Alþingi flækt i hártoganir

althingi_-framan_1341415.jpgÍ umræðum um 3. orkupakkann á Alþingi kom fram að reynt er að flækja þingmenn í hártoganir og undanbrögð um einhverja texta í regluhaugnum sem þeir eiga að samþykkja. Ein tilskipunin, 713/2009, er tekin út og sagt að hún verði "-innleidd en öðlist ekki gildi!-" Hún er um ACER en talsmaður ESB sagði við utanríkisráðherra Íslands 20.3.2019 að ACER tæki ekki ákvarðanir um sæstreng: "Eigi að setja upp innviði fyrir orkuflutning milli landa í framtíðinni mun ESA bera ábyrgð á að ákveða um millilandatengingar varðandi Ísland, ekki ACER."

https://ec.europa.eu/info/news/joint-understanding-application-third-energy-package-towards-iceland-2019-mar-22_en

Blekkingavefur EES þéttist með hverjum degi.

Einhverjar greinar í tilskipun 713/2009 eru ekki meginmálið í orkupakka 3. Það sem höfuðmáli skiptir er að með lögunum (782. mál, tilskipun 2009/72) er útvíkkað vald ESB yfir orkukerfinu lögleitt. Orkukerfi Íslands verður sett undir stjórnvaldsstofnun sem lýtur engöngu valdi ESB en ekki íslensku stjórnvaldi.

Verkefni þeirrar stofnunar ("Landsreglara") verður m.a. -að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB- þær eiga eftir að verða margar, flóknar og skaðlegar meðan EES er í gildi, Alþingi mun ekki hafna neinni frekar en fyrri daginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband