Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Stjórnlaus fjölgun fólks og glæpa
4.1.2019 | 17:12
Íslendingar voru 265 þúsund þegar EES og Schengen skullu á. Nu eru íbúar um 360 þúsund, nærri 100 þúsund fleiri en þegar frjálst flæði fólks frá ESB var komið á með EES og vegabréfaleysi með Schengen. Það er 36% fjölgun á 25 árum. Eins og í þróunarlöndum. Afleiðingin er illviðráðanlegur vöxtur samfélagsvanda og vaxandi kostnaður á almenning.
Fjöldi íbúa hefur fjórfaldast á einni öld. Íslendingum fjölgar litið núorðið, það er útlendingum sem fjölgar. Ofan á íbúafjölgunina bætist vaxandi fjöldi ferðamanna. Með sama áframaldi er hætta á að landið umhverfisspillist og auðlindir þess verði ofnýttar í náinni framtíð. Nú eru um 20% af íbúunum af erlendum uppruna, þegar hlutfallið hækkar mikið þarf væntanlega að koma á viðbótar þjóðtungu. Þar eð fólksinnflutningurinn er stjórnlaus kemur misjafnt fólk innanum þá sem koma til að sækja vinnu sem veldur vandamálum og kostnaði. Stjórnvöld ráða ekki lengur við glæpi og hefur þeim fjölgað mikið: Nauðgunum um 34% og inbrotum um 59% í fyrra. (Féttablaðið 2.1.2019). EES veitir um hálfum milljarði manna leyfi til að flytja hingað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Árið 2018: Upphaf nýrrar frelsisbaráttu
30.12.2018 | 18:04
Smáþjóðir þurfa stöðugt að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði, jafnvel þó þær búi á úthafseyju. Á þessu ári var öld síðan við sömdum okkur frá dönsku yfirvaldi.
En það sem er minnisstæðast frá árinu 2018 er að þá hófst fyrir alvöru baráttan gegn öðru og stærra valdabákni en því danska: Evrópusambandinu sem við lentum undir fyrir aldarfjórðungi með EES-samningnum.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið!
Er EES alþjóðlegt?
28.12.2018 | 13:45
Björn Bjarnason er formaður starfshóps Guðlaugs Þórs um EES-samninginn sem á að skila af sér næsta haust. En álit Björns kom i dag í Morgunblaðinu:
EES-aðild í stjórnarskrá
Björn segir m.a.: "---fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnarskrárinnar. Þeir eru hins vegar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi--- Ótti stjórnmálamanna ræðst af andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þar tengjast illu andarnir sem áður er getið. Þá má kveða niður með því að festa aðildina að EES eina í stjórnarskrána---"
Fullyrðingin "fræðimenn allir sammála" er rökleysa og staðlausir stafir. EES er ekki "alþjóða" heldur "milliríkja" og svæðisbundinn. Grundvöllur EES er ekki "samstarf" heldur "stjórnvaldsafsal" til ESB.
Að festa samning um afsal stjórnvalds til hrörnandi og einangraðs yfirþjóðlegs valdabákns í stjórnarskrána er svo fjarstæðukennt að það þarf ekki að ræða. Það sem þarf að ræða, fyrir utan stjórnarskrárbrot vegna EES, er hinn mikli og vaxandi skaði sem EES-samningurinn veldur.
Samtökin Frjálst land hafa gert úttekt á mörgum þáttum EES, sjá meðal annars:
Goðsagnirnar um EES-samninginn
Afleiðingar tilskipanavaldsins
Valdastofnanir ESB og EES samningurinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að flæma mjólkurkýrnar úr landi
19.12.2018 | 18:41
Það virðist vera orðin stefna stjórnvalda okkar að flæma helstu mjólkurkýr þjóðarinnar, iðnfyrirtækin, úr landi. Raforkukerfi okkar er orðið óhagkvæmara vegna EES-tilskipana sem óþarfi var að samþykkja og stefnan er frekari skemmdarverk (3. pakkinn). Orkuverð frá orkuverum þjóðarinnar er auk þess búið að hækka yfir eðlileg mörk sem íþyngir fyrirtækjunum.
Ofan á þetta bætist svo að búið er að koma stjórnlausu braskkerfi ESB um koltvísýringslosun yfir íslensk fyrirtæki sem eru látin senda vaxandi fúlgur fjár til ESB í "kvótakaup". Og á dagskrá er að bæta um betur og setja mest alla starfsemi í landinu í nýtt ESB braskkerfi, ESR. Það eru engar skuldbindingar Íslands sem gera nauðsynlegt að taka þátt í braskkerfum ESB. En samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja fer hríð- versnandi miðað við þau lönd sem við keppum við en þau eru ekki með kvótabraskkerfi eins og ESB/EES. En eyðimerkur Íslands bíða eftir að vera ræktaðar upp og mætti nota féð sem nú fer til ESB í það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stofnanaumgjörð EES gengur ekki upp
17.12.2018 | 10:16
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sem gegnum sína reynslu þekkir EES- samninginn vel, ræddi hann við Pál Magnússon. Morgunblaðið 17.12.2018 hefur eftir Bjarna:
"Ég er þeirrar skoðunar að ESB hafi gengið of langt í of mörgum málum á undanförnum árum í því að reyna að fá okkar hóp, það er að segja EFTA-megin, Íslendinga þar með, til þess að fella sig við einhverja stofnanaumgjörð sem bara gengur ekki upp. Mér finnst það vera mjög mikið umhugsunarefni hversu mikil vinna hefur farið í það að sníða sérlausnir sem standast íslensku stjórnarskrána. Þetta hef ég oft gert að umtalsefni í þinginu og er áhyggjuefni í Evrópusamvinnunni; að það þyki bara boðlegt gagnvart Íslandi að krefjast þess að vald sé framselt til stofnana sem við eigum enga aðild að".
Sjá nánar um upplausn stjórnkerfisins á heimasíðu Frjáls lands
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óþörf kvótakerfi ESB hækka flugfargjöldin
14.12.2018 | 16:29
Okkar stjórnvöld hafa átt erfitt með að verja hagsmuni okkar og halda álögum í skefjum. Nýlega létu þau ESB teyma okkur með í "losunarkvótakerfi" fyrir koltvísýring, ETS, það tekur stórfúlgur frá flugfélögunum og flytur til ESB og veldur hærri fargjöldum hjá okkur. Þetta var óþarfi, engar skuldbindingar Íslands um koltvísýringslosun kölluðu á að við þyrftum að vera með í ETS. Það eru fá lönd á heimsvísu með slík kvótakerfi enda reynst svindl- og braskvæn en ónýt við að minnka útblástur.
Það sem verra er er að okkar stjórnvöld eru nú að leggja drög að enn frekari flutningi milljarða frá Íslandi til ESB (Mbl 14.12.2018). Reiknað hefur verið út að við þurfum að blæða nærri 300 milljörðum í ESB-kerfin næsta áratug! Það þarf því að kalla umhverfisráðherran heim áður en hann sóar meir af peningunum okkar. Skuldbindingapakkarnir í ESB kerfin um losun koltvísýrings, ETS og ESR, eru að verða svo fáráðnlegir að reyna þarf að vinda ofan af þeim og setja í staðinn í gang íslensk kerfi og nota peningana í ræktun hér heima.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orkan orðin of dýr
11.12.2018 | 16:34
Raforkufyrirtækin, sem eru í okkar eigu, láta okkur borga of mikið fyrir orkuna. Bæði hafa EES-tilskipanirnar klofið fyrirtækin í minni og óhagkvæmari fyrirtæki og hleypt upp kostnaðinum. En líka hafa orkufyrirtækin komist fram með að hækka verð að óþörfu. Stjórnvöld okkar, sem eiga að stjórna orkufyrirtækjunum fyrir okkar hönd, standa sig ekki
"Aðskilnaðurinn var gerður á milli framleiðslu og flutnings á raforku með nýjum raforkulögum 2003. Var það í takt við samninga um aðild Íslands að EES. Fullyrt var við þessa breytingu að þetta væri gert "til að láta samkeppnina leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindinni, notendum rafmagnsins og eigendum að auðlindinni til hagsældar". Reynslan fyrir almenna neytendur, sér í lagi í dreifbýli, virðist þó hafa verið þveröfug". (Bbl 28.10.2016).
Stjórnvöld okkar eru farin að reyna að fela óstjórn orkumála með trúarsetningum ESB ( til dæmis "samkeppni og sjálfbær nýting"). Árangurinn í ESB er hæsta raforkuverð í heimi og götubardagar út af háu eldsneytisverði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2018 kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Orkuóeirðir hafnar í ESB
8.12.2018 | 21:14
Almenningur í París er farinn að berjast á götum úti vegna ofurskatta á eldsneyti. Og ekki tekur betra við þegar á að fá fólk til að nota rafmagn. Í ESB er raforka einna dýrust í heimi.
Orkumál ESB eru í raun hrunin til grunna og óeirðirnar nú mögulega upphafið að almennri uppsteit gegn orkustefnu ESB. Íslendingar eru að dragast meir og meir inn í draumórastefnu ESB um orku vegna EES-samningsins. Orkuóeirðir í ESB.
Áfengissala samræmist ekki EES
3.12.2018 | 16:56
Eftirlitsstofnun EES-samningsins í Brussel hefur nú sent þjóðinni bréf og sagt að sala áfengis í Áfengisverslun ríkisins í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli samræmist ekki EES-samningnum.
Erindrekar EES eru orðnir önnum kafnir við að segja fyrirtækjum og stofnunum íslenska ríkisins fyrir verkum og reka nú nefið ofaní kopp ÁTVR. Kannske verðum við að senda bænaskjal til Brussel og biðja náðursamlegast um að fá að kaupa almennilegan toll eins og við erum vön. Við gætum kannske bara afritað eitthvert gamalt bænaskjal til Danakonungs frá átjándu öld.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fullveldið, NATO, EFTA, ESB,- framsal valds
1.12.2018 | 10:58
Í grein í aukablaði Morgunblaðsins í dag, 1.des. eftir Ásgerði Ragnarsdóttur dómara, segir hún m.a:
"..Frá því að EES-samningurinn tók gildi árið 1994 hafa skuldbindingar íslenska ríkisins aukist verulega og hefur samstarfið krafist þess að valdheimilir séu framseldar í vaxandi mæli til stofnana EES. Almennt er viðurkennt að lögfesting samningsins hafi á sínum tíma reynt verulega á mörk stjórnarskrárinnar og því fór fjarri að samhugur væri um hvort þörf væri á stjórnarskrárbreytingu..."
"Sé litið til stöðunnar í dag, um aldarfjórðungi síðar, má ljóst vera að íslenska ríkið hefur framselt valdheimildir í talsverðum mæli til stofnana EES og hefur þeim jafnframt verið eftirlátið vald til að taka íþyngjandi ákvarðanir gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum hér á landi, svo sem með álagningu sekta og beinum afskiptum af rekstri fyrirtækja.."
"Telja verður líklegt að álitaefni um mörk heimils framsals muni aukast í framtíðinn og væri það í takt við þróun í regluverki Evrópusambandsins þar sem sjálfstæðum eftirlitsstofnunum eru í auknum mæli veittar valdheimildir gagnvart einstaklingum og lögaðilum. Skýrt dæmi um þetta er þriðji orkupakki Evrópusambandsins sem hefur upp á síðkastið verið tilefni umræðu um mörk heimils framsals valdheimilda hér á landi."
Utanríkisráðherra hélt hádegisverðarfund í Valhöll í vikunni, í umræðum kom fram að hann styddi innleiðingu 3 orkupakkans. Rök hans fyrir því að standa gegn vilja almennings voru þau að stundum þyrftu stjórnmálamenn að fara gegn almenningsálitinu og nefndi ákveðni formanns Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar (hin fyrri) við inngöngu í NATO og í EFTA.
Langt er til seilst hjá utanríkisráðherra að bera saman afsal valds yfir íslenskum hagsmunum til erlends stjórnvald, við samning um varnir landsins og inngöngu í fríverslunarsamtök. Í NATO og EFTA er Ísland fullgildur og virkur aðili án nokkurs valdframsals á innlendum hagsmunum, öfugt við hálfgerða innlimun í ESB gegnum EES samninginn. Þessi samanburður ráðherrans er rangur, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)