Blómleg verslun með falsanir

uppruni_orku2017os-stodlud-yfirlysing-2017-mynd-1.jpg

 

 

 

 

 

       Mynd frá Orkustofnun.

Evrópusambandið sendir frá sér mikinn fjölda tilskipana um umhverfisvernd til undirsátanna. Þegar að er gáð er oft ekki mikil vernd í þeim en nægar afsakanir fyrir meiri skattheimtu, sölu leyfa eð viðskiptum með kvóta. Sum "viðskiptakerfanna" hafa reynst svindlriðin en til gróða fyrir braskara í ESB.

Ein EES-tilskipunin, sem við undirsátarnir þurftum að láta Alþingi stimpla, er númer 2009/28 "-til að skapa skilyrði fyrir viðskipti með upprunaábyrgðir á raforku-". Hún heimilaði fyrirtækjum í ESB og EES að versla með vottorð um uppruna raforkunnar, þau sem ekki framleiddu umhverfisvæna orku gátu keypt sér vottorð um að þau framleiddu umhverfisvæna orku þó að það væri fölsun á staðreyndum.

Íslensku orkufyrirtækin virðast hafa gripið tækifærið fegins hendi. Þau voru búin að selja upprunavottorð fyrir um 87% af orkunni í fyrra, var þó ekki nema 79% árið 2016. Þau fá svo í staðinn skráningu sem kolaorkuver eða kjarnorkuver.

Útflutningsfyrirtækin sem framleiða með íslenskri orku eru því með slóðann af kolareyk og kjarnorkuúrgangi á eftir sér. Allt leyfilegar ESB-falsanir og skriflegar hjá erindrekum ESB hérlendis. (Bændablaðið 23.8.2018)


Bloggfærslur 23. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband