Erlend löggjöf á Íslandi.

Til að sjá áhrif gerða ESB sem innleiddar eru í EES samninginn er ekki úr vegi að skoða hvaða svið þjóðfélagsins falla undir þessar gerðir.

Í samningaviðræðum við ESB um inngöngu Íslands var umfangi samningsins skipt í 33 kafla, þá taldi ESB Ísland hafa tekið að fullu upp 10 kafla og að mestu 11 kafla, þ.e. 21 kafla af 33.

Í skýrslu Utanríkisráðherra í apríl 2018 er sama skipting sett upp um löggjafarkafla ESB og EES til samanburðar.

Kaflar um löggjöf

Samkvæmt þessu eru því búið að taka upp 2/3 hluta löggjafar ESB í gegnum EES samninginn og þær gerðir ná einnig inn í landbúnaðarmál, dómsmál, byggðarstefnu og stofnanir gegn um aðrar gerðir.

Þessar gerðir snerta öll svið daglegs lífs almennings. Hvernig gerist þetta? „Viðskiptasamningur“ sem gerður var 1992 hefur breyst í sjálfvirka löggjöf ESB sem íslenskir stjórnmálamenn fá engu ráðið um og Alþingi og ráðherrar andlitslausir stimpilpúðar fyrir löggjöf ESB.

Í umræðunni um 3 OP kom þetta mjög skýrt fram hjá stjórnvöldum að neitun á upptöku gerða frá ESB hefði aldrei átt sér stað og ef það yrði gert þá myndi það stofna EES samningnum í hættu.

Staðreyndin er því þessi: ï‚·

  • Almenningur hefur aldrei gefið neinum umboð til þessara ákvarðanna.
  • Alþingi hefur ekki komið að nema litlum hluta þessara ákvarðanna.
  • Stjórnarskrá Íslands er teygð og toguð í lagatækniflækjum.
  • Stofnanir ESB hafa öðlast ákvarðanavald um íslensk málefni.
  • Eftirlitsstofnun EFTA orðin verkfæri ESB í eftirfylgni og æðsta úrskurðavaldið um íslensk málefni.
  • EFTA dómstólinn orðin æðsti dómstóll Íslands á öllum þessum sviðum.

Ólýðræðislegri ákvarðanir um íslenska hagsmuni er ekki hægt að hugsa sér og því er eðlilegt að almenningur fái að kjósa um hvort hann vill halda þessari vegferð áfram og fá lýðræðið aftur í sínar hendur?

Af þessu fékk breska þjóðin sig fullsadda.

https://www.frjalstland.is/


Bloggfærslur 10. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband