Færsluflokkur: Umhverfismál
Kolefniskerfi ESB-II. hluti
2.10.2019 | 09:43
Climet Action- Sameiginlegt átak ESB-landanna (Effort Sharing) :
Losunarmarkmið aðildarríkjanna.
Með lögunum um sameiginlega hlutdeild er gerð bindandi árleg markmið um losun CO2 fyrir aðildarríkin fyrir tímabilin 20132020 og 20212030. Þessi markmið varða losun frá flestum atvinnugreinum(utan ETS), þ.e. allra flutninga, bygginga, landbúnaðar og úrgangsvinnslu, þessi svið nema um 55 % af losun ESB.
Effort Sharing Regulation (EU) 2018/842, https://ec.europa.eu/energy/sites/ener/files/technical_note_on_the_euco3232_final_14062019.pdf
Löggjöfin um hlutdeild, er hluti af stefnumörkun og aðgerðum vegna loftslagsbreytingar og orku. Landsmarkmiðin munu sameiginlega skila minnkun um 10% af heildarlosun ESB frá þeim geirum sem fjallað er um til árisins 2020 og um 30% til ársins 2030, samanborið við 2005. Saman með 21% lækkun á losun sem fellur undir ETS fyrir árið 2020 og 43% til 2030 mun þetta gera ESB kleift að ná loftslagsmarkmiðum fyrir 2020 og 2030. https://ec.europa.eu/clima/policies/effort_en
Losunarminnkun árið 2020: 10%
Landsmarkmiðin eru byggð á hlutfallslegum auði aðildarríkjanna, mæld með vergri landsframleiðslu á mann. Fátækari löndin hafa minni markmið. Markmiðið til ársins 2020 eru frá 20% minnkun (frá 2005) fyrir ríkustu aðildarríkin í 20% heildaraukningu hjá þeim fátækustu. Króatía, sem gekk í ESB 1. júlí 2013, hefur leyfi til að auka losun um 11%.
Losunarlækkun árið 2030: -30%
Reglugerðin um bindandi árlega skerðingu á losun aðildarríkjanna frá 2021 til 2030 (reglugerð um sameiginlega hlutdeild) sem samþykkt var árið 2018 er hluti af stefnu Orkusambandsins og framkvæmd ESB á Parísarsamkomulaginu. Það setur innlend markmið um að draga úr losun fyrir 2030 fyrir öll aðildarríkin, á bilinu 0% til -40% frá 2005.
Þörf á landsvísu.
Öfugt við atvinnugreinar innan ESB, sem eru skipulagðar á vettvangi ETS, eru aðildarríkin ábyrg fyrir landsstefnu og ráðstöfunum til að takmarka losun frá þeim geirum sem falla undir lög um sameiginlega hlutdeild. Dæmi um mögulega stefnu og ráðstafanir eru:
-Að draga úr flutningaþörf.
-Að efla almenningssamgöngur og tilfærsla frá flutningum sem byggjast á jarðefnaeldsneyti.
-Að endurbyggja byggingar skilvirkari hita- og kælikerfa, auka endurnýjanlega orku til hitunar og kælingar.
- Loftslagsvænni búskaparhætti, umbreytingu búfjáráburðar í lífgas.
Ákvörðunar um hlutdeild. (Emission Shared Desicion) Ákvörðun um hlutdeild (ESD) setur markmið fyrir aðildarríkin á þeim sviðum hagkerfisins sem falla ekki undir viðskiptakerfi EST með losun. Til að tryggja að farið sé að þessum markmiðum á trúverðugan, stöðugan, gegnsæjan og tímabæran hátt, fer fram endurskoðun ESB á áætlun aðildarríkjanna ár hvert. Endurskoðunin er framkvæmd af endurskoðunarteymi tæknilegra sérfræðinga sem framkvæmdastjórnin hefur samið um og samræmd af skrifstofu Umhverfisstofnunar Evrópu.
Endanleg losun hvers aðildarríkis er háð samþykki ESB. Eftir birtingu þessarar ákvörðunar í Stjórnartíðindum hafa aðildarríkin fjóra mánuði til að beita sveigjanleika skv. 3. og 5. gr. ESD (lántöku eða kaupa úthlutanir / alþjóðleg verkefnainneign) til að tryggja árlega samræmi við markmið ESD.
https://ec.europa.eu/clima/policies/effort/framework_
Hins vegar, ef losun aðildarríkis á tilteknu ári fer yfir árleg takmörk, jafnvel þegar reiknað er með sveigjanleika, mun það sæta refsingu og verður að grípa til úrbóta skv. 7. gr. ESD: Aðildarríkið verður að ná fram því sem ekki náðist á tilteknu ári, á næsta ári á eftir margfaldað með stuðlinum 1,08 sem refsingu.
Aðildarríkið verður einnig að leggja fram áætlun til úrbóta fyrir framkvæmdastjórnina þar sem ítarlega er lýst áformum þeirra um að komast aftur á réttan kjöl til að ná markmiði sínu. Að auki mun aðildarríkið, sem ekki uppfyllir kröfur, missa tímabundið réttinn til að flytja allar úthlutanir til annarra aðildarríkja.
Reglugerð um Sameiginlegt átak (ESB) 2018/842, sem nær yfir árin 2021-30, nær einnig til refsingu um losun 2020. Til viðbótar við ákvæði ESD/ESR getur framkvæmdastjórnin hafið formlega málsmeðferð gegn broti gegn aðildarríkinu skv. 258. gr. Sáttmálans um starfssemi Evrópusambandsins.
Allar tilskipanir og reglugerði um loftlagsmál ESB verður Alþingi að samþykkja þegjandi og hljóðalaust, þó vísað sé til aðildarríkjanna og stofnsáttmála sambandsins. Ósjálfstæði Alþingis og stjórnarskrábrot gagnvart löggjöf ESB verður að taka enda.
Kolefniskerfi ESB - 1 Hluti.
29.9.2019 | 20:40
ESB ætlar að leysa kolefnisvandann í álfunni með eftirfarandi hætti:
1. Láta markaðinn ráða minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði, flugi og raforkuframleiðslu. Hlutur þeirra er um 45% af heildarlosun sambandsins.
2. Að aðildarlöndin beri ábyrgð á minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, hitun híbýla, sorpúrgangi og landbúnaði og öllu öðru í 55% heildarlosun sambandsins.
Allt magn sem iðnaður og rafmagnsframleiðsla losar, um 45% af CO2 í álfunni, verður markaðsvara. Kerfið er þannig byggt upp að magn gróðurhúsaloftegunda sem þessi geiri losar er umreiknaður í CO2 tonn og meðallosun allra ESB/EES landanna 2005 er sett sem heildarþak (kvóti) losunarheimilda.
Í upphafi kerfisins fengu fyrirtækin heimildirnar (sem var útblástur þeirra á viðmiðunarárunum á undan) endurgjaldlaust. Samhliða var sett á stofn viðskiptakerfi og uppboðsmarkaður ETS (Emission Trading System) 2005 fyrir losunarheimildir frá þessum geira, þar sem kaup og sala áttu/eiga sér stað.
Framkvæmdastjórn ESB stjórnar úthlutun heimilda. Frá árinu 2005 hefur síaukið magn verið selt/keypt á markaðnum. Stefnt er að því að fram til ársins 2030 fari sífellt stærri hluti heimilda á markað og 80% heimilda verði á uppboðsmarkaði 2030 (flug meðtalið).
ESB hyggst setja á stofn varasjóð heimilda, Stöðugleikavarasjóð ('MSR' (Market Stability Reserve)) til að stýra flæðinu inn á markaðinn. Áætlun ESB og EES er 40% minnkun losunar 2030 frá árinu 1990. Losunin á að nást með endurnýjanlegum orkugjöfum, orkuskiptum og betri nýtingu orkunnar (4OP).
Til að einfalda myndina, þá er framkvæmdin þessi:
1. Heimildirnar settar á markað og fyrirtæki kaupa það sem þau þurfa, framboð og eftirspurn ræður verðmyndun. Með stýringu ESB á framboði er ætlunin að mynda skortverð og hækka verðið frá því sem var að meðaltali rúmar 5 evrur/CO2tonn 2013-2016, á um 4% af heildarúthlutuðum heimildum.
2. Áætlað er að verð hækki í 10 og svo í 15 evrur/tonnið á næsta áratug með minni fríum úthlutunum. Þetta háa verð á að knýja fyrirtæki til að fjárfesta í vistvænni lausnum og þannig náist minnkunin (40%). Uppboðsféð sem fæst fyrir heimildir ESB rennur síðan til aðildarlandanna. Skýrar reglur eru um að það fé sé úthlutað sem fjarfestingastyrkir til minnkunar CO2.
Fyrirtækin þurfa því að kaup losunarheimildir til framleiðslu sinnar og auka fjárfestingar til sömu framleiðslu í framtíðinni. Þetta mun leiða til hækkunar á vörum, raforku, flutningum og fasteignakostnaði fyrir neytendur.
Þetta hefur þegar valdið kolefnisleka í ESB. Kolefnisleki vísar til hugsanlegrar aukningar á losun um heim allan sem tengist flutningi iðnaðar, vegna kostnaðar við loftslagsstefnu ESB, til landa þar sem engin eða takmörkuð loftslagsstefna er til staðar. Um er að ræða bæði innflutning á heimildum frá löndum utan ESB í gegnum kerfi Kýótó samningsins, svo og að fyrirtæki munu velja að starfa utan ESB, séu takmarkanir of miklar. - Það eru takmörk hversu langt er hægt að ganga í Evrópu ef restin af heiminum fylgir ekki," er sagt og áður en eitthvað gerist í Bandaríkjunum og þróunarlöndunum verður erfitt að gera Evrópska kerfið strangara og skilvirkara.-
Framkvæmdastjórnin hyggst mæta þessu með því að meta hvaða iðnaður (Kolefnislekalisti) fái, a.m.k. hluta heimilda sinna fríar, og eru því um leið að mismuna aðilum.
https://www.frjalstland.is/ets-vidskipakerfi-esb-med-losunarheimildir-grodurhusalofttegunda/
ALLT ÞETTA HEFUR ÍSLAND SAMÞYKKT AÐ GANGAST UNDIR EINS OG ÍSLAND SÉ FULLGILT AÐILDARRÍKI ESB. VÆNTANLEGA FELLUR ÞÁ CO2 TONNIÐ UNDIR FJÓRHELSIÐ AÐ MATI ESB, EN HEFUR ALÞINGI VERIÐ SPURT RÁÐA?
Umhverfismál | Breytt 30.9.2019 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loftslagsmál - Ekki er hlustað á gagnrýni sérfræðinga.
25.9.2019 | 16:28
Loftslagsmál:
Umræðan um loftslagsmál á Íslandi minnir mjög á umræðuna um orkupakka ESB. Öll gagnrýnin sjónarmið er kaffærð með engum rökum af stjórnvöldum, kolagrænum VG og öðrum fylgifiskum sem fylgja í blindni trúboði SÞ og ESB og nýta sér loftslagsmál sem skattstofn fyrir hið opinbera, hækka kostnað framleiðslu og neytenda, þó þau segi annað í orði.
ESB leiðir þessa umræðu í Evrópa og tengir hana stefnu sinni í orkumálum þar sem næstum ímyndaðar lofttegundir er umbreytt í markaðsvöru til verslunar. Bráðnun jökla og íss í Norðurhöfum, sem lengi hafa sveiflast með hitastigi samkvæmt borkjörnum úr Grænlandsjökli, er orðin tákn um loftslagsógnina og réttlæting allrar lagasetningar ESB á þessum sviðum hjá Kolefniskórnum á Íslandi.
SÞ segja manngerðan kolefnisbruna ástæðu hitnunar andrúmsloftsins og aukningu kolefnis í andrúmsloftinu að áliti 1.000 vísindamanna (ekki allir sérfræðingar) og spáð er ragnarökum svo ungt fólk sér enga framtíð fyrir sér, slík er umræðan í boði þessa hóps, þar á meðal forsætisráðherra Íslands sem hefur predikað trúna.
Andstæð sjónarmið mun fleiri sérfræðinga í Evrópu, USA og víðar hafa ekki átt upp á pallborðið í umræðunni.
500 Sérfræðingar senda SÞ beiðni um umræður um loftslagsmál.(Sjá meðf. skjal í íslenskri þýðingu)
https://clintel.nl/prominent-scientists-warn-un-secretary-general-guterres/
31.487 Sérfræðingar sendu frá sér svipaða ítarlega samantekt með gögnum fyrir 12 árum.
http://www.petitionproject.org/gw_article/Review_Article_HTML.php
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Norræna kvenþjóðin sterk í tískustjórnmálum
24.9.2019 | 12:43
Á "loftslagsráðstefnunni" í Njújork heyrist hátt í norrænu kvenþjóðinni. Sænsk unglingsstúlka grét af hræðslu við loftslagsbreytingar, saklausir unglingar sem trúa meginfjölmiðlum og skrumurum halda að hún viti eitthvað og fara líka að gráta. Okkar kvennlegi forsætisráðherra lýsti ógnunum loftslagshlýnunarinnar en gleymdi að segja frá því að sjórinn við Íslandsstrendur hefur verið að kólna í einn og hálfan áratug og loftslagið í hálfan.
En hún sagði að Ísland væri að grænka. Þar rataðist henni rétt á munn. Öll Jörðin er að grænka vegna þess að kolvísýringurinn hefur aukist í andrúmsloftinu, hann eflir gróðurinn.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loftlagsáætlun Íslands er fyrirskipuð af ESB.
3.9.2019 | 18:50
Fyrir tæpu ári, 11 desember 2018, birti ESB reglugerð 2018/1999 Governance of the Energy Union and Climate Action sem er dæmi um hvernig ESB fyrirskipar að Ísland skuli taka upp stefnu/markmið ESB í loftlagsmálum. Nú hælast íslenskir ráðherrar um eins og það sé þeirra uppfinning og kalla hana "Stefnu Íslands í loftlagsmálum". Ef Ísland nær ekki markmiðinu fyrir 2030, verður Ísland að kaupa losunarheimildir í Viðskiptakerfi(ETS)ESB.
Í lið 1. segir: "Reglugerð þessi setur fram nauðsynlega lagastoð fyrir áreiðanlegri, hagkvæmri, gegnsærri og fyrirsjáanlegri stjórnun Orkusambandsins og Loftslags Aðgerðum (stjórnarhættir) sem tryggja langtímamarkmið og markmið Orkusambandsins fyrir 2030 í samræmi við Parísarsamkomulagið 2015 um loftslagsbreytingar í kjölfar 21. ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Parísarsamkomulagið) með viðbótar, heildstæðum og metnaðarfullum aðgerðum sambandsins og aðildarríkja þess, en takmarka stjórnunarflækjustig."
Umhverfismál | Breytt 25.9.2019 kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ok heimskunnar
19.8.2019 | 13:07
Nú koma ESB-stjórmálamenn til að ræða orkutilskipanir og "loftslagsmál" en stór hluti tilskipana ESB er einmitt afsakaður með þeim. Sjálfbirgingurinn er mikill, þeir halda að þeir geti stjórnað loftslagi. Heimskan er ok sem lendir á kjósendum að bera.
Heimsendaspámenn fóru upp á Ok til að harma smæð jökulsins. Þeir voru of seinir, hann var svipaður um 1940. Þegar Skallagrímur kom í Borgarfjörðinn var enginn Okjökull. Á dögum Sókratesar var enginn jökull á Íslandi. Á dögum Nefertiti var landið þakið skógi. Hún var raunsæ, hún trúði á Sólina, okkar stjórnmálamenn ættu að taka hana sér til fyrirmyndar.
Vankunnandi áhrifamenn eru að reyna að gera þjóðgarð úr íslensku eyðimörkunum sem fjúka á haf út og hafa verið í loftinu (gult ryk) í sumar.
Pétur Halldórsson hjá Skógræktinni vill setja fé í að rækta eyðimerkurnar frekar en í eyðimerkurþjóðgarða. Þá gætu þær aftur orðið eins og á dögum Nefertiti Egyptalandsdrottningar, grænar og fallegar ef loftslagið skyldi skána aftur (Fréttablaðið 19.8.2019).
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Ísland í skammarkróki EES?
12.8.2019 | 13:00
Getur verið að hræðsla við Norðmenn og ESB í EES samstarfinu sé ástæðan fyrir einbeittum vilja stjórnarliða að innleiða 3OP?
Af hverju heldur Utanríkisráðherra því fram að ef við innleiðum ekki 3OP, lendum við í ESB?
Af hverju hafa þingmenn lýst áhyggjur af refsiaðgerðum ESB ef við höfnum 3OP, þrátt fyrir ákvæði um deilulausn í samningnum?
Eru orð utanríkisráðherra vegna þess að búið sé að gefa í skyn að með niðurfellingu EES samningsins fái Ísland enga samninga (Brexit style) og hann sjái þá enga aðra leið fyrir Ísland, en að ganga í ESB?
Telja íslenskir ráðamenn að þetta megi ekki koma fram fyrir þjóðina? Séu ráðalausir?
Skýrir þrýstingur þessi sérkennilegu viðbrögð og málflutning stjórnarliða um 3OP?
Munum heimsókn utanríkisráðherra Noregs í fyrra til að ræða 3OP, sérstakan fund Katrínar og Solberg í vetur um 3OP, núna heimsóknir æðstu manna Þýskalands.
Munum einnig orð fv. forseta EFTA dómstólsins um þreytu Norðmanna að halda uppi EFTA/ EES kerfinu.
Það eru engar tilviljanir í svona málum.
Viðsnúningur forystumanna og þingmanna ríkisstjórnar-flokkanna eftir sameiginlegan fund í ráðherrabústaðnum er óeðlilegur, allar efasemdarraddir þögnuðu, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem höfðu haft uppi efasamdir og gagnrýni nokkrum mánuðum fyrir fundinn snéri við blaðinu ganga gegn flokkssamþykktum og andstöðu grasróta flokkanna. Forysta VG þegir þunnu hljóði í stórmáli sem markaðsvæðir orkugeirann og hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif í kapphlaupi virkjunarframkvæmdum.
Kannski var eitthvað að baki því þegar í upphafi var helsti hræðsluáróðurinn um að EES samningurinn væri í hættu?
ER BETRA AÐ FÆRA ESB STJÓRN ORKUMÁLA Á ÍSLANDI OG BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNNA, TIL AÐ HALDA Í ÓNÝTAN SAMNING?
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tilgangur 3 OP- Fullkomin markaðsvæðing og stjórn ESB á auðlindum.
17.7.2019 | 20:30
Það er alveg ljóst að með stofnun ACER ætlaði Framkvæmdastjórn ESB að taka stjórn á orkumálum Evrópu af landsyfirvöldum. Enda segir í inngangi Tilskipanna 3OP :
Í orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem ber yfirskriftina Stefna í orkumálum fyrir Evrópu er lögð áhersla á mikilvægi tilkomu innri markaðarins á sviði raforku og að skapa jöfn samkeppnisskilyrði allra raforkufyrirtækja í Bandalaginu. Orðsendingar framkvæmdastjórnarinnar frá 10. janúar 2007 sem bera yfirskriftirnar Horfur á innri gas-og raforkumarkaðinum og Fyrirspurn skv. 17. gr. reglugerðar (EB) nr. 1/2003 um gas-og raforkugeirana í Evrópu (lokaskýrsla) sýndu að núverandi reglur og aðgerðir veita hvorki nauðsynlegan ramma né skapa flutningsgetu samtengileiðslna til að markmiðinu um vel starfhæfan, skilvirkan og opinn innri markað verði náð.
Innleiðing 3 OP og tilskipanir á orkusviði sem munu fylgja á næstu árum, tryggja fulla stjórn framkvæmdarstjórnar ESB á orkumálum á EES svæðinu og tengingu um allt svæðið. Aðgerðir ESA og ESB gegn ríkjunum nú um gjald á auðlindir eru til að jafna samkeppnisskilyrði á svæðinu og skref í átt að fullri markaðsvæðingu fyrirtækjanna og rafmagnsins, -vörunnar.
Með markaðsvæðingunni hverfa áhrif yfirvalda einstakra landa, en reglukerfið stjórnar flæði orkuauðlindanna. Á ÞETTA ERU ÞINGMENN EKKI LÆSIR, Í FLOKKSHEIMI SÍNUM SJÁ ÞEIR EKKI FRAMTÍÐINA, ÞÓ BÚIÐ SÉ AÐ SEGJA FYRIR UM HANA AF ESB.
Virkjanir, landeigendur og Alþingi
15.4.2019 | 10:33
Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022
Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir:
"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."
Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri.
Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.
http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf