Lamað samfélag flækt í reglugerðadræsur

stock-photo-bureaucracy-172084331_1356395.jpgFyrirtæki þjóðarinnar geta ekki lagt raflínur, m.a. vegna ónýtra laga og reglugerða. Sveitastjórnir, landeigendur og afturhaldsseggir hafa heimildir til að þvælast fyrir. Erfitt er orðið að nýta orkulindir vegna laga gegn uppbyggingu ("rammaáætlun"). Íslenskar stjórvaldsstofnanir duga ekki lengur, senda verður ágreiningsmál til útlanda. Óþarfir milliliðir í orkukefinu eru byrjaðir málarekstur gegn orkufyrirtækjum almennings, útlend skrifstofa þarf svo að skera úr. Erfitt er að versla með hlutabréf í landsgagnaveitunni Mílu vegna EES (reyndar á Míla með réttu að vera í eigu ríkisins til framtíðar). Erfitt er að reka banka svo ekki sé talað um að selja þá vegna reglustafla EES. Sýslumenn þurfa að reka erinda umhverfissöfnuða gegn framleiðslufyrirtækjum út af ónýtum reglum.

Litla Ísland er flækt í dræsu regluverks EES og ónýt lög og reglugerðir frá okkar eigin fulltrúum. Við getum ekki breytt EES-regluverkinu meðan við erum í EES og okkar fulltrúar eru orðnir lélegir í að búa til lög og reglur, þeir eru orðnir vanir að fá þær frá Brussel. Eða frá umhverfistrúfélögum og sendlum þeira sem margir eru kostaðir af skattgreiðendum.

(dæmi um "umhverfisreglugerð" sem enginn getur notað)

(dæmi um "umhverfislög" sem hamla uppbyggingu)


Bloggfærslur 16. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband