Við þurfum orkuna

laxarvirkjun85e8839033fcbe77_1341643.jpgÍsland þarf sífellt meiri orku, í fyrra jókst orkuframleiðslan um heil 3,1 % (Mbl.13.4.209). Orkan okkar er ástæða þess að við getum lifað sómasamlega á Klakanum. Orkuverin eru að mestu í almannaeigu ennþá en eftir að einkavæðingarkreddan og EES komst á hefur sigið á ógæfuhliðina. Eitt af stóru orkufyrirtækjunum var einkavætt og margir bera víurnar í orkulindirnar. Nú er hætta á að Alþingi afsali völdum yfir orkunni okkar til ESB með 3. orkupakkanum og orka landsins komist að miklu leyti undir annarra stjórn og nýtingu.

https://www.frjalstland.is/

Ástandið í orkumálum ESB er orðið svo slæmt og orkan svo dýr að venjulegt fólk á í vaxandi erfiðleikum með að borga orkureikningana. Á leiðtogfundi ESB 22. mars átti að samþykkja að ESB yrði "kolefnishlutlaust" 2050 og að leggja niður orkuver. Ákvörðuninni var frestað enda illframkvæmanleg. Það er von að ESB horfi til Íslands.

Fólk út um allt land er nú að átta sig á að við verðum að halda orkuuppsprettunum í eigu og nýtingu þjóðarinnar. Vaxandi mótmæli eru gegn fyrirætlunum um að afhenda ESB völd yfir orkumálum landsins.

Orkan okkar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband