Vestfirðingar afnumdir

vestfir_irindex_1334502.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Einn "samningurinn", sem runninn er undan umhverfistrúboðum, heitir Árósasamningurinn sem segir að upplýsa þarf almenning um umhverfismál og taka tillit til mótmæla gegn framkvæmdum. Það hefur verið talið sjálfsagt hér en sumstaðar eru sumir ólæsir. Alþingi mátti til með að lögleiða samninginn. Og líka að setja á fót nefnd um framkvæmdir: Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Nefndin hefur nú afnumið Vestfirðinga. Hún er orðin úrtölunefnd uppbyggingar- og atvinnumála. Það má leggja hana niður.

Í lýðræðisþjóðfélaginu Íslandi á lýðkjörið vald að hafa það hlutverk að úrskurða um afnám Vestfirðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Afnám Vestfirðinga", sem svo er kallað, fólst í því að fiskeldisfyrirtæki kusu að hundsa þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, að við framkvæmdir, sem hafa umhverfisáhrif, beri að skoða fleiri kosti en einn. 

Þeim var í lófa lagið að skila, þótt ekki væri nema skýrslu um að fleiri kostir væru við að stunda fiskeldi. 

En þeir kusu að gerast lögbrjótar, alveg eins og Landsnet kaus að gera þegar það óð af stað með það að leggja tvær risa háspennulínur yfir öll vatnsverndarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu án þess að skila svo miklu sem blaðsíðu um aðra kosti 

Það var reykvísk útgáfa, sem þeim datt þó ekki í hug að kalla "afnám höfuðborgarsvæðisins." 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2018 kl. 14:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

P.S. Nú kemur fram hjá forsætisráðherra að annmarkar hafi verið á framkvæmdaleyfinu og ekki unnið faglega. Umhverfisráðherra og sjávarútvegsráðherra eigi að finna leið til að fresta afnámi framkvæmdaleyfsins og veita eigendum fiskeldisins "sanngjarnan frest" til þess að farið verði að lögum.  

Ómar Ragnarsson, 7.10.2018 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband