Kostnaður við EES samninginn 35x hærri en ábatinn fyrir Ísland

Ein goðsögn sem lengi hefur verið haldið fram um EES samninginn af stjórnmálamönnum, er sú að hann sé svo hagkvæmur.

EN það er fjarri sanni. Mál er að kveða þessa bábilju niður. 

Hagfræðistofnun HÍ gerði úttekt á ábata samningsins að ósk utanríkisráðherra fyrir ári síðan. Þessari úttekt hefur aldrei verið hampað, ástæðan er einföld; niðurstaðan var sú að mjög lítil viðskiptahagur, 4,5 milljarðar á ári á verðlagi 2015, var af samningnum umfram þann fríverslunarsamning sem fyrir var og er enn í gildi.

Hagfræðistofnun gerði úttekt vegna kostnaðar fyrirtækja í landinu af regluverki stofnanna(að mest vegna tilskipanna ESB), beinn kostnaður var áætlaður 20 milljarðar á ári á verðlagi 2015, en óbeinn kostnaður 143 milljarðar, eða alls 163 milljarðar. Þessum kostnaði er velt yfir á þetta fámenna neytendasamfélag á Íslandi, en ekki tugmilljarða manna markað í Evrópu, allt tal um að regluverk ESB sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur er blekking bæði ESB aðdáenda og flestra stjórnmálamanna.Þetta er ástæðan fyrir háu vöruverði hér á landi og ekkert annað.

Hér er ótalinn kostnaður við starfsfólk ráðuneyta og stofnanna sem eru uppteknir allt árið að vinna að innleiðingu tilskipanna ESB inn í EES samninginn, varlega áætlað er það um 4 milljarðar. Beinir styrki til ýmissa aðila frá ESB, eru brotabrot af þessum heildarkostnaði við EES samninginn.

Ábati og kostnaður við EES samninginn

Eftirlitskostnaður

 

 

 


Stjórnlaus fjölgun fólks og glæpa

people-crowd-944714.jpgÍslendingar voru 265 þúsund þegar EES og Schengen skullu á. Nu eru íbúar um 360 þúsund, nærri 100 þúsund fleiri en þegar frjálst flæði fólks frá ESB var komið á með EES og vegabréfaleysi með Schengen. Það er 36% fjölgun á 25 árum. Eins og í þróunarlöndum. Afleiðingin er illviðráðanlegur vöxtur samfélagsvanda og vaxandi kostnaður á almenning.

Fjöldi íbúa hefur fjórfaldast á einni öld. Íslendingum fjölgar litið núorðið, það er útlendingum sem fjölgar. Ofan á íbúafjölgunina bætist vaxandi fjöldi ferðamanna. Með sama áframaldi er hætta á að landið umhverfisspillist og auðlindir þess verði ofnýttar í náinni framtíð.  Nú eru um 20% af íbúunum af erlendum uppruna, þegar hlutfallið hækkar mikið þarf væntanlega að koma á viðbótar þjóðtungu. Þar eð fólksinnflutningurinn er stjórnlaus kemur misjafnt fólk innanum þá sem koma til að sækja vinnu sem veldur vandamálum og kostnaði. Stjórnvöld ráða ekki lengur við glæpi og hefur þeim fjölgað mikið: Nauðgunum um 34% og inbrotum um 59% í fyrra. (Féttablaðið 2.1.2019). EES veitir um hálfum milljarði manna leyfi til að flytja hingað.

Hagstofan, mannfjöldi


Bloggfærslur 4. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband