Færsluflokkur: Umhverfismál

Vestfirðingar afnumdir

vestfir_irindex_1334502.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Einn "samningurinn", sem runninn er undan umhverfistrúboðum, heitir Árósasamningurinn sem segir að upplýsa þarf almenning um umhverfismál og taka tillit til mótmæla gegn framkvæmdum. Það hefur verið talið sjálfsagt hér en sumstaðar eru sumir ólæsir. Alþingi mátti til með að lögleiða samninginn. Og líka að setja á fót nefnd um framkvæmdir: Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Nefndin hefur nú afnumið Vestfirðinga. Hún er orðin úrtölunefnd uppbyggingar- og atvinnumála. Það má leggja hana niður.

Í lýðræðisþjóðfélaginu Íslandi á lýðkjörið vald að hafa það hlutverk að úrskurða um afnám Vestfirðinga.


Lögfræðingar útí bæ ráða ráðherra orkumála

"Þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins legg­ur ekki skyldu á ís­lensk stjórn­völd um að tengj­ast innri raf­orku­markaði ESB með sæ­streng og regl­ur hans varða ekki á nokk­urn hátt eign­ar­rétt á orku­auðlind­um á Íslandi,.." segir lögfræðingur ráðherra orkumála. Ráðherra hefur frá upphafi verið hlynnt 3ja orkupakkanum þó framkvæmd hans brjóti stjórnarskránna.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/09/17/thridji_orkupakkinn_vardi_ekki_eignarrett/

Þarna er farið í kringum aðalatriðið,-stjórnvöld munu ekki ráða því hvort sæstrengur kemur eða ekki,-né hvort Landsvirkjun verður skipt upp ef tilskipunin verður tekin upp.

Stjórnvöld munu ekki ráða ferðinni þegar stjórnskipulegur fyrirvari Íslands um tilskipunina er felldur niður af Alþingi. -Nema að semja sérstaklega um það við ESB.


Er áætlun ríkisstjórnarinnar raunhæf í loftlagsmálum?

Ísland er bundið áætlun ESB í að minnka losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum EES og markmiðið er 40% lækkun kolefnislosunar fram til 2030 (m.v. 2005), áætlunin sem íslensk stjórnvöld hafa kynnt er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda, þ.e. þau verða að tryggja þessa minnkun.  

losunartafla 

 Áætlunin stjórnvalda er er í 33 liðum og sögð ná til allra helstu uppspretta losunar, en tvö helstu áhersluatriði hennar eru orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu.

Einu beinu aðgerðir stjórnvalda er að styðja við rafvæðingu bíla og bann við innflutningi bíla sem brenna jarðeldsneyti 2030, árið sem markmiðinu á að vera náð.

Markmið í öðrum geirum eru óljós og bundnar við framlög til nokkurra aðgerða. Skipting fjárins liggur fyrir. Um 4 milljörðum varið til kolefnisbindingar á næstu fimm árum: Um 1,5 milljarði til króna til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla, rafvæðingu hafna og fleiri nauðsynlegra aðgerða í orkuskiptum hér á landi. Um 500 milljónum króna til nýsköpunar vegna loftslagsmála í gegnum Loftslagssjóð . Um 800 milljónum króna í margvíslegar aðgerðir, svo sem rannsóknir á súrnun sjávar og aðlögun að loftslagsbreytingum, bætt kolefnisbókhald, alþjóðlegt starf og fræðslu.

Mjög ólíklegt er að Íslandi takist að minnka losun um 1,345 milljónir tonna á 11 árum.

Losun stóriðja á gróðurhúsalofttegundum (GHL) Íslandi samkvæmt skýrslunni hefur vaxið úr 800 þús. CO2 tonna árið 2005 í 2.000 þús. CO2 tonn 2018, eða um 250%

Losun frá stóriðju og flugi fellur hins vegar ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda skv. Evrópureglum, heldur falla þær undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Á næstu árum á heildarlosun í viðskiptakerfinu að minnka um 43% til 2030 miðað við 1990. Á komandi árum þarf stóriðjan að greiða fyrir vaxandi hluta heimilda sinna og á það að þrýsta á aðgerðir til að draga úr losun.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Þarftu starfsleyfi?

Það þurfti ekki starfsleyfi þegar Ísland var að byggjast upp úr fátækt í hagsæld um miðja 20. öld. En nú er öldin önnur. Ef þú ætlar að gera eitthvað, sérstaklega ef þú ætlar að skapa einhver verðmæti, gætir þú þurft starfsleyfi. Þú gætir þurft að ná í marga skriffinna. Og það er að koma ný tilskipun sem gerir enn erfiðara að fá starfsleyfi svo það er best að slóra ekki.

Hamlandi starfsleyfisreglur


HÆTTA! Umhverfismat

Ætlar þú að fara út í framkvæmdir? Varaðu þig, þú gætir lent í umhverfismati!

Það getur verið hættulegt, menn hafa tapað verkefnum, aleigu og jafnvægi á því. Lögboðið mat er flókið og dýrt svo menn verða að hafa mikla peninga, mikinn tíma út áratuginn og mikla þolinmæði fyrir óþörfu stagli, mæta á mikla fundi og fá miklar kvartanir og tafir ef ætlunin er að lifa af umhverfismatið.

Enn ein tilskipunin um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er komin til Alþingis. Hún gerir matið og tilheyrandi leyfisumsóknir og bardaga við stofnanaskarann enn erfiðari og dýrari en áður. Fyrirsjáanlegt er að alls kyns afturhaldsseggir úti í bæ geti stöðvað framkvæmdir í langan tíma. Það þýðir ekkert að kvarta, það er ekki hlutstað á kvartanir út af EES-tilskipunum, þær bara gilda.

Umhverfismat hægir á þróun


Dýpkunarframkvæmdir að drukkna

Það er langt síðan landsmenn fengu að moka sandi upp úr höfninni í friði. Nú þarf að eltast við alls kyns reglugerðir og kerfiskarlar að gefa leyfi, tefja tímann og auka kostnað. Dýpkunarverktakarnir þyrftu að hafa duglega aðstoðarmenn og hraðskreiða bíla til að geta skilað verki á góðum tíma.

https://www.frjalstland.is/2018/02/21/dypkun-hafna-ad-drukkna/


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband