Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Uppburðarleysi í stjórnmálum og umkomuleysi í fullveldismálum?
23.1.2019 | 12:05
"Þegar ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir (í Mbl. 18. september sl.) að ekki verði séð að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér meiri háttar frávik frá fyrri stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki, og ekki sé ljóst hvert það myndi leiða yrði honum hafnað, vaknar áleitin spurning. Erum við að troða farveg sem víkkar og þjappast með hverju minniháttar fráviki uns summa frávikanna verður hinn breiði og beini vegur íslensks uppburðarleysis í stjórnmálum og umkomuleysis í fullveldismálum?"
ESB ræðst á bandarísk fyrirtæki
22.1.2019 | 17:55
Bandaríkin hafa eytt fúlgum fjár í sjötíu ár í að byggja upp efnahag ESB-landa. En Bandaríkin eru búin að fá nóg, Donald Trump forseti ("America first") er orðinn leiður á að ESB fái endalaust frítt far og opinn aðgang að ameríku á meðan sambandið setur alls kyns höft og kvaðir á amerísk fyrirtæki. Nýlga setti ESB s.k. "persónuverndarlög" sem beindust gegn stóru bandaríksu netfyrirtækjunum (við þurftum að gleypa þau hrá vegna EES, þau eru óheyrilega dýr, ónauðsynleg og stjórnarskrárbrot, en það er kannske alveg sama því nú langar landsölumenn að breyta stjórnarskránni svo vald ESB verði gert löglegt hér).
ESB ætlar nú að setja nýjan skatt á amerísku netfyrirtækin (Mbl 21.1.2019). Þau sæta als kyns árásum og óhróðri í ESB (og líka hér). Líkur eru á að þessi aðgerð gegn bandarísku fyrirtækjunum valdi enn frekari stöðnun og hnignun í ESB og var þó ekki á bætandi. Og Ísland getur smitast vegna EES.
Lausn ESB á mengun er reglugerðarstafli.
20.1.2019 | 16:46
Í dag greiðir íslenskur stóriðnaður og íslensk flugfélög háar upphæðir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, Skuldbindingar þ.e. greiða einhverjum aðilum í Evrópu fyrir að fá að vera til. Í Aðgerðaáætlun (stjórnvalda) í loftslagsmálum 2018 2030 segir m.a:
"Hver eru markmið Íslands samkvæmt Parísarsamningnum og öðrum skuldbindingum sem Ísland hefur tekið á sig, s.s. Evrópureglum? Ísland hefur lýst yfir því markmiði sínu innan ramma Parísarsamningsins að vera með í sameiginlegu markmiði 30 Evrópuríkja ásamt Noregi og 28 ríkjum Evrópusambandsins um að ná 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990. Nákvæm útfærsla þessa markmiðs fyrir Ísland og Noreg liggur ekki fyrir, en hún mun felast í innleiðingu Evrópureglna, þar sem annars vegar er gerð krafa til fyrirtækja (einkum í stóriðju og flugi hvað Ísland varðar) og hins vegar beint til stjórnvalda (hvað varðar losun í samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, meðferð úrgangs o.fl.) Tölulegt markmið varðandi síðari þáttinn yrði líklega um 30-40% samdráttur í losun til 2030 m.v. 2005 (sjá meðfylgjandi mynd, lóðrétti ásinn sýnir þúsund CO2-eininga)."
Þetta þýðir að eftir 11 ár þegar íslenskum stjórnvöldum hefur mistekist að minnka útblástur bíla og kúa á næstu 10 árum þarf íslenska ríkið að kaupa losunarheimildir af einhverju bröskurum í Mengunarkauphöll Evrópu,-í stað þess að koma sér upp eigin kerfi hér á landi og láta ekki milljarða (og milljarða tugi eftir 10 ár) streyma úr úr landinu.
Frjáls fólksinnflutningur, meiri glæpir
18.1.2019 | 18:29
Glórulausar skuldbindingar
16.1.2019 | 15:21
Alþingi á að stimpla enn eina tilskipunina um "loftslagsmál" í febrúar. Hún fjallar m.a. um hvernig eftirlætisfyrirtæki ESB fá betri gróðamöguleika af viðskiptum með losunarkvóta fyrir "gróðurhúsalofttegundir". Okkar stjórnvöld álpuðust til að skuldbinda Ísland inn í viðskiptakefi ESB um losunarkvóta, s.k. ETS. Þar með lenti málið að óþörfu inn í EES. Og nú er verið að leggja drög að því að setja megnið af atvinnustarfsemi landsins undir viðskiptakerfi ESB, það kallast ESR.
Kostnaður á fyrirtæki í landinu vegna losunarkerfa ESB/EES verður fyrir utan og ofan öll skynsemismörk og hefur verið áætlaður um 270 milljarðar meðan verið er að byggja upp kerfin næstu tíu árin. Eftir það veit enginn hvað þau munu kosta íslenska atvinnustarfsemi. Peningarnir fara væntanlega að mestu til braskara í ESB í staðinn fyrir að notast í að græða upp íslensku eyðimörkina.
Fyrir utan ESB/EES-kerfin eru svo loforð sem okkar fulltrúar hafa skrifað undir á ýmsum alþjóðlegum "loftslagsráðstefnum". Vonandi þarf ríkissjóður aldrei að að kaupa kvóta fyrir þau.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Íslenska lýðræðið komið með uppdráttarsýki
14.1.2019 | 13:47
"---Nú hefur skotið upp kollinum sú hugmynd að sníða stjórnarskrá Íslands sérstaklega að því regluverki --- regluverkið (EES) ríður með hverju árinu þéttara net um það svigrúm sem við höfum til að ráða okkar málum sjálf. Þessi nýja hugmynd um stjórnarskrárbreytingu er annarleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöllur lýðræðisins sé að styrkjast.
Uppruni regluverks EES getur ekki með góðu móti flokkast undir alþjóðasamstarf eins og þeir sem styðja aðild að ESB gjarnan leggja áherslu á. Evrópusambandið er ekki alþjóðastofnun frekar en Sóvétríkin á sínum tíma. ESB er fjölþjóðlegt pólitískt tollabandalag sem dregur í síauknum mæli til sín fullveldi þjóða sem sambandið mynda. Þessa valdaafsals hefur gætt hér á landi fyrir tilverknað EES-samningsins. Hann hefur reynst vera ásælinn. Þau svið sem talin voru skýrt afmörkuð við samningsgerðina hafa þanist út---"
Úr grein eftir Tómas Inga Olrich, fv. ráðherra, í Mbl 14.1.2019
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ESB að liðast í sundur- Nýtt Euroríki
11.1.2019 | 19:24
Nú eru Þýskaland og Frakkland orðin leið á uppreisn vandræðaríkjanna í ESB og stofna nýtt EUROSTATE, sameiginlegan her, fjármál og utanríkismál og bjóða næstu nágrönnum sem eiga landamæri að þeim til að renna inn í á síðari stigum.
https://www.thetimes.co.uk/article/france-and-germany-join-forces-as-a-single-superpower-fjf3bgv60
Framhaldið verður forvitnilegt. Kannski verðum við að samþykkja lög EUROSTATE í gegnum EES um fjármál ríkisins og utanríkismál. Við hljótum að gera það af hræðslu við að halda í EES samninginn!
Stjórnvöld okkar eru á leiðinni að sökkva okkur í skuldbindingar
11.1.2019 | 15:10
Nú hafa okkar hagsmunagæslumenn, ríkisstjórnin, verið að makka við ESB um að steypa landinu í enn meiri óþarfar skuldbindingar. Það er hluti af útþenslu EES-samningsins. Setja á mest alla starfsemi undir kvótakerfi ESB (ESR) um losun "gróðurhúsalofttegunda". Flugið og iðjuverin eru þegar komin í kvótabraskkerfi ESB, ETS. Nú á að bæta framleiðslu, skipum, útgerð og landbúnaði inn og setja sérstakt ESB-fargan á landbúnað (LULUCF). Kvótakerfi hafa sýnt sig að vera gagnslaus við að draga úr losuninninni. Þau eru aðeins notuð í fáum löndum.
Fjárausturinn í kvótakerfi ESB stefnir í að verða glórulaus sóun fjármuna, spár sýna nálægt 300 milljarða á næstu tíu árum, við höfum enga stjórn á braskinu svo skuldbindingarnar gætu orðið margfaldar og sett starfsemi í landinu í þrot. Öll "loforðin" sem okkar hagsmunagæslumenn hafa verið að gefa í útlöndum í umboði þjóðarinnar um "gróðurhúsaloftegundir" stefna í að valda tröllvöxnum og ófyrirsjáanlegum kostnaði. Peningarnir sem sóa á í kvótabraskið eða "loforð" eiga auðvitað að fara í að rækta upp landið en ekki í braskara í ESB.
Ríkisstjórnin er að samþykkja þungar skuldbindingar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til að stöðva sýklaburðinn þarf uppsögn EES
8.1.2019 | 17:41
Yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sagði á ráðstefnu HÍ að sporna verði við innflutningi á erlendum matvælum. Sýklalyfjanotkun í erlendum landbúnaði auki hættu á útbreiðslu gerla sem eru ónæmir fyrir sýklalyfjum. Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógnin við lýðheilsu heimsins í dag (RÚV segir frá 5.1.2019)
Það hefur lengi legið fyrir að eiturefni og sýklar í sláturdýrahlutum frá ESB eru hættulegir lýðheilsu og húsdýraheilbrigði. Með EES-samningnum fékk ESB og erindrekar þess, ESA og EES-dómstóllinn (kallaður EFTA-dómstóllinn) vald yfir innflutningi hrámetis.
Stjórnmálamenn okkar hafa lengi lofað að verja landið fyrir sýklaburðinum en ekki efnt það. Ástæðan er EES-samningurinn sem Alþingi ræður ekki við og yfirkeyrir löggjafann. Eina leiðin til að stöðva sýklainnflutninginn er að segja EES-samningnum upp og setja sýklavarnareglur að kröfum nútímans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kostnaður við EES samninginn 35x hærri en ábatinn fyrir Ísland
4.1.2019 | 17:52
Ein goðsögn sem lengi hefur verið haldið fram um EES samninginn af stjórnmálamönnum, er sú að hann sé svo hagkvæmur.
EN það er fjarri sanni. Mál er að kveða þessa bábilju niður.
Hagfræðistofnun HÍ gerði úttekt á ábata samningsins að ósk utanríkisráðherra fyrir ári síðan. Þessari úttekt hefur aldrei verið hampað, ástæðan er einföld; niðurstaðan var sú að mjög lítil viðskiptahagur, 4,5 milljarðar á ári á verðlagi 2015, var af samningnum umfram þann fríverslunarsamning sem fyrir var og er enn í gildi.
Hagfræðistofnun gerði úttekt vegna kostnaðar fyrirtækja í landinu af regluverki stofnanna(að mest vegna tilskipanna ESB), beinn kostnaður var áætlaður 20 milljarðar á ári á verðlagi 2015, en óbeinn kostnaður 143 milljarðar, eða alls 163 milljarðar. Þessum kostnaði er velt yfir á þetta fámenna neytendasamfélag á Íslandi, en ekki tugmilljarða manna markað í Evrópu, allt tal um að regluverk ESB sé til hagsbóta fyrir íslenska neytendur er blekking bæði ESB aðdáenda og flestra stjórnmálamanna.Þetta er ástæðan fyrir háu vöruverði hér á landi og ekkert annað.
Hér er ótalinn kostnaður við starfsfólk ráðuneyta og stofnanna sem eru uppteknir allt árið að vinna að innleiðingu tilskipanna ESB inn í EES samninginn, varlega áætlað er það um 4 milljarðar. Beinir styrki til ýmissa aðila frá ESB, eru brotabrot af þessum heildarkostnaði við EES samninginn.
Ábati og kostnaður við EES samninginn