Alþingi í reddingum

stock-photo-bureaucracy-172084331.jpg

 

 

 

 

 

 

Alþingi þarf nú að "redda" Vestfjörðum eftir að nefndarúrskurður stöðvaði atvinnuuppbygginguna með afnámi starfsleyfis. Ástæða uppákomunnar er að Alþingi sjálft og ráðuneytin eru búin að setja svo vont regluverk og stofnanakerfi um umhverfismat og starfsleyfi að ekki er hægt að nota það hérlendis, það er of flókið, of margir hafa hlutverk og hver sem er getur haldið uppbyggingu í gíslingu í langan tíma. Vald til að afnema atvinnurekstur á að vera lýðkjörið eða þá dómsvald ef ásteiting um lagabókstaf er til úrskurðar.

Regluverkið og stofnanaumgjörðin um umhverfismat og starfsleyfi er að mestu komin hingað með EES-tilskipunum. Sérfræðingar, samtök sveitarfélaga og fyrirtækja hafa mótmælt en það hefur verið hundsað. Nú er orðið brýnt að hreinsa og einfalda regluverkið og stofnanakerfið sem kemur að umhverfismálum og starfsleyfum þannig að uppbygging geti haldið áfram án þess að Alþingi þurfi að eyða dýrmætum tíma í reddingar.

 

 


Bloggfærslur 10. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband