni sem veldur óhagkvæmara orkukerfi og áframhaldandi hækkun orkuverðs eins og eftir pakka 1 og 2.

Á grundvelli einhvers konar lögfræðilegra hártogana heldur ríkisstjórnin að hún geti sett fyrirvara um sæstreng. Sá fyrirvari er ógildur, samþykki 3. orkupakkans er samþykki fyrir stjórnvaldi og stjórnkerfi ESB sem færir ákvarðanir um orkumál sjálfvirkt undir ESB og aðila þeim þóknanlegum.

Það verða aðrir en íslensk stjórnvöld sem taka ákvarðanir um sæstreng og aðrar skemmdir á orkuauðlindinni eftir að 3. orkupakkin gengur í gildi.

Ráðherrarnir misskilja innihald 3. orkupakkanns


Vilja Noreg úr EES fyrir 2025

morten21319img_20190321_190926.jpgÍ fyrirlestri Morten Harper rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU í gær kom fram að samtökin stefna að því að Noregur verði kominn úr EES fyrir 2025. Stjórnmálaflokkar, verkalýsðfélög og fagfélög eru í vaxandi mæli að snúast gegn EES. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn.

 

 

Morten sagði að úrsögn hefði hverfandi áhrif á útflutning til ESB. Hann úskýrði að höfnun Íslands á 3. orkupakkanum gæti ekki leitt af sér þvingunaraðgerðir af hálfu ESB.

Morten Harper fjallaði um EES.


Bloggfærslur 22. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband