Að plata íslenska sveitamanninn

serious-senior-office-manager-giving-orders-now-go-work-ambitious-tireless-overweight-worker-sitting-desk-managing-_1340788.jpgUtanríkisráðherrann okkar fékk blaðsíðu af blekkingum, loforðum og sjálfshóli hjá skriffinni í framkvæmdastjórn ESB:

"-Ísland - hefur með góðum árangri tekið upp ESB regluverk um orku - í meir en áratug. Þessar reglur hafa - hjálpað orkumörkuðum á Íslandi að verða afkastameiri-"

Það rétta er að íslenska orkukerfið var með því hagkvæmasta og afkastamesta fyrir daga EES en er orðið þyngra og dýrara í rekstri eftir að EES skall á. Tilskipanapakkar 1 og 2 tvístruðu fyrirtækjunum og settu í gang dýra gervisamkeppni, hagræði glataðist og orkuverð hækkaði.

"-ESA (eftirlitsstofnun EES) mun taka ákvarðanir um millilandatengingar til Íslands í framtíðinni, ekki ACER-"

Hér er blekkingin afhjúpuð, líklega óvart: Þetta þýðir á mannamáli að ESB mun sjálft taka ákvarðanir um millilandatengingar og láta ESA senda tilskipanirnar til Íslands. ESA þarf eðlilega aðstoð orkustofnunar ESB, ACER, enda ekki með hæfni og getu til að taka ákvarðanir um orkukerfi. Þetta er þverbrot á tveggjastoða kerfinu en samkvæmt því eiga tilskipanir ESB að samþykkjast og sendast til Íslands af Sameiginlegu EES-nefndinni, ekki ESA.

ESB hefur spillt orkumálum Íslands í 25 ár. EES átti ekki að ná til orkukerfisins eða nýtingar orku. Það var svikið. Utanríkisráðherra vill nú koma orkukerfinu alfarið undan stjórn landsmanna.

Framkvæmdastjórn ESB segir okkur fyrir verkum í orkumálum


Bloggfærslur 25. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband